Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 10

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 ♦ íbúð til leigu 4ra herb. íbúð á 1. hæð í traustu steinhúsi við Ránar- götu er til leigu nú þegar. Leigutími er 3 ár. Leiguupp- hæð 40 þúsund pr mán. Áhugasamir sendi skrifleg til- boð er greini fjölskyldustærð og hagi fyrir 10. apríl nk. stíiað á Stefán Hrafn Stefánsson, lögfræðing. Einnig ertil leigu á sama stað um 30 fm bílskúr/geymsluskúr. FJGNAMIÐLT JTMN hf Sínii 67-90-90 - Síðuniúla 21 --------♦-------------- 911 Kfl 91 97fl-iÁRUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I I WW“fc I 0 / WKRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal margra annarra eigna: Bankastræti - úrvalsstaður Stór rishæð tæpir 150 fm auk þess er mikið rými undir súð. Margskon- ar möguleikar varðandi breytingar og nýtingu. Útsýni. Nánari upplýs- ingar á skrifstofunni. Góð íbúð - gott lán - gott verð I suðurenda við Dvergabakka 3ja herb. íb. á 3. hæð. Parket á gólfum. Rúmg. svalir. Ágæt sameign. 40 ára húsnæöislán kr. 3,3 millj. Verð aðeins kr. 5,8 millj. Á góðu verði við Álfheima Sólrík 3ja herb. 85,3 fm á 1. hæð. Sérþvottaaðstaða. Sólsvalir. Húsið er nýsprunguþétt og málað. Geymsla í kj. Verð aðeins 6,3 millj. Skammt frá KR-heimilinu Sólrík 3ja herb. íb. á 2. hæð um 80 fm. Sólsvalir. Ágæt sameign. Vin- sæll staður. Stór og góð - hagkvæm skipti Mikið endurn. 4ra herb. íb. á 1. hæð 104,2 fm nettó. Gott kjallara- herb. fylgir með snyrtingu. 40 ára húsnæðislán kr. 3,3 millj. Skipti á lítilli íbúð möguleg. í þríbýlishúsi við Barðavog Mikið endurbætt 4ra herb. aðalhæð um 90 fm. Góður bílskúr 30,9 fm. Vinsæll staður. Ódýr einstaklingsíb. á 3. hæð Við Skúlagötu 2ja herb. um 50 fm. Góð lán fylgja. Laus fljótl. Nýlega endurbyggt og stækkað Mjög gott timburhús um 150 fm á kyrrlátum stað í Skerjafiröi. Nýr sólskáli, nýtt gróðurhús. Eignaskipti möguleg. Tilboð óskast. Fyrir smið eða laghentan Til sölu 2ja herb. íb. á hæð í góðu fjölbhúsi í Laugarneshverfi. Þarfn. nokkurra endurbóta. Tilboð óskast. • • • Opiðídag kl. 10-14. Opið laugard. kl. 10-14. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. ATMENNA FASIEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Fasteigna eigenaur VIÐGERÐADEILD MÚRARAMEISTARA TILKYNNIR: Tökum að okkur allt viðhald fasteigna. Við skemmdagieinum hús og magntökum. Við sjóum um gerð kostnaðaróœtlana. Starfsmenn okkar eru allir þaulreyndir á sviði viðhalds’vinnu. Samkvœmt byggingareglugerð er öll viðhaldsvinna uppáskriftarskyld hjá byggingafulltrúum. Við höíum iðnmeistara í öllum þeim greinum er varða uppáskriítarskyldu vegna viðgerða og viðhalds. LEITIÐ TIL ÞEIRRA SEM REYNSLUNA HAFA. ÖRN S. JÓNSSON sími: 678858 HÓLMSTEINN PJETURSSON sími: 670020 VIÐAR GUÐMUNDSSON HúsprýSi hf. sími: 670670 SIGURÐUR GESTSSON Húsprýði hf. simi: 670670 BJARNIJÓNSSON Dröfn sími: 654880 itDsasiM ddqID Umsjónarmaður Gísli Jónsson í þessum fræðsluþætti kemur Jón G. Friðjónsson áreiðanlega fleirum en mér á óvart. Sannast löngum, sem Bretar segja, að lítill lærdómur getur leikið menn grátt. „Komu þó fleiri en boðnir voru Fyrir mörgum árum kom ég í Skálholt í hóp stúdenta. Heim- ir Steinsson flutti okkur ágæta tölu um sögu staðarins og með flaut eftirfarandi smásaga: Eitt sinn áttu griðkona og vinnumað- ur ástarfund í göngunum í Skál- holti. Þegar hæst stóð í stöng- inni bar þar að ónefndan biskup og varð honum þá að orði: ‘Þetta er fúlt brúðkaup og fámennt.’ Griðkonan svaraði um hæl: ‘Komu þó fleiri en boðnir voru.’ Mér þótti þessi saga skemmti- leg og málfarið gæti bent til þess að hún eigi sér gamlar rætur. Svar griðkonunnar er meitlað: ‘Komu þó fleiri en boðn- ir voru’og mér finnst það hljóma betur en afbrigðið ‘Komu þó fleirí en boðið var’ sem þó væri einnig hugsanlegt. Þessi saga hefur oft komið upp í hugann þegar rætt er um það álitamál hvort segja beri mér var boðið eða ég er boðinn. Hvort tveggja er hundgamalt í íslensku en ekki er úr vegi að líta aðeins nánar á þetta atriði. Lýsingarháttur þátíðar er tvö- faldur í roðinu. Með sagnorðinu vera stendur hann ýmist sem sagnorð (þolmynd) eða sem lýs- ingarorð (germynd) og getur munurinn verið merkingargrein- andi eins og eftirfarandi dæmi sýna: Dyrunum var lokað klukkan sex (þolmynd) Dymar voru lokaðar alla helg- ina (germynd) Eins og sjá má er talsverður merkingarmunur á dæmunum og hann endurspeglast í búningi ef um er að ræða sagnorð sem tekur með sér þágufail (eins og loka). Ef um er að ræða sagn- orð sem stýra þolfalli endur- speglast þessi munur ekki í bún- ingi, þá verða dæmin tvíræð og samhengi sker úr: Strákurinn var hræddur með Grýlu (þolmynd) Strákurinn var hræddur við Grýlu (germynd) A ofangreinaum dæmum er sá grundvallarmunur að þol- myndardæmin vísa til verknað- ar, einhvers sem er gert eða á sér stað, en germyndardæmin vísa til ástands. Stundum er þessi munur umframur, hann skiptir ekki máli. Þessa sér stað í fornu máli, sbr.: Kollur frá Lundi var boðinn til brúðkaupsins (Harðar saga) . .. er honum ekki boðið (til brúðkaupsins) (Harðar saga) í Harðar sögu eru menn því ýmist boðnir eða þeim er boðið. Ég hygg að það sé nokkuð mis- jafnt eftir sögnum hvernig notk- uninni er háttað að þessu leyti. I flestum tilvikum er merkingar- munur skýr en í örfáum tilvikum er nokkurt svigrúm (hann var útskúfaður — honum var útskúfað). í slíkum tilvikum fer það eftir málkennd og smekk hvor orðskipunin er notuð. Mér virðist einboðið að hlíta leiðsögn höfundar Harðar sögu í þessu álitamáli og telja hvort tveggja mér er boðið og ég er boðinn gott og gilt þótt vissulega sé stílsmunur nokkur.“ ★ Eyrekur ofan kvað: Af bijóstum sér nær engan brima ljær hún Bína sem eitt sinn var tímabær, eldheit og inn, - og nú er óslétt á kinn sérhver einasta ein bella símamær. ★ Og þá er það bréfstubbur: „Kæri Gísli: Þáttur þinn um íslenzkt mál er mitt uppáhalds lesefni í Morgun- blaðinu. Ekki skaltu samt ofmetn- ast... [Innsk. umsjm. Bréfritara misþóknaðist „strútsrækt".] Nema hvað mér fannst endilega að segja bæri strútarækt og 738. þáttur strútakjöt, nota eignarfall fleir- tölu, samanber hrossarækt og hrossakjöt. En því meir, sem ég hugsaði um þetta, því ruglaðri varð ég í ríminu, því þá mundi ég eftir ærkjöti, sem eftir sömu reglu ætti að vera áakjöt og kýr- hausum, sem kalla bæri kúa- hausa. Að vísu eru ræturnar, ær og kýr, bæði eintala og fleirtala. Svo er talað um svínslæri en hins- vegar svínakótelettur. Í hrúts- pungum er eintala á hrútnum, og munu þó fleiri en einn hafa lagt þar til málanna, þó hugsanlega séu til fjölpyngdir bekrar. Skötu- stappa (eintala á skötunni) getur verið úr mörgum skötum og svo má lengi telja. Nú langar mig til að spyija þig hvaða reglur gildi um þetta, ef þá reglur eru til um það. Þakka þér svo innilega fyrir þáttinn. Margblessaður, Geir Magnússon (ekki olíufursti).“ Umsjónarmaður þakkar þetta vinsamlega bréf, en getur ekki orðið að liði. Einn höfuðkostur íslensku er sá, að hún greiðir okk- ur margar leiðir til samsetningar orða. Ég get ekki annað sagt en að í þeim dæmum, sem Geir nefndi, verði smekkur og hefð að ráða. ★ Ósköp létti mér, þegar ég heyrði Þórð Jónsson á Siglufirði (í útvarpi) tala um að grafa ein- hvem úrgang eða lítt nýtilegt drasl. Ég var orðinn býsna hrædd- ur um að verða „urðaður" eins og allt annað nú á dögum, hvort sem nokkur er urðin eða ekki. Ég býst við að heyra bráðum að einhver hafi verið „urðaður í vígðri mold“. Áslákur austan sendir „ex- tended limerick“, aukna limru, sem er sjaldgæf, en þekkt þó, í þeim fræðum: Hartmann varð leiður á hernaði, en hafði sitt yndi af þeim gernaði, að koma af stað lífi í karlsömu vífi, svo að Kata á Hlöðum var í krakkahóp glöðum og Kidda í Tröðum hún svemaði. -i ÁRNAÐ HEILLA Qfkára af- Umæli. Á páskadag, 3. apríl, verður ní- ræður Jón Ei- ríksson, loft- skeytamaður, Bakkakoti, Leiru, áður til heimilis á Báru- götu 3G, nú DAS, Reykjavík. Hann verður að heiman. O Aára af‘. Á annan dag páska, 4. apríl, verður níræð Ingveldur Gísladóttir, frá Patreksfirði, Fannborg 1, Kópavogi. Hún tekur á móti gest- um í félagsmið- stöð aldraðra, Fannborg 8, Kópavogi, milli kl. 15 og 18 á afmælisdaginn. Q fTáraaf- Laugardaginn 2. apríl nk. verður áttatíu og fimm ára Gunnar Ólafur Hálf- dánarson, Lerkihlíð 7, Reykjavík. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. Q /\ára af- OUmæli- Á morgun, 1. apríl, verður áttræður Páll Pálsson, fyrrv. skipstjóri, Espigerði 4, Reylqavík. Hann og eiginkona hans, Ólöf Kar- velsdóttir, taka á móti gestum í Búnaðarþingssal Hótels Sögu, laugardaginn 2. apríl milli kl. 17 og 19. 7 Aára a^- f Umæli-Á morgun, 1. apríl, verður sjötugur Haraldur Örn Sigurðsson, klæðskeri, nú starfsmaður Útfararþj ónustu Kirkjugarð- anna. Hann og eiginkona hans Margrét Sig- hvatsdóttir, taka á móti gestum í sal Sjálfstæðisfé- lags Kópavogs, Hamraborg 1, laugardaginn 2. apríl nk. milli kl. 17 og 19. 7 Aára af'. 4 \/mæli. Á páskadag, 3. apríl, verður sjö- tugur Sigur- steinn Guð- steinsson, verk- smiðjustjóri BM Vallá, Ásholti 2, Reykjavík. Eig- inkona hans er Freyja Guðrún Erlendsdóttir. Þau hjónin verða að heiman. DAGBÓK Iláskóla íslands: Þriðjudaginn 5. apríl: Kl. 16. Tæknigarður. Efni: Gerð auglýs- inga og kynningarefnis: Hönnun auglýsinga, teikninga, uppsetn- ing. Leiðbeinandi: Hjörvar Harðar- son grafískur hönnuður FÍT. Miðvikudagur 6. apríl: Kl. 8.30-16. Tæknigarður. Efni: Olíu- mengun, mengunarvarnir, fyrir- hyggjandi viðhald og eftirlit. Leiðbeinendur: Davíð Egilsson jarðvegsfræðingur hjá Sigl.mála- stofnun og Ágúst Sigurðsson efna- fræðingur hjá Hollustuvernd. Kl. 8.30-16. Tæknigarður. Efni: Hönnun jarðskauta. Leiðbeinend- ur: Jón M. Halldórsson og Gunnar Ásmundsson verkfræðingur. Kl. 12.30. Norræna húsið. Jón Aðal- steinn Þorgeirsson leikur á klari- nett verk eftir Penderevski, Lárus H. Grímsson og Sutermeistar. Kl. 16.15-17. Stofa 158, VRll við Hjarðarhaga. Málstofa á vegum efnafræðiskorar. Efni: Atóm í sameindum. Fyrirlesari: dr. Már Björgvinsson, Raunvísindastofnun. Kl. 20.15-22.15. Tæknigarður. Efni: Hvað er menning? Heim- spekileg greining á menningar- hugtakinu. Leiðbeinandi: Páll Skúlason próf. Nánari uppl. um samkomur á veg- um Háskóla Islands í síma 694371. Uppl. um námsk. á vegum Endur- menntunarstofnunar í s. 694923.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.