Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 39 Frá slysstaðnum - myndin birtíst í Morgunblaðinu á sínum tima. til þessarar niðurstöðu. Flokkun flugslyss sem „flug undir fullri stjóm á land“ þýðir ekki að áhöfnin sé sökuð um hæfn- isskort eða kæruleysi. Engin ástæða er til þess að álíta að áhöfn- in hafi verið vanhæf. Hún féll í skynvillugildru sem er vel þekkt nú á dögum. Sérhverri áhöfn gæti hafa orðið á sömu mistökin þar sem sömu óheppilegu aðstæður og þættir væm til staðar, svo sem: 1) þreyta eftir langt flug við aðstæður sem einkenndust af streitu. 2) afslapp- andi léttir við að hafa náð áfanga- stað án vandamála. 3) sjónflugs- skilyrði með mjög góðu láréttu skyggni, en mikilli áhættu á skyn- villu sem kemur fram í skorti á aðgát hæðar yfir jörðu, skilyrði sem geta leitt af sér falska öryggis- tilfínningu. í þessu sérstaka tilfelli hallaði landinu á slysstað í flugátt. Bál sem innfæddir höfðu kveikt í dal- verpi fram undan getur hafa stuðl- að að skynvillunni um að flugvélin væri í öruggri hæð. Tæknilegar úrbætur sprengja hafí grandað flugvélinni og gerum einnig ráð fyrir því að flugvélin hafi verið í réttri flughæð þegar sprengjan sprakk. Spreng- ing á flugi í 5.000 feta flughæð eða ofar og íkviknun eldsneytis hefði lýst allt svæðið upp og hávað- inn hefði valdið því að það hefði ekki farið framhjá miklum fjölda fólks hvað var að gerast. Ennfrem- ur hefði stjórnleysi flugvélarinnar í 650 feta hæð eða meira yfir slys- stað valdið algjörlega stjórnlausri dýfu til jarðar. Sprengja sem springur á flugi, mundi dreifa hlut- um úr flugvélinni yfir landið áður en flugvélin kæmi til jarðar. Engir slíkir hlutir fundust og engin um- merki um sprengingu fundust í flakinu. Því má útiloka sprengjutil- gátuna. Aðrar leiðir til þess að vinna hermdarverk á flugvélinni og get- gátur hafa spunnist um, eru t.d. að sett hafí verið límband yfir kyrruþrýstingsopið fyrir brottför frá Leopoldville eða láta flugturn- inn í N’Dola gefa of hátt QNH. Þegar mál eru krufin, standast þessar tilgátur ekki. Skotárás Sagt hefur verið að flugvélin hafi verið skotin niður frá jörðu eða skotin niður af flugvél. Til þess að geta skotið niður DC-6B, þá er nauðsynlegt að hitta stjórn- klefann eða tiltekna mikilvæga hluta flugvélarinnar. Ef flugáhöfn- in hefði orðið óhæf vegna óvina- skothríðar, hefði þurft að hitta alla flugliðana í einu, til þess að koma í veg fyrir neyðarkall eða önnur viðbrögð þeirra. Svo sem áður sagði, voru engin merki voru um að flugliðarnir hefðu verið drepnir eða særðir með skotvopnum. Ár- angursríkasta leiðin til þess að skjóta flugvél niður, er sú að miða á vængi eða hreyfla hennar, svo sem gert var þegar skotið var á flugvélina í einu af fyrri flugum hennar. Rannsókn á hreyflunum sýndi engar skemmdir vegna sprengjubrota. Byssukúlur sem fara gegnum eldsneytisgeyma, valda hvorki því að flugvélin far- ist, nema vængur springi á flum, en það gerðu þeir ekki, né að allt eldsneytið streymi út á einni eða tveimur mínútum. Ekkert bendir til eldsneytisskorts vegna óvina- skothríðar eða af öðrum orsökum. Allir hreyflarnir gengu á aðflugs- afli og eldurinn á slysstað bendir til þess að tiltölulega mikið elds- neyti hafi verið í geymum flugvél- arinnar þegar hún fórst. Ef flug- vélarskrokkurinn verður fyrir óvinaskothríð, eða stjórnvír er skotinn sundur, verður það að vera stjórnvír hæðarstýris, til þess að flugvélin missi flughæð. í því til- viki verður að gera ráð fyrir því að flugvélin fari í vaxandi dýfu og þá hefði hún ekki flogið í skóginn í nærri láréttu rólegu flugi. Því hefur einnig verið haldið fram að flugvélin hafi verið neydd niður af annarri flugvél sem gerði árás- ar- eða gerviárásar-atlögur að SE-DBY. I því tilviki verður að gera ráð fyrir því að SE-DBY hafi verið í öruggri hæð þegar atlögurn- ar hófust. Flugstjórinn gæti þá hafa gert krappar fráviksbeygjur, en varla dýft sér niður og haldið dýfu niður að dimmum skóginum. Það mætti búast við snöggri hliðar- beygju eða klifri, en ekki langri dýfu niður að dimmum skóginum. Það er enn fremur ólíklegt að áhöfnin hefði haldið hjólum og flöpsum niðri á aðflugsafli og án þess að kalla flugturninn, hefði flugvélinni verið ógnað með gervi- árás. Maður hefði fremur búist við því að áhöfnin hefði frekar aukið hreyfilaflið, til þess að stytta flug- tímann til flugvallarins. Flug á land Ekkert hefur komið fram í þeim gögnum sem til eru um flugslysið sem gefur minnstu vísbendingu um að flugvélin hafi farist vegna hermdarverka, óvirTáskothríðar eða gerviárásar flugvélar. Ef N’Dola- slysið hefði orðið í Svíþjóð á friðar- tímum hefði það verið flokkað sem „flug undir fullri stjóm á land“ (Controlled flight into terrain = CFIT). Allar staðreyndir sem fram komu við rannsókn slyssins benda í dag höfum við komið fyrir flug- hæðarvara og jarðvara í flugvélun- um, til þess að vara við flugi í rangri flughæð og við of mikilli fluglækkun. Við höfum komið fyr- ir aðflugshallaljósum og blindlend- ingarkerfum við flugvelli, til þess að gefa öruggar og góðar upplýs- ingar um aðflugshallann. Skyns- amir flugvallarstjórar koma hindr- analjósum fyrir á hæðum í dimm- um aðflugsgeirum, til þess að vara flugmenn við. Af þessu m.a. leiðir að „flugum undir fullri stjórn á land“ hefur fækkað stórlega. Mörg flugslys hafa orðið frá því að slysið varð við N’Dola. Ef rann- sóknarskýrslurnar um þetta slys hefðu lagt þunga áherslu á að þróa aðferðir til þess að forðast svart- holsslys, er sannarlega mögulegt að tíðni þessara flugslysa hefði minnkað fyrr, svo mikla athygli vakti þetta mál á sínum tíma. Engin skýrslnanna fjögurra gerði þetta og þess vegna höfðu þær ekkert gildi frá fyrirbyggjandans sjónarhóli. Það verður að nota skýrslur um flugslys til þess að styrkja hið fyrirbyggjandi starf. Við verðum að halda áfram að leysa gáturnar og vandamálin og sækja í átt til aukins flugöryggis. Það er ekki ’rúm fyrir ásakanir, áfellisdóma eða/og sök í þessu efni. Höfundur er fyrrvemndi flugslysarannsóknarmadur Onnur sinfónía Beethovens stjórnarskrifstofur í Washington. En því fer fjarri að hann endur- skapi hér nýja All the President’s Men. Til að byija með hefði hann mátt stytta þessa langdregnu mynd uppundir klukkustund og skera aukapersónur niður við trog. Áhorfandinn, einkum ef hann er ókunnugur bókinni, ruglast marg- sinnis í ríminu er nýjum og nýjum andlitum bregður fyrir. Og svo virðist sem morðingjarnir hafí ót- alin tækifæri til að vinna á hinu hættulega pari, ekki síður eftir að það fer að njóta verndar. Mörg atriðin, eins og enn eitt „bíla- geymslubúggíið", ótrúlega þreytu- leg þegar maður á borð við Pa- kula á í hlut. En hann hefur reynd- ar löngum gert slakar myndir á borð við Dream Ijover, RoIIover og Consenting Adults í bland við toppa eins og AIl the President’s Men, Sophie’s Choice og síðast Presumed Innocent. Með hressi- legum niðurskurði hefði Pakula þétt söguna og framvindan hefði skýrst. Engu að síður er margt vel gert enda um fyrsta flokks Holly- wood-framleiðslu að ræða. Pakula sviðsetur nokkur spennuatriði skínandi vel, einkum á kjötkveðju- hátíðinni í New Orleans, þar sem glundroðinn ræður ríkjum og ör- vænting Shaw nær tangarhaldi á áhorfandanum um stund. Pakula nýtur tveggja snjallra listamanna sem setja mark sitt á myndina, tónskáldsins James Horners og kvikmyndatökustjórans Stephens Goldblatts. Leikurinn er upp og ofan. Julia Roberts er full dúkkulísuleg í aðal- hlutverkinu og afar mæðuleg í þessum ósköpum öllum. Washing- ton kemur furðu lítið við sögu en hann er traustur að venju þó mað- ur sakni hins bráðnauðsynlega, spennuþrungna andrúmslofts á milli aðalleikaranna. Aukahlut- verkin eru mýmörg og myndin úir og grúir af frábærum skapgerðar- leikurum sem eiga flestir góðan dag. Enginn þó beint minnisstæð- ur annar en Culp í hlutverki forset- ans, sem hefur meiri áhuga á að kenna rakka sínum hundakúnstir en stjórna Bandaríkjunum. Sú mikla lengd sem Hollywood telur lífsnauðsynlega ábúðarmestu myndum sínum í dag gerir þeim bæði gott og illt. T.a.m. hefur hún drepið niður spennuna í þrem, nýlegum, vönduðum afþreyingar- myndum, Rising Sun, The Firm og nú síðast Pelikanskja.linu. Þrátt fyrir það eru þetta allt skemmti- myndir um og yfir meðallagi, en ímyndið ykkur þær vandlega klipptar, því til þeirra hefur svo sannarlega ekkert verið til sparað annað en skærin. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason „BEETHOVEN’S 2nd“. Sýnd í Háskólabíói og Sambíóunum. Leiksljóri: Rob Daniel. Handrit: Len Blum. Aðalhlutverk: Charles Grodin, Bonnie Hunt, Chris Penn, Nicholle Tom. Gæludýramyndir eru að verða æ algengari og æ hvimleiðari Holly- woodafurð. í þeim er samtvinnuð bandarísk fjölskylduvæmni og jafn- vel enn vemmilegri ást á ferfætling- um, hundum sérstaklega, svo úr verður afar hjartnæm og falleg en gersamlega óþolandi og ömurleg ást- arstemmning dýra og manna. Síðan eru gerðar framhaldsmyndir með meira af því sama ef einhver skyldi ekki hafa fengið nóg í byijun. Með fjölskyldumyndinni Önnur sinfónía Beethovens, „Beethoven’s 2nd“, hlýtur einhverskonar hámarki að vera náð í gerð gæludýramynda. St. Bernardhundarnir eru nú orðnir tveir, tíkin ber bleika slaufu um haus- inn, og hvolpar þeirra eru fjórir, hver öðrum sætari. Sem fyrr hefur gam- anleikarinn Charles Grodin, eini al- mennilegi leikarinn í þessu myndum, alla samúð manns því hann þolir ekki gæludýr og líklega enn síður gæludýramyndir og hefur allt á horn- um sér varðandi fjórfætlingana. Fal- lega og fullkomna úthverfafjölskyld- an hans, sem líklega fæst einnig seld á póstkortum og frímerkjum vestra, er hins vegar óð í gældudýr svo hann má sín lítils. Til að gera langa og lítt spenn- andi sögu stutta á Beethoven hvolpa með hundstík í eigu frekjulegrar ungrar konu, sem er illa nomin í myndinni. Sú vill drekkja hvolpunum en fallegu krakkarnir og úrræðagóðu stela þeim, Grodin til sárrar armæðu. Seinna hittast skassið og fallega fjöl- skyldan í fjallafríi og þá upphefst stuttur eltingarleikur myndarinnar, sem tekst að ljúka rétt áður en stór, bleik slaufa er bundin á enda mynd- arinnar. Það sem gerst hefur í millitíðinni er fátt nema unglingsdóttirin á heim- ilinu hefur orðið -skotin í mynd- arlegri tannkremsauglýsingu með óvæntum afleiðingum. Myndirnar um Beethoven eru ódýrt þijúbíó og lúta lögmálum þess í einfeldingslegri frásögn, grófri og klisjukenndri persónugerð og væmni sem engan enda ætlar að taka. Þet’ta er efni sem- ætti aðeins að höfða til allra yngsta ijölskyldufólksins. Fyrri myndin var ekki góð en þó sköm- minni skárri. Ljóst er að seinni mynd- inni hefur verið kláruð í flýti til að nýta sér óvæntar vinsældir þeirrar fyrri en framleiðendurnir höfðu ekki erindi sem erfiði. Nú er bara að vona að Beethoven hafi sungið sitt síðasta. Kripalujóga Kripalujóga er líkamleg og andleg iðkun. Byrjendanámskeið hefjast fjótlega eftir páska. Kenndar verða teygjur, öndunaræfing- arog slökun. Kennarar: Kristín Norland, Jenný Guðmundsdóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Skeifunni 19, ?. hæð, s. 679181 (kl. 17-19). Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 671800 ^ Opið skírdag Opið 2. páskadag Fjöldi bifreiða á tilboðsveröi. Greiðslukjör viö allra tiæti. MMC Lancer EXE '92, hlaðbakur, dökk- blár, 5 g., ek. aðeins 15 þ., ram. í öllu o.fl. V. 1160 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL Hatsb. ’91, 3ja dyra, blár, 5 g., ek. 20 þ. V. 790 þús., sk. á ód. Toyota Corolla Touring GLi '90, 5 g., ek. 96 þ., rafm. í rúðum, álfelgur, spoiler o.fl. V. 1050 þús., sk. á ód. MMC Galant GLSI '88, hvítur, sjálfsk., ek. 119 þ., sóllúga, rafm. i rúðum o.fl. V. 850 þús., sk. á ód. Toyota Landcruiser langur diesel '82, hvítur, 4 g., ek. 190 þ., 33“ dekk. V. 1200 þús. Toppeintak. MMC Lancer station 4x4 '87, rauður, 5 g., ek. 114 þús., sóllúga, álfelgur o.fl. Góður bfll. V. 670 þús. Tilboðsverö 570 þús. stgr., sk. á ód. Daihatsu Feroza EFI '91, rauður/grár, 5 g., ek. 21 þ. V. 1150 þús. MMC Pajero V-6 '91, 5 g., ek. 40 þ., ál- felgur, rafm. i rúðum o.fl. V. 1890 þús., sk. á ód. Toyota Carina XL '90, ek. 80 þ., sjálfsk. Gott eintakl. V. 880 þús., sk. á ód. Toyota Tercel 4x4 station '87, 5 g., ek. 110 þ. Tilboðsverð kr. 490 þús. MMC L-300 diesel, turbo 4x4 Minibus '91, 5 g., ek. 70 þ., álfelgur o.fl. V. 1740 þús. Daihatsu Charade TX '90, 5 g., ek. 45 þ. V. 570 þús. Toyota 4Runner EFI '85, rauður, 5 g., ek. 113 þ., sórskoðaður, 35“ dekk, 4:10 hlut- föll, sóllúga o.f I. Gott eintak. V. 1080 þús. MMC Lancer GLX '89, sjálfsk., ek. 66 þ., brúnsans. V. 690 þús. Toyota Double Cab V-6, 4,31 '89, rauður, sjálfsk., 6 cyl., ek. 30 þ. á vél, 44“ dekk. Mikið breyttur. V. 1590 þús. stgr. Nissan Sunny SLX station '91, vínrauð- ur, 5 g., ek. 50 þ. V. 890 þús. Toyota Corolla Touring XL 4 x 4 '89, hvít- ur, ek. 80 þ. Fallegur bfll. V. 890 þús. stgr. Höfðar til -fólks í öllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.