Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 49 Margrét Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 19. október 1917 Dáin 19. mars 1994 Með fáum orðum langar mig að minnast Margrétar systur minnar sem lést á Borgarspítalanum 19. þessa mánaðar eftir langvarandi van- heilsu. Gréta, en svo kölluðum við hana, var fædd 10. oktbóber 1917 að Hjallanesi í Landsveit, dóttir hjón- anna Sigurðar Lýðssonar og Ingiríð- ar Bergsteinsdóttur, sem þar bjuggu allan sinn búskap eða til ársins 1944. Sigurður og Ingiríður eignuðust 4 böm og var Gréta næstelst þeirra. Gréta litla fæddist inni í óblíða ver- öld, því það voru miklar frosthörkur og er þessi vetur gjaman nefndur frostaveturinn mikli 1918. Jafnvel móðummhyggjan gat ekki bægt kuld- anum frá ungabaminu, því allt fraus innanhúss sem utan, enda vom húsa- kynni hrörleg án allrar upphitunar, nema í eldhúsi. Litlu stúlkunni heilsað- ist ekki vel og var vart hugað líf, en allt fór það betur en á horfðist. Fáum áram síðar byggðu foreldra okkar allstórt og vandað hús og breytti það miklu fyrir alla fjölskylduna. í bemsku okkar vom búskapar- hættir svipaðir og verið höfðu um aldir, heyja var aflað af þýfðum tún- um og útengjum og lauk venjulega í lok september, einnig var ullin unn- in heima til heimilisnota og mjókura- furðir fullunnar. Það leiddi því að sjálfu sér að bömin tóku snemma þátt í bústörfum og var Gréta enginn eftirbátur í þeim efnum því þó hún væri ekki mjög sterkbyggð var hún viljug og hand- lagin við öll störf er til féllu. Þannig liðu árin hjá Grétu, þar til að hún sem ung og efnileg stúlka hóf störf í Reykjavík. Þar kynntist hún ungum sjómanni, Gísla Þorsteinssyni ættuð- um af Snæfellsnesi. Þessi kynni leiddu til hjónabands og hófu þau búskap í Reykjavík á stríðsámnum. Gísli stundaði sjóinn sem vélstjóri og síðar hóf hann útgerð af dugnaði og fyrirhyggju meðan heilsa entist. Þau hjón vom mjög samhent og heimili þeirra til fyrirmyndar, ein- kenndist af smekkvísi þeirra og hlýju, sem mætti þeim er að garði bar. Þau hjón eignuðust þrjá syni: Sigurð fiug- vélvirkja, sem kvæntur er Fanneyju Davíðsdóttur og eiga þau tvær dæt- ur; Þorsein loftskeytamann, hann kvæntist Halldóm Valdemarsdóttur og á með henni þijár dætur, en þau hjón slitu samvistir. Guðmundur var yngstur þeirra bræðra, hann starfaði sem deildarstóri. Guðmundur lést eftir skyndilegt hjartaáfall þann 22. janúar 1994, langt fyrir aldur fram. Hann kvæntist Sigurlaugu Berglind Gröndal og eignuðust þau tvö börn auk stjúpsonar, sem hann gekk í föður stað. Hin síðari ár áttu Gísli og Gréta við mikið heilsuleysi að stríða, en því tóku þau með aðdáunarverðum kjarki og stuðningi hvort við annað. Ekki stóðu þau heldur ein, því synir þeirra, tengdadætur og bamabörn, sýndu þeim óvenju mikla umhyggju og alúð í erfiðleikum. Fyrir fáum ámm lést Gísli og var það mikið áfall fyrir Grétu þó vitað væri að hveiju drægi, til viðbótar hlaut hún að sjá á eftir Guðmundi Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- likiðborð íallegir salirogmjög góð þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR BITEL Limillll syni sínum sem lést svo óvænt í blóma lífsins. Honum fylgdi hún til grafar, sjálf aðframkomin af veikind- um og sorg. Ég hygg að síðan hafði Gréta þráð endanlega hvíld frá líkamlegum og andlegum þjáningum, svo segja má að dauðinn sé ekki ávallt óvelkominn. Við hjónin áttum margar ánægju- legar stundir með Gísla og Grétu, ýmist var spjallað eða spilað. Heim- ili þeirra var til fyrirmyndar og manni varð starsýnt á handavinnu Grétu en hún framleiddi hreinustu kjör-. gripi, sem bára vott listrænnar smekkvísi og sýndu að henni var jafnlagið að beita saumnál, heklunál og prjónum. Gréta var glaðlynd og stutt í bros- ið hjá henni. Hún fór ekki hamfömm um heiminn en komst leiðar sinnar með hógværð sinni og góðum eigin- leikum. Við hjónin flytjum Grétu okkar innilegt þakklæti og óskum henni góðrar farar til ástvina sinna sem farnir era á undan henni. Einnig flytjum við sonum Grétu og fjölskyldum þeirra þakkir fyrir vináttu þeirra og alúð. Guð veri með ykkur öllum. Unnur og Bergsteinn. Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Margrétar, eða Grétu eins og hún var alltaf kölluð, með örfáum orðum, þó orð megi sín lítis þegar hugurinn hvarflar að atburð- um og dýrmætum stundum í lífi okkar. Ein slíkra stunda í lífi mínu var þegar ég hafði kynnst manns- efni mínu, yngsta syni Grétu, Guð- mundi eða Gumma eins og hann var alltaf kallaður, og hann fór með mig í heimsókn til foreldra sinna til að kynna mig fyrir þeim. Þá hitti ég Grétu í fyrsta skitpi. Hún tók á móti mér með sínu einstaka hlýja brosi, sem einkenndi hana. Það var eins og ég hefði alltaf þekkt hana. Heimilið var einstaklega fallegt og hlýlegt og tók á móti mér opnum örmum. Þarna var ömggt skjól og einstakur andi. Ég var tvítug að aldri með ungan son og frekar lítil í mér. Það sem einkenndi Grétu og var mér oft hugleikið var hversu jákvæð hún var. Hún sá alltaf björtu hliðarn- ar á öllum málum og kom alltaf auga á jákvæðu hliðarnar í hverjum manni. Hún var líka óspör á að láta það í ljós. Þolinmæði hafði hún ríka og undraðist ég það oft þegar hún var að spila við barnabörnin, lesa fyrir þau, syngja eða kenna þeim að pijóna. Það var alveg sama hversu mikill ærslagangurinn var, aldrei byrsti hún sig heldur hafði alltaf „mikilvæg“ verkefni handa þeim að leysa þegar svo stóð á. Margt mátti hún reyna í lífi sínu, langvarandi veikindi og mikinn missi. En alltaf bar hún harm sinn í hljóði og kvartaði aldrei. Hún fann alltaf björtu hliðarnar á hveiju sem á gekk og tók öllu með æðruleysi. í janúar síðastliðnum lést eiginmað- ur minn og sonur hennar eftir stutt en erfið veikindi. Áfallið var meira en orð fá lýst. Sorgin var of stór í þetta sinn. Missirinn svo mikill. En vegir Drottins em órannsakanlegir og tilgangurinn ekki alltaf augljós. Við minnumst hennar með hlýju og kærleika. Hjá börnunum hefur myndast stórt skarð, sem ekki verð- ur fyllt og þau sakna hennar sárt núna, hennar ömmu sem nú er farin til Guðs, til afa og pabba og barn- anna, sem hún aldrei fékk að sjá vaxa úr grasi. Við söknum hennar öll sárt. Sama rósin vex aldrei aftur, rósin sem gefur okkur svo margt án þess að vita af því, þannig var Gréta, fín- gerð rós, sem gaf okkur hlýju, kær- leika og ást, sem seint verður full- þakkað. Guð blessi hana og varðveiti og veíji hana örmum sínum í kærleika og friði. Nú héðan á burt í friði’ eg fer 6, faðir, að vilja þínum, í hug er mér rótt og hjartað er af harminum læknað sínum. Sem hést þú mér, Drottinn, hægan blund ég hlýt nú í dauða mínum. Því veldur hinn sæli sonur þinn, er sála mín heitast þráði, þú sýndir mér hann, 6, Herra minn, af hjarta þíns líknarráði, í lífi og deyð mig huggar hann, þá huggun ég besta þáði. (Helgi Hálfdánarson.) Hinsta kveðja frá tengdadóttur með kærri þökk fyrir allt og allt. Sigurlaug Gröndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.