Morgunblaðið - 31.03.1994, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 31.03.1994, Blaðsíða 86
86 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTBR FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 SKIÐI IVIyberg til íslands Einn besti alpagreinamaður Svía, Fredrik Nyberg, verð- ur meðal keppenda á tveimur alþjóðamótum Skíðasambands íslands sem fram fara í Hlíðar- fjalli við Akureyri um miðjan apríl. Nyberg vann tvö heimsbik- armót í sérgrein sinni, stórsvigi, í vetur. Nyberg er nýorðinn 25 ára og kemur frá bænum Sundsvall í Svíþjóð. Hann sigraði í stórsvigi heimsbikarsins í Kranjska Gora í Slóveníu í byijun janúar og var það fyrsti sigur hans í heims- bikarmóti í þijú ár. Hann endurt- ók leikinn síðan í næst síðasta stórsvigi heimsbikarsins í Aspen í byijun mars og hafnaði í fjórða sæti í heimsbikarkeppninni í stórsvigi samanlagt. Hann var ekki ánægður með árangur sinn á Ólympíuleikunum í Lillehammer í febrúar frekar en aðrir Svíar. Hann hafnaði þar í 8. sæti í alpatvíkeppni og 18. sæti í stórsvigi. Hann er með 0,4 (fís) styrkleikastig í stórsvigi og því verða stórsvigsmótin hér mun sterkari með þátttöku hans. Það er gamall vinur hans, Per Olov Vikberg skíðaþjálfari KR- inga, sem kveikti áhuga Nybergs á að heimsækja ísland. Með stuðningi Skíðaráðs Akureyrar, Skátabúðarinnar og verslunar- innar Marksins tókust samning- ar um að hann kæmi til íslands ásamt konu sinni og tæki þátt í tveimur stórsvigsmótum á Akur- eyri 15. og 16. apríl. Nyberg á Akureyri 15. og 16 apríl. HANDKNATTLEIKUR Víkingsstúlkur fagna ásamt Theódórí Guðfinnssyni, þjálfara. Morgunblaðið/Sverrir 1 \ ^ 1K TW' '** ^/mJ ' *| L.. Jtæ W 1 m4 f /(r Víkingur gegn Stjömunni VÍKINGAR lögðu Framara að velli 13:11 í miklum baráttuleik í Víkinni f gærkvöldi. Með sigrinum eru Víkingar komnir í úrslitin um íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna og leika gegn Stjörnunni. spennu gætti hjá leikmönnum beggja liða, enda Guðrún R. mikið í húfi. Leikur- Kristjánsdóttir inn einkenndist af sknfar mikilli spennu, hraða og mistökum á báða bóga. Varnarleikurinn var í hávegum hafður hjá báðum liðum enda gefur markatalan það til kynna. Víkingar leiddu leikinn til að byija með og virtust sterkari en Framarar komust hægt og bítandi inn í leikinn og Zelka kom Frömur- um yfir í fyrsta skipti í leiknum á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 5:4 fyrir Fram. Framarar voru með yfirhöndina í byijun seinni hálfleiks en Víking- ar jöfnuðu fljótlega 7:7. Þá tóku Víkingar til þess ráðs að taka Guðríði Guðjónsdóttur úr umferð og þá tók við 8 mínútna leikkafli þar sem ekkert mark var skorað og bæði lið misstu boltann hvað eftir annað. Jafnræði var svo með liðunum en Víkingar ætíð fyrri til að skora. Þegar tíu mínútur voru svo eftir af leiknum og staðan 9:9 tóku Víkingar bæði Guðríði og Zelku úr umferð og við það riðlað- ist sóknarleikur Framara og Vík- ingar náðu yfirhöndinni og unnu sem fyrr segir 13:11. Leikmenn Fram börðust vel all- an leikinn og stóðu sig vel. Kol- brún Jóhannsdóttir markmaður átti frábæran leik í markinu. Liðsheild Víkinga var jöfn og Svava Ýr Baldvinsdóttir og Heiða Erlingsdóttir léku vel á enda- sprettinum. Guðríður Guðjónsdóttir leik- maður og þjálfari Framliðsins sagðist vera ánægð með sínar stelpur. „Þær börðust vel allan leikinn en breiddin er meiri hjá Víkingum og því fór sem fór.“ Theódór Guðfinnsson, þjálfari Víkings, sagðist hreinlega vera búinn eftir leikinn. „Þessi barátta var erfið, en þetta hafðist í lokin.“ IMI55AIM í stödugri sókn 4x með frönskum og sósu =995.- f TAKIÐMEÐ - tilboS 1 V i W -tilboð! Jarlinn 29. júní - 3. júlí Þau lið, sem óska eftir að taka þátt í SHELLMÓTI TÝS 1994, er verður haldið í Vestmannaeyjum 29. júní-3. júlí, tilkynni þátttöku eigi síðar en 12. apríl til: Knattspyrnufélagið Týr, pósthólf 395, 902 Vestmannaeyjar eða símbréf: 98-12751. 1994 / þátttökutilkynningu skal koma fram nafn félags, nafn þjálfara og sfmanúmer, áætlaður fjöldi þátttakenda. Einnig nafn, heimili og simanúmer ábyrgðarmanns hópsins. Allar nánari upplýsingar eru veittar i Týsheimilinu ísíma 98-12861. Herjólfur brúar biliö ,JUP<W| 5^” Pantið tímanlega fyrir Bíla og hópa ÚRSLIT Handknattleikur Víkingur-Fram 13:11 Víkin, 1. deild kvenna í handknattleik - undanúrslit, 3. leikur, 30. mars 1994. Gangur leiksins: 2:0, 3:1, 3:3, 3:4, 4:4, 4:5, 4:6, 5:7, 7:7, 9:8, 10:9, 12:10, 13:11 Mörk Víkings: Heiða Erlingsdóttir 5/2, Inga Lára Þórisdóttir 4/2, Halla Maria Helgadóttir 2, Hanna M. Einarsdóttir 1, Svava Ýr Baldvinsdóttir 1. Varin skot: Hjördís Guðmundsdóttir 5 (þar af tvö til mótheija). Helga Torfadóttir 1/1. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Fram: Zelka Tosic 6/5, Kristín Ragn- arsdóttir 2, Ósk Víðisdóttir 1, Hafdís Guð- jónsdóttir 1, Guðríður Guðjónsdóttir 1/1. Varin skot: 12/1 (þar af tvö til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Hákon Siguijónsson og Guðjón L. Sigurðsson. 2. deild, úrsiitakeppni: Fjölnir - HK............. 24:30 Grótta - Fram..............25:24 ÍH-UBK.....................27:22 ■Þegar tvær. umferðir eru eftir er staðan þessi: ÍH og HK eru með 14 stig, Grótta 13, Breiðablik 10, Fram 2 og Fjölnir 2. Blak Úrlsitakeppni karla: ÞrótturR. - ÍS...................3:0 (15:9, 15:5, 15:4). KA-HK............................:..0:3 (14:16, 11:15, 10:15) ■Þróttur R. og HK standa vel að vígi eft- ir að hafa unnið fyrstu leiki í undanúrslitum íslandsmótsins. Þróttur þurfti einungis þijár hrinur til þess að klára Stúdenta í undanúr- slitum. ÍS komust aldrei af stað og það munaði miklu að Zdravko Demirev lék ekki með IS. Jón Arnason leikmaður Þróttara sagði eftir leikinn að þetta væri einn létt- asti leikurinn sem hann myndi eftir í seinni tíð gegn ÍS og það segir allt sem segja þarf. Nýkrýndir deildarmeistarar KA áttu af- leita leik gegn HK-mönnum, sem léku við hvern sinn fingur og Guðbergur Eyjólfsson fléttaði saman skemmtilegum sóknum, sem hávöm KA átti i erfiðleikum með. Knattspyrna Evrópumeistaradeildin A-RIÐILL: Moskva, Rússlandi: Spartak Moskva - Mónakó...........0:0 30.000. Barcelona, Spáni: Barcelona - Galatasaray...........3:0 Guillermo Amor (22.), Ronald Koeman (71.), Eusebio Sacristan (77.). 85.000. Staðan: Barcelona............5 3 2 0 12: 3 8 Mónakó...............5 3 11 9: 3 7 Spartak Moskva.......5 0 3 2 4:11 3 Galatasaray..........5 0 2 3 0: 8 2 ■Barcelona og Mónakó eru komin í undan- úrslit. Leikir sem eftir eru: Mónakó - Barcel- ona, Galatasaray - Spartak Moskva. B-RIÐILL: Mílanó, ftalfu: AC Milan - Anderlecht..............0:0 39.626. Bremen, Þýskalandi: Werder Bremen - FC Porto...........0:5 - Rui Filipe (11.), Emil Kostadinov (35.), Carlos Secretario (70.), Domingos Oliveira (74.), Ion Timofte (90. - vítasp.). 31.000. Staðan: ACMilan...............5 2 3 0 6: 2 7 FCPorto...............5 3 0 2 10: 6 6 Anderlecht............5 1 2 2 4: 7 4 WerderBremen..........5 113 9:14 3 ■AC Milan og FC Porto eru komin í undan- úrslit. Leikir sem eftir eru: Anderlecht - Werder Bremen, FC Porto - AC Milan. UEFA-keppnin Fyrri leikur í undanúrslitum. Cagliari: Cagliari - Inter Milanó............3:2 Oliveira (11.), Antonio Criniti (81.), Gius- eppe Pancaro (86.) — Davide Fontolan (6.), Ruben Sosa (61.). 30.000. Æfingaleikur St. Mirren - Valur.................0:1 - Ólafur Brynjólfsson (80.). England Úrvalsdeild: Aston Villa — Everton..............0:0 36.044. Man. United — Liverpool............1:0 (Ince 36.). 44.751. Sheff. Wed. — Chelsea............ 3:1 (Bart-Williams 6., Palmer 21., Sheridan 85. - vsp.) - (Spencer 65.). 20.433. Southampton — Oldham...............1:3 (Le Tissier 59.) - (Sharp 14., Benali 42. - sjálfsm., Holden 88.). 14.101. Staða efstu og neðstu liða: Man.United.......34 22 10 2 69:32 76 Blackburn........34 21 7 6 52:29 70 Newcastle........34 19 6 9 68:33 63 Arsenai..........34 16 13 5 46:19 61 Tottenham.........34 8 12 14 44:47 36 Oldham............33 8 10 15 31:52 34 Man.City..........35 6 15 14 28:42 33 Southampton......34 9 6 19 34:49 33 Sheff.Utd........35 5 16 14 32:52 31 Swindon..........35 4 13 18 40:85 25 1. deild: Leicester — Portsmouth..............0:3 Millwall — Luton....................2:2 Nott. Forest — Watford..............2:1 Southend — Notts County.............1:0 I Stoke * Bristol City|,+,í......... 3;0 i W.B.A. — Charlton............. .,,2:0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.