Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 Metsölublad á hverjum degi! Án titils - Hreinn Friðfinnsson eftir Laufeyju Helgadóttur íslenskir listviðburðir eru að verða æ algengari í höfuðborginni við Signu og virðist ástæðan m.a. vera sú að áhugi Frakka á því sem er að gerast í norðrinu fer sívax- andi. Frakkar eru þekktir fyrir að vera öðlings gestgjafar þegar góð listmenning er annars vegar og geta fáar stórborgir státað af eins íjölþjóðlegri listaflóru og Parísar- borg, enda mikill flöldi erlendra listamanna búsettur og starfandi í borginni. íslendingar hafa löngum notið gestrisni Frakka, enda ekki eins lánsamir að eiga menningar- miðstöð í París og Svíar, Danir og Finnar. í haust var t.d. haldin vegleg Kjarvalssýning í sýningarsalnum Le Pavillon des Arts í Halles-hverf- inu, þar sem Parísabúar gátu séð í fyrsta skipti einkasýningu á verk- um Kjarvals. I tengslum við sýning- una var meðal annars efnt til ljóða- kvölds þar sem þijú íslensk ljóð- skáld, Linda Vilhjálmsdóttir, Matt- hías Johannessen og Sigurður Páls- son fluttu Ijóð sín við mjög góðar undirtektir. Athyglin hefur beinst í auknum mæli að norrænum bók- menntum og á hverju ári bætast íslenskir bókatitlar í þann hóp bóka sem þýddur er og til marks um það má nefna að í haust kom út hjá bókaútgefandanum Arléa bókin Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson í franskri þýðingu Gérards Lem- arquis og Maríu Gunnarsdóttur, en Arléa gaf einnig út Svartfugl árið 1992 og fyrir stuttu kom út ljóða- bók Sigurðar Pálssonar, Ljóð vega salt, í þýðingu Régis Boyer hjá Orphée La Difference undir franska titlinum Poemes des hommes et du seL / í mars 1988 var norræna kvik- myndahátíðin haldin í Rúðuborg í fyrsta skipti og hefur hún verið haldinn þar á hveiju ári síðan við aukna aðsókn. Hugmyndin á bak við hátíðina var að skapa vettvang þar sem hægt væri að sjá allt það besta sem gert væri í norrænni kvikmyndagerð á Norðurlöndum, en einnig sterk löngun til að treysta hin aldagömlu ættartengsl sem tengja Norðurlöndin og Normandí- hérað. Forráðamenn hátíðarinnar ákváðu að efna til nokkurs konar útibúshátíðar í París í vetur (19. janúar-1. febrúar) þar sem valdar voru til sýningar 22 myndir, sem flestar höfðu verið verðlaunaðar á hátíðinni. Þar á meðal voru tvær íslenskar kvikmyndir, Börn náttúr- unnar eftir Friðrik Þór Friðriksson og Ryð eftir Lárus Ými Óskarsson. Af ásettu ráði voru ekki valdar kvikmyndir eftir þá höfunda sem voru þegar vel þekktir í Frakklandi eins og Bille Auguste og Aki Kauri- smaki. Kvikmyndahátíðin var vel sótt og kom m.a. fram á fundi, þar sem áhorfendum gafst kostur á að hitta og ræða við nokkra af leik- stjórunum, að mikill áhugi var á því að fá að sjá norrænar kvikmynd- ir reglulega í höfuðborginni. Þó að Rúðuborg sé aðeins í tæplegá f ( ( i ( I ( I I I Úr franskri sýningarskrá: Erró - tveggja tíma fjarlægð frá París finnst Parísarbúum það of löng leið til að skreppa í bíó, enda góðu vanir. 9. mars næstkomandi verður svo 7. hátíðin opnuð og stendur hún til 20. mars. Fyrir stuttu opnuðu tveir íslensk- ir myndlistarmenn sýningar á verk- um sínum í París, Erró í Palais des Congres og Hreinn Friðfinnsson í Galerie Claudine PapiIIon. Palais des Congres eða Ráðstefnuhöllin var ekki beinlínis þekkt fyrir list- sýningar, þegar sá siður var tekinn upp fyrir rúmu ári, að skipuleggja þar reglulega myndlistarsýningar undir umsjón tveggja listfræðinga, Jeans Daviot og Bernards Marcadé. Hreinn Friðfinnsson, Rainbow intention, 1989-93. „Good Morning America“ 300x450 cm. Sýningarsalurinn er hár og vítt er til veggja og myndar hann eins konar anddyri fyrir framan gríðar- stóran konsertsal, þar sem alls konar uppákomur fara fram. Erró sýnir þarna 5 stór málverk frá ár- unum 1988-1992 og taka þau sig stórvel út í þessu mikla rými. Bern- ard Marcadé segir m.a. í sýningar- skrá: „Erró hræðist ekki myndina af því hann veit að hún er hvorki hrein sé saklaus..." Myndir Erró hafa jú verið samsetningar annarra mynda allt frá því að hann hóf að gera klippimyndirnar á fimmta og sjötta áratugnum og hefur lítil breyting orðið þar á, nema núna notfærir hann sér einnig galdra tölvutækninnar til að ná fram sér- stökum ryþma í kompósisjóninni. Erró hefur alltaf verið myndfíkill og notið þess að láta myndflötinn úa og grúa af gerólíku myndefni sem hann sækir í teiknimyndirnar, listasöguna, pólitík, vísindi, auglýs- ingar o.s.frv. Síðan teflir hann þessu öllu saman á tvíræðinn og beinskeyttan hátt, þannig að öll tímaskeið renna saman, frásagn- irnar verða ótalmargar og útkoman verður margslungið myndmál, þessi þverstæðukenndi heimur, sem við þekkjum orðið öll og köllum Erróískan myndheim. Þó Erró og Hreinn eigi það sam- eiginlegt að sýna báðir reglulega i París og hafa báðir verið valdir sem fulltrúar íslands á Tvíæringinn í Feneyjum, Erró árið 1986 og Hreinn síðastliðið sumar, eru myndheimar þeirra eins ólíkir og svart og hvítt. Á meðan Erró „ofhleður" mynd- flötinn, sker Hreinn við nögl og tjáir sig með margvíslegum efnivið- um á „sparsaman" og mínímalískan hátt. Pappír, pappakassar, viður, gullblöð, steingervingur, litblýant- ar, stálþráður... allt fær þetta í meðferð Hreins nýja merkingu þar sem tærleikinn og ljóðrænan sitja í fyrirrúmi. Regnboginn hefur oftar en einu sinni ert hugarflug Hreins og er fallegasta verk sýningarinnar að þessu sinni tileinkað regnbogan- um, — Rainbow intention (1989- 1993). Verkið er eins og þrír fljúg- andi diskar, samsansett úr plexí- gleri, áli og speglum. Diskarnir eru holir að innan með hringlaga opi að ofan, þannig að áhorfandinn sér ilitlu hvítu bækurnar sem listamað- urinn hefur komið fyrir á botnw' verksins ásamt gulum, rauðum og bláum litblýöntum, — í hillingum í gegnum opið. Það virkar eins og bækurnar fljóti í lausu lofti í miðju gatinu. Ef nota mætti eitt orð til að lýsa sýningu Hreins, yrði það — fágun. Sýningu Errós lýkur 22. apríl og sýningu Hreins 5. mars. Björk Guðmundsdótir söngkona hefur verið mjög mikið í sviðsljós- inu hér í Frakklandi síðan geisla- diskurinn Début kom út í haust og hefur hún alls staðar fengið frá- bærar viðtökur og gagnrýni. Dag- blaðið Le Monde, vandaðasta og virðulegasta dagblað Frakka, birti hálfsíðu viðtal við Björk 25. nóvem- ber undir fyrirsögninni Söngur heimskautastjörnunnar, tímaritið Actuel var með ljósmynd af Björk á forsíðu í des./janúar-heftinu, rokktímaritið Inrockuptile valdi hana sem konu ársins, Télérama talar um héluðu eskimóastúlkuna, snædrottninguna frá köldu basal- teyjunni í norðrinu með barnslegu röddina, sem blaðamaðurinn líkir við tæra uppsprettu. Mörg önnur blöð hafa birt greinar og viðtöl við Björk og er áberandi að í flest skipt- in er mikið talað um sérkenni og persónuleika Bjarkar með lýsingar- orðum sem lýsa um leið hinu sér- staka og „exótíska“ heimalandi hennar, Islandi. Björk reynir líka sjálf að koma landinu á framfæri í viðtölum eins og t.d. í viðtalinu við blaðamann Le Monde þar sem hún talar m.a. um það „hvernig Íslendingar voru einangraðir áður fyrr og hvernig þeim tókst á ör- stuttum tíma að verða eitt af nútí- malegustu þjóðfélögum heims“. Vissulega er þetta góð landkynning fyrir ísland því varla er til það dagblað sem talar ekki um Björk,. en hún var með tónleika í Elyseé Montmartre 17. og 18. febrúar sl. íslenskir óperusöngvarar eru líka víðförlir og gefst Parísarbúum tækifæri til að hlusta á söng Krist- ins Sigmundssonar, sem mun syngja í óperu R. Strauss, Die Frau olme Schatten (Skuggalausa kon- an) í Chatelet-söngleikhúsinu 7., 10., 13., 17. og 20. mars. Að lokum má geta þess að Edda Erlendsdótt- ir píanóleikari, sem búsett er í Par- ís, verður með einleikstónleika í Auditorium Saint-Germanin 4. mars og Hallgrímur Helgason myndlistarmaður með einkasýn- ingu í Galerie Alain Gutharc, Rue de Lappe, í maí næstkomandi. Ilöfundur cr listfræðingur og býr í París. CHANT LE DE lETOILE P0LAIRE VILLE6___ UIONTLAR*0«[- EftLlN. MARSEILLE. UOER..- 4EILLEURS VCEUX >ES ÉTOILES : GOY ROP, OiORX« 01LLY IDOL, ETC. UES BATAILLES DE LAnNOUSlÉCLE. LES AMÉRICAINS VONT-ILS POSSÍOER NOS OÉNES ? BíorR EJuSI LC on mafKiw vcrtu Wzr-4<i 1 ioraUti rAríglctéffft L’Esquimaude givree Leslesenre slenskir listvið- burðir í París
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.