Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 ÞAR SEM SMÁTÆKIN FÁST PFAFF 6085 SAUMAVÉL HEIMILISVÉL m/20 SPORUM SENNHEISER HD-560 HEYRNARTÓL FRÁBÆR HLJÓMUR BRAUN 3012 RAKVÉL SYSTEM 1-2-3 FRAMTÍÐAREIGN HÁRBLÁSARI FRÁ BRAUN PX 1200 SÚPERVOL m/DREIFARA GASKRULLUJÁRN FRÁ BRAUN STYLE'N GO Ljós í myrkri, sýningaratriði Mosfellsbæinga, vakti verðskuldaða athygli, vel æft og skemmtilega útfært. Sýning FT í Reiðhöllinni Góðir sprettir á laug- dreginni sýningu ________Hestar____________ Valdimar Kristinsson FELAG tamningamanna gekkst fyrir þremur sýningum í Reiðhöll- inni í Víðidal á föstudag og laugar- dag. Segja má að fyrr eða síðar hlyti að koma að því að félagið sem verið hefur í fararbroddi í þróun reiðmennskunnar hérlendis byði upp á slíka sýningu. í hestaþætti Morgunblaðsins hefur oftast verið fjallað um þær sýningar sem haldnar hafa verið í Reiðhöllinni og lagt á þær mat. Þegar slíkt er gert verður að gera sér grein fyrir hvejjar væntingarnar eða hvaða kröfur eru gerðar áður en dómur er felldur. Ekki er því að neita að um- sjónarmaður „Hesta" gerði sér vonir um vandaðar sýningar sem byggðust að stórum hluta á nýjungum sem ekki hefði áður verið bryddað upp á á þessum vettvangi en umfram allt fagmennsku. Eins og á fyrri sýning- um var fyrsta sýningin á föstudags- kvöldinu slök en fór síðan batnandi og sú þriðja og síðasta á laugardags- kvöldið best. Tamningamenn féllu í þá gömlu reiðhallargryfju að hafa sýninguna of langa, um þijár klukku- stundir fyrst en síðasta sýningin hálftíma styttri en hefði mátt vera í það minnsta korteri styttri en raunin varð á. Af síðustu sýningunni að dæma átti ekki að vera vandaverk að stytta því þar voru enn inni atriði sem ekkert erindi áttu í metnaðar- fulla sýningu. Sjá mátti atriði sem bar þess greinileg merki að ekki hafði verið nógu tímanlega farið af stað með æfingar og þar af leiðandi æfingum ekki nógu vel eða skynsam- lega hagað. Góð undantekning frá þessu var atriðið „Ljós í myrkri", framlag félaga úr Mosfellsbæ og Kjós. Vel æft atriði með góðum skammti af hugkvæmni og nýjung- um. Einmitt það sem vænta mátti af FT-mönnum enda hlaut þessi dag- skrárliður bestar viðtökur sýningar- gesta. Annað atriði, „Skrautsýning", bar hins vegar greinileg merki æf- ingaleysis eða of margra æfinga á of skömmum tíma. Eigi að síður var margt gott í atriðinu, nokkrar nýj- ungar og á köflum mjög gott. Þá er við hæfi að geta framlags íþrótta- manns ársins, Sigurbjöms Bárðar- sonar, sem að vanda stóð sig vel er hann mætti með Hæring sinn sem lék þar allskonar kúnstir eins og til dæmis að ganga yfir trébrú með eld á báðar hendur og staldra þar við góða stund. Sannarlega æðrulaus hestur hann Hæringur. Þá var hann einnig með Vídalín sem stóð sig að venju vel, svona hálfgerður sirkus- hestur. Það er aftur spurning hvort ekki sé orðið tímabært að hvíla Vídal- ín á Reiðhöllinni svo oft sem hann hefur troðið þar upp. Annar hestur, Hrímnir frá Hrafnagili, sem þarna kom fram og verið hefur tíður gestur í Reiðhöllinni gladdi að venju augað og virðist sem reiðhallargestir þreyt- ist aldrei á að beija augum þennan Hinir öldnu höfðingjar Höskuldur á Hofsstöðum og Gunnar Bjarna- son voru heiðraðir á laugardagskvöldið og komu þeir inn á völlinn í hestvagni sem Sigurður Marínusson var við sfjórnvölinn á. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Nú sem áður stóð Hrímnir frá Hrafnagili vel fyrir sínu og virðist klárinn engu tapa nema síður sé. Knapi var Björn Sveinsson. Heimilin og siðir samtíðar NYR SJALFVIRKUR OFNHITASTILLIR Heldur orku- reikningnum i lágmorki. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 eftir Björn G. Jónsson Það eru vissulega góð tíðindi að á þessu ári skuli tekið á málum fjölskyldunnar. Má segja að tími sé kominn til að líta á þann þátt mála í þjóðlífi okkar og gott til þess að vita að þessi grunneining samfélagsins fái forgang í umræð- unni í eitt ár, mér er nær að halda að þau þyrftu að vera fleiri, vegna þess að styrkur fjölskyldunnar hefur stórlega skerst. Allir vita að okkar fjölskyldu- form eru byggð upp á trúarlegri forskrift. Það segir í Matteusar- guðspjalli 18. kap. 4.-6. versi: „Hann svaraði hafi þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upp- hafi karl og konu og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni og þau tvö skulu verða einn maður, þannig að þau eru ekki framar tvö heldur einn maður.“ Trúarbrögð okkar leggja ofur- áherslu á mikilvægi fjölskyldunnar og verður hún því að teljast heilög stofnun. En nú er svo komið að hjónaskilnaðir og sambúðarslit, og þá um leið sundrun heimila, ger- ast svo tíð að allir sjá að við svo búið má eigi standa, ef hér á að „Að stofna til heimilis og valda því ekki er mesti ósigur einstak- lingsins.“ lifa áfram þjóð með því mannlega umhverfi sem fólk framtíðarinnar á allan rétt á og getur unað við. Ef við athugum umfang þessara hluta þá eru staðreyndir uggvæn- legar. Einstæðar mæður á Islandi eru um 7.000, og hafa á framfæri sínu nærri 10.000 börn. Það er að sjálfsögðu þjóðarvandi að hjálpa þessum mæðrum til fram- færslu sér og sinna barna, en um það verður ekki frekar rætt hér. Heldur fremur þær ástæður sem valda slíkum hörmungum sem sambúðarslit ávallt valda. Form- legur skilaður er kannski einhver lausn hjá sumum að lokum, en hann er þá jafnan endir á hryggi- legu ferli. Það er að sjá að ekki geri allir sér ljóst hve mikil ábyrgð því fylg- ir að stofna heimili og ekki grun- laust að jafnvel einhverjir gangi með þá hugsun að alltaf sé hægt að skilja ef sambúðin gangi illa. Að minnsta kosti þeir sem ganga inn í óvígða sambúð. Þar hlýtur oft að ráða að annar aðilinn | eða báðir kjósi að eiga létta út- gönguleið ef henta þykir. Allir er ganga í sambúð ætlast til fyllsta 1 trúnaðar síns maka. Það hlýtur því öllum með óbijálaða skynsemi að skiljast að slíkt hlýtur að vera gagnkvæmt. Ef fólki er ekki ljós sú alvara og ábyrgð sem stofnun heimilis krefst þá er það skortur á fræðslu. Að stofna til heimilis og valda því ekki er mesti ósigur einstaklingsins og örlagaríkur við- komandi aðilum. ý Í þessu skrifi er ekki meiningin | að dæma einstaklinginn, því marg- ir eiga sér sínar afsakanir misjafn- lega góðar, en allir þó þær að sið- ir samtíðarinnar eru heimilunum fjandsamlegir. Það er varla ásætt- anlegt nú, þegar þjóðin hefur aldr- ei verið jafn menntuð og upplýst, að þá fari þeim einstaklingum sí- fellt fjölgandi sem eru vanhæfir til sambúðar. Það er ekkert nýtt i að tala um vanhæfni til sambúð- ( ar. Jesús Kristur segir þá hann er spurður í Matt. 18. kap. 12. versi: „Sumir eru vanhæfir til hjú- skapar frá móðurlífi, sumir eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.