Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 53 MÚRINN Flóttinn var þess virði Klukkan 15.50 15. ágúst árið 1961 leit hinn 19 ára gamli austur-þýski undirforingi í landa- mæravörslunni, Conrad Schumann, snöggt í kringum sig, sá sér leik á borði og stökk yfir gaddavírsgirð- ingu sem aðskildi frelsið og kúgun- ina í Berlín. Ljósmyndari náði mynd af stökkinu og myndin varð ein af þeim frægari af mörgum frægum. Schumann þessi segist ekki hafa skipulagt flótta sinn. Hann hafi verið tilviljanakenndur. „Það vorum bara við hermennirn- ir austan við gaddavírinn. Þetta var á Brandenborgartorginu og mikill mannsöfnuður að vestanverðu. Þá vildi það til, að maður nokkur var staddur mjög nærri gaddavírnum og við horfðumst sem snöggvast í augu. Ég átta mig ekki almennilega á því hvernig það bar til, en ég virð- ist hafa gefið manninum merki um að ég vildi flýja, því hann hraðaði sér og sótti lögreglumenn. Skömmu síðar renndi lögreglubíll upp að gaddavírnum þar sem ég stóð, aft- urhurðinni var lokið upp og án þess að hugsa það nánar, þá hljóp ég af stað, stökk yfir, lenti illa og ofan á hríðskotabyssuna, en sem betur fer var ég búinn að laumast til að tæma hana. Ég var kominn aftur á fætur í einu vetfangi og stakk mér inn í lögreglubílinn. Síðan bað ég um hæli sem pólitískur flótta- maður og var það auðsótt," segir Schumann. Flóttamaðurinn ungi fór huldu höfði næstu árin. Hann settist að í smábæ í Bæjaralandi og fékk vinnu sem vélvirki í bílaverksmiðju. Út- sendarar Stasi voru alltaf á ferð- inni, en þeir fundu Schumann aldrei og er múrinn féll var ekkert. að fela lengur. Einu sinni síðan hefur Schumann heimsótt vini og ætt- Schumann stekkur yfir í frelsið. ingja í austrinu. Hann segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart hversu vel sér hefði verið tekið. „Ég óttaðist að verða talinn auvirðilegur liðhlaupi, svikari. En svo kom í ljós að fólkið dáðist að því að ég skyldi flýja og flótti minn hefði verið hvat- inn að því að fleiri flýðu og margir fengu nýja og aukna von. Þetta var þess virði, það er ekki spurning," segir Schumann. Conrad Schuman eins og hann lítur út í dag ... Sjálfsrækt Námskeið sem fjallar um bernskuna, kvíða, sjálfsvirðingu, ást og samskipti, líkamsrœkt, matarœði, jákvœða hugsun, markmiðasetningu, öndunarcefingar, slökun, hugleiðslu og lögmál velgengni. Kennslubók, œfingar og einkatími, 2. til 30. apríl, Leiðbeinandi er Gunnlaugur Guðmundsson. Stjörnuspekistöðin, Laugavegi 59, sími 10377. KVIKMYNDIR Eldskírn á raf- knúnum kráartudda Baldwin-bræðurnir í Hollywood erú a.m.k. fjórir og allir eru þeir að reyna fyrir sér í kvikmynd- um. Frægastur er Alec sem hefur leikið í nokkrum þekktum kvik- myndum, t.a.m. „The Hunt for Red Oktober" með Sean Connery. Alec er og sambýlismaður kynbombunnar Kim Basinger og ekki ófrægari fyrir það. Sá yngsti þeirra bræðra, Stephen Baldwin, er nú 27 ára og vonast til þess að hans tími sé nú kominn, en hann hefur fengið ágæta dóma í kvikmyndinni „8 seconds" sem fjallar um tuddaknapa á hinum séramerísku „Rodeo-sýningum“. Myndin fjallar um goðsögn í bransanum, Lane Frost, sem var margfaldur meistari í að sitja óða tudda. Lane leikur Luke Perry, en Stephen Baldwin fer með hlutverk besta vinar hans, Tuff Hedeman. Tuff þessi var einnig tuddaknapi og Baldwin æfði sig í tvo mánuði á rafknúnum kráartudda áður en hann lét sjá sig nálægt alvöru bola. Kvikmyndatökumennirnir þurftu ekki langa stund, aðeins nokkrar sekúndur með Baldwin á baki. Fór hann tvær ferðir, en sú fyrri gerði ekkert gagn, því skepn- an þeytti Baldwin af baki um leið og henni var sleppt lausri. í seinna skiptið hékk leikarinn á baki í fimm sekúndur áður en hann sveif í fallegum boga í loft upp og small á jörðina. „Ég var dofinn af hræðslu fyrir tökuna og dofinn af sársauka í afturendanum eftir hana,“ sagði Stephen. En þá fyrst var hann óttasleginn er hann hitti fyrir hinn raunverulega Tuff He- deman við prufusýningu á mynd- inni. Að henni lokinni hittust þeir Stephen Baldwin í myndinni „8 Seconds". og Stephen spurði varfærnislega hvernig Hedeman hefði fundist útkoman. Sá gamli svaraði: „Þú lékst mig eins og fífl! En þetta var stórkostlegt, því ég er fífl!“ i>f.i________________£__________________i_____ Pá fflpamapteo Opið alla daga vikunnar Ný tilboð vikulecpas ■ Herrahúsid: Aliir leður og rúskinsjakkar kr. 6.900 ► Barna íþróttagallar frá kr. 1.290 # Lilja tískuverslun páskatilboð: ____Blússur áður kr. 4.990, nú kr. 2.990 ♦ Spor hf. Geislaplötutilboð: JEf þú kaupir 5 geislaplötur á 999 kr. hverja færðu eina fría. ■ X & Z barnajakkar stærðir 128-170 kr. 4.900 ► Verkfæri - þau ódýrustu í bænum t.d. 8" skrúfstykki m/snúning og steðja kr. 4.900 • Flash tískuverslun páskatilboð: Kjólar áður kr. 4.990, nú kr. 2.990 l ♦ Gallabuxur ný sending svartar/bláar, allar stærðir kr. 2.900 i íslensk gæðavara - tilboð rækjur kr. 500 kg. ► Skór - páskatilboð: Áður kr. 4.990, nú kr. 1.990 • Páskasælgæti á verksmiðjuverði • Blómalist: PáskalHjur 10 stk. kr. 590 Gjafavörur . Páskaliljur 20 stk. kr. 990 FAXAFEN110 g 882666 SKRIFSTOFAN OPIN MÁN.-FÖS. 08.30-13.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.