Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.03.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 5 Sameining Lífeyrissjóðs byggingamanna og málm- og skipasmiða Hrein eign um 400 millj. umfram skuldbindingar Á AÐALFUNDI Sameinaða lífeyr- issjóðsins sem haldinn var laugar- daginn 26. mars sl. voru reikning- ar sjóðsins samþykktir og trygg- ingafræðileg úttekt á honum kynnt, og markar fundurinn end- anlega sameiningu Lífeyrissjóðs byggingamanna og Lífeyrissjóðs Höfuðkúpu- brotinn eftir árás 27 ÁRA gamall maður er höfuð- kúpubrotinn eftir árás sem hann varð fyrir utan við veitingahúsið Glaumbar í Tryggvagötu um klukkan hálfníu á sunnudags- kvöld. Árásarmaðurinn var hand- tekinn á staðnum. Mennirnir höfðu setið inni á veit- ingahúsinu og þar hafði komið til ryskinga milli þeirra og var öðrum vísað út. Mennirnir voru báðir undir áhrifum áfengis. Eftir nokkurn tíma yfirgaf hinn staðinn og skömu síðar var komið að þar sem hann lá í götunni og hinn stóð yfir honum. Ekki var vitað í gær hvað mönnunum hafði farið á milli eða hvernig sá sem slasaðist hlaut meiðsli. Sá slasaði var fluttur með sjúkra- bíl á slysadeild Borgarspítalans og var talinn höfuðkúpubrotinn. Hann var fluttur af gjörgæsludeild á al- menna deild í gær. Árásarmaðurinn var færður í fangageymslur og var í gær yfir- heyrður hjá RLR, sem tók við rann- sókn málsins. málm- og skipasmiða. Sameinaði lífeyrissjóðurinn tók til starfa 1. júní 1992 og var stofnaður 27. maí sama ár, frá þeim tíma hefur hann starfað í þremur deildum. I ársreikningum Sameinaða lífeyr- issjóðsins kom fram að hrein eign til greiðslu lífeyris nam rúmlega 10,7 milljörðum króna í árslok 1993. Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris á núvirði, miðað við 3,5% ávöxtunarkröfu, er tæp- lega 12,4 milljarðar króna, sem er 397 milljónum króna umfram það sem sjóðurinn þarf að eiga til að geta staðið við skuldbindingar sínar, miðað við mat tryggingasér- fræðings. Raunávöxtun sjóðsins var 7,2% á árinu 1993 og 6,8% að teknu tilliti til rekstrarkostnaðar. Rekstrarkostn- aður að frádregnum rekstrartekjum og endurgreiddum útlögðum kostn- aði nam 41 milijón króna árið 1993 og lækkaði um 9,5 milljónir frá árinu á undan, eða um 18,8%. Rekstrar- kostnaður var 0,4% sem hlutfall af hreinni eign í árslok og er stefnt að því að á næsta ári fari rekstrarkostn- aður ekki yfir 0,3% af heildareignum sjóðsins. 73% af eignum til greiðslu ellilífeyris Á aðalfundi var kynnt trygginga- fræðileg úttekt Péturs Blöndals, tryggingasérfræðings, á sjóðnum og deildum hans. Niðurstaða úttektar- innar er að áunnin réttindi og elli-, maka- og örorkulífeyrisgreiðslur verða óbreyttar hjá þeim sem greiddu til Lífeyrissjóðs byggingarmanna, sem og réttindi sem áunnin eru eftir 1. júní 1992. Áunnin réttindi þeirra sem greiddu til Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða verða aukin um 25% svo elli-, maka- og örorkulífeyrir þeirra einstaklinga sem notið hafa greiðslna frá sjóðnum. Eftir að deild- unum hefur verið steypt saman í einn sjóð og hann reiknaður út, á Samein- aði lífeyrissjóðurinn að fullu fyrir skuldbindingum sínum miðað við 3,5% vexti umfram breytingu á láns- kjaravísitölu. Miðað við úttektina er mögulegt að hækka líffeyri um 2% en slíkt er talið óráðlegt vegna óvissuþáttar útreikninganna. í reglu- gerð sjóðsins er gert ráð fyrir að 73% af eignum hans verið varið til greiðslu ellilífeyris, 15% til greiðslu örorkulífeyris og 12% til greiðsiu fjöl- skyldulífeyris, en framvegis verði lit- ið á maka- og barnalífeyri sem eina heild, þ.e. fjölskyldulífeyri. Barnalí- feyrir hækkar jafnframt talvert, eða úr 5.150 á mánuði í kr. 10.250. Lýst eft- ir manni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir 63 ára gömlum manni, Guðjóni Jónssyni, Kleppsvegi 40. Ekkert hefur spurst til Guðjóns frá hádegi þriðjudaginn 22. mars sl. en þá fór hann að heiman frá sér. Guðjón er 174 cm á hæð, þétt- vaxinn og gráhærður. Hann var klæddur grárri rúmlega mittissíðri úlpu, gráum buxum og í gráum skóm. Þeir sem geta gefið upplýsingar um Guðjón láti lögregluna í Reykja- vík vita. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Ók á fólk á gangstétt TVEIR menn urðu fyrir bíl á Hverfisgötu á móts við Þjóðleikhúsið um miðjan dag, laugardag. Ökumaður bíls á leið upp Hverfisgötu leit, að sögn lögreglu, snöggvast af götunni, missti við það vald á bílnum sem við það tók stefnuna upp á gangstétt. Tveir vegfarendur sem fyrir urðu hlutu ekki alvarleg meiðsli, að sögn lögreglu, en flytja varð bílinn á brott með krana. Guðjón Jónsson Sagaði hlaup af byssu og stal svo MAÐUR sem braust inn í geymslu og stal þaðan hagla- byssu og skotum, sagaði hluta hlaupsins af byssunni á staðnum áður en hann fór á brott með þýfið. Auk byssunnar hafði maðurinn á brott með sér 20 haglaskot og fleira en alls var brotist inn í 13 geymsl- urí húsinu. Hann var farinn af staðnum þeg- ar þjófnaðurinn uppgötvaðist en byssuhiaupið lá eftir. Málið er til rannsóknar hjá RLR. Sjáðu meira. Borgaðu minna. Fljúgðu með SAS! SAS Flugkort í Skandinavíu og Eystrasaltslöndunum* MÉÍ *Alta jj f"h *Troms0 rt-Æ *Bardufoss • Evenes • Kiruna • Bod0 Luleá i Skeliefteá* Trondheim Ume/* 0Ostersund Sundsvall* Kirkenes V • Bérgen OslóA Vásterás Kárlstad# • Örebr°* • Norrköping elsinki Stokkliol Stavanger g ábo Jönköping Vaxjö* •Kahnar MalmöKristianstad UUttgk Kaliningrad • Vilnius Þú getur slegiö margar flugur í einu höggi næst þegar þú flýgur meö SAS til Skandinavíu. SAS Flugkortið gerir þér kleift aö feröast til fjölda staða í Skandinavíu, til framandi og spennandi slóöa í Eystrasaltslöndunum og til Pétursborgar og Kaliningrad. Þetta er þægilegur ferðamáti og býöur upp á ótal skemmtilega möguleika. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eöa ferðaskrifstofuna þína. SAS Flugkortið gildir: • Meö SAS milli Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. • Meö SAS innanlandsfiugi í Noregl og Svíþjóö. • Meö SAS frá Skandinavíu til Helsinki, Rigu, Vilnius, Tallinn, Pétursborgar og Kaliningrad. Sumaráætlun SAS á íslandi Brottfarar- og komudagar: Þriöjudagar, föstudagar og sunnudagar. *SAS Flugkortin eru eingöngu fýrir farþega sem feröast til og frá Skandinavíu með SAS. SAS Fiugkort gildir í 3 mánuði. Danskur flugvaiiarskattur er 740 kr., norskur 600 kr., sænskur 130 kr. og litháískur 510 kr. SAS Flugkort i Skandinavíu Fjöldi miöa Fullorðnir Börn 1 5.800 4.400 2 11.600 8.700 3 16.700 12.600 4 21.700 16.300 5 26.100 19.500 6 30.400 22.800 SAS Flugkort til Eystrasalts Fjöldi miöa 2 3 4 Fullorðnir 15.200 21.000 26.800 Börn 11.600 15.900 20.300 M/S4S SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.