Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 32

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 að vera faglega færir um að gegna stjórnunarstörfum á flestum svið- um sjávarútvegs. „Við erum að fá mönnum verkfærin til að beita í íslenskum sjávarútvegi," segir Jón Þórðarson forstöðumaður deildar- innar. Aðsókn að deildinni hefur ekki verið mikil. Ein skýring sem norðanmenn néTna er að það þyki ekki fínt á íslandi að læra um sjáv- arútveg. Fyrsta árið í sjávarútvegsfræð- inni er allstrembið en þá eru kennd grunnfög eins og stærðfræði, efna- fræði, tölfræði og tölvunot. Að öðru leyti eru fimm megináherslu- atriði í kennslunni. Nemendur læra vistfræði hafsins og um fiski- stofna, kennd eru undirstöðuatriði skipa-, veiði- og vinnslutækni, byggð er upp þekking á nútíma- matvælaiðnaði með fisk í aðalhlut- verki, nemendur eru upplýstir um innra skipulag sjávarútvegs og opinbera stjórnsýslu og loks er þeim kennt hvernig „eigi að græða á öllu saman“ eins og Jón orðar það, það er að segja viðskipta- og hagfræðigreinar um meðferð fjár- muna, rekstur fyrirtækja og mark- aðssetningu. Samvinna hefur tekist milli sjáv- arútvegsdeildar og annarra rann- sóknastofnana, Hafrannsókna- stofnunar, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Fiskeldis Ejgafjarð- ar og Iðntæknistofnunar Islands. Samstarfið lýsir sér þannig að starfsmenn eru í hálfu starfi hjá háskólanum og hálfu hjá rann- sóknarstofnun. Heilbrigðisdeildin Enn sem komið er er hjúkrunar- fræði eina námsbrautin innan heil- brigðisdeildar Háskólans á Akur- eyri. Nám í hjúkrunarfræði tekur fjögur ár og lýkur með BS-prófi. Að sögn forstöðumanns deildarinn- ar, Sigríðar Halldórsdóttur, er boð- Morgiinblaðið/Rúnar Þór Verklegt nám í hjúkrun ERNA Margrét Bergsdóttir og Anna Margrét Tryggvadóttir hjúkrun- arnemar hlúa að hvítvoðungum á fæðingardeild Fjórðungssjúkra- húss Akureyrar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Heimilislegur skóli KRISTÍN Sólveig Bjarnadóttir varaformaður Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri fyrir framan hús skólans við Þórunnarstræti og Þingvallastræti'. Þar fer fram kennsla í hjúkrun og kennara- deild. Bókasafn og skrifstofur skólans eru í sama húsi. Faghús hf er nú með í smíðum raðhús í Vesturás og Suðurás sem eru til afhendingar mjög fljódega. Um er að ræða bæði einnar- og tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílskúr, sem eru frá 165 ferm. upp í 204 ferm. Frábær staðsetning, þar sem stutt er í fallegt útivistarsvæði. Húsin seljast á hvaða byggingarstigi sem er. ALLAR UPPLÝSINGAR ERU VEITTAR Á SKRIFSTOFU FAGHÚSA AÐ GRENSÁSVEG 16 R.VÍK í SÍMA 91-678875. FAGHÚS hf SKRIFSTOFA: GRENSÁSVEGI 16 - 108 REYKJAVlK - g 91-678875 Morgunblaðið/Rúnar Þór Glæsilegir stúdentagarðar Ekki á að væsa um þá sem búa í nýreistum stúdentagörðum við Klettastíg. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kennarafundur FRÁ fundi kennara um framtíð skólans. Fremstur er Haraldur Bessa- son rektor. ið upp á ívið meiri verklega kennslu en við Háskóla íslands. Áhersla er lögð á að mennta hjúkrunar- fræðinga sem geti unnið úti á landsbyggðinni, sjálfstæði þeirra er eflt því úti á landi getur hjúkr- unarfræðingur jafnvel verið eini fulltrúi heilbrigðisgeirans á staðn- um. Sigríður er stolt af því hve rannsóknir eru veigamikill hluti af deildarstarfinu. Þriðja rannsóknar- áðstefnan verður haldin nú í vor og fjallar hún um heilbrigða elli. Yfirskrift þeirra fyrri var „Umönn- un krabbameinssjúkra" og „Hjúkr- un, áfram veginn“. Kennaradeildin Yngsta deildin í skólanum er kennaradeildin. Hún tók til starfa síðastliðið haust. Um er að ræða þriggja ára nám sem lýkur með B.Ed.-prófi. Á fyrsta ári sækja all- ir nemendur sömu námskeið. En á öðru ári skiptist námið í sérsvið. Enn sem komið er er þó einungis boðið upp á eitt sérsvið, almennt svið með_ áherslu á þarfir dreifbýl- isskóla. í föstu starfí við deildina eru kunnir heimspekingar, Guð- mundur Heiðar Frímannsson og Kristján Kristjánsson. Kristján er jafnframt forstöðumaður Rann- sóknastofnunar Háskólans á Akur- eyri. Það þarf engan að undra að í kennaranáminu er heldur meiri áhersla á heimspeki en sálarfræði ef miðað er við kennara- og uppeld- isfræðinám annars staðar á land- inu. Ennfremur læra nemendur meira í íslensku og stærðfræði en venja er í kennaranámi. Guðmund- ur Heiðar sem er forstöðumaður deildarinnar segir að sótt hafi ver- ið um heimild til ráðuneytis fyrir því að takmarka aðgang að deild- inni enda myndi hún ekki ráða við það ef til dæmis níutíu manns sæktu um næsta haust. Stúdentar Félag stúdenta í rekstrarfræði heitir Reki, Stafnbúi hjá sjávarút- vegsdeild, Magister í kennaradeild og Eir í hjúkrunarfræðinni. Kristín Sólveig Bjarnadóttir, varaformað- ur Félags stúdenta, segir nemend- ur upp til hópa ánægða. Skólinn sé afskaplega heimilislegur og gott samband manna á milli. Andrúms- loft í fyrirlestrum sé gott og tími ætlaður fyrir fyrirspurnir. Eins finni nemendur það að þeir geti haft áhrif enda sé skólinn ungur og enn í mótun. Ráðstefnur og fyrirlestrar Háskólinn hefur gengist fyrir Góð nýting á íbúðum fyrir krabbameinssjúklinga ÍBÚÐIRNAR þrjár í Reykjavík sem ætlaðar eru fyrir krabbameins- sjúklinga hafa verið nýög vel nýttar síðustu mánuði. Flestar vikur hafa þær allar verið í notkun og nú er í athugun að kaupa eina til viðbótar. íbúðirnar eru til afnota fyrir krabbameinssjúldinga af landsbyggðinni og aðstandendur þeirra meðan á sjúkdómsmeðferð stendur. Það voru Rauði kross Islands og Krabbameinsfélag íslands sem keyptu í þessu skyni tvær íbúðir við Lokastíg árið 1991 og eina Ibúð við Rauðarárstíg ári síðar. Ríkis- spítalar sjá um rekstur þeirra. Dval- argestir greiða væga leigu en í mörgum tilvikum fæst leigan end- urgreidd hjá krabbameinsfélagi í heimabyggð sjúklings. í tengslum við hópreið norð- lenskra hestamanna í Reykjavík I byijun mars var tekið á móti áheit- um sem á að veija til að bæta að- stöðu krabbameinssjúklinga utan af landi er leita þurfa meðferðar í höfuðborginni. Undirtektir voru mjög góðar og söfnuðust um 700 þúsund krónur. Þess má geta að ár hvert grein- ast rúmlega átta hundruð íslend- ingar með krabbamein og af því má sjá að þörfín fyrir víðtækan stuðning við sjúklinga er mikil, seg- ir í frétt frá Krabbameinsfélaginu og Raúða.teossinum. i íahh 00rS»8Ímia

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.