Morgunblaðið - 29.03.1994, Page 17

Morgunblaðið - 29.03.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1994 17 Sjúkraliðar - stoðstétt allra heilbrigðisstétta? eftir Astu Möller Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra hefur tilkynnt að hann hyggist leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraliða til afgreiðslu á vorþingi. Hafa sjúkraliðar þrýst hart á ráð- herrann í þessa veru. Hugmyndir um breytingu á lögum um sjúkra- liða koma í kjölfar skýrslu nefnd- ar, en hún hafði m.a. það verkefni að ijalla um hugsanlegar breyting- ar á og um nám þeirra. Nefndin skilaði af sér í desember sl. Nefnd- in var sammála um að lögvernda bæri starfsvið sjúkraliða, en klofn- aði í afstöðu sinni um 5. gr. frum- varpsins, sem Qallar um útvíkkun á starfssviði sjúkraliða. Meirihluti nefndarinnar, þ. á m. fulltrúar sjúkraliða, vildi að sjúkraliðar störfuðu á hjúkrunarsviði, en eftir- leiðis einnig á lækningasviði undir stjórn og á ábyrgð læknis eða sér- fræðings. Minnihluti nefndarinnar lagði til að sjúkraliðar störfuðu á hjúkrunarsviði eins og núgildandi lög segja til um. Afstaða minnihlut- ans byggist á faglegum rökum um þarfir heilbrigðisþjónustunnar fyrir sjúkraliða og um skipulag heil- brigðisþjónustunnar. Mikil þörf fyrir sjúkraliða á núverandi starfssviði Þörf fyrir sjúkraliða til starfa innan hjúkrunarsviðs er í dag eng- an veginn uppfyllt. Skv. könnun frá 1992 var einungis 41% stöðuheim- ilda sjúkraliða á öldrunarstofnun- um setin sjúkraliðum og um 82% stöðuheimilda á sjúkrahúsum. í framtíðinni er aukin þörf fyrir starfsfólk í umönnunarstörfum m.a. vegna fyrirsjáanlegrar fjölg- unar aldraðra á íslandi. Það þjónar því ekki hagsmunum samfélagsins að beina sjúkraliðum til starfa á öðrum sviðum en þeir eru menntað- ir til. Sjúkraliðar eru menntaðir á hjúkrunarsviði Sjúkraliðar eru menntaðir til starfa á afmörkuðu sviði hjúkrunar sem er framkvæmd hjúkrunar- verka við umönnun sjúkra á sjúkra- stofnunum undir stjórn hjúkrunar- fræðinga. Menntun sína hljóta sjúkraliðar í fjöibrautaskólum landsins. Til að fá réttindi til að starfa sem sjúkraliði þarf viðkom- andi að ljúka alls 117 einingum, þar af 32 einingum í sérlegu bók- legu sjúkraliðanámi og 32 eining- um í launaðri starfsþjálfun á sjúk- rastofnunum. Hinar 53 einingarnar eru almennar grunngreinar í fram- haldsskólum s.s. íslenska, tungu- mál, íþróttir o.fl. Hinn bóklegi hluti sjúkraliðanámsins samsvarar 1 ‘/2—2 önnum í skóla (meðaltal 18 ein. á önn skv. uppl. frá Pjölbrauta- skólanum í Breiðholti). Til saman- burðar má nefna að nám hjúkrun- arfræðinga er fjögurra ára nám í háskóla. Sjúkraliðar eru eina sérmennt- aða stoðstétt hjúkrunarfræðinga. Það er skoðun hjúkrunarfræðinga að sjúkraliðar geti ekki undirbún- ingslaust og án frekari menntunar orðið aðstoðarstétt annarra heil- brigðisstétta. Hvetjum dettur t.d. í hug að læknaritarar, lyfjatæknar og aðstoðarmenn tannlækna fari að starfa sem slíkir við að aðstoða aðra heilbrigðisstarfsmenn. Þessar stéttir hljóta menntun sína við hlið sjúkraliða í fjölbrautaskólum og sitja í mörgum tilfellum sömu nám- skeið og sjúkraliðar í hinum sér- hæfða hluta náms síns. Með hugmyndum um breytt starfssvið sjúkraliða er verið að beina þeim inn á brautir sem þeir hafa ekki menntun til að starfa á. Hjúkrunarfræðingarnir er sæti áttu í fyrrgreindri nefnd um endurskoð- un á sjúkraliðalögum lögðu til að sjúkraliðar fengju að loknu viðbót- arnámi að starfa á öðrum sviðum en hjúkrunarsviði, en það fékk lít- inn hljómgrunn hjá viðkomandi stéttum; sjúkraliðar töldu að þeir þyrftu ekki að bæta við sig námi og t.d. sjúkraþjálfarar og iðjuþjálf- ar höfnuðu þessari hugmynd og töldu að sjúkraliðar hefðu ekki þann menntunargrunn sem þeir væru að leita eftir hjá aðstoðarfólki sínu. Ringulreið á heilbrigðisstofnunum? Stjórnskipulag innan hjúkrunar er þess eðlis að hjúkrunarfræðingar skipuleggja hjúkrun þeirra sjúk- linga sem þeir bera ábyrgð á hveiju sinni. Komi sjúkraliðar til með að starfa bæði á lækninga- og hjúkr- unarsviði mun það skapa ringulreið í stjórnkerfí heilbrigðisstofnana þar sem ekki væri ljóst hvenær hjúkrunarfræðingur væri yfirmað- ur sjúkraliðans og hvenær læknir eða aðrar heilbrigðisstéttir er falla undir lækningasvið. Engin kynning hefur farið fram Hugmyndir um breytingar á starfssviði sjúkraliða hafa ekki ver- ið formlega kynntar þeim heilbrigð- isstéttum sem málið varða og þeim jafnvel ókunnugt um þau áform að sjúkraliðar verði hugsanlega stoðstétt ýmissa stétta innan heil- brigðiskerfisins, s.s. sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, meinatækna, röntgen- tækna, eðlisfræðinga, sálfræðinga, auk lækna. Viðbrögð þeirra er hafa með einhveijum ráðum komist í tillögur nefndarinnar, þ.e. hjúkr- unarfræðinga og ófaglærðs starfs- fólks, hafa verið á einn veg, þeir hafa hafnað drögunum í núverandi mynd. Hjúkrunarfræðingar vara við hraðri afgreiðslu svo umfangsmik- ils máls sem hefur í för með sér miklar breytingar á verkaskiptingu starfsstétta og skipulagi heilbrigð- isþjónustu og skapar hættu á veru- iegum ágreiningi milli heilbrigðis- Ásta Möller „Það þjónar ekki hags- munum samfélagsins að beina sjúkraliðum til starfa á öðrum sviðum en þeir eru menntaðir til.“ stétta. Sá flýtir sem einkennir með- ferð þessa máls er óskiljanlegur. Eðlileg umræða meðal þeirra er málið varðar þarf að fara fram og er skorað á yfirvöld heilbrigðismála að standa fyrir því. Virðing fyrir samstarfsfólki Að lokum. Hulda Karen Ólafs- dóttir sjúkraliði talar um virðingu fyrir öðrum í grein sinni um þetta málefni í Mbl.,18. mars sl. Hjúkrun- arfræðingum, Sóknarfólki og öðru samstarfsfólki sjúkraliða fannst sjúkraliðar sýna sér litla virðingu er þeir leituðu eftir áritun á undir- skriftalista til heilbrigðis- og trygg- ingamálaráherra um að hraða af- greiðslu sjúkraliðafrumvarpsins. Sjúkraliðar misbuðu trausti sam- verkafólks með því að gefa misvís- andi upplýsingar um eðli frum- varpsins. Ég tek hins vegar undir með Huldu Karenu um nauðsyn þess að samskipti heilbrigðisstétta ein- kennist af gagnkvæmri virðingu fyrir starfi og starfssviði viðkom- andi. M.a. af virðingu fyrir sjúkral- iðum er þessi grein skrifuð, til að gera grein fyrir á hvaða grunni afstaða hjúkrunarfræðinga til sjúkraliðafrumvarpsins er byggð. Höfundur er formaður Félags íslenskrfl hjúkrunarfræðinga og átti sæti ínefnd um endurskoðun á lögum um sjúkraliða. wiÍPMim na uliuwnii Á 10MÍR EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR NÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað. Settu HATTING smábrauð eða rúnstykki í ofninn og aðeins 10 mín. síðar er brauðið tilbúið, nýtt og rjúkandi á borðið. c, tMTlN BAGERI «»Sá . • . k- ■■ ’ S ....-'&c. — ■--V- - - ----

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.