Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNVLÍF ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 VIDSKIPn AIVINNULÍF Gasvinnsla Jarðboranir bora eftir gasi á Bretlandi Tekjur á verkefninu áætlaðar um 60 milljónir GENGIÐ hefur verið að tilboði Jarðborana hf. um að bora fimm holur til vinnslu á kolagasi í Bretlandi á seinni hluta árs. Tekjur fyrirtækisins af þessu verkefni eru áætlaðar um 60 milljónir króna og eru bundnar vonir við að félagið hafi opnað sér leið inn á mun stærri markaði en áður. Hver hola verður 1.200 metra djúp og tekur borun rúman mánuð þann- ig að verkið í heild mun taka sex mánuði. Auk Jarðborana sendu þrjú bresk borfyrirtæki inn tilboð í útboði fyrir nokkr- um vikum. Samkvæmt upplýsingum Bent S. Einarssonar, framkvæmda- stjóra Jarðborana, verður borinn Azi notaður í þessu verki undir stjórn 4-5 íslendinga en alls munu 10-12 starfsmenn vinna á vöktum allan sólarhringinn við boranirnar. Samstarfsaðilar Jarðborana hf. í verkinu eru breska ráðgjafar- og verkfræðifyrirtækið Prodrill og breska borfýrirtækið Marriott. Borinn var áður notaður í fersk- vatnsborunum Jarðborana á Azo- reyjum en var í nóvember si. flutt- ur til Bretlands þar sem hann hefur verið sömuleiðis verið notað- ur til að bora eftir ferskvatni. Þetta er fyrsta verkefni Jarð- borana hf. á sviði olíu- og gasbor- ana, og mjög mikilvægt fyrir fé- lagið, því að forsvarsmenn þess segja að takist vel til hafi það opnað sér leið inn á mun stærri markaði en áður. Olíu- og gasbor- anir séu stærsti hluti borverka í heiminum og þar sé einkum unnið á samkeppnisgrundvelli. Jarðhita- og ferskvatnsboranir eru yfirleitt smærri í sniðum og oft sé því erf- itt fyrir erlend borfyrirtæki að ná slíkum verkefni í samkeppni við heimaðila. Það er bandarískt námufyrir- tæki, Concord, sem annast hefur leit og vinnslu á metangasi úr kolalögum í Bretlandi. Kolagas hefur ekki verið unnið í Bretlandi hingað til en er nýtt í nokkrum mæli í Bandaríkjunum. Tilrauna- boranir eru að hefjast í Bretlandi og er þess vænst að almenn vinnsla hefjist innan 2-3 ára. Öllum vænlegustu kolagas- svæðum í Brellandi hefur nú verið úthlutað til vinnslufyrirtækja. Mörg þeirra eru í eigu bandarískra fyrirtækja sem hafa þegar tækni- lega þekkingu og reynslu af slíkri gasvinnslu. Þrjú fyrirtæki hafa efnt til útboðs um tilraunaboranir og tóku Jarðboranir þátt í öllum útboðunum. Verkefnið fyrir Conc- ord er stærst þeirra þriggja en breskt fyrirtæki fékk annað verk- efnið og beðið er niðurstaðna úr þriðja útboðinu. Borsvæðið er við borgina Chester, suðvestur af Manchester. Að sögn Bents er reiknað með því að verði árangur góður muni Concord halda áfram með tilraunaboranir á öðrum svæðinum í nágrenninu á næstu árum. Skili þessar tilraunaboranir ti- lætluðum árangri má gera ráð fyrir að Concor hefji eftir 2-3 ár uppbyggingu gasvinnslukerfis og láti þá bora um 50 holur á ári. Nái önnur gasvinnslufyrirtæki einnig góðum árangri gæti það leitt til þess að boraðar yrði nokk- ur hundruð holur á ári i Bretlandi um 10-15 ára skeið. Til að vinnsla borgi sig þrufa holur að gefa af sér gas í nægilegu magni á tíma- einingu og af tilskyldum gæðum. Reynslan af tilraunaborholu Conc- ords í Skotlandi varð sú að magn og gæði voru meiri en búist hafði verið við. Forsvarsmenn Jarðaborana segja að þar sem mjög þéttbýlt sé víða á Bretlandi verði að taka mikið tillit til umhverfisþátta við boránir og vinnslu. Að því er Bjarni Bjarnason seg- ir hafa Jarðboranir hf. lagt mikla áherslu á að borinn Azi sé mjög heppilegt tæki við slíkar aðstæð- ur, lítill og nýtískulegur sem þurfi lítið athafnasvæði og lítil sjón- mengun honum samfara miðað við notkun eldri og stærri bora. Þeir Bent S. Einarsson fram- kvæmdastjóri og Bjarni Bjarnason tæknistjóri undirbjuggu gerð til- boðsins af hálfu Jarðborana. Líftryggingar hindruð á tæknilegan hátt? TRYGGINGAMIÐLUN verður aftur leyfileg hér á landi eftir áratuga bann með gildistöku EES samningsins sem m.a. gerir að verkum að erlendum tryggingafélögum verður heimilt að bjóða þjónustu sína á íslandi án þess að starfrækja hér sérstök útibú. I nýju frumvarpi um vátryggingastarfsemi sem liggur nú fyrir Alþingi, er hins vegar að finna ákvæði þess efnis að lög þess ríkis, þar sem skuldbindingin kemst á, gildi um líftrygg- ingu en engin opinber þýðing er til á íslensku samningalögun- um. í núgildandi vátryggingalögum er gert ráð fyrir frelsi til að velja á milli landanna. Samkvæmt fyrrnefndu ákvæði í frumvarpinu um vátrygginga- starfsemi verða erlend líftrygg- ingafélög sem vilja skrásetja sig á Islandi og hefja hér viðskipti að gangast undir ísiensk lög með samningana. Árni Reynisson er að undirbúa tryggingamiðlun hér á landi og hefur því skoðað þessi mál náið. „Þetta ákvæði í frum- varpinu mun koma í veg fyrir al- mennan aðgang að margháttaðri þjónustu tryggingafélaga á EES nái það að ganga fram óbreytt. Hér er verið að koma í veg fyrir að erlend fyrirtæki á EES geti sinnt óskum um viðskipti við ís- lendinga vegna tæknilegra örðug- leika á að nýta íslensku samninga- lögin,“ segir Árni. „Þetta jafngild- ir nánast banni.“ „Það er engin opinber þýðing til á íslensku samningalögunum. Erlendu félögin þyrftu að sjá um slíkt sjálf og bæru þá alla ábyrgð á textanum. Eins þyrfti að taka saman alla dóma og annað sem vitnar um hvernig íslenskir dóm- stólar hafa skilið hvert orð sem stendur í þeim. Það má telja aug- ljóst að þetta freistar erlendra fé- laga ekki miðað við okkar litla markað.“ Umrædd grein frumvarpsins byggir á tilskipun ESB númer 90/619. Þar segir að lög þess rík- is þar sem skuldbindingin kemst á skuli gilda að öðru jöfnu. Hins vegar geti aðilar valið lög annars lands þar sem lög viðkomandi rík- is Ieyfa. „Núgildandi lög hér á landi gera ráð fyrir þessu frelsi,“ segir Árni, „þ.e. að íslendingar megi velja hvort þeir skrifi undir íslensk eða erlend lög um líftrygg- ingasamninga. Nú vilja menn lög- festa að skylt sé að skrifa undir samninga með íslenskum texta og þar segir ráðherra að verið sé að fara eftir lágmarkskröfu EES. Þetta er stórmál því það þýðir ekkert að benda á einhveija skjala- þýðendur í þessu tilviki. Lög sem ekki eru til í opinberri þýðingu sem búið er að staðfesta á Alþingi eru einskis virði.“ Árni segir að þau fyrirtæki sem hann starfar með sjái sér engan veginn fært að eiga viðskipti hér á landi fari frumvarpið í gegnum Alþingi með umræddu ákvæði. „Þau myndu meira að segja hætta viðskiptum á tug milljóna markaði eins og í Þýskalandi ef svona lög yrðu samþykkt þar.“ MAN - BENZ - VOLVO VÉLADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKA SACHS > FARAR - 8RODDI SACHS KÚPLINGAR í 90 ARN Framleiöendur vandaöra vöru- og fólksflutningabifreiöa nota SACHS kúplingar og höggdeyfa sem upprunalega hluta í bifreiöar sínar. Það borgar sig aö nota þaö besta! Þekking Reynsla Þjónusta* FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8-108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 • VÉLADEILD FÁLKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FÁLKANS • VELADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • Kvikmyndir um símalínur Las Vegas. Reuter. FYRIRTÆKIÐ Pacific Bell, sem er aðili að samsteypunni Pacific Telesis, hefur uppi áform um að senda kvikmyndir til kvikmynda- húsa um ljósþráðssímakerfi til þess að draga úr miklum dreifingar- kostnaði. Þessi nýja, stafræna dreifitækni nefnist „bíó framtíðarinnar" og mun valda byltingu í kvikmynda- iðnaðinum að sögn Pacific Bell. Núverandi aðferðir við dreifingu kvikmynda eru gersamlega úreltar að sögn fyrirtækisins. Michael Fitzpatrick, einn ráða- manna Pacific Bell, segir að hér sé um eins byltingarkennda breyt- ingu að ræða og þegar litmyndir voru teknar upp í stað svart/hvítra. Gæði kvikmynda, sem sendar verða með þessum móti, verða miklu meiri en þeirra sem áhorfendur hafa séð til þessa, sagði hann. Tilraunir með þessa tækni hefj- ast á þessu ári, ef nauðsynleg leyfí fást, og þjónusta með þetta kerfi getur hafizt á næsta ári að sögn Pacific Bell. Síðar verður hægt að auka þjónustuna, til dæmis að dreifa kapalsjónvarpi, beinum út- sendingum, myndbandsspólum eftir pöntun og háskerpusjónvarpi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.