Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 43

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 43 Reuter Sprenging í París SLÖKKVILIÐSMENN kanna brak bifreiðar eftir sprengingu sem varð í verksmiðju í Courbevoie, einu af úthverfum Parísar, í gær. Einn fórst og að minnsta kosti 60 manns slösuðust, nokkur hús í grennd- inni skemmdust. Verksmiðjan gereyðilagðist en í henni voru framleidd hitunar- og loftkælingartæki. Orsök sprengingarinnar mun hafa verið gasleki. Umfjöllun fjölmiðla um Whitewater gagnrýnd Hillary Clinton varin í auglýs- ingu vina sinna Washington. Reuter. NÆR eitt hundrað stuðningsmenn Hillary Rodham Clinton, forset- afrúar í Bandaríkjunum, birtu á þriðjudag auglýsingu í The New York Times þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við hana og mælast til þess að fjölmiðlar velti sér ekki upp úr Whitewater-málinu svokall- aða. Vikuritið Newsweek hefur ákveðið að kanna sannleiksgildi greinar sem ritið birti um forsetafrúna og hyggst biðja hana afsökun- ar ef ástæða þykir til. Refsiaðgerðir kynnu að verða óhjákvæmilegar Tókýó, Hong Kong. Reuter. WALTER Mondale, sendiherra Bandaríkjanna í Japan, sagði í gær að Bandaríkjastjórn vildi ekki gripa til refsiaðgerða gegn Japönum en kynni að neyðast til þess féllust þeir ekki á meiri tilslakanir í deilunni um opnun markaða. Mondale sagði að Bandaríkja- stjórn gæti ekki sætt sig við óbreytt ástand í viðskiptum ríkjanna. Banda- ríski markaðurinn væri opinn fyrir innflutningi frá Japan en japanski markaðurinn lokaður. Daginn áður hafði Mickey Kantor, viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, hafnað nýjasta tilboði Japansstjórnar og sagt að það gæfi ekki tilefni til að hefja samningaviðræður um lausn deilunnar að nýju. Yfirlýsing Kantors leiddi til mikill- ar sölu á dollurum í Tókýó og verð- lækkun varð á hlutabréfamörkuðum. Dollarinn hækkaði þó aftur í verði vegna mikilla kaupa líftryggingar- fyrirtækja og íhlutunar seðlabanka Japans. Mondale sagði að sá hluti tilboðs- ins sem fjallaði um afnám viðskipta- hindrana væri of loðinn. Japanir þyrftu einnig að efna loforð sitt um að örva efnahag sinn til að stuðla að auknum innflutningi. Sendiherr- ann sagði að ekkert í tilboðinu væri til þess fallið að auka innflutning Japana. Margir hafa gagnrýnt banda- ríska fjölmiðla fyrir að gera of mik- ið úr Whitewater-málinu og fréttum um að Hillary Clinton hafi hagnast um 100.000 dali, jafnvirði rúmra 7 milljóna króna, á spákaupmennsku á hrávörumarkaðinum fyrir 16 árum. í auglýsingunni í The New York Times, sem kostaði jafnvirði þriggja milljóna króna, eru fjölmiðl- arnir sakaðir um að gera of mikið úr Whitewater-málinu til að klekkja á forsetafrúnni á sama tíma og hún beiti sér fyrir mikilvægum breyting- um á heilbrigðiskerfinu. Margir þeirra sem undirrituðu auglýsinguna eru í Demókrata- flokknum, en ekki allir. Nokkrir þeirra segja framtakið ekki af póli- tískum toga, heldur hafi ætlunin aðeins verið að skora á fjölmiðlana að sýna forsetafrúnni sanngirni. Á meðal þeirra sem undirrituðu aug- lýsinguna eru leikkonan Joanne Woodward, óperusöngkonan Mari- lyn Horne, leikarinn Tony Randall og Franklyn D. Roosevelt, barna- barn forsetans fyrrverandi. Ann McDaniel, yfirmaður frétta- ritara Newsweek, sagði að verið væri að athuga sannleiksgildi grein- ar um forsetafrúna sem birt var í nýjasta hefti ritsins. Þar er haft eftir Marvin Chirelstein, lögfræð- ingi Clinton-hjónanna, í óbeinni ræðu að Hillary Clinton hafi „feng- ið skjótfenginn gróða með kunn- ingjasamningum í nautgripavið- skiptum". Chirelstein neitar því að hafa notað þessi orð og segist ekk- ert vita um viðskipti hennar á hrá- vörumarkaðinum. Hann segir einn- ig að blaðamaðurinn hafi haft rangt eftir honum um fjárhæð þá sem Clinton-hjónin töpuðu á fjárfestingu sinni í Whitewater-fyrirtækinu í Arkansas. Ann McDaniel viðurkenndi að Chirelstein hefði ekki notað orðin „skjótfenginn gróði í kunningja- samningum“ en annað væri rétt haft eftir lögfræðingnum. Hún sagði að misskilningur hefði átt sér stað milli blaðamannsins og Chirel- steins og að málið yrði athugað. Ef ástæða þætti til yrði birt afsök- unarbeiðni í Newsweek, annaðhvort til Hillary Clinton eða Chirelsteins. kleift að eignast þá píslarvotta og áróðursstöðu sem þeir þarfnast til að geta lifað af og valdið vandræð- um. Burðarásar lýðræðis Sé hugað að því sem jákvætt er má minna á að í S-Afríku er margt sem er nauðsynlegt til að treysta lýðræðið í framtíðinni. Þar eru há- skólar á heimsmælikvarða, sam- göngu- og fjarskiptakerfi er með ágætum, kirkja og æðri dómstólar njóta virðingar, þing sem að vísu ber merki kynþáttamismununar en á sér gamlar hefðir, öflugt efnahag og viðskiptalíf, háþróaðir fjölmiðlar og velþjálfað embættiskerfi þótt það hafi reyndar verið ein af undirstöð- um kynþáttamisréttisins. F'yrir skömmu var höfundur þess- arar greinar í Úkraínu og andstætt því sem hér var lýst kom hann ekki auga á neitt af þessu tagi sem gæti treyst grundvöl! lýðræðis í burðarl- iðnum. Úkraínumenn eru ein af stærstu þjóðum Evrópu en í öllu embættismannaliðinu voru um 10.000 manns. í hernum var ein milljón manna sem staðfesti að stjórnunaraðferðin hafði árum sam- an einfaldlega verið þvingun. Auk þess eru frjáls félagasamtök sárafá, þau sem starfa eru venjulega komin á legg fyrir tilstuðlan bandaríska auðkýfingsins George Soros. í S-Afríku er hins vegar aragrúi slíkra samtaka, sum fást við lestrar- kennslu, önnur útvega húsnæði eða vinnu, sinna mannréttindum, efla fyrirtækjarekstur svartra og fjöl- margt annað. Stofnanir með rætur í vestrænni menningu eru nægilega sterkar í S-Afríku til að verða burðarásar lýð- ræðis í allra næstu framtlð. Vandinn verður meiri síðar. Lífskjaramunur hefur farið vaxandi og þetta hefur ekki eingöngu endurspeglað mun kynþáttanna því að meðal svertingja er einnig mikill munur innbyrðis. Kosningarnar 1999 Það ætti ekki að vera erfitt að spá um úrslit kosninganna í lok apríl; ANC undir forystu Mandela ætti að vinna nokkuð öruggan sigur. Kosn- ingarnar sem raunverulega skipta máli verða þær næstu á eftir sem líklega verða haldnar 1999. Þegar sá tími rennur upp verður annað- hvort búið að fullnægja kröfum fjöld- ans með viðunandi hætti svo að hann verði sáttur — eða hann verður í uppreisnarhug. Verði síðari niðurstaðan ofan á munu áróðursseggir vinstrisinnaðra menntamanna sópa til sín fylgi al- þýðufólks. Afleiðingin gæti orðið fjöldaflótti hvítra úr landi, beitt yrði öfgakenndum sósialískum aðferðum við efnahagsstjórn sem myndu leggja í rúst viðkvæman gróður frjáls einkaframtaks í landinu. Fá- tækt myndi auka enn straum at- vinnulausra til stórborganna. Þegar eru milljónir blátækra manna í fá- tækrahverfum borganna sem flykkst hafa þangað frá heimalöndum svert- ingja sem stjórn hvítra reyndi að láta líta út fyrir að væru sjálfstæð og hálf-sjálfstæð svertingjaríki. Þessi sýndarmennska hrundi fyrr í mánuðinum þegar bráðabirgða- nefnd, er deilir nú tímabundið völd- um með ríkisstjórninni i Pretoriu, nam sjálfstæði landanna úr gildi. Framtíð S-Afríku byggist því á kapphlaupi við tímann. Takist að metta alla munna, útvega bláfátæk- um húsnæði og rafmagn, finna störf °g tryggja menntun mun framtíðin verða tryggð. Umheimurinn getur átt ríkan þátt í því hvernig til tekst með því að leggja fram sinn skerf. Við þetta bætist að eftir margra ára þurrka hefur náttúran séð landinu fyrir ótæpilegu regni, ávísun á ríku- lega uppskeru — margbreytilegri þjóð 40 milljóna manna gæti því tekist að lifa saman í friði. (Höfundur er fyrrverandi rit- stjóri The Cape Times í Höfða- borg). Land stórbrotinnar náttúrufegurðar og vestur-íslenskra vina og ættingja. Beint leiguflug með Flugleiðum til Winnipeg. Verð l’rá 46.830 kr. l liigMilLuskall.il iiinilaldii. Brottför frá íslandi 29. júní Brottför frá Winnipeg 15. júlí ^Gisting í öllum verð- og gæðaflokkum. ^Flug og bíil í Kanada. Hertz bílar af öllum stærðum og gerðum á hagstæðum kjörum. X ÚRVAL ÚTSÝN F trjgging fyrir gæðum Uigmúla 4: slmi 699 300, I Hafnarfiröi: slmi 65 23 66, I Kijhn it. siml 11353, iið Riíöbúslorg d Akurevrl: sirni 2 50 00 ■ og bjd umboðsmðnnum um laml alll. - iYfaniloba - Ted Kristjánsson \Iuseuni - Scagrams Wliiskey DisliUen - Ilecla lslaml... Iwgilegar dagleiðir í ógleymanlegri ferð um íslendingaslóðir. Jafnframt gefst góður tími til að njóta lífsins í borgum og á baðströnd, hvíla sig. spila golf og versla enda nokkrir dagar til ráðstöfunar að eigin vild. \ ei ú írá ÍÍÓ.030kr. IJuiiMillurskiillar iiinilulilii . Verð m.v. tvo í herbergi.^ 5.000 kr. afslállur lii ílnals-fólks. Innlfalið í vcrði: Akstur til og frá flugvelli, gisting í 16 nætur, rútuferð með ísl. leiðsögn, 3 móttökur, aðgangur að söl'num, grillvelsla, bálsferð með kvöldveröl og dansl. QA!l%ASi®

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.