Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 13 Kvikmynd og fyrirlestur Jeff Ruoffí Norræna húsinu BANDARÍSKI kvikmyndagerðarmaðurinn Jeff Ruoff sýnir heimild- armynd sína Hacklebarney Tunes: The Music of Greg Brown í Nor- ræna húsinu, í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 21. Myndin fjallar um bandaríska tónlistarmanninn Greg Brown sem er frá miðvesturríkjum Bandaríkj- anna og á ættir sínar að rekja til þjóðlagasöngvara í Appalachia- fjöllunum. Brown er sonur farandp- redikara og ólst upp í smábæjum víðsvegar í miðvesturríkjunum. í fréttatilkynningu segir: „í myndinni eru m.a. atriði úr athöfn í retttrúnaðarkirkju sem Brown sótti þegar hann var barn. Brown leikur sjáifur hins vegar fjölbreytta tónlist. Við fylgjumst með Greg á veiðum í Iowa, heimsækjum Earl- ville, 700 manna þorp þar sem Brown dvaldist hvað lengst í æsku, og við fylgjumst með Brown á tón- leikum í Minneapolis og Des Moines og samleik hans við tónlistarmenn frá Iowa og Minnesota. Tónlistar- gagmýnendur setja tónlist Browns í samhengi við ameríska nútímatón- list. I Hacklebarney Tunes er könn- uð menning miðvesturríkja Banda- ríkjanna, í lífi og starfi listamanns sem sækir sín áhrif þangað.“ Ruoff mun síðan ræða um sjálf- stæða bandaríska kvikmyndagerð í stuttum fyrirlestri sem hann heldur eftir sýningu myndarinnar. Það er félag kvikmyndagerðarmanna sem stendur fyrir sýningunni, aðgangur er ókeypis og öllum opinn. (alt) og síðast Sigrún Hjálmtýs- dóttir (sópran) inn og lýkur kafl- anum á samsöng þeirra, með svipuðum hætti og um kórþætt væri að ræða. Einsöngvararnir sunu þennan virðulega þátt af öryggi og einnig Recordare, sem að byggingu er einnig í kórrit- hætti, svo og Benedictus, en hann er rammaður inn með Hósanna- fúgunni. Þar er vart um meira að ræða en framsögu stefjanna, sem verður að telja nokkuð smá- legt, í samanburði við tveggja stefa upphafsfúgu (Kyrie) verks- ins, sem er einstaklega vel gerð og glæsileg tónsmíð. Santus (V), Benedictus (VI) og Agnus Dei (VII) eru alfarið eftir Siissmayer en lokaþáttinn vann hann upp úr Innganginum og Kyrieþættinum. í heild voru tónleikarnir góðir og kórinn söng af öryggi, þó á stundum vantaði hann styrk til að halda í við ágæt- an leik hljómsveitarinnar. Það var samt mikill munur á flutn- ingnum að þessu sinni,'frá því fyrir nokkrum árum, er Ulrik Olason var að byija með Söng- sveitina, bæði er varðar sam- vinnu kórs og hljómsveitar en sérstaklega söng kórsins i heild, og má segja, að Ulrik Ólason hafi með þessum flutningi á Requiem Mozarts markað sér stöðu sem vaxandi kórstjóri og alls líkiegur til stórra verka í framtíðinni. Jónas Árnason rithöfundur t.h. og Bragi Þórðarson útgefandi t.v. með fyrstu eintök bókarinnar. Nýjar bækur 140 limrur eftir Jónas Arnason Requiem ________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Söngsveitin Fílharmonía, undir stjórn Ulriks Ólasonar, ásamt einsöngvurunum Sigi’únu Hjálm- týsdóttur, Alinu Dubik, Garðari Cortes og Guðjóni Óskarssyni, í samleik við 25 manna hljóm- sveit, með Szymon Kuran sem konsertmeistara, flutti Sálumess- una eftir Mozart sl. sunnudag í Kristskiiju. Saga Sálumessunnar hefur verið rækilega tíunduð en bæði tilurð hennar og endanleg gerð hefur verið viðfangsefni rannsak- enda í tónlistarsagnfræði. Á tím- um þar sem höfundarréttur er mikilvægt réttarfarsatriði, hefur Sússmayr ekki fengið að njóta réttar síns sem skyldi, því fólk vill halda í „goðsögnina" um verkið. Það er t.d. nokkuð ein- kennilegt að Mozart, sem hafði samið margar óperur, hefði ekki ætlað að hafa svo sem eina aríu í þessu verki. Þá horfa menn gjarna fram hjá því, að Sússmayr ritaði bréf til Breitkopf og Hártel og sagði nákvæmlega frá því hver hans hlutur var í endanleg- um frágangi verksins og hafa flest útgáfufyrirtæki, eins t.d. Bárenreiter, tilgreint í útgáfum sínum, hvar höfundarskilin eru. Þess vegna má kynna verkið sem Requiem eftir Mozart og Siiss- mayr. Flutningur verksins var í heild góður. Hljómsveitin var á köflum nokkuð sterk, sérstaklega blásar- arnir, sem líklega er vegna mikill- ar hljómgunar í kirkjuskipinu. Hljómsveitin lék af öryggi, nema upphafshljóminn, í hinum fagra inngangi verksins en það var ein- mitt í þeim þætti sérstaklega, sem blásararnir „skyggðu“ nokk- uð á inkomu kórsins. Kyrie-kaflinn var gæsilegur, hraður og kraftmikill og sama má segja um Sequens (III) þátt- inn, er þar hefst í raun vinna Sússmayrs. í Tuba mirum koma einsöngvararnir inn en básúnu- einleikurinn, fyrstu 18 taktarnir, er eftir Mozart. Guðjón Óskars- son opnaði þáttinn og er hugsan- legt að Mozart hafi ætlað bassan- um allan kaflann, því upphafs- söngur bassans er nákvæmlega 18 taktar. Innkoma tenórsins, sem Garðar Cortes söng hefst þar og síðan koma Alina Dubik ÚT ER komin ný bók eftir Jónas Árnason, Jónasarlimrur, með 140 limrum. I kynningu útgefanda segir: „Allir landsmenn þekkja leikrit og söngva Jónasar og vinsældir hans eru alltaf jafn miklar. Færri vita, að undanfarið hefur hann fengist við að yrkja limrur, sem nú eru komnar út á bók. Limruformið nýtur vaxandi vinsælda og mörg- um mun þykja forvitnilegt að kynnast Jónasi Árnasyni á þessum nýja vettvangi.“ Útgefandi er Hörpuútgáfan. Bókin er unnin í prentsmiðjunni Odda hf. Mynd af höfundi gerði Erla Sigurðardóttir myndlistar- kona. -------♦ ♦ ■♦------ Söngsveitin Filharmónía. Karlakórinn Stefnir. Vortónleikar Stefnis Mosfellsbæ. KARLAKÓRINN Stefnir heldur nú hina árlegu vortónleika en að þessu sinni með nýstárlegu sniði en þar kemur til Félag harmoniku- unnenda í Reykjavík. Það er kunnugt flestum að félag þetta starfar með miklum krafti um þessar mundir og er m.a. að feta sig inná nýjar og ótroðnar slóðir, t.d. nú með þátttöku í tónleikum Stefnis. Nýjar bækur ■ Fjallið eftir Terry Evans er nýkomið út. Miðillinn Terry Evans er kunnur fyrir störf sín hér á landi. Bókin er samin upphaflega til útgáfu á íslandi. í kynningu útgefanda segir: „Bókin um Fjallið er dulúðarfullt ferðalag á vit leyndra heima. Ferðalag þar sem lesandanum verður ljóst afl ímynd- unarinnar, er opnar honum heim innsæisins.“ Útgefandi er Birtingur. MtsöltilMá Imrjuin dftti! í fyrra leituðu þeir í austurveg eftir efni fyrir harmonikuleik og fengu t.d. syrpu rússneska með ýmsum meira og minna þekktum þjóðlögum en þó í nýstárlegum út- setningum. Þarna rákust þeir á eina sneru þeir sér til Karlakórsins Stefnis í Mosfellsbæ. Niðurstaðan af þessu varð sú að málið var kannað og reyndar lítils- háttar prófað á jólavöku kórsins í vetur. Þetta varð til þess að reglu- heppnaðist það vel að þetta hefir nú verið tekið inná söngská vortón- leikanna. Að öðru leyti er söngskráin með hefðbundnum hætti og söng kórinn í Árbæjarkirkju á laugardaginn og í gærkvöldi var sungið í hinu nýja leikhúsi Leikfélags Mosfellsbæjar en í kvöld lýkur tónleikum kórsins í Bústaðakirkju. Á efnisskránni eru verk eftir Kaldalóns, Karl Ó. Run- ólfsson og Gunnar Thoroddsen en kórinn hefir ástundað allmikið að kynna verk þessa stjórnmálamanns er hann gerði í stopulum frístund- um. Þá má nefna tvo óperukóra eftir Vagner og ýmis önnur erlend lög. Að þessu sinni syngur Ingi- björg Marteinsdóttir óperusöng- kona með kórnuhi en undirleikari er Sigurður Marteinsson. Þá eru átta félagar úr félagi þeirra harm- onikkuunnenda og tveir ungir menn á slagverk úr Skólahljómsveit Mos- fellsbæjar. Stjórnandi er sem fyrr Lárus Sveinsson trompetleikarí. _______________________J.M.G. slíka,með_karlakór oe í því tilefni legar æfingar hófust og málið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.