Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 Vetrarleikamir í Lillehammer eftir Bergljótu Leifsdóttur Mensuali Undirrituð, eiginmaður hennar, Enrico, og mágur hennar, Guido, ákváðu í janúarlok að reyna að kom- ast í níu daga á Óiympíuleikana í Lillehammer. Eftir mikla leit tókst 'okkur þremenningunum að fá inni hjá norskri fjölskyldu í Hamar, sem er 60 km frá Lillehammer. Við héldum af stað 19. febrúar og flugum frá Mílanó í gegnum Kaupmannahöfn áleiðis til Óslóar. Flugferðin gekk vel og vorum við komin til Hamar klukkan 18. Á meðan við biðum eftir leigubíl, héld- um við að við myndum deyja úr kulda. Það var 15 stiga frost. Húsið sem við bjuggum í var einbýlishús frá 1954 og var allt gert það upp fyrir 5 árum. Hjónin voru mjög elsku- leg, sem einnig mátti segja um alla Norðmenn, sem við kynntumst. Þau áttu 2'A árs gamla stelpu mjög fal- lega, en feimna. Þann 20. febrúar var ferðinni heit- ið til Lillehammer. Þar var skíða- stökkskeppni og fengum við ekki miða á hana. Við skoðuðum því Vík- ingabæinn. Það voru mörg tjöld, sem voru í laginu eins og hús víkinganna og var þar boðið upp á pylsur, jóla- glögg og minjagripi. Allir starfsmenn voru klæddir í föt frá víkingatímabil- inu. Næst var haldið í leit að miðum á leikana fyrir þá viku sem við áttum að vera. Fundum við miða á flest allar keppnirnar sem við vildum fá. Við náðum því að vera kvikmynduð af norska sjónvarpinu í sambandi við að starfsfólk miðasölunnar var að Lilleputtehammer mótmæla svartamarkaðsbraski í sambandi við miðasölu. Einnig var mikið af fölsuðum miðum í umferð. Þann 21. febrúar vorum við einnig í Lillehammer og fórum við Valhall- ar, en þar var norskt hlaðborð í há- deginu. Ferðamenn kvörtuðu mikið yfir því að reyktur lax sæist ekki á matseðli veitingastaða á Ólympíu- leikunum. Þama var hann samt á boðstóium. Þann 22. febrúar fórum við til Röros, sem er fyrir norðan Lilleham- mer og er nálægt sænsku landamær- unum. Þetta þorp er í 642 metra hæð yfír sjávarmáli og er mikill ferða- mannastaður yfir sumartímann. Einnig er Röros þekkt fyrir eirnámur sínar. Hér var mjög kalt og enginn úti á götu enda flestir að horfa á skíðagöngu í sjónvarpinu. Við fórum inn í hannyrðaverslun og var voru afgreiðslustúlkurnar að horfa á sjón- varpið og höfðu engan tíma til að sinna viðskiptavinum og urðum við mjög ánægð, þegar við sáum þarna að Itali hafði unnið, en Norðmaður varð í öðra sæti. Þann 23. febrúar héldum við til Haljell, sem er 15 km fyrir norðan Lillehammer. Nú var komið að stórs- vigskeppni karla. Við þrjú eram mikl- ir aðdáendur Albertos Tombas og blandaði ég mér strax í aðdáenda- klúbb hans og voram við tvisvar sinn- um mynduð af CBS-sjónvarpsstöð- inni og tvisvar sinnum af Telem- ontecarlo, sem er ítalskt. Tomba gekk ekki nógu vel. Við náðum því samt að standa við hlið Albertos Tombas og Debora Compagnoni og óska þeim velgengni. 24. febrúar var komið að stórsvig- skeppni kvenna. Þar vann sú ítalska, Ferðir um páskana > HAPPDRÆTTI SLYSAVARNAFÉIAGS ÍSLANDS stórkostlegir vinningar að verðmœti milljónir 1 vinningur Sumarhús á TORREVIEJA á Spáni aðverðmætikr. 2.000.000j“ 1 vinningur Hnattferð fyrir tvo í fjórar vikur aðverðmætikr 1.000.000?" 3 vinningar Ferð fyrir tvo í þrjár vikur til Brasilíu hveraðverðmæti kr. 500.000?" 6 vinningar Ferð í þrjár vikur til Flórída, þar af vikusigling um Karíbahaf að verðmæti kr 450.000?" 4 vinningar Ferð fyrir fjóra til Flórída/Orlando í tvær vikur hver aðverðmæti kr. 300.000)" 2 5 vinningar Sumarleyflsferð fyrir fjóra til Spánar hveraðverðmætikr. 250.000)" 7 0 vinningar Sumarleyfisferð fyrir tvo til Spánar hver að verðmæti kr. 14:0.000)" 40 vinnii vinningar Ferð til Ítalíu/Gardavatns fyrir tvo í tvær vikur hver að verðmæti kr. 160.000,- visa við drögum 8. apríl. Tryggið ykkur miða í síma 627000. Norsk glíma. „Ekki held ég að það sé hægt að hugsa sér betri undirbúning held- ur en hjá frændum vor- um Norðmönnum og var þá sérstaklega skemmtileg stemmn- ingin sem þeir mynd- uðu með þjóðlegum uppákomum fyrir keppni og á milli um- ferða.“ Deborah Compagnoni, og tileinkaði verðlaunin Ulrike Mayer, sem dó í keppni fyrr á þessu ári. Við fengum að fara þar sem ljósmyndarar voru- ásamt fleiri ítölum til að fagna sigri Deboru. Eftir keppnina fórum við á ítalska matstaðinn, Casa Modena, en hann var 10 mínútna gang frá skíðasvæðinu, en þar fengu Italir ókeypis að borða. 25. febrúar sáum við í Lilleham- mer stökkkeppni og unnu Norðmenn gull- og silfurverðlaun. 26. febrúar komu tilvonandi brúð- hjón til Lillehammer frá Bergen að gifta sig að víkingasið og var brúð- kaupsveislan haldin í Valhöll. I dag, 27. var komið að stóra deg- inum. Síðasta tækifæri Tomba til að komast á verðlaunapall. Þetta var kaldasti dagurinn og höfðum við fengið miða I stúku. Eftir fyrri um- ferð virtust litlar líkur til þess að Tomba kæmist á verðlaunapall, en hann var í 12. sæti. Við töldum, að við hefðum séð síðustu keppni á hans ferli, en sem betur fer höfðum við rangt fyrir okkur. Hann náði í silfur- verðiaun og munaði einungis 15 sek- úndubrotum að hann næði í gullverð- laun. Gleði okkar var mikil og ekki hægt að hugsa sér betri enda á ótrú- lega vel heppnaðri ferð, þrátt fyrir að það hefði verið betra að hann kæmi heim með gullverðlaun. Ekki held ég að það sé hægt að hugsa sér betri undirbúning heldur en hjá frændum vorum Norðmönnum og var þá sérstaklega skemmtileg stemmningin sem þeir mynduðu með þjóðlegum uppákomum fyrir keppni og á milli umferða. Lillehammer hef- ur sótt um að halda Vetrarólympíu- leikana árið 2010, en þeir hafa aldr- ei verið haldnir tvisvar sinnum á . sama stað. Daginn eftir héldum við til Ósló og dvöldum þar eina nótt. Þann 1. mars var ferð minni heitið til Is- lands, en bræðurnir héldu til Flór- ens. Flugvél Flugleiða var full af Bandaríkjamönnum, en það var áber- andi mikið af þeim á þessum leikum. Höfundur er frcttaritari Morgunblaðsins í Flórens. Ferðafélag Islands Ferðafélag íslands efnir til þriggja dag ferðar á Snæfellsnes um pásk- ana. Einnig verða farnar skíða- gönguferðir í Landmannalaugar og er hægt að velja um þriggja til fimm daga ferðir. Samhliða Landmanna- laugaferðinni verður aukaferð sem ekki hefur verið í boði áður en það er skíðaganga um hinn fræga „Laugaveg" óbyggðanna. Þetta er fímm daga ferð og verður gist fyrstu nótt í Landmannalaugum en hinar í Álftavatni, Emstum og Þórsmörk. Aðeins 10 manns komast með í þá Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878-fax 677022 ferð. Þá verður einnig í boði fimm daga ferð austur á Síðumannaafrétt í sam- vinnu við heimamenn á Klaustri og einnig er boðið upp á 6 daga skíða- gönguferð um Kjalveg. Farið verður á milli sæluhúsa á Kili en ferðinni lýkur í Haukadal. Loks verður þriggja daga Þórs- merkurferð með brottför laugardags- morguninn 2. apríl kl. 9. Nánari uppl. um lengri ferðirnar er að fá á skrifstofunni Mörkinni 6. Dagsferðir um bænadaga og páska: 31. mars (skírdag) kl. 13 er skíðaganga á Bláfjallasvæðinu, 1. apríl kl. 13 Hvalnes - Stafnes - Bá- sendar. 2. apríl er páskaganga fjöl- skyldunnar. Létt gönguferð í ná- grenni Reykjavíkur. 4. apríl (annan í páskum) kl. 13 Hellisheiði - Innsti- dalur, skíðaganga. 4. apríl kl. 13 Staðarborg - Kálfatjörn. Útivist Hjá Útivist verður dagsferð á skír- dag kl. 10.30. Gengið verður gamla þjóðleiðin sem lá frá Selvogi í Þor- lákshöfn. Föstudaginn langa 1. apríl kl. 10.30 verður dagsferð: Söguferð í Reykholt í Borgarfirði. Farið verður á söguslóðir Snorra Sturlusonar. Brottför í allar dagsferðir er frá BSÍ, bensínsölu, frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Miðar seldir við rútu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.