Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 21 Hér á landi er alveg óspart notuð sú leið að segja öllum upp og ráða svo aftur á miklu lægra kaupi. Fjár- magnið færist hægt og rólega til þeirra sem eitthvað eiga fyrir og á endanum verður lífið hér á íslandi þannig að þessir fáu sem eiga pen- inga, eiga okkur hin. Mér dettur bara í hug gamli tíminn, þegar leig- uliðar voru og hétu. Það væri líka hægt að merkja okkur eins og gert var á tímum nasista. Þá geta stjórn- endur fyrirtækja auðveldlega kippt okkur inn af götunni þegar þá vant- ar þræl. Ekkert óþarfa skriff- innskuvesen. Við erum hvort eð er bara atvinnuleysingjar, ekki fólk. Hér mætti líka nefna að aðstæð- ur atvinnulausra eru mjög mismun- andi eftir landshlutum. T.d. í sam- bandi við það að komast á nám- skeið þar sem þú getur, auk þess að afla þér menntunar, safnað þér tímum sem stytta hjá þér „sum- arfríið". Þessi námskeið eru ekki alls staðar í boði og fer það helst eftir stærð byggðarlaga hve mikið er af þeim. Þetta er nú svona í grófum drátt- um eins og málið horfir við mér. Ég get haldið lengi áfram, en mein- ingin var nú ekki að tæma skoðana- banka minn, heldur að opna ykkar. Mér varð fátt um svör þegar börn- in mín, vongóð á svip, spurðu mig hvort við myndum fá meiri peninga þegar ég væri byrjuð í átaksvinnu! Hver er ykkar skoðun á þessu? Eiga bætur að vera hærri? Ér for- svaranlegt að það sé sumarfrí í þessu? Á átaksvinna rétt á sér? Er það réttlátt að fyrirtæki geti keypt kunnáttu okkar á útsöluverði, vegna þess að við erum í ánauð? Ég hef hér lýst mínum huga: Ég hvet ykkur hér með til að láta í ljós ykkar skoðanir og tilfinningar varðandi þessi mál. Þeir sem ráða í þessum málum hafa ekki okkar reynslu til að taka mið af svo við verðum að segja þeim hvernig þetta raunverulega er. Ef einhveiju þarf að breyta þá verðum við að gera það sjálf. Oðrum er alveg sama. Höfundur er atvinnulaus Akureyringur. Bjarni Kjartansson peningamála hefur á ótrúlega skömmum tíma kveðið niður verð- bólguna, lækkað vexti, jafnvel niður fyrir ýmis nágrannalönd og raun- gengi er hagfellt útflutningi. Stofnar hafsins eru nú að eflast og hefur þar notið styrkrar stjórnar Þorsteins Pálssonar, sem hefur ekki látið á sér hrína hótanir um fylgis- tap og annað þar af verra. Glötum ekki tækifærum í innantómt þjark um hégóma, stöndum vörð um ein- drægni. Þannig gefst okkar bestu mönnum tóm til skipulagningar og undirbúnings starfans og búsetunn- ar á nýrri öld. Höfundur er forstöðumaður. Listi Framsóknar- manna í Hafnarfirði FRAMBOÐSLISTI Framsóknar- flokksins í Hafnarfirði við bæjar- stjórnarkosningarnar 1994 hefur verið samþykktur á fulltrúaráðs- fundi 25. mars sl. Listann skipa: 1. Jóhanna Engil- bertsdóttir, fjármálastjóri, 2. Magn- ús Bjarnason, rekstrarhagfræðing- ur, 3. Hilmar Kristensson, verslun- arstjóri, 4. Einar Gunnar Einarsson, nemi, 5. Baldvin E. Albertsson, verslunarmaður, 6. Sigurlaug Al- bertsdóttir, húsmóðir, 7. Níels Árni Lund, deildarstjóri, 8. Ingvar Krist- insson, verkfræðingur, 9. Gunnar Hilmarsson, framkvæmdastjóri, 10. Petrún Jörgensen, sjúkraliði, 11. Gestur Breiðfjörð Sigurðsson, skóla- stjóri, 12. Guðrún Hjörleifsdóttir, verslunarmaður, 13. Gísli Svein- bergsson, málarameistari, 14. Þórar- inn Þórhallsson, ostameistari, 15. Eggert Bogason, íþróttafræðingur, 16. Sveinn Elísson, húsasmíðameist- ari, 17. Björg Jóna Sveinsdóttir, skrifstofumaður, 18. Sigurður Hall- grímsson, forstöðumaður, 19. Sigur- jón Sveinsson, matsmaður, 20. Stef- án V. Þorsteinsson, kennari, 21. Eiríkur Pálsson, f.v. bæjarstjóri, og 22. Jón Pálmason, f.v. bæjarfulltrúi. Vilt þú fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í hestamennskunni? Gerist áskrifendur! Frœðandi skemmtun! Stórskemmtilegt spil sem reynir á ímyndunarafl og útsjónarsemi þátttakenda. Spennandi, gáskafullt, fróðlegt og þroskandi spil fyrir hressa íslendinga með tvö þúsund skrýtnum, skondnum og sjaldgæfum orðum. Spil sem allir kunna að meta: Klækjarefir, gabbarar, gáfnaljós, stuðboltar, orðhákar, snillingar og grínarar. Gefðu skemmtilega fermingargjöf! YAKA-HELGAFELL ÍOumuia h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.