Morgunblaðið - 29.03.1994, Side 19

Morgunblaðið - 29.03.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 19 Hrygningarstofn þorsks 1400 1200 • <0 c 1000 • e 3 800 ■ c 600 - n 2 400 - 200 0 \ i l I 1 l "i-1 I i I t i t i 1 ■*Wiflt£)(t)<0«DONSSKN0)«)e0e0(00)CI> Hrygningarstofn Ar Eldri hluti hrygningarstofns þorsks 90 80 iMJUUm*. Ár Fjöldi flska 10 ára og eldri Aldursdreifing þorskafla í botnvörpu, Norðursvæði, sept.-des. 1993 45,00 40,00 J2 35,00 ■z 30,00 £. 25,00 ■t- 20,00 « 15,00 SS 10,00 5,00 0,00 að reykingar skipti minna máli en mataræði og þess vegna ættu læknar að hætta að segja mönnum að hætta að reykja! Þessi boðskap- ur yrði væntanlega vinsæll meðal sumra reykingamanna, en ekki að sama skapi réttur, því hér væri læknirinn, með sama hætti og þeir félagar á Veiðimálastofnun, að álykta út í bláinn og án stuðnings af vísindum sínum. Hvað gengxir þeim til? Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fiskifræðingar Veiðimálastofnunar varpa bombu inn í þorskveiðium- ræðuna á viðkvæmasta tíma. Fyrsta skiptið svo ég viti til var sumarið 1992, skömmu áður en sjávarútvegsráðherra tók hina erf- iðu en réttu ákvörðun um stóran niðurskurð á þorskkvótanum. Þá eins og nú sögðust þeir hafa vís- indaleg rök gegn varkárni í veiðum og þá eins og nú byggðist málflutn- ingur þeirra á þessum sömu rök- leysum. Grandvarir vísindamenn sem hafa það eitt að leiðarljósi að gæði vísindanna megi verða sem mest leggja niðurstöður sínar fyrst fram á vettvangi vísindanna og biðja kollega sína um athugasemdir og ábendingar áður en lengra er hald- ið. Þetta gera þeir til að forðast villur sem eftir á reynast augljós- ar. Ég veit af eigin raun að þeir félagar hafa haft þessar nýjustu niðurstöður sínar undir höndum um margra mánaða skeið og hefði þeim því verið í lófa lagið að kynna þær á vettvangi vísindanna löngu fyrr og fá um þær eðlilegar umræður. Eðlilegast hefði því verið að þeir hefðu þegið ábendingar og aðstoð þeirra sem hafa sérþekkingu á sviði stofnvistfræði, eins og venja er, og gefið sér tíma til að vinna úr gögn- um sínum á viðeigandi hátt. Aðferð þeirra við kynningu niðurstaðna í Morgunblaðinu og tímasetning kynningar á þeim tima sem mestum usla veldur er, í ljósi þessa, óábyrg að mínu mati. Höfundur er stofnvistfræðingur hjá LÍÚ. ísland - sækjum það heim! Til nemenda í grunn- og framhaldsskólum varðandi myndlistarverkefnið „Islandsferð fjölskyldunnar“ eftir Hrafnhildi Gunnhi ugsdóUur Starfshópur frá samgönguráðu- neytinu hvetur landsmenn til aukinna ferðalaga um ísland á 50. afmæiis- ári íslenska lýðveldisins og hinu al- þjóðlega „Ári fjölskyldunnar“. Átak- ið ber heitið „íslandsferð fjölskyld- unnar 1994“ undir slagorðunum „ís- land, sækjum það heim!“ og er unnið í samstarfi við fjölmarga aðila. Félag íslenskra myndlistarkenn- ara, í samvinnu við samgönguráðu- neytið, efnir til almennrar þátttöku nemenda í grunn- og framhaldsskól- um í gerð myndverka. Verkefninu er ætlað að endurspegla þá fjöl- breytni sem ísland býður upp á sem ferðamannaland. Frá áramótum hefur verið unnið ötullega í mörgum skólum að verk- efninu en myndlistarkennarar velja úrvalsverk eftir nemendur sína sem senda skal Kennarahúsinu fyrir 15. apríl nk. Öll myndverk verða endurs- end og allir þátttakendur fá við- urkenningarskjal, burtséð frá því hvort myndimar þeirra hafi verið sendar til dómnefndar eður ei. Viðurkenningar, um 120 talsins, verða veittar í fjórum aldursflokkum, þ.e.a.s. 6-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára og 16-20 ára. Þijár aðalviður- kenningar eru í hveijum aldurs- flokki: Macintosh-tölva frá Apple- umboðinu, fjallareiðhjól frá Eminum og myndlistarvörur frá Pennanum. Einnig verða valdar 20-30 myndir í hveijum aldursflokki og fá höfund- ar þeirra sérstaka viðurkenningu frá Hans Petersen. Nokkur myndverk verða valin á póstkort, veggspjöld og boli og vinningsmyndir munu birt- ast á síðum Morgunblaðsins. Til greina kemur að frímerki verði gefin Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir „Myndefniö er Island í víðum skilningi sem tengja mætti 50 ára af- mæli lýðveldisins og ári fjölskyldunnar.“ út með myndum eftir börn og ung- linga, en það er háð því skilyrði að myndirnar henti til slíkrar útgáfu. Sýning á ofangreindum 120 mynd- verkum hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur 27. maí nk. og verður um leið opnun- aratriði Listahátíðar í Reykjavík. Vemdari verkefnisins er forseti ís- iands, Vigdís Finnbogadóttir, en hún mun opna sýninguna. Sýningin er farandsýning sem fer víða um landið næsta sumar. Líklegt er talið að sýningar verði haldnar á vegum bæjar- eða sveitar- stjórna víðs vegar um landið næsta sumar á þeim myndum sem ekki komast á farandsýninguna. Þessar sýningar geta staðið sumarlangt á stöðum þar sem von er á ferðafólki t.d. í félagsheimilum, kirkjum, gisti- stöðum, sundstöðum o.s.frv. Þar sem myndlistarkennarar em ekki starfandi nema í örfáum fram- haldsskólum hefur reynst erfitt að ná til nemenda þeirra skóla. Ég vil hvetja nemendur framhaldsskólanna til að taka þátt í verkefninu og hafa með sér myndavélina eða blýant, liti o.fl. í páskaferðina um ísland og skapa myndverk út frá þeim áhrifum sem náttúran gefur. Vinnuaðferð er fijáls (tvívíð og þrívíð verk), t.d. ljós- myndun, en stærð og umfang verk- anna verður að miðast við að gerlegt sé að flytja þau á milli staða. Mynd- efnið er Island í víðum skilningi sem tengja mætti 50 ára afmæli lýðveldis- ins og ári fjölskyldunnar. Vonast er til að sem flest börn og unglingar taki þátt í verkefninu, sem verður líklega eitt stærsta verkefni sinnar tegundar, sem ráðist hefur verið í á Islandi. Höfundur er formaður undirbúningsnefndnr Félags íslenskra myndlistarkcnnara. PASA TILB0D • Svínahnakki kr. 592,- kg • Svína innralæri kr. 998,- kg • Svínasíöa kr. 398,- kg • London lamb kr. 799,- kg • Lamba hamborgara- hryggur kr. 745,- kg @ Bayonneskinka kr. 747,- kg # Kryddlegib lambalæri kr. 799,- kg • Rauðkál 1200 g kr. 99,- • Rauðkál 580 g kr. 69,- • Maískorn 340 g kr. 49,- • Ananassneiðar 565 g kr. 55,- • Ananasbitar 560 g kr. 49,- • Súper kaffi 500 g kr. 199,- 2 lítrar Hversdagsís kr. 359,- Fermingarbók 3. hæba kr. 1.098,- Mjólk og rjómi á lækkuðu verði. Kiöt & fiskur. r KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.