Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994
■
Morgunblaðið/Kristinn
Byggðastofnun flyst á Engjateig
BYGGÐASTOFNUN hefur selt ríkissjóði sinn hlut í húsinu á Rauðarárstíg
25, þar sem stofnunin hefur verið til húsa, og fest kaup á húsnæði við
Engjateig 3 í Laugarnesi. Söluverð húseignarinnar á Rauðarárstígnum var
150 milljónir króna og kaupverðið á Engjateignum 66 milljónir króna. Á
síðustu tveimur árum hefur starfsmönnum á aðalskrifstofu í Reykjavík fækk-
að um þriðjung, en á sama tíma hefur starfsemi á landsbyggðinni verið efld
og húsnæði fyrir stofnunina keypt þar.
Myndin Alltgottier á Prix Jeunesse
Komin í úrslita-
keppni 15 mynda
SJÓNVARPSMYND Hrafns Gunnlaugssonar, Allt gott, sem unnin er
eftir handriti Davíðs Oddssonar, er komin í úrslit Prix Jeunesse, sem
er alþjóðleg kvikmyndahátíð fyrir barna- og unglingamyndir. Myndin
Það var skræpa eftir Andrés Indriðason var einnjg send í keppnina
og hefur verið valin til sérstakrar kynningar, að sögn Sigríðar Rögnu
Sigurðardóttur dagskrárfulltrúa barnaefnis hjá sjónvarpinu.
Myndin Allt gott var valin til
keppni í flokki mynda sem ætlaðar
eru bömum á aldrinum 7-12 ára.
Þrjátíu og fimm myndir voru valdar
í forvali, þvínæst 15 til úrslita og er
Allt gott ein þeirra. Sigríður Ragna
Sigurðardóttir dagskrárfulltrúi
barnaefnis hjá ríkissjónvarpinu segir
þetta mikinn heiður og að þetta sé
í fyrsta sinn sem mynd sé send héð-
an í slíka keppni. Sigríður segir enn-
fremur, að myndin Það var skræpa
eftir Andrés Indriðason hafi verið
valin til sérstakrar kynningar ásamt
fleiri myndum og verði hún sýnd á
svokölluðum Video-bar þar sem fólki
gefst kostur á að skoða og velja sjón-
varpsmyndir til sýninga, en hátíðin
er í Múnchen og stendur frá 27. júní
til 2. maí. „Myndin [Allt gott] hefur
greinilega vakið mikla hrifningu, til
dæmis sagði Ursula von Zalinger,
sem hefur yfirumsjón með hátíðinni,
að hún væri í miklu uppáhaldi."
Hyggst keyra
upp á Snæfell
Egilsstödum.
TORFÆRUKAPPINN Þórir
Schiöth, tannlæknir á Egilsstöð-
um, og félagar byrja undirbún-
ing fyrir sumarið snemma í ár,
og ekki með hefðbundnum
hætti. Til stendur að keyra upp
á Snæfell ef færi gefst.
Síðustu daga hefur Þórir unnið
að því að stilla vélina í keppnisbíl
sínum sem þekktur er undir nafn,-
inu „Jaxlinn”. Fyrsti áfanginn í
því var að koma þjöppunni í vél-
inni í 13,6 sem á mannamáli þýðir
800 hestöfl. Þar að auki er hægt
að nota nítró-innspýtingu sem gef-
ur 200 hestöfl í viðbót. Samtals
1.000 hestöfl, takk fyrir. Búið er
að festa 200 lítra bensíntunnu
framan á bílinn og áætlar Þórir
að vera um einn og hálfan tíma
að klára úr henni. Og er þá ekki
ekið með neinum sérstökum látum
heldur meðalkeyrslu með „smá
inngjöfum á milli“.
Þórir Schiöth undir stýri.
Ferð upp á Snæfell
Til stendur að fara með marga
jeppa og þrjá torfærubíla inn að
Snæfelli eftir páska og ef færð
leyfir, þá skal haldið á fjallið. Aldr-
ei hefur bíll farið upp á fjallið svo
vitað sé, enda er það rúmlega
1.800 metra hátt. Hins vegar fór
þangað upp maður að nafni Ingi-
mar Sveinsson á hesti á síðasta
ári. Á undan honum, einnig á hesti,
fór faðir hans, Sveinn, 1925. Þessi
ferð er liður í félagsstarfi aksturs-
íþróttaklúbbsins Start, sem starf-
ræktur er á Austurlandi. Jafnvel
stendur til að halda árshátíð fé-
lagsins í faðmi fjalianna. Ef ferðin
gengur vel er stefnan sett á Öræfa-
jökul, því þangað er ekki nema
rúmlega klukkutíma akstur eftir
að komið er upp á Vatnajökul. Að
sögn Þóris er hallinn ekki vanda-
mál ef færið er rétt.
- Ben.S.
Úthlutunarreglur LÍN
Utreikn-
ingináms-
lánabreytt
STJÓRN Lánasjóðs íslenskra
námsmanna, LÍN, hefur sam-
þykkt breytingar á úthlutunar-
reglum sjóðsins og miða breyt-
ingarnar að því að einfalda út-
reikninga á námslánum og bæta
aðstöðu námsmanna með börn
á framfæri. Einnig hækka bóka-
og ferðalán.
Eftir breytingarnar verða tekj-
ur, sem miðað er við þegar náms-
lán eru reiknuð út, þær sömu og
mynda skattstofn. Hingað til hafa
flóknar reglur gilt um hvað teljist
til tekna, til dæmis hafa barnabæt-
ur og barnabótaauki talist til tekna
en það breytist nú.
Ekki verður lengur tekið tillit
til móttekins meðlags við útreikn-
inga námslána til einstæðra for-
eldra og áfram verður lánað vegna
helmings meðlags til þeirra sem
það greiða.
Allir námsmenn í leiguhúsnæði
fá sömu upphæð sem frítekjumark
þannig að þeir viti fyrirfram hvaða
tekjur þeir geta haft án þess að
réttur til námslána skerðist. Sama
gildir um námsmenn í foreldrahús-
um.
Namibíumenn ráðgera að setja á stofn stýrimannaskóla
Vilja íslenskan skólastjóra
STJÓRNVÖLD í Namibíu hafa
farið þess á leit við Þróunarsam-
vinnustofnun Islands að hún leggi
til skólastjóra við nýjan stýri-
mannaskóla, sem ráðgert er að
setja á stofn í fiskimannabænum
Valvis Bay í Namibíu.
Enginn sjómannaskóli hefur verið
til staðar í Namibíu til þessa, enda
hefur vantað tilfinnanlega menn með
stýrimanns- og vélstjóraréttindi síð-
an landið hlaut sjálfstæði frá Suður-
Afríku fyrir Qórum árum.
„Við höfum líka verið beðin um
að taka að okkur grunn-námskeið
fyrir fiskvinnslufólk í Namibíu sem
nú þegar eru í undirbúningi og verða
væntaniega haldin á þessu ári,“ seg-
ir Björn Dagbjartsson, framkvæmda-
stjóri Þróunarsamvinnustofnunar.
Námskeiðin verða að öllum líkind-
um byggð upp á svipaðan máta og
þau námskeið sem hafa verið í gangi
hérlendis á vegum sjávarútvegsráðu-
neytisins og Alþýðusambandsins.
Þau byggjast m.a. á því að nám-
skeiðshaldarar ferðast um á milli
fiskvinnslustöðva í stað þess að halda
þau á einum tilteknum stað.
Bóka- og ferðalán hækka
Lán vegna. bóka-, tækja- og
efniskaupa hækka um 33% og lán
vegna ferðakostnaðar hækka um
10%. Námsmenn í Evrópu fá eftir
breytingarnar 29 þúsund í lán
vegna ferðakostnaðar en náms-
menn annars_ staðar 45 þúsund.
Námsmenn á íslandi fá 12 þúsund.
Ýmsar aðrar minni breytingar
hafa verið gerðar á úthlutunar-
reglunum. Heimilt verður að um-
reikna sérstaklega tekjur maka
þegar menn eru að hefja nám, til
að auðvelda fólki að hverfa frá
vinnu. Einnig eru reglur til þeirra
sem stunda sérnám erlendis rýmk-
aðar.
í dag
Endurskipulagning á Degi
Ritstjórinn sagði upp 36
Aðdragandi leiðtogaskipta
Undanlátssemi í ESB-deilu hef-
ur skaðað stöðu Majors í íhalds-
flokknum 42
Stuðningur við Rússa
Richard Nixon hvetur til stuðn-
ings við Rússa í krafti styrks
og festu 44 og 45
Leiðari
Þjáningin og kærleikurinn 44
2Hor0uni>tal)ib
VIÐSKXmJQVINNULÍF
^ Mikið tap af íslandslaxi -
Verkvaki seldur til Unisys -
Loðskinn að rétta úr kútnum
- Færeyingar vilja Maersk Air
burt - Plastprent fær vottun
jffiorgunMaiút'
aagsiira
^ Heimildamynd um Reykja-
vík - Hamlet - Þóra Einars-
dóttir - Hestamenn - Stúlkan
mín - Bíóin í borginni - Ópera
eftir Wagner frumflutt
Útgáfa jöfnunarMutabréfa lög-
mæt að heimildum skattsljóra
Sljórnarformaður Sameinaðra verktaka ósáttur við dóm Hæstaréttar
DÓMUR Hæstaréttar í máli ríkisins gegn Félagi vatnsvirkja hefur
i för með sér, að útreikningar skattstjóra á hversu mikið eðlilegt
er að gefa út af jöfnunarhlutabréfum, stendur í tilviki Sameinaðra
verktaka og annarra, segir Steinþór Haraldsson, yfirlögfræðingur
Ríkisskattstjóraembættis. Hann segir að dómur Hæstaréttar sé
bindandi fyrir framkvæmdavaldið að því leyti, að greiðslur til ann-
arra hluthafa SV en Félags vatnsvirkja séu einnig skattskyldar.
Öll önnur útgáfa jöfnunarhlutabréfa annarra fyrirtækja, sem svip-
að er ástatt um, og greiðslur til hluthafa séu hins vegar lögmætar
og skattfrjálsar, að því marki sem viðkomandi skattstjóri hafi sam-
þykkt. Bergur Haraldsson, stjórnarformaður SV og framkvæmda-
stjóri Félags vatnsvirkja, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera
afskaplega ósáttur við dóm Hæstaréttar.
tækinu, án þess að greiða af þeim
fulla skatta í hveiju tilviki, en hins
vegar geti verið að þær leiðir séu
til.
„Ríkislögmaður taldi í sínum
málflutningi, að Ríkisskattstjóri
hefði farið út fyrir heimildir með
því að heimila útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa að verðmæti 103
milljónir króna, en við lítum svo
á, að okkar niðurstaða standi mið-
að við dóm Hæstaréttar," segir
Steinþór. Hann segir, að haldi
Sameinaðir verktakar áfram að
greiða út fé til hluthafa með sama
hætti og áður, sé ekkert í lögum
sem banni þeim slíkt, en þeir verði
hins vegar að taka skattalegum
afleiðingum slíkra greiðslna.
Steinþór segir, að lögum sam-
kvæmt megi greiða út skattfrjálst
15% af eigin fé fyrirtækis í arðsem-
isgreiðslur upp að ákveðnu há-
marki, en greiða þurfi skatt af því.
sem er umfram það hlutfall.
„Skattahlutfallið er mismunandi
eftir aðstæðum hluthafa, þannig
getur einn þurft að greiða um 46%
af upphæðinni í samanlagðan
tekju- og hátekjuskatt, en aðrir
aðilar kannski verið félög sem rek-
in eru með skattalegu tapi, önnur
félög hafi sameinast þriðja aðila,
en aðrir aðilar með lága skatta,
óskipt eða skipt dánarbú o.sfrv,“
segir Steinþór, og telur, að vegna
þess hversu aðstæður hluthafa séu
mismunandi, sé einnig erfitt að sjá
hversu há upphæð renni endanlega
til ríkissjóðs af þeim 900 milljónum
sem úrskurður Hæstaréttar Ieiðir
í ljós að séu skattskyldar.
Steinþór kveðst ekki við fyrstu
sýn koma auga á aðra möguleika
fyrir hlufhafa SV að greiða.sér út
þá fjármuni sem eftir eru í fyrir-
1.834 milljónir á 7 árum
Á seinasta aðalfundi Samein-
aðra verktaka, sem haldinn var 24.
febrúar síðastliðinn, var samþykkt
að greiða 10% arð af markaðsverði
hlutabréfa, en almennt er miðað
við nafnverð. Bókfært hlutafé
fyrirtækisins nemur 310 milljónum
króna, en arðgreiðslan miðaðist við
7,2 falt nafnverð, eða 2.232
milljónir króna. Fyrirtækið á sjálft
7% hlutafjár og nam því útgreiddur
arður um 223 milljónum króna, eða
um 72% af nafnverði hlutafjár.
Með þessari greiðslu hafa hluthaf-
ar í SV fengið um 1.834 milljónir
króna frá félaginu síðastliðin sjö
ár, framreiknað til núvirðis miðað
við lánskjaravísitölu, ýmist sem
arðgreiðslur eða með útgáfu jöfn-
unarhlutabréfa. í frétt í Morgun-
blaðinu 17. mars síðastliðinn, kom
fram, að greiðslan í febrúar var
tilkomin vegna fjárhagslegra erfið-
ieika nokkurra hluthafa vegna
skattlagningar á 900 milljónunum
sem greiddar voru út 1992.
Bókfærður hagnaður SV nam
alls um 64 milljónum króna árið
1993, að meðtalinni hlutdeild í af-
komu sameignarfélaganna ís-
lenskra aðalverktaka sf., sem SV
á 32% hlutafjár í, og Dverghamra
sf- Árið 1992 nam hagnaður 38
milljónum króna og var enginn
arður greiddur út árið 1993. Eigið
fé SV í árslok 1993 var 2.743
milljónir. Veltufjármunir voru
1.293 milljónir króna, en þar af
átti félagið 517 milljónir í sjóði og
bankainnstæðum en 776 milljónir
í viðskiptakröfum. Fastafjármunir
voru alls 1.570 milljónir.
Ósáttir við dóminn
I
i
B
I
\
Bergur Haraldsson sagði of
skammt liðið frá dómi Hæstaréttar
til að hægt væri að tjá sig um
hann efnislega, en hann væri þó
afskaplega ósáttur við dóminn.
„Það gefur augaleið að við séum
ósáttir, þegar við vorum búnir að
fá úrskurð frá bæði ríkisskatta-
nefnd og héraðsdómi, og síðan
virðist vera hægt að snúa iögunum
svo við á tveimur mánuðum að það
er allt saman tætt niður. Greinilegt
er, að menn sem eru jafn mikið
menntaðir, hver á sínu sviði, eru
algerlega á öndverðum meiði,“
segir Bergur og kveðst reikna
með, að hluthafar SV muni ekki
ræða dóm Hæstaréttar formlega
fyrr en eftir páska.
4