Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 Guðrún Magnús- dóttir — Mhming Fædd 14. maí 1958 Dáin 20. febrúar 1994 Mig langar að minnast Gurrýjar frænku minnar. Hún kvaddi lífið svo skyndilega á heimili sínu hinn 20. febrúar. Maður á svo bágt með að trúa því að aðeins 35 ára gömul kona geti orðið bráðkvödd, lagst upp í rúmið sitt að kveldi og vaknað ekki til lífsins aftur. Hún hét Guðrún fullu nafni, dóttir Helgu Katrínar Gísladóttur ættaðri frá Hraunhreppi á Mýrum, og Magn- úsar Sveinssonar frá Siglufírði. Þau eiga líka soninn Siguijón. Slitu þau samvistir eftir nokkurra ára sambúð. Gurrý og Siguijón fylgdu móður sinni en höfðu alltaf náið samband við föður sinn. Helga, móðir hennar, fluttist með Gurrýju og Siguijóni að Álafossi þar sem hún tók'áð sér ráðs- konustöðu. Þar kynntist hún spönsk- um manni, Mikael Calatayud. Hann reyndist bömunum afar vel og þótti Gurrýju mjög vænt um Mikael. En hann lést í febrúar í fyrra og var það henni mikill harmur, sem og þeim öllum. Gurrý og Siguijón gengu í Bama- og unglingaskóla í Mos- fellsbæ. Þar eignaðist hún góðar vin- konur, sem rifja nú upp gamlar ljúf- ar minningar á þessum tímamótum. Gurrý var sérstaklega lagleg stúlka með smátt andlit sem geislaði af glettni og fjöri þegar svo bar und- ir. Hún var skapstór, vel máli farin, átti gott með að koma fyrir sig orði og sagði sína meiningu umbúðalaust ef hún þurfti á því að halda. Ekki er hægt að segja að hún hafí verið langrækin en henni var fyrirgefíð því öllum sem hana þekktu þótti vænt um hana. Hún var músíkölsk, hafði gott tó- neyra og hafði yndi af fallegri mús- ík. Hún var einnig mjög listræn í sér og hafði gott auga fyrir allri litasam- setningu. Hún var einn vetur í Hand- menntaskólanum í Reykjavík, þá hafði hún nýlega kynnstum ungum manni, Gísla Ingvasyni, og giftu þau sig þegar hún var 18 ára og hófu búskap að Vesturgötu 25. Heimili hennar var alltaf smekklegt og Er ég sest niður og læt hugann reika, fínnst mér ég verða að festa örfáar línur á blað í minningu mágs míns, sem nú hefur fengið langþráða hvfld eftir hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm er að endingu hafði betur. Já, okkar kynni spanna rúm- lega hálfa öld og má nærri geta að margs er að minnast. Mín fyrstu kynni af mági mínum voru, er hann, ungur og glæsilegur, Blömastofa fíiðftnns Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öii kvöld snyrtilegt. Hún hafði naamt auga fyrir öllu sem prýtt gæti heimilið, hvar myndir pössuðu best á veggjun- um og hvar hver hlutur naut sín best eftir lit og lögun. Þeim kostum var hún búin að hún gat gert hreysi að höll, svo einstakur var smekkur hennar. Gurrý og Gísli slitu samvist- ir eftir nokkurra ára hjónaband en voru alltaf mjög góðir vinir. Þá flutt- ist hún til móður sinnar og var þar um nokkurn tíma en fluttist svo til Svíþjóðar. Helga móðir hennar og íjölskylda fluttust þangað einnig nokkru síðar. í Svíþjóð kynntist Gurrý myndar- legum, reglusömum manni, Boualam Baghelof frá Alsír. Þau giftu sig, hófu búskap og eignuðust tvíbura, tvær stúlkur þær Katrínu Salímu Dögg og Sigríði Keaeímu Amandaí. Hamingjan er fallvölt og hún gerði sér ekki grein fyrir því frekar en margar aðrar konur, að fólk sem stofnar til hjónabands og er af svo ólíkri ætt og hugsun að þau hjóna- bönd vilja oft mistakast. Svo fór með þeirra hjónaband líka. En þau báru velferð telpnanna fyrir bijósti sér. Gurrý var um nokkum tíma í Sví- þjóð eftir að þau skildu, en fluttist síðan héim til íslands, þá var móðir hennar og fjölskylda flutt heim nokkru áður. Skrifuðust þau Bagel- hof á svo hann gæti fylgst með telp- unum. Hún fékk íbúð í Irabakkanum með telpurnar og þar eignuðust þær marga leikfélaga. Nokkru eftir að Gurrý flutti í Irabakkann kynntist hún ágætis manni, Inga Hafsteins- syni, og gengu þau í hjónaband. Ingi reyndist telpunum afar vel en hann lést af slysförum eftir stutta sambúð. Lífíð var henni ekki alltaf dans á rósum. Það markaði henni stór, þung spor og þeim sem sett eru svo þung spor í lífínu eru oftar en ekki mis- skildir og oft vanvirtir, en hún átti góða að og þeir sem þekktu hana studdu hana í gegnum mestu erfíð- leikana. Hún átti gott hjarta og var svo einlæg og opin. Hún fann alltaf til með þeim sem áttu um sárt að binda eða áttu í erfiðleikum á einn eða annan hátt. Mér er alltaf minnis- giftist elstu systur minni, ekki síður glæsilegri. Þá var ég telpuhnokki og leit með lotningu á þetta glæsi- lega par, dauðfeimin. En feimnin var fljót að fara af því hann hafði lag á því að láta manni líða vel í návist sinni, léttur og kátur, fljótur að sjá spaugilegu hliðarnar á málunum. Við urðum fljótt góðir vinir, enda fór það svo að ég varð þeirra fylgi- fiskur og hálfgerð dóttir fyrstu hjú- skaparár þeirra, eða þar til ég sjálf giftist. Það gefur augaleið að oft hef ég sjálfsagt verið til óþæginda fyrir ungu hjónin, en aldrei heyrðist æðruorð, alltaf sami ljúfí, glettni hálfpabbinn. Ekki má nú gleyma Imbu mömmu, en svo er mér sagt að ég hafí kallað þig er ég fór að mæla. Enda varst þú víst mín önnur mamma frá blautu bamsbeini. Hafðu þökk fyrir það, systir mín, þú átt einnig alla mína aðdáun fyrir Dragtir Kjólar Blússur Pils Ódýr náttfatnaöur g 33. stætt hvað hún fann til með Svönu, fyrrverandi tengdamóður sinni, að hafa misst svo mikið í lífínu. Gurrý gekk ekki heil til skógar, hún fæddist með hjartagalla og var með asma. En sá sjúkdómur fór ekki að hijá hana fyrr en síðustu æviárin. Fyrir nokkrum árum þurfti hún að fara í bakaðgerð sem mistókst svo að annar fóturinn varð hálf mátt- laus, svo að hún átti erfítt með gang. En svo fór að sporin urðu henni of þung og allt snerist á móti henni. Hún varð að láta telpurnar frá sér í fóstur þegar þær voru að verða sex ára. Fóru þær í fóstur til sextán ára aldurs hjá hjónunum Emelíu Karls- dóttur og Ólafí Hjálmarssyni í Grundarfirði. Þegar telpumar voru famar urðu að vonum mikil þátta- skil í iífí Gurrýjar. Hún undi sér ekki lengur í írabakkanum því veran þar minnti hana á litlu telpumar. Leikfé- lagamir þeirra voru að spyija eftir þeim en það var henni sárast þegar hún þurfti að svara slíkum spurning- um. Gurrý hafði mjög gaman af að ferðast, þótt hún gerði ekki mikið af því vegna baksins og af ýmsum öðrum ástæðum. Ég fór tvær mjög ánægjulegar ferðir vestur á Mýrar í fyrrasumar, að Hólmakoti þar sem frændfólk okkar býr, það kallaði hún sveitina sína. í fyrra skiptið fór hún með okkur hjónunum og var hún okkur mjög þakklát fyrir að bjóða sér með. Hún reyndi mjög á sig til að komast riiður með vatni og út með sjó þar sem við sátum og spjöll- uðum saman á léttu nótunum. í seinna skiptið fór hún með móður sinni, bræðrum og mér. Hún ljómaði af ánægju, enda var mikið grínast og hlegið eins og oftast þegar við frænkur komum saman. Gurrý var búin að fá íbúð í Fannarfelli 10 og er ég þakklát fyrir að hafa getað verið með henni við að koma sér fyrir í nýju íbúðinni og fylgjast með hvað hún var að skipuleggja og sjá út hvar hver hlutur naut sín best. Þá var mikið grínast og hlegið. Þá sagði hún oft, „láttu nú ekki svona, Maja frænka", sem hún sagði svo oft þegar við vorum að gantast sam- an, oft hjá Helgu móður hennar þar sem hún var að mestu til húsa þar til hún fluttist í Fannarfellið. Þær mæðgur voru mjög samrýnd- ar og bar Gurrý mikið traust til móður sinnar og var henni mjög háð. Gurrý var gestrisin og hafði yndi af að taka á móti góðum vinum. Það var henni mikil gleði að geta að hafa staðið eins og bjarg við sjúkrabeðinn og hjúkrað Gauja svo lengi sem hægt var að veita þá hjúkrun í heimahúsi, þótt sjálf værir þú sárþjáð. Og eftir að Gaui var kominn á spítala, varst þú sífellt að hjúkra honum og reyna að létta hans þrautir þar til yfír lauk. Það var falleg sjón. Eins og fyrr getur giftist hann elstu systur minni, Ingibjörgu Re- bekku Jónsdóttur, hinn 30. apríl 1940, sjúkraliða að mennt. Hjóna- band þeirra hefur eflaust verið byggt á bjargi, þv( traust hefur það staðið öll þessi ár. Eina dóttur eiga þau, Ingibjörgu Rebekku, sem hefur verið þeirra gleðigjafi í lífínu. Hún gekk menntaveginn, þeim til mikillar gleði. Er hún röntgentæknir að mennt. Hennar maður er Ólafur Gunnarsson og starfar hann hjá Borgarstjóraembættinu í Reykjavík. Gaui minn, ég kveð þig með sökn- uði og þökk fyrir allt í gegnum tíð- ina. Það verður ekki oftar gert góð- látlegt grín að mér, er ég kem þjót- andi í Stóragerðið heimtandi kaffi með hraði, 'alltaf á fullri ferð. Þú varst alltaf til í að grínast. Ég mun sakna þess og ótal margs annars í fari þínu. Hafðu þökk fyrir allt. Hér er genginn góður drengur græta engar þrautir iengur alla tíð var um þig hljótt eigðu frið og blunda rótt. Elsku Imba systir, Immý, ÓIi og aðrir aðstandendur. Megi æðri mátt- arvöld styrkja ykkur á sorgarstund. Fríða systir og frænka. ERFIDRYKKJUR p E R L A n sími 620200 haft jólaboð fyrir föður sinn og hans flölskyldu á nýja heimilinu. Hún ljómaði af gleði þegar hún að var að segja frá því og sérstaklega því spaugilega sem gerðist í þessu boði. Henni þótti mjög vænt um hálfsystk- ini sín. Hún hafði þó meira samband við systurnar þar sem bróðirinn var svo miklu yngri. Hún hafði mikla ánægju af að geta verið við fermingu hans síðastliðið vor og ekki síst helg- ina á undan og fylgjast með undir- búningi veislunnar. Einnig fermdist yngri bróðir hennar í móðurætt. Hún átti fímm systkini, Siguijón, Brynjar Mikael og Birki Rafael Mika- elsyni og Cecillu, Irisi og Svein Snor- ra Magnúsarbörn. Ungt fólk og böm hændust mjög að henni, það fann fljótt að það gat treyst henni fyrir sínum einkamálum og eins hvað hún var létt í lund þegar svo bar undir. Ég mun alltaf minnast hennar með þakklæti fyrir það traust sem hún sýndi mér. Oft sátum við saman yfír kaffíbolla og hún sagði mér þá margt úr lífí sínu sem ekki verður ritað hér. Það er geymt en ekki gleymt. Nú er hún horfín á vit feðra sinna, gengin inn í þann fögnuð á landi því sem allra bíður. Þar sem ástvinir sem á undan eru gengnir fínnast á ný og fagna endurfundum. Gurrý var jarðsungin frá Foss- vogskirkju mánudaginn 7. mars og kom þá glöggt í ljós hve vinamörg hún var og hve sárt hún var syrgð. Hún var lögð í hinstu hvílu við hlið móðurömmu sinnar, sem henni þótti svo vænt um. Ég efa ekki að hún hefur tekið vel á móti henni og leitt hana á þann stað sem henni var búinn. Nú ertu leidd, mín Ijúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvfld að hafa, hörmunga og rauna fri, við guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól, Unan og eilífð sæla er þín hjá lambsins stól. (H.P.) Guð blessi minningu þína og gefí þér góða heimkomu á nýja staðnum. Helga María Þorsteinsdóttir. Við Guðrún kynntumst í Kaup- mannahöfn 1980 - árið sem Vigdís, forsetinn okkar, var kosin. Við unn- um saman á Hótel Hebron. Hún var duglegur starfskraftur. Þá var hún lífsglöð og rösk, tvítug stúlka. Hún vann í eidhúsinu á hótelinu með eldri konu sem var mjög trúuð. Þótti henni mjög vænt um Guðrúnu og sóttist eftir að hafa hana hjá sér í eldhúsinu. Við fórum stundum þegar við átt- um frí í skemmtigöngu um fjölskrúð- uga garða Kaupmannahafnar. Á einni slíkri göngu settumst við upp í rólur sem voru þarna nærri og töluð- um um framtíðardraumana, m.a. hvað við ætluðum að verða góðar mömmur. Þau orðaskipti festust svo í minningu Guðrúnar, sérstaklega eftir að við misstum börn okkar í hendur hins blinda kerfís. Guðrún fluttist seinna til Sviþjóðar Það var þungbær stund þegar hringt var að norðan og okkur sagt að móðurbróðir okkar, hann Smári væri að koma suður á Landspítalann veikur, en svona er lifíð. Smári Skíðdal Arnþórsson var sonur hjónanna Jónínu Sigurðardótt- ur og Árnþórs Jónssonar. Hann var fæddur 5. desember 1947 í Sand- gerði, Glerárhverfí, dáinn 20. mars 1994. Okkur systkinunum í Stafholti er hugleikinn sá tími sem við áttum með honum sem börn og unglingar heima í Sandgerði. Síðan liðu árin og Smári kynntist Guðrúnu Rósu, þau hafa búið saman í tæp 20 ár. Við systkinin stofnuðum okkar heimili og þá tvístraðist hópurinn. Svo að stundirnar urðu færri sem við hittumst. Það er erfítt að heyra dauðann banka á dyr. Við fylgdumst með baráttu Smára við dauðann síðasta og bjó þar með barnsföður sínum, Bualam, og eignaðist með honum tvær fallegar dætur. Guðrún var fyrst og fremst móðir. Líf hennar snerist um börnin, og hún skapaði þeim hlýlegt og fallegt heimili, enda var hún smekkleg og frumleg heims- kona. Þessi kveðjugrein er skrifuð eina andvökunótt eftir að ég frétti af frá- falli hennar. Ég minnist samtala okkar síðustu árin, m.a. þegar ég stóð í baráttu við kerfið og hún skaut skjólhúsi yfir mig þegar ég átti í erfíðleikum. Og við höfðum hug- myndir um að stofna samtök ásamt öðrum foreldrum, sem misst höfðu böm sín á sama hátt og við, og ræddum það fram og aftur að eitt- hvað yrði nú að gera. Samtökin urðu til, og hafa þau gert margt gott og gagnlegt, og átti Guðrún sinn þátt í því ásamt öðrum. Þrátt fyrir mikið mótlæti kerfísins barðist Guðrún áfram fyrir því að fá dætur sínar til sín aftur eða betri og viðunandi umgengni við þær og gafst ekki upp fyrr en í andlátið. Ég talaði við hana síðast í janúar, þá sagði hún: „þær koma, þær koma aftur, og það verður ekki langt í það, vertu viss.“ Bömin hennar vom hennar líf, það fór ekki fram hjá neinum sem þekkti hana, enda var fallega heimilið hennar þakið fjöl- skyldumyndum og myndum af henni og bömunum. Þegar ég frétti af andláti hennar varð ég sorgmædd og líka reið. Af hveiju Guðrún, núna þegar við erum rétt að byija endasprett baráttunnar fyrir því að fá börnin okkar? En dauðinn er miklu nær okkur en við viljum trúa. Hvað tekur við? Og hver er tilgangurinn? Öll höfum við til- gang, það hafði Guðrún líka. Guðrún var trúuð og góð stúlka, það sýndi hún þegar hún studdi móður sína í hennar erfíðleikum, þegar hún missti manninn sinn fyrir stuttu. Guðrún átti ekki skilið þá fram- komu sem kerfíð sýndi henni þegar illa gekk, nýbúin að missa manninn sinn í dauðann, hún hafði gifst hon- um skömmu áður. Þar næst missir hún börnin sín. Og auðvitað, í fram- haldi af því, missir hún heilsu. Hún fékk víst örugglega sinn skammt af sorg og mótlæti. Jesús dó á krossinum fyrir okkur mennina til að kenna okkur. Það er ekki allt búið ennþá. Guðrún vinkona mín á eftirlifandi móður, hún á rétt sem amma barnanna á betri og tíð- ari umgengni, það er enginn vafí. Guðrún bauð lífínu birginn og missti aldrei móðinn þrátt fyrir erfíða og viðburðaríka ævi. Hún var 'alltaf góð og hjartahlý og fór ekki í mann- greinarálit. Hún var gestrisin og gjafmild og ræktaði ættingja sína og vini betur en margur annar. Ég kveð Guðrúnu, vinkonu mína, í bili með þessum fátæklegu orðum og sendi móður hennar og dætrum mínar innilegu samúðarkveðjur. Ég bið góðan Guð að styrkja þær í sorg- inni. Hrafnhildur Guðmundsdóttir. mánuðinn sem hann lifði, en barátt- an var mikil hjá honum. Elsku Smári og Rósa við þökkum allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Innilegar samúðarkveðjur sendum við þér Guðrún Rósa, systkinum hans og venslafólki. Megi góður guð styðja ykkur öll í sorg ykkar. Systkinin Stafholti 3. Guðjón Guðjóns son — Minning Fæddur 20. mars 1911 Dáinn 18. febrúar 1994 Smári Skíðdal Arn- þórsson — Minning Fæddur 5. desember 1947 Dáinn 20. mars 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.