Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 t bouillon Svlne kodkraft 0kse kedkraft sovs Alt-i-én teming -med smag, kulor og jævning. Flugslysið við N’Dola eftir Aage Röed Formáli þýðanda Dag Hammarskjöld aðalritari SÞ fórst í flugslysi við N’Dola í Rhodesíu ásamt fylgdarliði sínu hinn 17. sept. 1961 þegar hann var að reyna að koma á friði í borgarastríðinu í Belgísku Kongó. Þeir sem muna eftir þessu sorglega slysi minnast þess einnig að get- gátur og sögusagnir eru oft á kreiki um orsakir slyssins. Nýlega fól sænska utanríkis- ráðuneytið Aage Röed, sem er fyrr- verandi flugslysarannsakandi í Svíþjóð, að fara yfir allar opinber- ar rannsóknarskýrslur sem til eru um þennan sorglega atburð, en þar var um að ræða m.a. eina frá SÞ, eina sænska og tvær rhodesískar. Flugvélin kom frá Leopoldville í Kongó og kom úr austurátt inn yfir N’Dola í 6.000 feta flughæð yfir sjávarmáli, en í 1.840 feta hæð yfir flugvellinum. Flugmennirnir fengu allar upplýsingar um veður og lendingarskilyrði. Allt virtist vera með felldu og flugvélin sást síðast fara í eðlilegt aðflug vestur yfir flugvöllinn, þar sem lækka átti flugið út yfir frumskóginn, krókbeygja tekin inn á lokastefnu til lendingar í austurátt, eða í stefnuna 100° og lent á braut 10. Aage Röed skrifaði skýrslu um niðurstöður sínar og var hún birt 'í fagrímariti flugslysarannsak- enda. Útdráttur úr niðurstöðum Aage Röed er birtur hér í þýðingu Skúla Jóns Sigurðssonar hjá flug- málastjóm, framkvæmdastjóra flugslysarannsókna, en hann er gamall vinur Aages Röeds. Atburðarásin Flugvélin fórst í aðflugsbeygjunni, þar sem hún átti aðvera í 650 feta hæð yfir jörðu. Þar var land skógi vaxið, engin byggð, engin ljós á jörðu og landið hæðótt, m.a. náði lítil hæð upp fyrir sjónlínu milli flugvallarins og slysstaðarins. 3M Mottur Þessi hæð var ekki merkt inn á aðflugskort flugvallarins. Af niðurstöðum rannsóknarinn- ar má álykta að vélinni var flogið í mjög rólegri lækkun, eða sem næst í láréttu flugi, þegar hún rakst fyrst á tijátoppana. Flugvélin var í beygju í stefnu 120° þegar hún kom niður. Slysstaðurinn var um það bil 1,6 sjómílur norðan framlengdrar miðlínu flugbrautar- innar, hin rólega vinstri beygja og stefnan sýna að flugvélin var að öðru leyti en því sem snertir flug- hæð, í eðlilegri stöðu og stellingu til þess að koma inn á aðflugsferil- inn. Þegar atvikum er raðað saman fæst mynd af flugvél sem hefur verið í lækkandi krókbeygju inn að aðflugsferli, en einhverra hluta vegna var sléttað úr of lágt. Engin ummerki voru um undan- vik eða fráhvarfsviðbrögð. Fyrstu för eftir loftskrúfumar á tijátopp- unum sýna að hreyflarnir voru í gangi. Loftskrúfur sem snúast afl- lausar beygja tré fremur en höggva þau. Rannsókn á hreyflunum eftir slysið sýndi að allir hreyflamir gengu að líkindum á aðflugsafli þegar slysið varð. Þetta sýnir að hreyfilbilun átti ekki þátt í slysinu. Feikilegur eldur braust út, þegar flugvélin hafði ruðst um 400 fet í gegnum skóginn. Fram að því voru engin ummerki um eld. Þetta sýn- ir að eldurinn orsakaðist líklega af eldsneyti sem flæddi úr elds- neytisgeymunum sem rifnuðu í brotferlinu. Engir hlutar úr flug- vélinni fundust í skóginum áður en flugvélin flaug á trén. Þetta sýnir að það er ólíklegt að spreng- ingar eða aðrar bilanir af tæknileg- un orsökum hafi orðið og valdið því að hlutar brotnuðu af flugvél- inni áður en hún rakst á trén. Hjól- in voru niðri og I læstri stöðu og flapar voru í réttri stöðu fyrir að- flug þegar flugvélin fórst. Sigl- ingaljósin loguðu og að öllum lík- indum logaði á blikvitanum. Engin fjarskipti áttu sér stað milli flug- vélarinnar og flugturnsins meðan á lækkandi krókbeygjunni stóð. Orsakirnar Það er þekkt að áhafnir hafa mislesið hæðarmæla og í þessu til- viki hefur verið giskað á slíkt. Af atburðarásinni að dæma og frá- sögn sjónarvotta er það ólíklegt. Líklegra er að áhöfnin hafi feil- -Vr, — 5o*.i.xV. Í>J Sorengingar i fiugvél Hammarskjölds er hann öreyrti um ákvöröunarstað Forsíða Morgunblaðsins, þar sem skýrt er frá flugslysinu við N’dola. reiknað hæðina yfir dökkri jörðinni og notað ljósin á flugvellinum, ljós- in í bænum eða tunglið sem viðmið- un, meðan á lækkuninni í krók- beygjunni stóð. Undirbúningur lendingarinnar, svo sem að setja hjól og flapsa niður, getur einnig hafa truflað og leitt athygli áhafn- arinnar frá því að halda réttri hæð. Hálendið á slysstaðnum hefur einnig aukið hættuna á að flogið yrði í jörðina. Það hefur verið deilt um það að reynd flugáhöfn geti ekki gert mistök eins og þau sem leiddu til slyssins. Svarið við þessu er að hundruð þrautreyndra flug- áhafna hafa flogið gallalausum flugvélum í jörðina, þó flugmenn- irnir hafl haft allar þær upplýs- ingar sem þeir þurftu til þess að komast hjá slysi. Þetta er alvarlegt vandamál sem við horfumst enn í augu við. Svartholsslys „Svarthol“ (black hole) er dimmt land, svo sem skógur án ljósa, sem liggur að vel upplýstum flugvelli. Orðir „hol“ gefur ekki til kynna að það sé lægð, dalur eða fjall undir flugferlinum. Landið getur verið algjörlega flatt, en þó er áhættan enn meiri að flogið sé í jörðina, ef háar hæðir eru í aðflugs- geiranum. Vandinn er sá að það er ómögulegt að dæma hver flug- hæðin er yfir dimmu yfirborði jarð- ar. Ljós í fjarska, frá flugvellinum eða annars staðar frá, geta gefíð þá tilfinningu að flugvélin fljúgi í öruggri flughæð. Prófanir hafa sýnt að flugliðar sem reyna sjónað- flug yfir dökkt og dimmt land, jafnvel um heiðskíra nótt, hafa til- hneigingu til þess að lækka flugið undir hallageislann. Stór flugvéla- framleiðandi fékk 12 vel þjálfaðar flugáhafnir til þess að framkvæma í flughermi sjónaðflug að flugvelli yfir „svarthol". Allar voru áhafn- irnar öruggar um að þær gætu þetta, en 11 af 12 flugu samt í jörðina nokkra kílómetra frá flug- vellinum. Flugslysarannsóknir hafa sýnt að flugmenn geta verið svo sannfærðir um að flogið sé í réttri flughæð að þeir jafnvel kæra sig kollótta um viðvaranir jarðvar- ans og fljúga í jörðina. Veikindi Ekki er líklegt að flugmennirnir hafi orðið vanhæfir vegna skyndi- legs lasleika, heilbrigðisskýrslur þeirra benda til þess að þeir hafi verið stálhraustir. Ef áhöfnin hefði orðið vanhæf vegna sprengingar, eitrunar eða vegna gaseitrunar, meðan flogið var í öruggri hæð, er ekki mögulegt að flugvélin hefði haldið áfram tiltölulega brattri lækkun, sléttað út í nærri lárétt flug og síðan flogið í jörðina í stöðu sem sýndi að hún var í rétt flog- inni beygju í áttina að miðlínu aðflugsins. Þennan möguleika má því strika út. Ekki er líklegt að flugmennirnir hafi haft rangt aðflugskort fyrir framan sig. Flugvélin' var í hár- réttri beygju inn að miðlínu að- flugsins til N’Dola, þegar hún lækkaði flugið of mikið og rakst á trén. Hryðjuverk Tilgátan um hryðjuverk hefur reynst langlíf. Niðurstöður rann- sókna benda til að það hefði verið ómögulegt að skipuleggja hermd- arverk nægilega vel, til þess að slysið liti út eins og stjórnað flug í jörðina. Tímasprengja sem sett hefði verið í flugvélina í Leopold- ville hefði líklega sprungið á flugi. Enginn hermdarverkamaður gat vitað um lengd flugsins og hann hefði sannarlega ekki látið sprengjuna springa eftir lendingu í N’Dola. Gerum þó ráð fyrir að i i i (:í i c, i i i Rásfastari, mýkri og grípa betur, Jeppadekk sem endast og endast RADIAL/TSL f ' DÚKKULÍSA í DARRAÐARDANS Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin/Bíóhöllin: Pelikanskjalið — The Pelikan Brief. Leikstjóri Alan J. Pakula. Handrit Pakula, byggt á skáld- sögu Johns Grishams. Tónlist James Horner. Kvikmynda- tökustjóri Stephen Goldblatt. Aðalleikendur Julia Roberts, Denzel Washington, Sam Shep- ard, John Heard, James B. Sikking, Tony Goldwyn, John Lithgow, Hume Cronyn. Banda- rísk. Warner Bros 1993. Spennusagna- og metsöluhöf- undurinn John Grisham blómstrar þessa dagana og bækur hans eru kvikmyndaðar grimmt en með misjöfnum árangri, skemmst að minnast Fyrirtækisins, með sínum kostum og göllum. Örlög Pelikan- skjalsins eru í svipaða veru. Aðalpersóna myndarinnar, laganeminn Derby Shaw (Julia Roberts) fær ískyggilegar grun- semdir um hveijir myrtu tvo kunna hæstaréttardómara, semur um það yfírlit sem gengur undir nafninu Pelikanskjalið. Þar ásakar hún einn ríkasta mann landsins um aðalhlutdeild að morðunum og teygjast þá angar þeirra inn fyrir veggi Hvíta hússins þar sem auð- jöfurinn var aðalstuðningsmaður sitjandi forseta (Robert Culp) við síðustu kosningar. 5Kemur Callahan (Sam Shepard), -'sambýlismaður hennar, skjalinu í hendur vini sínum í alríkislögregl- unni (John Heard) sem kemur því áleiðis. Of langt, því skyndilega er líf Shaw í mikilli hættu og menn tengdir skjalinu týna óð- fluga tölunni. Shaw heldur í felur og þar kemur að eini maðurinn sem hún treystir í þeim hráskinns- leik sem nú upphefst er rannsókn- arblaðamaðurinn Gary Grantham (Denzel Washington). Pakula hefur litist vel á efnivið- inn, spennuna og ekki síður spill- inguna sem seilist alla leið inná borð Bandaríkjaforseta og rit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.