Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 57 Opus Dei, fúlasta alvara. Mósaík, lofar góðu. Allir að spila allt MÚSÍKTILRAUNUM Tónabæj- ar, þeim tólftu í röðinni, lauk síðastliðið föstudagskvöld með miklum bravúr. Þá kepptu níu hljómsveitir um grúa verðlauna, þau helstu hljóðverstíma, sem gera hljómsveitunum kleift að koma sér á framfæri og jafnvel að koma einhverri tónlist frá sér á plast. Segja má að helsta eirikenni þessara Músíktilrauna hafi verið að ekkert einkenndi þær, þ.e. það var engin ein tónlistarstefna sem mest bar á, heldur voru allir að spila allt, ef svo má segja. Það mátti og sjá á hljómsveitunum sem komust í úrslit að þar ægði saman Seattle-rokki, þungarokki, speed- rokki, léttpoppi, nýbylgju og dansfönki. Fyrsta hljómsveit á svið, FullTime 4WD, lék einmitt kræsilegt afbrigði af speed-rokki, en nokkuð spillti að söngvarann (öskrarann) vantaði á sviðið, en hann stóð baksviðs. Líklega hefur hann viljað láta lítið á sér bera, því hann átti eftir að vera í sviðs- ljósinu með annarri sveit, Thunder Love, síðar um kvöldið. Það mátti reyndar heyra að hann var að spara röddina, því hann var lengi í gang og náði sér ekki vel á strik. Hljómsveitin var þó þétt og sérlega skemmtilegur afbragðs trommu- ieikurinn, þó óagaður væri á köfl- um. Skipt var um músíkstefnu þegar næsta sveit, Cyclone, hóf leik sinn, því sú lék ómengað Seattle-rokk, og þokkalegt sem slíkt, en full ófrumlegt. Söngvari sveitarinnar var mjög góður og hljómsveitin þétt, þannig að búast má við miklu af henni á næstu tilraunum, sér- staklega ef liðsmenn læra að tjá sig á íslensku. Enn var skipt um gír þegar Maus setti í gang, enda fór þar frumleg nýbylgjusveit og áberandi besta sveit tilraunanna. Sérstak- lega var lokalag sveitarinnar af- bragð og keyrslan í því góð. Wool (af hveiju ekki ull?) vakti mikla hrifningu þegar sveitin komst áfram, en olli vonbrigðum í þetta sinn. Ekki er gott að segja hverju um var kenna, en sérlega var söngvari sveitarinnar tauga- óstyrkur. Hljómborðsleikarinn lék aftur á móti við hvern sinn fingur þegar hann komst í gang í öðru lagi sveitarinnar. Stór mínus verð- ur þó alltaf að sveitin skuli ekki vera það frumleg að hún geti sung- ið á íslensku. Síðasta sveit fyrir hlé var furðu- sveitin Tennessee-Trans. Sú byij- aði með látum á lagi sem varla var lag og líkt og undanúrslita- kvöldið þegar sveitin komst áfram var hún ekki nema með eitt fram- bærilegt lag, Hipp-Hopp Halla, og það þó sungið væri á ýmsum tungumálum. Thunder Love var fyrsta sveit eftir hlé og dró sundur og saman í háði rokkstæla og klisjur; með tilheyrandi stælum, gítarhetjuleik og enskubulli (áberandi aulaleg málvilla var í viðlagi síðasta lags: There’s no Bitches in Heaven). Eina sem spillti fyrir var að söngv- arinn, líklega þreyttur eftir að hafa orgað með FullTime 4WD, var svo falskur á köflum að undir- ritaður táraðist. Á eftir þessari grínsveit kom svo önnur sem upp full var með klisjur og rokkstæla, en að þessu sinni var það í fullri alvöru. Opus Dei vakti athygli á síðustu Músíkt- ilraunum fyrir kraftmikið en ófrumlegt rokk. Nú kom sveitin til leiks hálfu öflugri en áður, búin að æfa af kappi og hefur tekið gríðarlegum framförum. Því miður hafa framfarirnar í lagasmíðum orðið minni og þó söngvarinn hafi verið prýðilegur á köflum og gítar- leikarinn sýnt glimrandi takta, var tónlistin þreytandi samsuða og textarnir líka. Mósaík, sem skipuð var lang yngstu þátttakendunum að þessu sinni, komst í úrslit á persónutöfr- um, því sveitin var óstöðug í und- anúrslitunum. Þegar á hólminn kom í úrslitunum voru Móasíkliðar þó tvíefldir og miklu þéttari og betri en hið fyrra skiptið. Vitan- lega á sveitin nokkuð í land að vera fullmótuð rokk- eða popp- sveit, en neistinn er til staðar og gaman verður að heyra í sveitinni að ári. Lokasveit þessara Músíktil- rauna var Man úr Mosfellsbæ, sem stakk nokkuð í stúf við það sem á undan var komið, þó fjölbreytnin hafí verið rnikil. Ekki er gott að lýsa tónlist sveitarinnar; kannski má kalla hana eins konar kúrekap- Maus, öruggir sigurvegarar. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Wool, annað sæti þrátt fyrir allt. FullTime 4WD, speed-rokk í þriðja sæti. Man, eftirtektarvert kúrekapönk. Tennessee-Trans, eitt lag ekki nóg. Thunder Love, allt í plati. Cyclone, góður söngur. önk með rokkkeim, en hljómsveitin var skemmtilega öðruvísi. Úrslit tilraunanna urðu að Maus sigraði nokkuð örugglega, Wool varð í öðru sæti og FullTime 4WD í þriðja sæti. Man var svo valin efnilegasta hljómsveitin. Besti bassaleikari var valinn Egill „Snake“ Tómasson úr Thunder Love, besti trommuleikari Daníel Þorsteinsson úr Maus, besti söngv- ari Kristófer Jensson úr Cyclone og besti gítarleikari Birgir Örn Steinarsson úr Maus. Þessar tólftu Músíktilraunir voru líklega þær best heppnuðu hingað til, en á lokakvöldinu var þó leiðinlegu blettur sem var ótrú- legt tillitsleysi og frekja mynda- tökumanna Sjónvarpsins sem spilltu mjög fyrir hljómsveitum, sem þurftu á stundum að standa í pústrum til að fá að hreyfa sig á sviðinu, og áheyrendum, sem sáu langtímum ekkert annað á sviðinu er óhrjálega afturenda mynda- tökumannanna. Skammarlegt og slæmur vitnisburður upptöku- stjóra. Ekki verður umfjöllun um þess- ar Músíktilraunir lokið án þess að lofa starfsfólk Tónabæjar og að- standendur alla fyrir einkar vel heppnaðar tilraunir; reyndar lygi- legt hve allt gekk snurðulaust og ástæða til að hlakka til næstu til- rauna að ári. Árni Matthíasson ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar hjálparsjóði Rauða kross íslands og varð ágóðinn 1.144 krónur. Þær heita Sara Ósk Víðisdóttir og Silja Pálmarsdóttir. ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Áhugafélagi v/telpn- anna í Tyrklandi og varð ágóðinn 1.661 króna. Þær heita Kristín, Heiða Ósk, María Björk, Heiða Lind, Harpa Dís og Margrét Ýr. Brids_________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Vesturlandsmót í tvímenningi Vesturlandsmót í tvímenningi verð- ur haldið ! Grundarfirði 9. apríl nk. Spilaður verður barometer og er áætlað að keppninni ljúki um kvöldið en keppnin hefst kl. 10. Skráning er hjá Guðna Hallgrímssyni ! síma 93-86788 eða hjá Eggert .áigurðssyni { símí. 93-81361. Skráningu lýkur 6. apríl. Opið páskamót lyá Bridsfélagi Útnesinga Opið bridsmót verður haldið í félags- heimilinu Klifi í Ólafsvík á skírdag (31. marz). Mótið stendur í einn dag og verður spilaður barometer tvímenning- ur. Fjöldi þátttakenda verður tak- markaður en heildaiverðlaun eru hátt í 200 þúsund kr. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi .29. marz í síma 93-66720 "* i símifi 93-66659 (Erla Laxdal).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.