Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 59

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 59 Samúðin á tímum eyðninnar Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Fíladelfía („Philadelphia"). Sýnd í Stjörnubíói. Leikstjóri: Jonath- an Demme. Handrit: Ron Nys- waner. Framleiðendur: Edward Saxon og Demme. Kvikmynda- taka: Tak Fujimoto. Aðalhlut- verk: Tom Hanks, Denzel Was- hington, Jason Robards, Mary Steenburgen, Antonio Banderas, Charles Napier og Joanne Wood- ward. Hið volduga Hollywoodkerfi hef- ur hingað til sniðgengið sjúkdóm- inn eyðni þótt fátt hafi verið meira áberandi í umræðum manna í hálf- an annan áratug. Ástæðurnar eru kannski margar; ein augljós sú að engin eyðnimynd getur ennþá boð- ið uppá gifturíkan endi. Önnur, eins og sést í fyrstu stórmyndinni frá Hollywood um eyðni, Fíladelfíu eftir Jonathan Demme, að menn vilja frekar loka augunum fyrir sjúkdómnum og hrinda honum frá sér en opna augun fyrir honum og þeim sem fyrir honum verða. Enn ein ástæða gæti verið sú að eyðni tengist samkynhneigðum öðrum fremur og þeir hafa aldrei átt upp á pallborðið í Hollywoodmyndum. Óháðir kvikmyndagerðarmenn vestra hafa sýnt eyðni meiri og opnari áhuga og var ein besta mynd síðasta áratugar „Longtime Companion", sem fjallaði um áhrif eyðninnar á hommasamfélag. Fíladelfía er af allt öðrum toga því Demme og handritshöfundur- inn Ron Nyswaner leitast við að taka eitt einstakt mál fyrir og sýna með því fyrst og fremst viðbrögð samfélagsins gagnvart sjúkdómn- um. Myndin segir frá lögfræðingi sem missir vinnuna þegar yfirmenn hans komast að því að hann hefur eyðni; hann er umsvifalaust rekinn. Hingað til hefur hann þótt frábær lögfræðingur og til að sýna og sanna að hann hafi verið misrétti beittur og vekja athygli á máistað eyðnisjúkra ræður hann sér lög- fræðing til að fara með málið fyrir dómstóla. Fíladelfía er samfélagsádeila en Demme og Nyswaner er einnig mikið í mun að sýna mannlega harmleikinn sem sjúkdómnum fylg- ir og fæstir þekkja nema sem óskiljanlegar og sífellt hærri tölur um sýkta og látna. Þeir setja and- lit á sjúkdóminn og festa við hann hrörnandi líkama og tengja hann sorgmæddum ástvinum og fjöl- skyldum um leið og þeir lýsa sam- félagi sem sýnir samúð upp að vissu marki en lætur þar staðar numið, vill sem minnst af sjúkdómnum vita og vill losa sig undan ábyrgð eins fljótt og hægt er líkt og lög- fræðifirmað í myndinni. Demme gætir sín mjög á því að gera þetta ekki að hommasögu sérstaklega heldur leggur hann áherslu á eyðni sem sammannlega reynslu óháða því hver maður er og hvernig maður lifir. Boðskapur- inn verður að vera skýr og augljós því þetta er mynd sem tekur hlut- verk sitt alltaf mjög alvarlega. Því má vera að hún líði fyrir að vera fyrsta stórmyndin um eyðni, maður finnur kannski of mikið fyrir því hvernig allir vilja gera sitt besta fyrir góðan málstað. Og enginn gerir betur en Tom Hanks í óskarsverðlaunahlutverki sínu. Allt sem er svo gott og áhrifa- mikið, hjartnæmt og mannbætandi við myndina kristallast í leik hans, sem einkennist af kaldri yfirvegun. Hanks létti sig um ein 15 kíló til að sýna hrörnunina sem persóna hans gengur í gegnum og með sín- um hófstillta leik tekst honum fjarska vel að lýsa mannlegu reisn- inni sem sjúkdómurinn heggur sí- fellt í; takið sérstaklega eftir lífs- þorstanum í atriðinu þegar hann dansar undir söng .Mariu Callas í frábærri sviðsetningu Demme. Hanks hefur aldrei leikið betur. Leikaraliðið allt er raunar frá- bært. Denzel Washington er lög- fræðingur Hanks og líkast til full- trúi mannsins á götunni, sem hefur ímugust á hommum og vill ekkert með þá hafa, en sér hvernig brotið hefur verið á mannréttindum Hanks. Jason Robards er eitilharð- ur yfirmaður lögfræðifirmans, Mary Steenburgen veijandi hans, Antonio Banderas ástmaður Hanks og jafnvel harðhausinn Charles Napier verður ábúðarmikill í hlut- verki dómara. Myndin er sérstaklega opin og ftjálslynd gagnvart sjúkdómnum og því umhverfi sem hann er helst að finna og gerir ráð fyrir að áhorf- endur séu á sama plani, sem er óvíst. Fíladelfía er áhrifarík mynd sem brýtur ísinn og vekur mann sannarlega til umhugsunar og það er aðall góðra mynda með stórt hjarta. Tvöfaldar barnabætur Lævís leikur („Malice"). Sýnd í Regnboganum og Borgarbíói á Akureyri. Leikstjóri: Harold Becker. Handrit: Aaron Sorkin og Scott Frank. Aðalhlutverk: Alec Baldwin, Nicole Kidman, Bill Pullman, George C. Scott, Anne Bancroft. Ung hjón í háskólabæ lifa frið- sömu lífi, hann sem yfirkennari en hún sem fóstra. I fréttunum er sagt frá hrottalegum nauðgara sem gengur láus í bænum og um sama leyti kemur nýr læknir á sjúkrahús- ið, gamall skólabróðir kennarans. Hann er húsnæðislaus í bili og þau hjónin skjóta yfir hann skjólshúsi. Allt er í lukkunnar velstandi þar til eiginkonan er lögð með hasti inn á spítala með mikla kviðverki, læknir- inn og heimilisvinurinn sker hana upp en virðist gera skyssu og eftir aðgerðina getur konan ekki átt böm. Hún höfðar mál gegn spítalanum og 20 milljónir dollara blasa við henni en eiginmanninum, sem hún hefur skyndilega yfirgefið, þykir ýmislegt gruggugt í fari hennar og tekur að grúska í fortíðinni. Hér er komið ágætis efni í enn einn tryllinn í film no/r-stílnum þar sem tryggingasvik eru helsta uppi- staðan og persónumar em veikar á svellinu; kvenpeningurinn sígráðug- ur í gull og græna skóga og nær fullkomnum völdum á karlpeningn- um sem lætur stjómast af kynferðis- legu seiðmagni. Besta og frægasta myndin í þessum flokki er auðvitað Tvöfaldar skaðabætur eftir meistara Billy Wilder. Lævís leikur eftir þann ágæta spennumyndaleikstjóra Ha- rold Becker eftir handriti Aarons Sorkins og Scotts Franks kemst ekki með tærnar þar sem klassíkin hefur hælana enda ekki til þess ætlast. Söguefnið er ekki slæmt en úrvinnslan ber ákveðin þreytumerki og er lítt frumleg. Gordon Willis kvikmyndar ágæt- lega í dökkum og drungalegum sakamálamyndastílnum, meira að segja skurðstofan er myrkvuð í vandasömum aðgerðum, sem hlýtur að teljast óvenjulegt, en Becker þykir greinilega óþarfi að brjóta upp stílinn. Hliðarsagan um íjölda- nauðgarann, eins og hann er kallað- ur í þýðingunni, kemur málinu alls ekkert við en hinn knái kennari leysir þá gátu snöfurmannlega og svo er hún gleymd. Svo efnistök- in einkennast í versta falli af fljót- ** færni en eru í besta falli kunnug- leg. Ekkert er til sparað til að gera þetta að ásjálegri mynd í fram- leiðslu en það tekst ekki að byggja upp spennu að neinu marki og und- irbyggingin varðandi persónurnar er veik svo maður hættir að láta sig varða um þær. Leikararnir standa sig yfirleitt með prýði. Alec Baldwin er lunkinn sjarmör og skemmtilegur í hlut- verki læknisins. Bill Pullman er hæfilega rolulegur fyrir kokkálaðan eiginmanninn, sem þó rambar á rétta lausn (einar fjórar myndir koma strax upp í hugann þar sem Pullman hefur verið kokkálaður). Nicole Kidman er aftur lítt sann- " færandi sem femme fatale myndar- innar, full dúkkulísuleg í það. Auka- leikarar prýða myndina eins og sá forni George C. Scott og ekki síður Anne Bancroft, sem virðist líkjast æ meira Burt Lancaster. Lævís leikur hefur ákveðið af- þreyingargildi en það hefði mátt vinna betur úr efniviðnum. I.O.O.F. Rb. 4 = 143458 - S'h O. I.O.O.F. Rb. 4 = 14333111 M.A. I.O.O.F. 1 = 174418V2 = M.A. □ EDDA 5994040519 I 1 Frl. atkv. kjör stm. □ HLÍN 5994040519IVA/2 Frl. □ FJÖLNIR 5994040519 III ELÍM, Grettisgötu 62 Samkomur um páskana: Föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Alla dagana kl. 17.00. Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingafund mið- vikudaginn 6. apríl kl. 20.30 í Tjarnarbíói, Tjarnargötu. Húsið opnað kl. 19.30. Miðar seldir við innganginn. Snæfellsnes Gisting fyrir hópa og einstakl- inga. Páskatilboð. Ferðir á Snæfellsjökul. Sundlaug. Einnig svefnpokapláss og eldun- araðstaða. Gistihúsið Langaholt á sunnanv. Snæfellsnesi, s. 93-56789 og 93-56719. Skíðadeild KR Innanfélagsmót verður haldið föstudaginn 1. apríl kl. 11.00 stundvíslega við skála fólagsins. Félagar eru hvattir til að mæta og munið að taka með kökur. Stjórnin. Skíðadeild KR Brettamót Snjóbrettamót, sem halda átti sunnudaginn 27. mars, verður haldið mánudaginn annan i páskum við KR-skálann í Skála- felli kl. 13.00. Á mótsdag verða upplýsingar í símsvara skíðadeildarinnar 682102, fram að þeim tíma í síma 654066. Skíöadeild KR. Breski miðillinn MT' Marion Dampier Jeans heldur skyggnilýsinga- fundi fimmtudag- inn 31. mars og þriðjudaginn 5. apríl í Ármúla 40, 2. hæð. Húsið opnað kl. 19.30 og fundurinn hefst kl. 20.30 bæði kvöldin. Túlkur. Einkatíma- pantanir í síma 15705. M', \z) Skíðaskáli kvenna verður opinn yfir páskana. Allir velkomnir. Upplýsingar í símum 666736 og 26471. Orð lífsins, Grensásvegi8 GLEÐILEGA HÁTÍÐ Almenn samkoma I kvöld kl. 20.30. Heilög kvöldmáltíð. Allir hjartanlega velkomnir. Annan í páskum verður hátíðar- samkoma ki. 11.00. Allir hjartan- lega velkomnir! Sjónvarpsút- sending á OMEGA kl. 16.30. SÍK, KFUM/KFUK, KSH Háaleitisbraut 58-60. Páskadagur Hátlðarsamkoma í Kristniboðs- salnum kl. 20.00. Upphafsorð hefur Baldur Hall- grlmur Ragnarsson. „KSS-ing- ar“ sjá um þátt á samkomunni. Ræðumaður verður Helga Stein- unn Hróþjartsdóttir. Athugið að morgunstund verður I Kristniboðssalnum kl. 9.00 á páskadagsmorgun. Allir eru velkomnir. auglýsingar KFUM V/Aðaldeild KFUM Holtavegi Enginn fundur I kvöld en félags- menn eru hvattir til að fjölmenna I kirkjur landsins. Gleðilega páska! Samkoma annan páskadag kl. 20.30 I Breiöholtskirkju. Chuck Nokes, leiðtogi Youth With a Mission I Tékklandi, predikar. Ailir velkomnir. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 Föstudaginn langa kl. 20.30: Golgata-samkoma. Páskadag kl. 20.00 Hátíðarsam- koma. Gerlinde Böttcher frá Svíþjóð talar á báðum sam- komunum. 2. í páskum kl. 20.00 Sameiginleg samkoma í Ffladelfíukirkjunni. Gleðilega hátfð. Dagskrá Samhjálpar um páskana verður sem hér segir: Föstudagurinn langi: Almenn samkoma í Þríbúðum kl. 16.00. Ræðumaður Kristinn Ólason. Laugardagur 2. aprfl: Opiö hús í Þríbúðum kl. 14-17. Lttið inn og rabbið um daginn og veginn. Heitt kaffi á könn- unni. Við tökum lagið og syngj- um kóra kl. 15.30. Takið með ykkur gesti. Páskadagur: Hátíðarsamkoma í Þríbúðum kl. 16.00. Samhjálparkórinn tek- ur lagið. Vitnisburðir. Gunnbjörg Óladóttir syngur einsöng. Ræðumaður Óli Ágústsson. Allir velkomnir í Þríbúðir, Hverf- isgötu 42, um páskana. Gleðilega hátíð! Samhjálp. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almennar samkomur: Föstudaginn langa kl. 16.00. Páskadag kl. 16.00. i ■* ML. M í % \ KRtsrm s\Mn:ui, Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma 2. aprfl kl. 14.00. Þriðjudagskvöld kl. 20: Fræðslu- og bænastund. Mónapáskaeggjaganga Skíðafélags Reykjavíkur (2 km - allir ræstir í einu) fer fram við gamla Breiðabliksskál- ann í Bláfjöllum sunnudaginn 3. apríl (páskadagur) kl. 14.00. Mótsstjóri Sveinn Kristinsson. Ef veður er tvísýnt hlustið í sím- svara 81111. Skíðafélag Reykjavíkur. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauðsbrotning í dag kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Dagskrá yfir páskahátíðina: Föstudagurinn langi: Almenn samkoma kl. 16.30. Sólrún Hlöðversdóttir og Jó- hannes Ingimarsson syngja tví- söng. Ræöumaður Hallgrímur Guðmannsson. Páskadagur: Hátíðarsamkoma kl. 16.30. Ffladelfíukórinn syngur. Ræðumaður Bill Price frá Suður- Afríku. 2. páskadagur: Sameiginleg samkoma með Veginum og Hjálpræðishernum í Fíladelfíukirkjunni kl. 20.00. Ræðumaður Bill Price frá Suður- Afríku. Á þessar þrjár samkomur eru allir hjartanlega velkomnir. Guð gefi ykkur öllum gleðilega páskahátíðl v. Audfm’fcba 2 • Kópuvoour Föstudagurinn langi: Brauðsbrotning kl. 14.00. Páskadagur: Hátiðarsamkoma kl. 16.30. Gleðilega páskahátíð! UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330' Dagsferð á skfrdag 31. mars Kl. 10.30 Selvogur - Þorláks- höfn. Gengið verður frá Nesi í Selvogi og áfram austur undir Þorlákshöfn. Skemmtileg strandganga um 15 km löng. Með í för verður Konráð Bjarna- son, fræðimaður. Verð kr. 1.700/1.900. Dagsferð á föstudaginn langa 1. apríl kl. 10.30 Söguferð í Reykholt. Farið á söguslóðir Snorra Sturlusonar. Eiríkur Guðmundsson, sagn- fræðingur, verður með og segir frá. Verð kr. 2.000/2.200. Brottför í ferðirnar er frá BSl, bensínsölu. Miðar við rútu. Myndakvöld fimmtudaginn 7. apríl kl. 20.30 Hinn ungi og efnilegi Ijósmynd- ari, Haukur Snorrason, sýnir myndir víðsvegar að af landinu. Sýnt verður í húsnæði Skagfirö- ingafélagsins í Stakkahiíð 17. Hið glæsilega hlaðborð kaffi- nefndar er innifaliö í miðaverði. Útivist óskar félögum sínum og farþegum gleðilegra páska. Útivist. FERÐAFÉLAG @ ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Dagsferðir um bæna- daga og páska: 1) 31. mars (skírdagur) kl. 13.00: Festarfjall-Hraunsvík. Ekið til Grindavíkur um Þórkötlu- staðahverfi í Hraunsvík og síðan gengið á Festarfjall. Verð kr. 1.100. 2) 31. mars (skírdagur) kl. 13.00: Skíðaganga á Blá- fjallasvæðinu. Verð kr. 1.100. 3) 1. apríl (föstudaginn langa) kl. 13.00: Hvalsnes-Stafnes- Básendar. Ekið um Miðnesheiði að Hvalsnesi og kirkjan skoðuð. Áfram er haldið að Stafnesi en þar var ein fjölmennasta verstöð á Suðurnesjum á 17. og 18. öld. Litlu sunnar eru Básendar, forn miðstöð einokunarverslunarinn- ar dönsku til 9. janúar 1799, er Básendar eyddust í mikilli flóð- bylgju. Verð kr. 1.600. 4) 2. apríl (laugardagur): Páskaganga fjölskyldunnar. Gengið frá Víðidal niður Elliðaár- dalinn. Brottför frá Mörkinni 6 kl. 13.00. Ókeypis ferð! Gangan tekur 1 '/2-2 klst. 5) 4. aprfl (annar f páskum) kl. 13.00: Hellisheiði-lnnstidal- ur, skfðaganga. Verð kr. 1.100. 6) 4. aprfl (annar í páskum) kl. 13.00: Staðarborg-Kálfa- tjörn. Ekið gengt Staðarborg (gömul fjárborg) á Strandarheiði og gengið að henni og síðan að kirkjustaönum Kálfatjörn á Keil- isnesi. Verð kr. 1.100. Brottför frá Umferðarmiöstöðinni, aust- anmegin, og Mörkinni 6. 7) Páskar f Þórsmörk 2.-4. aprfl: Brottför kl. 09.00. Nokkur sæti laus. Farmiðar við bíl. Góð gisting í Skagfjörðs- skála. Gönguferðir fyrir alla. Ferðafélag (slands. 2ja-3ja herb. íb. óskast Tvo tekjulága einstaklinga, karl og konu, á besta aldri vantar íbúð á leigu á viðráðanlegu verði frá 1. maí. Erum róleg og göngum vel um. Notum hvorki tóbak né áfengi. Skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 674223.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.