Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 14

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 Sögiiþráður Parsifals eftir Atla Heimi Sveinsson Dagskrá föstudagsins langa á Rás 1 einkennist af heildar- flutningi helgileiksins Parsifals eftir Richard Wagner. Kl. 10.03 um morguninn verdur umræðu- þáttur í tilefni af frumflutningi verksins í heild sinni í Ríkisút- varpinu og rétt fyrir klukkan eitt verður 1. þætti útvarpað. Þá verður gert hlé á flutningi fram til kl. 16.45 en þá verður 2. þáttur fluttur og kl. 19.45 verður fluttur 3. og seinasti þáttur. Fyrr um daginn stjórn- ar Dr. Guðmundur Einarsson umræðuþætti um táknmál og tóna Parsifals. Þátttakendur í umræðunni eru þau Selma Guð- mundsdóttir, Jóhannes Jónas- son, sr. Halldór Reynisson og Sveinn Einnarsson. Atli Heimir Sveinsson flytur aðfaraorð að hveijum hinna þriggja þátta verksins kl. 12.55., 16.36. og 19.35. Flytjendur eru José van Dam, John Tomlinson, Matthías Hölle, Siegfried Jerusalem, Giinter von Kannen og Wal- traud Meier ásamt kór Berlín- aróperunnar og Berliner Phil- harmoniker hljómsveitinni undir sijórn Daniels Barenbo- ims. Lesendur athugið að hér á eftir kemur atriðaskrá Parsifals og tímalengd hvers atriðis til glöggvunar. Fyrsti þáttur Árla morguns hljóma lúðrar fyrir utan riddaraborgina Monsal- vat. Riddarareglan þar gætir Gralsins, skálarinnar, sem blóð Frelsarans draup í. Gúrnemanz, elsti riddarinn, bænar sig. Hann segir síðan skjaldsveinum sögu Amfortasar konungs, sem stöðugt þjáist af blæðandi sárum. Amfort- as fór gegn galdramanninum Klingsor, sem ógnaði Monsalvat. En í þeirri viðureign féll hann í freistni fyrir töfrum ægifagurrar konu, Kúndrý. Amfortas hafði misst hið heilaga spjót sem Frels- arinn var stunginn með, og sjálfur verið særður með því. Því var spáð að „flón fullt meðlíðunar" myndi geta læknað hann. Kúndrý, sem núna er á bandi Gralsriddar- anna, reynir að lækna sárið með smyrslum sínum, en án árangurs. Allt í einu fellur dauður svanur til jarðar. í Gralslandi má ekkert deyða, og hér hefur því verið framið mikið illvirki. Og Parsifal birtist, með boga í hönd. Gurnem- anz spyr Parsifal nafns og upp- runa, en Parsifal kann engu til að svara. Kúndrý kemur til hjálp- ar og segir deili á Parsifal. Hann sé upp alinn eins og flón, til að þurfa ekki að deyja hetjudauða ungur. Gurnemanz býður Parsifai að koma með til borgarinnar. í sal Monsalvat sýnir Amfortas hinn heilaga Gral, að beiðni Tint- úrel föður síns. í blóðrauðu ljósi hans vaknar minning hinnar heil- ögu kvöldmáltíðar. En allt þetta skilur Parsifal ekki, né heldur þjáningar konungs og dauðaþrá. Meðlíðanin lætur á sér standa, og Gurnemanz, vonsvikinn og bitur, vísar Parsifal á braut. 1. Forspil, 13.45. 2. Hæ, hæ, þið skógarverðir (Gurnemanz, riddarar, skjald- sveinar og Kúndrý)........8.52. 3. Þetta er gott! Þakkir! Hvílumst nú! (Amfortas og Gúrnemanz) 6.41. 4. Nei, ekki þakka. Er nokkur hjálp í því? (Kúndrý, riddarar og Gúrnemanz)................7.59. 5. 0, helgi sára- og undrageir! (Gurnemanz og riddarar)...3.30. 6. Tintúrel, sú heiðvirða hetja, þekkti hann. (Gúrnemanz og ridd- arar)....................10.28. 7. Vei, vei! Hver er sá níðingur? (Skjaldsveinar, riddarar og Gúrnemanz).............. 7.21. 8. Nú segðu frá! Ekkert veist þú (Parsifal, Gúrnemanz og Kúndrý) ...........................7.28. 9. Konungur kemur heim úr laug! (Gúrnemanz og Parsifal)...2.07. 10. Tengitónlist...........3.14. 11. Nú takið eftir og lát mig sjá! (Gúrnemanz, riddarar, æskumenn ogsveinar).................7.46. 12. Sonur minn Afmortas, er þú að konungsstarfi? (Tintúrel, Amf- ortas, æskumenn og sveinar) 12.16. 13. Sýnið Gralinn! (Tintúrel, sveinar og kór)............7.39. 14. Kvöldmáltíðar vín og brauð (Sveinar, æskumenn, riddarar, Gúrnemanz og kór).........12.15. Annar þáttur Á ferð sinni til Monsalvat, fer Parsifal í gegnum ríki Klingsors. Þeim töframanni hefur enn einu sinni heppnast að ná Kúndrý á vald sitt. Hún er í dásvefni, er hann skipar henni að táldraga Parsifal, á sama hátt og Amfortas áður. í töfragarði Klingsors reyna blómastúlkur að veiða Parsifal í net sín án árangurs. Kúndrý kem- ur og hún segir honum hver hann er, og frá dauða móður hans, Herzeleide, sem Parsifal átti að eiga sök á. Hún lofar honum sorg- arbót í ástarkossi. En faðmlög hennar trylla ekki Parsifal, þvert á móti. Nú skynjar hann allt í einu þjáningar Amfortasar og hann stenst ásókn hennar. Kúndrý formælir honum, Klingsor birtist, slöngvar að honum hinu heilaga spjóti, en það svífur yfir höfði Parsifals. Hann þrífur það og gerir með því krossmerki og töfraríki Klingsors, leysist upp og hverfur. Álögin á Kúndrý eru rof- in og Parsifal kallar til hennar: „Þú veist hvar mig er að finna.“ Hann hleypur á braut til að lækna Amfortas. 15. Hljómsveitarforspil.....1.44 16. Tíminn er kominn! (Klingsor) .....,.................... 4.17. 17. Ó, djúpa nótt! (Kúndrý og Klingsor).................10.36. Atli Heimir Sveinsson. 18. Hér var glymurinn, hér, hér! (Blómastúlkur og Parsifal)... 4.06. 19. Kom, þú göfgi sveinn! (Blóma- stúlkur og Parsifal)........4.22. 20. Parsifal, bíð! (Kúndrý, blóma- stúlkurog Parsifal).........3.31. 21. Hvort hefur mig allt þetta dreymt? (Parsifal og Kúndrý) ....,...................... 4.03. 22. Ég sá barnið! (Kúndrý)... 5.36. 23. Vei, vei! Hvað gerði ég? Hvar var ég? (Parsifal og Kúndrý) 5.55. 24. Amfortas! Sárið! (Parsifal og Kúndrý).....................7.56. 25. Þú grimmlyndi maður! Finn- urðu í hjarta þér aðeins annarra sár?(KúndrýogParsifal)... 11.32. 26. Vík burt, þú lánlausa drós! (Parsifal, Kúndrý og Klingsor) ................'.......... 4.11. Þriðji þáttur Gúrnemanz lifir í Gralslandinu í einsetumannskofa. Hann heyrir lágar stunur fyrir utan. Það er Kúndrý í leiðslu. Og hún segir: „Ég vil þjóna,“ þegar Gúrnemanz ávarpar hana. Hún sér ókunnan mann í fjarlægð þegar hún geng- ur til lindar, til að ná sér í vatn. Hún lætur Gúrnemanz vita. Þetta er Parsifal. Álög Kúndrý hafa leitt hann villur vega árum saman. En nú er hann kominn i Gralslandið. Gúrnemanz segir honum frá hnignun riddarabræðralagsins; Tintúrel sé fyrir löngu látinn og Amfortas vilji ekki sýna Gralinn og þrái aðeins dauðann. Gúrnem- anz smyr Parsifal til riddara. Hann á hið heilaga spjót og verð- ur því eftirmaður Amfortas. Kúndrý þvær fætur Parsifals og þerrar með hári sínu. Hann skírir Kúndrý. Þau halda til borgarinnar. Ridd- ararnir eru mættir, en Amfortas vill ekki sýna Gralinn. Hann biður viðstadda að stytta sér aldur. Þá birtist Parsifal, snertir sár Amf- ortas með spjótinu helga og þau læknast sámstundis. Spjótið ljóm- ar, svo og skálin Gral, sem Parsif- al heldur á. Riddararnir hylla nýj- an konung og hvít dúfa birtist af himnum ofan. Himneskir kórar syngja voldugan lofsöng. Kúndrý fellur dauð niður við altarið, frels- uð frá öllum syndum. 27. Hljómsveitarforspil...5.31. 28. Þaðan heyrðust stunur! (Gúrn- emanz og Kúndrý)...........7.58. 29. Heill þér, góði gestur! (Gúr- nemanz)....................6.40. 30. Mér sé heill, því ég fann þig aftur! (Parsifal og Gúrnemanz) .......................... 4.08. 31. Ó, herra, það var bölvun, sem þig af réttum vegi rak! (Gúrnem- anz og Parsifal)...........7.04. 32. Nei, ekki þannig! Hin helga lind, endurnærir sjálf, baðandi pílagríma! (Gúrnemanz og Parsif- al)........................3.55. 33. Blessaður sértu, þú inn hreini! Hið hreina blessar þig! (Gúrnem- anz og Parsifal)...........5.24. 34. Hve sýnist mér engið! (Parsif- al ogGúrnemanz)............3.01. 35. Þú sérð, svo er það ekki! (Gúrnemanz ogParsifal).....6.41. 36. Hádegisstundin komin er! (Gúrnemanz)................4.28. 37. Við berum Gralinn vörðu skríni! (Riddarar).........4.06. 38. Vei, vei, skömm fyrir mig ein- an! (Amfortas og riddarar)....8.26. 39. Aðeins eitt voþn dugar! (Pars- ifal)......................5.52. 40. Æðsta, helga, kraftaverk! (Sveinar, æskumenn og riddarar) 4.02. Islendingar í blíðu og stríðu Valgerður Katrín Jónsdóttir hefur skrifað bók um hjónabandið BÓK SEM heitir „í blíðu og stríðu" getur varla fjallað um neitt annað en hjónabandið, þetta sambúðarform sem hefur þá undarlegu náttúru að vera það sem öllum finnst eftirsóknar- verðast þar til þeir komast þang- að. Þá verður ekkert eins nauð- synlegt og að komast þaðan. Bókin er ætluð þeim sem eru að leita sér að lífsförunaut og einn- ig þeim sem hafa fundið hann en eru enn að Ieita hamingjunnar með honum. í henni er fjallað um makaval, þroskaða og óþroskaða ást, réttarstöðu hjóna- bandsins, brúðkaup og brúð- kaupssiði, ólika menningu kvenna og karla og leitina að jafnrétti í hjónabandi, svo eitt- hvað sé nefnt. Höfundur bókarinnar er Val- gerður Katrín Jónsdóttir, þjóðfé- lagsfræðingur. Hún segir útgef- andann, Forlagið, hafa Ieitað til sín fyrir þremur árum um að skrifa bókina. „Mér fannst þetta strax áhuga- vert og spennandi efni,“ segir Val- gerður. „Hins vegar var ég með ákveðna fordóma gagnvart hjóna- bandinu sem stofnun, þegar ég byijaði. Mér fannst hjónabandið hið versta mál. Ég hafði þá skilið einu sinni og var ákveðin í að gifta mig aldrei aftur. Hjónabandið væri bara ekki fyrir mig. En ég hafði verið í sambúð í 14-15 ár. Ég átti einn son og var í rauninni einstæð móðir í sambúð. Allt annað en hjónaband- ið var mottóið hjá mér. Mér fannst þetta vera stofnun sem væri vonlaus fyrir konur; það væru svo mörg viðhorf til kvenna tengd hlutverki þeirra í hjónabandi. Mér fannst það vera viðhorf sem höfðu staðið konum fyrir þrifum sem sjálfstæðum einstaklingum. Ég vildi vera sjálfstæður einstaklingur. Enda er það svo að karlmenn hafa alltaf getað haldið öllu sínu í hjóna- bandi og jafnvel fengið aukinn styrk. Því hafði ég forðast þessa stofnun sem slíka. Var í staðinn einstæð móðir í sambúð. En svo fór ég að spyija mig spurninga. Hver er munurinn? Hvers vegna er ekki hægt að vera í hjónabandi og njóta sín þar? Þetta gekk ekki almenni- lega upp. Ég held að mjög margar konur fari þessa leið í Ieit að ímynduðu sjálfstæði. Þær gifta sig einu sinni en eru óánægðar með verkaskipt- ingu og annað. Þær reyna því önn- ur form.“ - En er sambúðarformið heppi- legra fyrir konur? „Nei. Þær eru í rauninni í sams konar sambandi — nema karlinn er með enn minni ábyrgð í því formi. Einkum og sér í lagi ef börn fylgja konunni. Það er auðvitað erfitt fyr- ir menn að ganga inn í tilbúna fjöl- skyldu og sambúðarformið er mun hentugra fyrir hann en konuna, þótt konur haldi að það sé hag- stætt fyrir þær. Þetta kemur til af því að þegar fólk giftir sig, skuld- bindur eiginmaðurinn sig til að bera ábyrgð á börnum hennar. í sambúð- arformi hefur hann engar slíkar skuldbindingar. Annað sem tengist hjónabandi er skilnaðartíðni. Mér finnst um- hugsunarefni hvað hér á landi er mikið af einstæðum foreldrum, að- allega mæðrum. Munurinn á kynj- unum er sá að kona gengur yfir- leitt ekki út úr plskyldu við skiln- að, ef hún á börn. Þessu er yfirleitt öfugt farið með karlmenn. Þegar þeir skilja, geta þeir skilið bæði við konuna og börnin. Þeir geta komíð sér upp nýjum konum og nýjum börnum. Og þá erum við komin að mismunandi afstöðu til ábyrgðar. Það fylgir því mikii ábyrgð að eignast börn og sem betur fer tekst mörgum foreldrum að halda for- eldrahlutverkinu, þótt þeir skilji. En í flestum tilfellum ber konan ein ábyrgð á uppeldi. Það á jafn vel við, hvort sem þær eru giftar, fráskildar eða í sambúð." Ábyrgðarleysi karla „Það háa hlutfall sem hér er af einstæðum mæðrum er aldrei rætt af viti. Það er aldrei rætt á þeim nótum að karlmenn séu ábyrgðar- lausir.“ - Eru þeir það? „Það er mikið talað um að ís- lenskir karimenn séu ábyrgðarlaus- ir. Ég veit svo sem ekkert hvernig þeir eru miðað við karlmenn í öðrum löndum. Hins vegar finnst mér öll merki þess að þetta sé rétt hvað íslenska karlmenn varðar. Það er svo mikið til af einstæðum mæðr- um, sem eru í illa launuðum störfum og eiga einar og sér að framfleyta börnum sínum. Þær geta ekki veitt þeim neitt utan brýnustu nauðsynj- ar og eiga þess engan kost að mennta börn sín. Þetta er vanda- mál sem aldrei má tala um. Þegar maður fer að skoða hvern- Valgerður Katrín Jónsdóttir ig búið er að börnum í dag, má aldrei spyija spurninga, til dæmis um ábyrgð karla gagnvart bömum, sem þeir búa ekki hjá. í okkar sam- félagi verða þau eins og óhreinu börnin hennar Evu; annars flokkst þjóðfélagsþegnar. Og ég spyr: Er það bara allt í lagi að stór hluti þjóðarinnar sé að alast upp sem annars flokks þjóðfélagsþegnar?“ íslenskur veruleiki „Þegar maður lítur á þennan ís- lenska veruleika, þá eiga börn mjög unga foreldra; mun yngri en í ná- grannalöndum okkar. Fólk gengur mjög ungt í hjónaband hér og fer að eignast börn. Það er að gera allt í einu; læra, koma sér upp húsnæði og það er mikið álag á ungu fólki. Það væri hægt að efla fræðslu um hjónaband og barneignir í skóla- kerfinu. Fólk þarf að vita meira um hvað hjónabandið snýst. Hvað er það? Hvaða skuldbindingar fylgja því? Hvers vegna velst fólk saman? Það væri mjög gott að fólk væri betur undirbúið, giftist seinna og festaði barneignum. Þetta snýst um lífið sjálft — innsta kjarna þess — .og er gríðar- lega yfirgripsmikið efni. Það má kannski segja að fólk haldi að þetta sé ekkert mál. Frá barnsaldri lesum við ævintýri, þar sem hann og hún hittast, giftast og lifa hamingjusöm til æviloka. En það er ekki þannig í raunveruleikanum. Hjónaband er í tísku núna. Kannski vegna kröfunnar um ör- uggara kynlíf á tímum eyðni og annarra kynsjúkdóma. Menn eru búnir að átta sig á þvfað hið fijálsa kynlíf ’68 kynslóðarinnar er lífs- hættulegt. Það er verið að endur-. vekja gömu! lífsgildi. En asinn er of mikill og það er of lítið hugsað. Það sést á brúðkaupum sem hald- in eru. Það er farið að gera svo mikið í kringum brúðkaup. Það snýst allt um glæsivagna og kerrur °g steggjapartí. Það er minna hugs- að um innihaldið og út í hvað fólk er að fara.“ - Hver er afstaða þín til hjóna- bandsins í dag? „Ég held að hjónabandið sé mjög gott mál. Það býður upp á mikla möguleika sem ekkert annað sam- bandsform hefur. Það hefur verið sagt að það taki fólk sex ár að kynnast hvort öðru í nánu sam- bandi og það þekkjast engir tveir einstaklingar eins vel og hjón. Það er að segja ef þau nýta sér mögu- leikana sem hjónabandið býður upp á.“ ssv

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.