Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 63 i í 1 i i í 1 1 I I I ' I I I I i I I Páskasöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar er að fara í gang Fjárniagna á vatnsverk- efní í Mósambík og Eþíópíu Beðið eftir lækningu ÁRLEGA koma nærri 40 þúsund sjúklingar í sjúkraskýlið í Konsó. Aðstaða þeirra og starfsliðs breytist til batnaðar þegar nægt vatn verður fyrir hendi. „VERKEFNI á sviði vatnsöflun- ar eru nyög dæmigerð og sjálf- sögð í allri þróunarþjálp því aðgangur að góðu neysluvatni er frumskilyrði þess að menn búi við sæmileg lífskjör. Það er aðalástæðan fyrir vali for- ráðamanna Hjálparstofnunar kirkjunnar á þessum verkefn- um í Mósambík og Eþíópíu fyr- ir páskasöfnun stofnunarinnar sem nú er að fara í gang en í þessum löndum er víða þörf á betri vatnsöflun,“ segir Jónas Þórisson framkvæmdasljóri Hjálparstofnunar kirkjunnar í samtali við Morgunblaðið. Jón- as var nýverið á ferð í Eþiópiu og segir hann framkvæmdir við verkefnið þar og í Mósambík komnar vel á veg. íslendingur stjórnar framkvæmdum Verkefnið í Eþíópíu er bygging vatnstanks fyrir sjúkraskýli í Konsó í suðurhluta landsins en þar hafa íslenskir kristniboðar, læknar og hjúkrunarfræðingar, starfað um árabil og smiður úr þeirra hópi, Guðlaugur Gíslason, stjórnar framkvæmdum. „Guðlaugur hefur með sér tíu manna vinnuflokk og var búið að grafa fyrir tankinum þegar ég var þarna á ferð og þeir voru að steypa múrsteina sem nota á til að hlaða tankinn. Síðan verður hann pússaður og þá getur hann farið að taka við rigningarvatni sem safnað er í hann af þaki sjúk- raskýlisins. Regntíminn í Konsó er tvisvar á ári, mars til maí og október til desember og þegar vel rignir duga vatnsbirgðimar yfir- leitt. Kostnaður við þennan vatnstank er rúmlega ein milljón króna og er gert ráð fyrir að taka hann í notkun næsta vor. Jónas segir að tilkoma þessa nýja vatnstanks gjörbreyti að- stöðu starfsmanna og sjúklinga því eftir að gamli vatnstankurinn varð ónýtur hefur þurft að kaupa Yfirsmiðurinn er á staðnum GUÐLAUGUR Gíslason er húsasmiður og sér um að allar framkvæmdir við verkefnin í Eþíópíu gangi samkvæmt áætl- un. Búið er að grafa fyrir vatnstankinum við sjúkraskýlið í Konsó sem getur tekið allt að 80 tonn af vatni. vatn og flytja langar leiðir. Auk vatnsverkefnisins í Eþíópíu sam- þykkti Hjálparstofnun kirkjunnar sl. haust að íjármagna viðgerðir og endurnýjun íbúðar- og heima- vistarhúsnæðis við skólana í Konsó og Gidole og er það verk- efni upp á um tvær milljónir króna samanlagt. Guðlaugur Gíslason stjórnar einnig þeim framkvæmd- um sem hófust fyrir nokkru. Jón- as sagði að svo virtist sem takast mætti að ljúka þeim fyrir lægri upphæð en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og því væri hugsanlegt að ráðstafa afganginum til frek- ari lagfæringa eða tækjakaupa fyrir sjúkraskýlið. „Þetta sýnir að það getur skipt öllu máli að hafa okkar menn á staðnum sem stjórna verkunum og spila þannig úr fjármununum að sem mest verði úr þeim, geri hagstæð inn- kaup, semji um launin og þar fram eftir götunum," segir Jónas Þóris- son. Verkefni hafin í Mósambík í Mósambík er hafin uppbygg- ing á vatnsveitum, skólakerfi, heilsugæslu og annarri starfsemi sem nú getur komist í eðlilegt horf eftir áratuga borgarastríð. Þar á Hjálparstofnun kirkjunnar samstarf við starfsmenn Lút- herska heimssambandsins sem fylgjast með öllum framkvæmd- um. „í Mósambík hefur Hjálpar- stofnun tekið að sér að fjármagna gerð nýrra vatnsbrunna og end- umýjun gamalla brunna í Tete- héraði í nyrsta hluta landsins. Framkvæmdir hófust nokkru fyrir síðustu áramót og geri ég ráð fyrir að fá á næstunni skýrslur um gang mála. Þetta verkefni stendur trúlega út árið og gemm við ráð fyrir að leggja meira fjár- magn í þessa uppbyggingu í Mós- ambík á næsta ári,“ segir Jónas ennfremur. Páskasöfnun Hjálparstofnunar stendur til 15. apríl. Upplýs- ingabæklingur með áföstum gíró- seðli hefur þegar verið sendur á öll heimili landsmanna. „Ég vona að menn taki vel í að leggja fram dálítinn skerf til þessara verkefna. Hjálparstofnun þarf á enn fleiri stuðningsmönnum að halda til þess að geta veitt vatni til þeirra sem við þurfum að aðstoða við að bæta lífskjör sín,“ segir Jónas Þórisson að lokum. Fegurðardrottning Austurlands valin Tvær stúlkur í úrslitakeppnina Egilsstöðum. ÁTJÁN ára stúlka frá Neskaupstað var valinn fegursta stúlka Austurlands á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum síðastliðið laugar- dagskvöld. Níu stúlkur tóku þátt í keppninni og munu tvær stúlkur af Austurlandi taka þátt í keppninni um Fegurðar- drottningu íslands, sem fram fer á Hótel íslandi 20. maí nk. Feg-urðardrottning-ar FRÁ krýningu fegurðardrottningar Austurlands á laugardagskvöldið. Kynningar- og mark- aðsskrifstofa stofnuð Valdís Svanbjörnsdóttir, 18 ára, frá Neskaupstað hreppti titilinn Fegurðardrottning Austurlands frammi fyrir fullu húsi áhorfenda á Hótel Valaskjálf síðastliðinn laugardag. Mikil spenna lá í loftinu er úrslitin voru tilkynnt og var að sjá, að titillinn kæmi Valdísi mjög á óvart. Óhætt er þó að segja að hún sé vel að honum komin. Besta ljósmyndafyrirsætan var valin Katrín Einarsdóttir, einnig frá Neskaupstað, og fyrir valinu sem vinsælasta stúlkan varð Eva Sæ- dís Sigurðardóttir frá Egilsstöð- um. Sigurvegarinn fékkst ekki til að tjá sig um það hvort hún hafi reiknað með sigri, en kvað hann óvæntan. Hún sagði að þátttaka í svona keppni væri skemmtileg, en jafnframt tímafrek og tæki tírp^i frá,i)áminu, en hún stundar nám við Verkmenntaskóla Austur- lands í Neskaupstað og er á nátt- úrufræðibraut á öðru ári. í sumar leggst hún í víking til Portúgals þar sem hún mun dvelja sem skiptinemi í eitt ár. Tvær stúlkur frá Austurlandi Besta ljósmyndafyrirsætan, Katrín Einarsdóttir frá Neskaup- stað, mun ásamt sigurvegaranum, Valdísi Svanbjörnsdóttir, keppa í Ungfrú ísland-keppninni í Reykja- vík von bráðar. Dómnefnd skipuðu Ólafur Lauf- dal veitingamaður, Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri, Olína Sófusdóttir fulltrúi hjá RUV, Sig- urður Mar ljósmyndari og Ingunn Ásgeirsdóttir skrifstofumaður. - Ben.S. FYRIRHUGAÐ er að koma á fót kynningar- og markaðsskrifstofu ferðamála á Akureyri næsta haust. Málið var til umfjöllunar á aðal- fundi héraðsnefndar Eyjafjarðar ný- lega og sagði Guðný Sverrisdóttir, formaður nefndarinnar, að næsta skref væri að kynna hugmyndina innan allra sveitarstjórna á svæðinu og þyrftu þær að taka afstöðu um hvort viðkbmaSílUsveitarfélag verði með í rekstri skrifstofunnar fyrir 1. maí næstkomandi. Hlutverk kynningar- og markaðs- skrifstofunnar verður að sjá um allar almennar ferðakynningar á svæðinu og vera upplýsingamiðstöð ferða- manna auk þess að hafa umsjón með útgáfu kynningarbæklinga. Guðný sagði að á skrifstofunni yrðu til að byrja með tvö heilsárs- störf en fleiri starfsmenn yrðu þar yfir sumarmánuðina. VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4500 0022 0316 4543 3700 0009 7116 4543 3718 0006 3233 4546 3912 3256 0090 4842 0308 1995 3028 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4550 50** 4560 60** 4552 57** 4941 32** Algreiðslutólk vinsamlegast takið ofangreind M úr umterð og sendið VISA islandi sundurklippt. VEHÐUkUN kr. 5000,- lyrír að klðtesta kort og visa á vágest. 1 VJSA Höfðabakka 9 • 112 Roykjavik Sími 91-671700 V; 12. leikvika , 27. mars 1994 Nr. Leikur: Röðin: 1. Cagliari - Juventus - - 2 2. Cremonese - Reggiana - X - 3. Napoli - Milan i - - 4. Roma - Lecee i - - 5. Sampdoria - Foggia i - - 6. Udinese - Piacenza - X - 7. Cesena - Ancona - X - 8. i id.Andria - Pescara - - 2 9. Fiorentina • Bari - X - 10. Monza - Lucchese - X - 11. Palermo - Brescia - X - 12. Pisa - Ravenna - X - 13. Venezia - Cosenza 1 - - Heildarvinningsupphæðin: 17,0 milljón krónur 13 réttin 2.280.250 12 réttir: 54.170 \ 11 réttin 3.840 10 réltin 930 12. leikvika , 26. mars 1994 Nr. Leikur: Röðin: 1. Arscnal - Liverpool i - - 2. Blackbum - Swindon i - - 3. Chelsea - West Ham i - - 4. Coventry - Norwlch i - - 5. Everton - Tottenham - - 2 6. Ipswich - QPR - - 2 7. Oidham • Manch. Oty - X - 8. Sheff. Utd - Southamptor - X - 9. Wimbledon - Leeds 1 - - 10. Chariton - Wolves - • 2 11. Notts Cnty - Leicester 1 - - 12. Portsmouth - Nolth For. 1 - - 13. Stoke - C. Palace - - 2 Hcildaninningsupphæðin: 125 milljón krónur 13 réttin | 3.039.050 1 kr. 12 réttir: 41.270 | kr. 11 réttin 3.490 | kr. 10 réttin 860 J kr. Þú svalar lestiaifyörf dagsins á síöum Moggans!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.