Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 19 Hrygningarstofn þorsks 1400 1200 • <0 c 1000 • e 3 800 ■ c 600 - n 2 400 - 200 0 \ i l I 1 l "i-1 I i I t i t i 1 ■*Wiflt£)(t)<0«DONSSKN0)«)e0e0(00)CI> Hrygningarstofn Ar Eldri hluti hrygningarstofns þorsks 90 80 iMJUUm*. Ár Fjöldi flska 10 ára og eldri Aldursdreifing þorskafla í botnvörpu, Norðursvæði, sept.-des. 1993 45,00 40,00 J2 35,00 ■z 30,00 £. 25,00 ■t- 20,00 « 15,00 SS 10,00 5,00 0,00 að reykingar skipti minna máli en mataræði og þess vegna ættu læknar að hætta að segja mönnum að hætta að reykja! Þessi boðskap- ur yrði væntanlega vinsæll meðal sumra reykingamanna, en ekki að sama skapi réttur, því hér væri læknirinn, með sama hætti og þeir félagar á Veiðimálastofnun, að álykta út í bláinn og án stuðnings af vísindum sínum. Hvað gengxir þeim til? Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fiskifræðingar Veiðimálastofnunar varpa bombu inn í þorskveiðium- ræðuna á viðkvæmasta tíma. Fyrsta skiptið svo ég viti til var sumarið 1992, skömmu áður en sjávarútvegsráðherra tók hina erf- iðu en réttu ákvörðun um stóran niðurskurð á þorskkvótanum. Þá eins og nú sögðust þeir hafa vís- indaleg rök gegn varkárni í veiðum og þá eins og nú byggðist málflutn- ingur þeirra á þessum sömu rök- leysum. Grandvarir vísindamenn sem hafa það eitt að leiðarljósi að gæði vísindanna megi verða sem mest leggja niðurstöður sínar fyrst fram á vettvangi vísindanna og biðja kollega sína um athugasemdir og ábendingar áður en lengra er hald- ið. Þetta gera þeir til að forðast villur sem eftir á reynast augljós- ar. Ég veit af eigin raun að þeir félagar hafa haft þessar nýjustu niðurstöður sínar undir höndum um margra mánaða skeið og hefði þeim því verið í lófa lagið að kynna þær á vettvangi vísindanna löngu fyrr og fá um þær eðlilegar umræður. Eðlilegast hefði því verið að þeir hefðu þegið ábendingar og aðstoð þeirra sem hafa sérþekkingu á sviði stofnvistfræði, eins og venja er, og gefið sér tíma til að vinna úr gögn- um sínum á viðeigandi hátt. Aðferð þeirra við kynningu niðurstaðna í Morgunblaðinu og tímasetning kynningar á þeim tima sem mestum usla veldur er, í ljósi þessa, óábyrg að mínu mati. Höfundur er stofnvistfræðingur hjá LÍÚ. ísland - sækjum það heim! Til nemenda í grunn- og framhaldsskólum varðandi myndlistarverkefnið „Islandsferð fjölskyldunnar“ eftir Hrafnhildi Gunnhi ugsdóUur Starfshópur frá samgönguráðu- neytinu hvetur landsmenn til aukinna ferðalaga um ísland á 50. afmæiis- ári íslenska lýðveldisins og hinu al- þjóðlega „Ári fjölskyldunnar“. Átak- ið ber heitið „íslandsferð fjölskyld- unnar 1994“ undir slagorðunum „ís- land, sækjum það heim!“ og er unnið í samstarfi við fjölmarga aðila. Félag íslenskra myndlistarkenn- ara, í samvinnu við samgönguráðu- neytið, efnir til almennrar þátttöku nemenda í grunn- og framhaldsskól- um í gerð myndverka. Verkefninu er ætlað að endurspegla þá fjöl- breytni sem ísland býður upp á sem ferðamannaland. Frá áramótum hefur verið unnið ötullega í mörgum skólum að verk- efninu en myndlistarkennarar velja úrvalsverk eftir nemendur sína sem senda skal Kennarahúsinu fyrir 15. apríl nk. Öll myndverk verða endurs- end og allir þátttakendur fá við- urkenningarskjal, burtséð frá því hvort myndimar þeirra hafi verið sendar til dómnefndar eður ei. Viðurkenningar, um 120 talsins, verða veittar í fjórum aldursflokkum, þ.e.a.s. 6-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára og 16-20 ára. Þijár aðalviður- kenningar eru í hveijum aldurs- flokki: Macintosh-tölva frá Apple- umboðinu, fjallareiðhjól frá Eminum og myndlistarvörur frá Pennanum. Einnig verða valdar 20-30 myndir í hveijum aldursflokki og fá höfund- ar þeirra sérstaka viðurkenningu frá Hans Petersen. Nokkur myndverk verða valin á póstkort, veggspjöld og boli og vinningsmyndir munu birt- ast á síðum Morgunblaðsins. Til greina kemur að frímerki verði gefin Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir „Myndefniö er Island í víðum skilningi sem tengja mætti 50 ára af- mæli lýðveldisins og ári fjölskyldunnar.“ út með myndum eftir börn og ung- linga, en það er háð því skilyrði að myndirnar henti til slíkrar útgáfu. Sýning á ofangreindum 120 mynd- verkum hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur 27. maí nk. og verður um leið opnun- aratriði Listahátíðar í Reykjavík. Vemdari verkefnisins er forseti ís- iands, Vigdís Finnbogadóttir, en hún mun opna sýninguna. Sýningin er farandsýning sem fer víða um landið næsta sumar. Líklegt er talið að sýningar verði haldnar á vegum bæjar- eða sveitar- stjórna víðs vegar um landið næsta sumar á þeim myndum sem ekki komast á farandsýninguna. Þessar sýningar geta staðið sumarlangt á stöðum þar sem von er á ferðafólki t.d. í félagsheimilum, kirkjum, gisti- stöðum, sundstöðum o.s.frv. Þar sem myndlistarkennarar em ekki starfandi nema í örfáum fram- haldsskólum hefur reynst erfitt að ná til nemenda þeirra skóla. Ég vil hvetja nemendur framhaldsskólanna til að taka þátt í verkefninu og hafa með sér myndavélina eða blýant, liti o.fl. í páskaferðina um ísland og skapa myndverk út frá þeim áhrifum sem náttúran gefur. Vinnuaðferð er fijáls (tvívíð og þrívíð verk), t.d. ljós- myndun, en stærð og umfang verk- anna verður að miðast við að gerlegt sé að flytja þau á milli staða. Mynd- efnið er Island í víðum skilningi sem tengja mætti 50 ára afmæli lýðveldis- ins og ári fjölskyldunnar. Vonast er til að sem flest börn og unglingar taki þátt í verkefninu, sem verður líklega eitt stærsta verkefni sinnar tegundar, sem ráðist hefur verið í á Islandi. Höfundur er formaður undirbúningsnefndnr Félags íslenskra myndlistarkcnnara. PASA TILB0D • Svínahnakki kr. 592,- kg • Svína innralæri kr. 998,- kg • Svínasíöa kr. 398,- kg • London lamb kr. 799,- kg • Lamba hamborgara- hryggur kr. 745,- kg @ Bayonneskinka kr. 747,- kg # Kryddlegib lambalæri kr. 799,- kg • Rauðkál 1200 g kr. 99,- • Rauðkál 580 g kr. 69,- • Maískorn 340 g kr. 49,- • Ananassneiðar 565 g kr. 55,- • Ananasbitar 560 g kr. 49,- • Súper kaffi 500 g kr. 199,- 2 lítrar Hversdagsís kr. 359,- Fermingarbók 3. hæba kr. 1.098,- Mjólk og rjómi á lækkuðu verði. Kiöt & fiskur. r KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.