Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 73

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 73
73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 Minning Elín Ó. Stephen- sen, Egilsstöðum Amma mín og nafna, Elín Stephensen á Egilsstöðum, er látin tæplega níræð að aldri og langar mig til að minnast hennar nokkr- um orðum. Hún fæddist 19. októ- ber 1904 í Skildinganesi við Skeijafjörð. Foreldrar hennar voru séra Ólafur Magnússon Stephen- sen frá Viðey og Steinunn Eiríks- dóttir frá Karlsskála við Reyðar- fjörð. Amma Elín ólst upp á Grund í Grundarfirði og í Bjarnanesi í Nesjum í Hornafirði frá 1919, þegar faðir hennar varð prófastur þar. Amma talaði oft um hve gam- an hefði verið í Hornafirði og fannst mér því mikils um vert þegar ég 11 ára gömul fékk að fara með afa og ömmu til Horna- fjarðar. Systkini ömmu voru Magnús, Sigríður, Áslaug, Eiríkur, Björn, Stephan, Helga (andaðist í æsku), Helga, Ingibjörg og Ragn- heiður og eru þau öll látin nema Ingibjörg, húsfreyja á Seltjarnar- nesi. Rúmlega tvítug að aldri sigldi amma til Noregs1 þar sem hún dvaldist við nám og störf í eitt ár. Á leið sinni þangað kynntist hún Pétri Jónssyni frá Egilsstöðum, sem var á leið til Noregs í lýðhá- skóla. Foreldrar Péturs voru Jón Bergsson, bóndi á Egilsstöðum og Margrét Pétursdóttir. Hinn 10. mars 1929 gengu þau amma og afi í hjónaband í Bjarnaneskirkju. Amma fluttist síðan í Egilsstaði með eiginmanni sínum. Mér fannst alltaf eitthvað sérstakt við það, að amma og afí hefðu kynnst á skipi á leið yfir Atlantshafið og bað ég ömmu oft um að segja frá því. Amma Elín og afi Pétur eignuð- ust fjögur börn. Þau eru: Jón, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum, kvæntur Huldu Matthíasdóttur og eiga þau þijú börn, Ólafur, sem lést af slysförum 23 ára gamall árið 1955, Margrét, móðir mín, fulltrúi stöðvarstjóra hjá Pósti og síma, Egilsstöðum, gift Jónasi Gunnlaugssyni, rafvirkjameistara og eiga þau fjögur börn, Steinunn Áslaug, rekstrarstjóri í útibúi Is- landsbanka í Kringlunni, gift Við- ari Sigurgeirssyni, vélfræðingi og eiga þau tvö börn. Barnabarna- börnin eru orðin sjö. Amma var húsfreyja á mann- mörgu, stóru heimili og þar var einnig mjög gestkvæmt. Eg man varla eftir öðru en að þar hafi allt- af verið gestir, enda voru amma og afi bæði vin- og frændmörg og gestrisin mjög. Amma stjórnaði öllu með myndarbrag. Hún var ein af stofnendum kvenfélagsins Blá- klukkna, virkur félagi og síðustu árin heiðursfélagi þess. Afi Pétur tók virkan þátt í ýmsum félags- störfum. Síðast en ekki síst var hann hestamaður mikill, en þessu öllu fylgdi mikill erill og stóð amma við hlið hans og studdi alla tíð. Við systkinin vorum svo gæfu- söm að eiga heimili ömmu og afa sem okkar annað heimili. Þótti mér hvergi betra að vera en á Egilsstöðum hjá þeim. Amma mín var sem bjargfastur klettur og hjá henni fann ég öryggi og traust. Það var sama hvað gekk á, alltaf var amma söm og jöfn og aldrei minnist ég þess, að hún hallmælti nokkrum manni. Mér er einkar ljúft að minnast gáskans, sem gripið gat ömmu og tók hún þá jafnvel nokkur dansspor á eldhús- gólfinu og söng með. Hún gat einnig haldið skemmtilegar tæki- færisræður ef svo bar undir. Ára- mótin hjá afa og ömmu eru mér ógleymanleg, þar sem frændur og vinir sungu samap „Nú árið er lið- ið“ og gleði og hátíðleiki ríktu. Afi Pétur lést fyrir þremur árum og fannst mér ég mikið hafa misst. Nú er amma farin líka og sorg og eftirsjá er mikil. Það er eins og ákveðnum hluta lífs míns sé lokið með þeim. En minningarnar lifa. Ég tel mig heppna að hafa fengið að vera mikið hjá afa og ömmu og kynnast þeim vel og fá að taka þátt í störfum bæði innan- húss og utan. Börnin mín og eigin- maður áttu því láni að fagna að fá að kynnast þeim og njóta mann- kosta þeirra. Fyrir hönd okkar systkinanna, Elínar, Ragnhildar, Sigríðar og Gunnlaugs og fjölskyldna okkar, vil ég þakka ömmu Elínu alla elsku og umhyggju okkur veitta. Við biðjum algóðan Guð að blessa hana og varðveita. Að leiðarlokum stendur eftir björt og fögur minn- ing um góða ömmu, sem ætíð var með opinn faðm mót litlum ömmu- og langömmubörnum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elín Ó. Stephensen verður jarð- sungin frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 2. apríl nk. kl. 15.00. Elín Jónasdóttir. Hún kom þangað fermingarárið sitt og þar átti hún öll sín unglings- ár. Fædd í Skildinganesi við Skeijafjörð, kornabarn f Lágafelli í Mosfellssveit og barn í Grundar- firði. Ég stend á dögunum á hlað- inu á Viðborðsseli á Mýrum í Hornafirði og horfi yfir svelli iögð Hornafjarðarfljót og verður hugs- að til ömmu Elínar. Það er stillt veður og stórfengleg sýn til sjávar og jökla. Fyrir sextíu og fimm árum og viku betur, austan fljót- anna, gengu amma Elín og afi Pétur inn kirkjugólfið í Bjarnanes- kirkju og hétu hvort öðru ævi- langri tryggð. Mér er ókunnugt um hvernig viðraði þann dag í Nesjum, en ég sé fyrir mér unga parið. Bæði á tuttugasta og fimmta aldursári, hún þremur dög- um eldri. Hann hár og grannur og ber sig vel. Hún gerðarleg með mikið þykkt ljóst hárið. Hún veit hvað hún vill og þetta er kirkjan hennar og pabba. Skyldmenni og Nesjamenn líta tíunda dag marsmánaðar 1929 glæsileg hjón á tröppum Bjarna- neskirkju. Ólík í fasi og allri skap- höfn. En þá daga alla er ég þekkti til ömmu og afa var þeirra hjóna- band í mínum augum eins og veðr- ið á hlaðinu í Viðborðsseli þennan dag. Stillt og fallegt. Amma Elín naut áranna í Hornafirði. Sögurn- ar hennar frá þessum tíma tengd- ust fólki á gleðistundu. Hlédræg fylgdi hún fast eftir systrum sínum Helgu og Ingibjörgu til skóla, leiks og seinna meir þeirra skemmtana er gáfust. Fjölskyldan sem hafði verið á faraldsfæti var nú sest að, en þær systur sáu að heimurinn markaðist hvorki af túnfætinum heima né gleggstu kennileitum í sjáanlegri fjarlægð á björtum degi. Strandferðaskipið fór hjá í þetta skipti. Það hafði ekki hvarflað að skipastjóranum að uppskipunar- báturinn hefði lagt í ósinn í þessu veðri. Tilviljun eða örlög? En amma komst með í næstu ferð og síðan frá Reyðarfirði til Noregs. Þau hittust í hafi. Hann á leið í búnaðarskóla í Voss en hún til námsdvalar í Kristiansand. Hann hafði úthald til eins vetrar, hún lengur. Egilsstaðaheimilið var í þjóðbraut. Póstur, sími, vörur og ekki síst fólk fór þar um, að nóttu sem degi að vetri sem sumri. Það var því oft gestkvæmt hjá ömmu enda voru þau bæði gestrisin. Þeg- ar amma kemur austur eru Egils- staðir stórbýli og tengdafólk henn- ar fyrirferðarmikið í öllum umsvif- um. Egilsstaðir voru þá orðnir tví- býli en Sveinn bróðir afa og Sigríð- ur Fanney kona hans höfðu tekið við búi á helmingi jarðarinnar. Tengdamóðir ömmu og Sigríður mágkona hennar héldu heimili í sama húsi og síðar Ólöf mágkona hennar einnig. Að auki var á hveij- um tíma fjöldi vinnufólks á báðum heimilunum. Amma hélt ætíð sjálf- stæði sínu, staðföst og laus við hávaða og yfirgang. Hún hafði í fararnesti frá æskuheimili sínu víðsýna lífsskoðun sem hún hélt alla ævi. Henni fannst sjálfgefið að jafnræði gilti milli karla og kvenna. Verkin voru ærin á stóru heimili og vinnudagurinn oft lang- ur. Ég fékk engin viðbrögð hjá ömmu Elínu við síðustu ferðasögu minni úr Hornafirði, henni var orðið þungt um mál en ég veit að hún heyrði. Hugurinn hvarflaði aftur niður í Egilstaði, að eldhús- borðinu með afa og ömmu að drekka dísætt kaffi og borða heimsins besta jólabrauð. Við afi hældumst um af dagsgömlum eða ef um þraut eldri afrekum, oftast einir til frásagnar. Stundum í ák- afanum gátu staðreyndir hnikast lítillega til og oftast lét amma það afskiptalaust. En ef skeikaði miklu, þá oft á þann veg að ómögulegt var að koma því við að ég hefði verið viðstaddur sökum töluverðs aldursmunar á okkur frændum, kom hún með litla hnyttna athugasemd. Athuga- semd sem eftir sat og rak okkur aftur til raunverulegri hluta. Minn- ingarnar voru allar mínar þessa stund hjá ömmu, hversdagslegar en ljúfar. Ég fann sterkt fyrir gæfu minni. Ólafur Jónsson. Minning Jakob Maríus Sölvason Fæddur 21. nóvember 1917 Dáinn 24. marz 1994 í dag kveðjum við yndislegan mann. Hann Massi okkar hefur fengið hvíldina. Massi hefur verið fiölskylduvinur og miklu meira en það frá því við systkinin munum eftir okkur. Minningarnar hrannast upp. Allt- af var hann tilbúinn fyrir okkur og lét allt eftir okkur. Sem dæmi um það hvað Massi var okkur mikils virði er sagan um svínafiölskylduna, sem móðir okkar las fyrir okkur. Þetta var sagan um svínapabba, svínamömmu og grísa- börnin tvö, og þá sögðum við „en hvar er svínamassinn", okkur fannst eins og allir hlytu að eiga einn svona Massa, enda höldum við að öll börn yrðu lánsöm ef þau fengju að alast upp og kynnast svona góðum manni. Massi hafði yndi af söng, og hafði mjög góða söngrödd. Hann söng til margra ára m.a. í kór Hall- grímskirkju og þaðan eigum við líka fallegar minningar, því alltaf á að- fangadagskvöld tók Massi okkur með og fengum við að vera hjá honum í kómum. Þetta fannst okk- ur hápunktur jólanna. Ekki má gleyma öllum dásam- legu stundunum í sumarbústaðnum hans...á _Þin^\'ö 1 lutp_,m^^jJaHrí byggði svo að „blessuð börnin“ eins og hann orðaði það sjálfur, gætu verið úti í náttúrunni, og dvöldum við þar ásamt foreldrum okkar og Massa mörg sumrin. Þegar starfsdegi Massa lauk, eft- ir áratuga starf hjá Prentsmiðjunni Eddu, fluttist hann á æskuslóðir sínar, Sauðárkrók, sem hann sagði okkur mikið frá og talaði alltaf svo fallega um. Einhveijar áhyggjur höfðum við systkinin af því að hann myndi ekki una sér þar eins vel og hann bjóst við, en áhyggjurnar voru óþarfar, því Massi okkar naut sín vel þar og tók t.a.m. virkan þátt í starfi eldri borgara. Aldrei leið sú vika að við heyrðum ekki í honum og voru það löng og skemmtileg símtöl, því Massi hafði alltaf frá svo mörgu að segja. í desember sl. kom Massi okkar í eina af sínum ferðum til Reykja- víkur, hress og kátur að vanda og nutum við þess að sjá hvernig hann lék við börnin okkar, eins og hann lék við okkur þegar við vorum lítil. Því var það okkur mikið á.fall, þegar við fréttum að Massi okkar hefði veikst mikið og verið fluttur á spítala í Reykjavík, því að í okkar huga var Massi alltaf jafn ungur og hress. Við gerðum okkur í raun og veru ekki grein fyrir aldri hans. Endaiaust gætum við haidið 1 afl I!mi.I’rai:i íiiinflii því samverustundirnar með Massa okkar voru margar og okkur alltaf jafn gleðilegar. Elsku Massi okkar, þú sem kenndir okkur svo margt og varst okkur svo góður, við gleymum þér aldrei. Bylgja, Lalla og Elvar. Næstkomandi laugardag verður Jakob Maríus jarðsunginn frá Sauð- árkrókskirkju. Maríus eða Massi, eins og hann var ávallt kallaður, fæddist á Sauðárkróki 21. nóvem- ber 1917 og var ásamt Jónasi tví- burabróður sínum yngstur barna Stefaníu Ferdínandsdóttur og Sölva Jónssonar smiðs. Eftir lifa nú á Sauðárkróki Kristín, Kristján og Sveinn, faðir þeirra sem þetta rita, en látnir eru auk Maríusar Albert smiður á Akureyri, Jónas kennari í Kópavogi oe Sölvi vélgæzlumaður rneasIoVw Maríus ólst upp á Króknum við leiki og störf á stóru og glaðværu heimili, og kölluðu þeir bræður ekki allt ömmu sína, voru glettnir og oft háværir. Hann stundaði þá vinnu sem til féll þegar hann hafði aldur til, var m.a. á sjó með bræðrum sínum og á síldarskipum. Hann hleypti heimdraganum árið 1937, fór þá suður að áeggjan Sigurðar Birkis til þess að búa sig undir söng- nám og ætlaði utan. Hann hafði einstaklega þýða, háa og hljóm- fagra tenórrödd, beitti henni vel og flutti skýrt textann. Haustið 1939 skall á styijöld og áform Maríusar um söngnám erlendis urðu að engu. Hann naut þó tilsagnar í söng í Reykjavík og var um áratugaskeið í kórum. Sigurður Birkis kom hon- um í tengsl við Karlakór iðnaðar- manna, en með honum söng hann einsöng í mörg ár. Auk þess var hann í Karlakór Reykjavíkur, kirkjukór Hallgrímskirkju um 25 ára skeið og síðast Skagfirzku söngsveitinni, þar var hann heiðurs- félagi. Hann söng einsöng með þessum kórum og eru til nokkrar upptökur, sem bera ótvírætt vitni um mikla hæfileika. Alla tíð hafði hann yndi og ánægju af söng, sótti tónleika, og voru tenórar hans rnenn. Jussi Björling og Stefán ís- landi voru í uppáhaldi, á þá skyggði enginn. Maríus bjó í Reykjavík unz aldur færðist yfir hann, fluttist þá heim til Sauðárkróks. Þar bjó hann fyrst á Skagfirðingabraut 8, en fluttist síðan yfir götuna í hús föður okkar við Skagfirðingabraut 15. Þar átti hann heimili til dauðadags. Honum leið vel á Króknum, endurnýjaði þar kynni við gamla vini og eignaðist nýja. Hann tók þátt í starfsemi roskinna af lífi og sál, synti á degi hverjum og hitti kunningjana. Fyrir j'óJjiV'kóii'.h!?] li'áiijí.' meins',‘ög,'.'y^W síðan fyrir áfalli þegar rannsóknir stóðu yfir. Eftir það náði hann sér ekki að fullu og lézt aðfaranótt 24. marz. Starfssvið hans var í _prentiðn- aði, og vann hann m.a. í Isafoldar- prentsmiðju, en lengst þó í Prent- smiðjunni Eddu við pappírsskurð. Það mun sem næst eindæmi, að hann vantaði aldrei í vinnu. Maríus var meðalmaður á hæð, grannvaxinn, léttur í hreyfingum og vel farinn í andliti. Hann var glaðsinna eins og þau systkini öll, og fiarska ljúfur í skapi, mátti I raun ekkert aumt sjá. Hann kunni vel að gleðjast, fékk sér þá stjörnu í glas, og söng við raust, ef því var að skipta. Maríus var engu að síður skapmikill og fljótur til, ef honum fannst eitthvað óréttmætt; var þá ófeiminn að láta skoðun sína í ljós og sagði mönnum til syndanna. Hann var ókvæntur og barnlaus, en eignaðist í raun fiölskyldu þar sem voru börn systkina hans og vina. Þeim sýndi hann einstaka ræktarsemi og trygglyndi og færði stórgjafir. Systkinum sínum var hann betri en enginn. Daglega var gripið í spil í Sölvahúsi og spilað af krafti, svo að höggin heyrðust út á hlað og jafnvel einstök orða- skipti svo sem vera ber þar sem líflega er haldið á spilum. Líklega hefur ekki liðið sá dagur síðan Sveinn faðir okkar fluttist á vist- heimili sjúkrahússins, að Maríus liti þar ekki inn. Auk þess spjallaði hann við aðra vistmenn og fór ófá- ar ferðir út í bæ fyrir þá til þess að kaupa nauðsynjar, allt frá saumagarni upp í koníakspela. Hann var einkar greiðvikinn. Við viljum að leiðarlokum þakka honum fyrir órofa tryggð og vin- áttu við okkur og okkar fólk. Fari hann..(.friði, 3igríirfaus:, .líerilís Ag SÖivi,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.