Morgunblaðið - 31.03.1994, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994
Tiltekt í Tombstone
Kvikmyndir
Sæbjöm Valdimarsson
Laugarásbíó:
Tombstone
Leiksljóri George P. Cosmatos.
Handrit Kevin Jarre. Kvik-
myndatökustjóri William Fra-
ker. Aðaileikendur Kurt Russ-
ell, Val Kilmer, Sam Elliott,
Power Boothe, Biil Paxton,
Miehael Biehn, Michaei Rooker,
Jason Priestley, Bill Paxton,
Joanna Pacula, Charlton Hes-
ton. Bandarísk. Hollywood Pict-
ures 1993.
Eins og nafnið gefur til kynna
er Tombstone af vestrakyni og
fjallar um þá sögufrægu, marg-
kvikmynduðu atburði sem komu
þessum námubæ í Arizona á kort-
ið á ofanverðri síðustu öld. Þá
snerust Wyatt Earp (Kurt Russ-
ell), kunnur laganna vörður frá
Dodge City, og tveir fræknir
bræður hans, Virgil (Sam Elliott)
og Morgan (Bill Paxton), gegn
hinu illræmda Clanton-gengi, sem
hér nefnist „Kúrekarnir". Það var
skipað engu síður þekktum nöfn-
um frá þessum tíma, drápsglöðum
ómennum eins og Curly Bill (Pow-
ers Boothe) og Johnny Ringo
(Michael Biehn).
Þeir Earpbræður setjast í helg-
an stein, eða svo er ætlunin, í
Tombstone, og hyggjast snúa sér
að hættuiitlum viðskiptum. Wyatt
þaulsetinn við spilaborðið ásamt
vini sínum, Doc Holliday (Val
Kilmer), sem orðin er illa þjáður
af berklum. En „Kúrekarnir" gefa
þeim engin grið, bræður ákveða
að taka til hendi og lendir flokkun-
um saman í sögufrægum bardaga
kenndum við réttina O.K. En þeir
atburðir áttu sér síðan blóði drifin
eftirmál sem rakin eru hér.
Eftirminnilegustu myndirnar
um þessa nafntoguðu byssumenn
eru tvímælalaust mynd Johns
Fords My Darling Clementine
(’46), með Henry Fonda í hlut-
verki Earps og Victor Mature sem
Doc Holliday. Þá er The Gunfight
at the O.K. Corral (’57), mynd
Johns Sturges, vissulega minnis-
stæð enda voru ekki ómerkari leik-
arar en Burt Lancaster og Kirk
Douglas þá í aðalhlutverkum. Doc
(’71), með þeim Stacy Keach og
Harry Yulin, var harla óvenjulegur
and-vestri. Þannig að hver kynslóð
hefur fengið sína útgáfu af óöld-
inni.
Mynd Cosmatos ber vitaskuld
einkenni þessa ofbeldisdýrkandi
leikstjóra, minnir um margt á hin-
ar hömlulausu drápsmyndir hans,
Massacre in Rome og Rambo, auk
þess sem hann hefur greinilega
kíkt inní smiðju meistara nútíma
vestrans, Clints Estwoods. Út-
koman er yfirborðsleg, blóði drifin,
en engu að síður ágæt afþreying-
armynd sem örugglega á eftir að
ylja mörgum vestraunnanda hér
sem erlendis. Það er keyrsla í
mikilúðlegum tökunum undir
stjórn snillingsins Williams Fra-
kers, nánast aldrei dauður punkt-
ur. Það sópar að svartklæddum
laganna vörðum með brennandi
húskofa eða eldrautt sólarlagið í
baksýn. Þrumurnar, drunginn og
vatnsveðrið skapa meginstemmn-
inguna sem minnir ekki lítið á
Hina vægðarlausu. Persónudýpt-
inni er hins vegar ekki fyrir að
fara, þeir rista ekki dj jpt garparn-
ir, alltsaman „týpur“ og leikararn-
ir vel við hæfi. Þeir standa sig
ágætlega en enginn þó eftirminni-
legur annar en Kilmer sem slær
um sig með Suðurríkjahreim og
Boothe er dágóður skratti sem
bullan Curly Bill. Kvenfólkið,
hvort sem það kemur mikið eða
lítið við sögu, afar óljósar verur
sem flökta um í skugga karl-
rembnanna. Myndin tekur sig
nokkuð hátíðlega og verður fyrir
bragðið óþarflega ábúðarmikil á
köflum og sjálfsagt þykir einhveij-
um nóg um þegar blóðslikju slær
á bláan himininn í Arizóna. Niður-
staðan er engu að síður góður
kostur vestraunnendum og öðrum
aðdáendum átakamynda.
AUGLYSINGAR
UTBOÐ
F.h. byggingadeildar borgarverk-
fræðings er óskað eftir tilboðum í
lóðaframkvæmdir við Austurbæjar-
skóla.
Helstu magntölur:
Jarðvegsskipti 1.500 m3
Malbikun 2.000 m2
Lagnir 200 Lm
Beð 2.000 m2
Útboðsgögn verða afhent á skrif-
stofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík,
gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 26. apríl 1994 kl. 14.00.
bgd 43/4
F.h. byggingadeildar borgarverk-
fræðings er óskað eftir tilboðum í
gólflökkun í ýmsum fasteignum
Reykjavíkurborgar.
Helstu magntölur: Gólffletir 2.200
m2.
Útboðsgögn verða afhent á skrif-
stofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík,
gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 12. apríl 1994 kl. 14.00.
bgd 44/4
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað
eftir tilboðum í verkið „Borgarvegur,
stofnlögn“.
Verkið felst í að leggja tvöfalda stofn-
lögn fyrir hitaveitu á um 800 m löng-
um kafla meðfram fyrirhuguðum
Borgarvegi í Borgarholti. Stofnlögnin
er 0300 og 0350 mm stálpípur í
plastkápu. Einnig skal steypa tvo
brunna á lögnina, sjóða pípulögn í
þeim og fullgera þá að öðru leyti.
Verkinu skal lokið að fullu 1. október
1994.
Útboðsgögn verða afhent á skrif-
stofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík,
gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 19. apríl 1994 kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN \
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 • Sími 2 58 00
»>
Eftirfarandi útboð eru til sölu eða afhend-
ingar á skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7,
Reykjavík:
1. Útboð 4095-4 sfá/p/öfurv/Vegagerð-
ar ríkisins.
Opnun 11.4. 1994 kl. 14.00.
2. Útboð 4091-4 einnota skó- og dýnu-
hlifar.
Opnun 12.4. 1994 kl. 14.00.
3. Útboð 4099-4 bygging nýs þaks á
heimavist v/Bændaskólans Hvanneyri.
Opnun 13.4. 1994 kl. 11.00.
Gögn seld á kr. 6.225,- m/vsk.
4. Forval 10021 öryggisgler v/nýrrar
fangelsisbyggingar á Litla Hrauni.
Umbeðnum upplýsingum skal skila 14.
apríl nk. kl. 11.00.
5. Útboð 4093-4 ióðir og bíiastæði
v/Stjórnarráðsbyggingu við Arnarhól.
Opnun 18.4. 1994 kl. 11.00.
Gögn seld á kr. 6.225,- m/vsk.
6. Útboð 10001 einnota plasthanskar.
Opnun 23.4. 1994 kl. 14.00.
7. Útboð 4098-4 hitalagnir v/Kennara-
háskóla íslands.
Opnun 20.4. 1994 kl. 11.00.
Gögn seld á kr. 1.245,- m/vsk.
8. Forval 10020 þjóðminjasafnið frá-
gangur utanhúss.
Skila skal umbeðnum upplýsingum eigi
síðar en 22.04. 1944.
9. Útboð 4102-4 spilbúnaður fyrir
Orkustofnun.
Opnun 26.4. 1994 kl. 11.00.
10. Útboð 10018 sorphirða v/þjóðhátíð-
ar 17. júní á Þingvöllum.
Opnun 28.4. 1994 kl. 11.00.
11. Útboð 10017 fánastangir v/þjóðhá-
tíðar 17. júní á Þingvöllum.
Opnun 28.4. 1994 kl. 14.00.
12. Útboð 10016 salernisaðstaða
v/þjóðhátíðar 17. júní á Þingvöllum.
Opnun 29.4. 1994 kl. 11.00.
13. Útboð 4089-4 fö/vurfyrir Þjóðarbók-
hlöðu.
Opnun 4.5. 1994 kl. 11.00.
Gögn seld á kr. 3.000,- m/vsk.
14. Útboð 4097-4 gólfteppi fyrir Þjóðar-
bókhlöðu.
Opnun 17.5. 1994 kl. 11.00.
Gögn seld á kr. 6.225,- m/vsk.
Gögn seld á kr. 1.000,- m/vsk., nema
annað sé tekið fram.
® RÍKISKAUP
Ú t b o b s k í / a árangril
BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-26844,
BRÉFASÍMI 9 1-626739
Múrviðgerðir - málun
Óskað er tilboða í múrviðgerðir og málun
hússins Engihjalla 1 í Kópavogi.
Helstu magntölur eru:
Veggfletirog loft: 2.180 m2
Gluggakarmarog póstar: 3.450 m
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Hann-
arrs í Síðumúla 1 frá og með þriðjudeginum
5. apríl og kosta kr. 5.000.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
12. apríl 1994 kl. 11.00.
Harmarr hf.,
Síðumúla 1, 108 Reykjavík,
sími 687317, fax 687320.
ÚT
B 0 Ð
(nr. 10020)
Þjóðminjasafnið
Frágangur utanhúss
Forval
Framkvæmdasýslan, f.h. mennta-
málaráðuneytisins, mun á næstunni
bjóða út múrviðgerðir, sprunguvið-
gerðir, endursteypu og endurstein-
ingu Þjóðminjasafnsins að utan.
í forvali verða valdir allt að fimm
verktakar til að taka þátt í lokuðu
útboði í verkið.
Forvalsgögn verða afhent frá og með
miðvikudeginum 6. apríl 1994 hjá
Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 150
Reykjavík.
Skila skal umbeðnum upplýsingum á
sama stað eigi síðar en 22. apríl
1994.
® RÍKISKAUP
Ú t b o b s k i Ia ár a n griI
BORGARTÚNI 7. 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-26844,
BRÉFASÍMI 91-626739
Laxveiðiá til leigu
Tilboð óskast í laxveiðisvæðið í Hafralónsá frá
og með 1995. Gera má tilboð í hluta af veiði-
tímanum, sem er frá 21. júní til 20. sept.
Tilboð í innsigluðu bréfi berist til hreppstjóra
Þórshafnarhrepps, Syðra Lóni, fyrir 30. júní
1994.
Stjórn veiðifélagsins opnar tilboðin kl. 13.00
sunnudaginn 3. júlí. Réttur áskilinn til að
taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Upplýsingar gefa Marinó í síma 96-81257
og Sigurður í síma 96-81269.