Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 45
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994
45
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Þjáningin og
kærleikurinn
Amorgun, föstudaginn
langa, rifja kristnir menn
um víða veröld upp frásagnir
guðspjallanna af píslargöngu
Krists og krossdauða. Þá
hljóma í eyrum meir en nítján
hundruð ára hróp múgsins:
Gefíð oss Barabbas lausan!
Krossfestið Krist!
í píslarsögunni er brugðið
birtu á mannlegan breyskleika
í flestum myndum hans. Læri-
sveinar Krists eru þar fulltrúar
alls þess, sem fyrir okkur sjálf
getur komið í daglegu lífi: höfð-
ingjarnir sem dæmdu hann,
hermennimir sem pyntuðu
hann, lýðurinn sem hrópaði
Barabbas, Barabbas; alls staðar
eru skírskotanir til þess sem
finna má í samtíð okkar.
Atburðirnir á Golgata hafa í
vissum skilningi endurtekið sig
með einhverjum hætti á öllum
öldum mannkynssögunnar.
Hver kynslóð hefur krossfest
boðskap Krists um frið og kær-
leika með sínum hætti.
Ekki hefur öldin okkar, 20.
öldin, öld menntunar, vísinda
og þekkingar, af friði eða kær-
leika að státa öðrum tímabilum
fremur. Tvær heimsstyijaldir
með þjáningum og ótímabærum
dauða tugmilljóna fólks, ungra
og aldinna, tala sínu máli þar
um.
Enn í dag eru háð staðbund-
in stríð og ástunduð hryðjuverk
víða í veröldinni. Menn kalla
þjáningu yfir héruð og lönd í
nafni þjóðernis- og trúarof-
stækis, haturs og heiftar. Meira
að segja í hjarta menningarálf-
unnar Evrópu berast bræður á
banaspjót slíks ofstækis annó
1994. Og þótt aðeins sé hálf
öld frá „helförinni“, þegar millj-
ónir gyðinga létu líf sín á altari
kynþáttafordóma, bryddar víða
á hliðstæðum fordómum, of-
stæki og öfgum á líðandi
stundu. í þeim efnum þarf hver
þjóð, sem siðmenntuð vill telj-
ast, að líta í eigin barm.
Píslarganga og krossdauði
Krists minna okkur óhjákvæmi-
lega á þjáningar milljóna fólks
víða um heim á okkar dögum.
í þjáningu Krists, sem guð-
spjöllin greina frá, felst meðal
annars og ekki sízt ákall til
þjóðanna, til mín og þín, um
hjálp handa þeim sem þjást í
dag.
I þessu sambandi er hollt að
minnast orða hans, sem á kross-
inum dó fyrir alla menn: Það
sem þér viljið að aðrir menn
gjöri yður, það skuluð þér og
þeim gjöra. Það sem þér gerið
rriínum minnsta bróður, það
þS&fíið.-fcér og mér gert. Og bað
þarf ekki að leita langt yfir
skammt að þjáningunni.
En samtíminn speglar jafn-
framt og ekkert síður það fagra
og jákvæða í veröldinni, sem
hvarvetna blasir einnig við,
guði sé lof. Þar vegur þyngst
kærleiksboðskapur kristninnar,
sem alls staðar segir til sín,
ekki sízt þegar óvæntir atburð-
ir og ytri aðstæður kalla á sam-
stöðu eða samhjálp. Kærleikur-
inn segir til sín í margs konar
fjölþjóðlegu hjálparstarfi á veg-
um Sameinuðu þjóðanna,
Rauða krossins, Hjálparstofn-
unar kirkjunnar, Hjálpræðis-
hersins og fjölmargra annarra
samtaka. Fegurð og jákvæðni,
sem varða eiga veg okkar,
koma og skýrt fram í árangri
og afrekum á sviði vísinda og
lista, þar sem mannshugurinn
rís hvað hæst. Það á meðal
annars við um afrek og árangur
í læknisfræði. Það á við um
vaxandi áhuga á verndun um-
hverfis okkar og lífríkisins, sem
víða eiga undir högg að sækja.
Það á einnig við um bókmennt-
ir, hljómlist og myndlist, þegar
þessar listgreinar rísa hæst í
fegurð og snilld.
Engin hátíð rís hærra í hug-
um kristinna manna en hátíð
upprisunnar, páskahátíðin. Það
fer vel á því að halda hátíð til
minningar um upprisu Jesú
Krists, sigurhátíð lífsins yfir
dauðanum, þegar vorið er í
þann mund að vekja gróðurrík-
ið í umhverfi okkar til nýs lífs
af vetrarsvefni. Vorið, þetta
árvissa kraftaverk í ríki náttúr-
unnar, er táknrænt fyrir fagn-
aðarboðskap páskanna, fyrir-
heitin í kristinni kenningu, sig-
ur lífsins yfir ógnaröflum um-
hverfisins.
Á páskum og öðrum kirkju-
hátíðum er kjörið tækifæri til
að hlúa að því fagra og já-
kvæða í hugarheimi okkar. For-
sendan fyrir jákvæðum áhrifum
á umhverfi okkar er að hlúa
að jákvæðum viðhorfum í eigin
sinni. Það er hægt að gera með
ýmsum hætti, meðal annars
með því sækja helgar tíðir í
kirkjum landsins; leyfa kær-
leikssól páskanna að verma
hugi okkar og vekja það góða,
sem í öllum mönnum býr, til
nýs lífs og þróttar. Það er hægt
að gera með því að við leggjum
okkar af mörkum, hvert og eitt,
til að lina þjáningar fólks, sem
stendur höllum fæti í lífsbarátt-
unni.
Morgunblaðið óskar lesend-
um sínum og landsmönnum öll-
um gleðilegrar og slysalausrar
páskahátíðar.
Stuðningnr við Rússa
í krafti styrks o g festu
Borís Jeltsín, forseti Rússlands, er að mati Richards Nixons, fyrrum
Bandaríkjaforseta, enn pólitískur þungavigtarmaður þótt ofurmennis-
ímyndin sé tekin að fölna. Nixon telur að Bandaríkjastjórn beri áfram
að styðja Jeltsín samhliða því sem aukin áhersla verði lögð á nýja
kynslóð leiðtoga sem tekin er að ryðja sér til rúms I rússneskum stjórn-
málum.
eftir Richard Nixon
Þeir sem eru þeirrar hyggju að
Rússland geti ekki lengur talist risa-
veldi vegna þeirra erfiðleika sem þar
er við að glíma líta fram hjá einni
óþægilegri en jafnframt óumdeilan-
legri staðreynd:Rússland getur eitt
ríkja heims tortímt Bandaríkjunum.
Þess vegna mun Rússland áfram
verða efst á forgangslista Bandaríkj-
anna hvað utanríkismál varðar.
Það Rússland sem bar fyrir augu
mér í síðustu ferð minni hefur tekið
miklum breytingum frá því ég var
þar eystra fyrir réttu ári. Svartsýni
er nú einkennandi í stað þeirrar
bjartsýni sem þá ríkti. í mörgum tii-
fellum hefur uggvænleg viðhorfs-
breyting átt sér stað; afstaðan til
Bandaríkjanna er ekki jafn jákvæð
og áður. Borís Jeltsín er enn pólitísk-
ur þungavigtarmaður en hann er
ekki lengur ofurmenni.
Á árum áður þegar Rússland var
einræðisríki og hluti af Sovétríkjun-
um var traust samband við leiðtoga
kommúnistaflokksins það eina sem
þörf var á. Þetta á ekki lengur við.
Frá Rússlandi er ekki einvörðungu
slæmar fréttir að færa. Gagnstætt
því sem haldjð hefur verið fram í
sumum fréttum vestrænna fjölmiðla
þýðir brotthvarf nokkurra þekktra
umbótasinna úr ríkisstjórn Rúss-
lands ekki að horfið hafi verið frá
umbótastefnunni. Viktor Tsjerno-
myrdin forsætisráðherra mun áfram
vinna að umbótum í nafni markaðs-
hagkerfis í Rússlandi. Þótt áætlun
þessi verði ekki framkvæmd með
sama hraða og áður, fullyrða ráða-
menn að umbætur verði umfangs-
meiri en áður var stefnt að og ekki
verði látið nægja að einblína á að
koma böndum á peningamagn í
umferð.
Á stjórnmálasviðinu verður ekki
annað sagt en að upplausnarástand
ríki.
Um Jeltsín forseta leikur ekki
lengur dulúðarhjúpur þess sem ætlað
er að uppfylla sögulegt hlutverk líkt
og við átti er hann tók að sér að
bera sovét-kommúnismann til graf-
ar. Vera kann að Jeltsín sé nú um
stundir að verða ljóst að sagan reyn-
ist honum andsnúin.
í gegnum tíðina hafa byltingar-
leiðtogar ekki reynst heppilegustu
mennirnir til að byggja upp þjóðríki.
Hins vegar er ekki tímabært að af-
skrifa Jeltsín þótt hann haldi sig oft
fjarri Moskvu og hann gerist sífellt
einkennilegri í hegðun og framkomu.
Jeltsín er fyrsti maðurinn í sögu
Rússlands sem kjörinn er forseti í
fijálsum kosningum. Hann er enn
vinsælasti stjórnmálamaður Rúss-
lands og besta trygging sem völ er
á fyrir frelsi og lýðræði þar til kjör-
tímabil hans rennur út árið 1996.
Bandaríkjamenn eiga að sýna honum
vírðingu og leita eftir nánu sam-
starfi við hann.
En stjórnvöldum í Bandaríkjunum
væri einnig hollt að veita eftirtekt
kynslóð nýrra leiðtogá sem er að
ryðja sér til rúms í rússneskum
stjórnmálum. Ég hitti marga
þeirra - menn á borð við Grígoríj
Javlinskíj, ungan og sannfærandi
hagfræðing, Sergei Sakhrai, ráð-
herra þjóðarbrota sem er hneigður
mjög til sundurgreinandi hugsunar
og Alexander Shokhin, efnahagsráð-
herra. Allir eru þessir menn ýmist
tæplega eða rúmlega fertugir að
aldri. Þeir eru að sönnu ekki tilbúnir
til að taka við leiðtogahlutverkinu
en allir hljóta þeir síðar að koma til
greina í forsetaembættið. Nú er al-
mennt litið svo á að forsætisráðherr-
ann, sem er 55 ára, sé líklegasti
eftirmaður Jeltsíns.
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar -
ég hitti þá alla - Gennadíj Tsjúg-
anov, leiðtoga kommúnista, formann
Frjálslynda lýðræðisflokksins, Vlad-
ímír Zhírínovskíj og Alexander
Rútskoj, fyrrum varaforseta - allir
sögðu þessir menn að ekki kæmi til
greina að hverfa á ný til Sovét-tíma-
bilsins. Og allir fullvissuðu þeir mig
um að þeir myndu frelsta þess að
ná pólitískum markmiðum sínum í
samræmi við leikreglur lýðræðis og
stjórnarskrár.
Tsjúganov er harðlínukommúnisti
og sannfærandi sem slíkur en þegar
ég spurði hann hvort afturhvarf rúss-
nesku þjóðarinnar til kommúnisma
væri hugsanlegt svaraði hannn:
„Nei, við getum ekki tvívegis farið
yfir sama fljótið."
Eftir 75 ára guðleysi í Rússlandi
er trúin á Guð enn lifandi en kom-
múnisminn dauður.
Þótt Jeltsín hafi tekið því illa að
ég skyldi eiga fund með Rútskoj
ætti hann að gera sér ljóst að stuðn-
ingur við Rútskoj mun verða til þess
að kljúfa þá fylkingu sem myndast
hefur að baki Zhírínovskíj og þar
með draga úr þeirri hættu sem af
honum stafar.
Zhírínovskíj er lýðskrumari sem
svífst einskis. En eftir að hafa rætt
ítarlega við hann um afstöðu hans
til Bandaríkjanna, andúð hans á
gyðingum og sjónarmið hans á vett-
vangi rússneskra utanríkismála er
ég sammála mati Leoníds Kravtsjúks
forseta Úkraínu:Vladímír Zhír-
ínovskíj verður ekki kjörinn forseti
Rússlands.
Zhírínovskíj hefur ekki til að bera
þá sannfæringu og þann persónu-
ljóma sem leiðtogi stórveldis þarfn-
ast. Þegar ég spurði hann nánar um
nokkrar hróplegar fullyrðingar sem
frá honum hafa borist - aðKaliforn-
ía verði einn góðan veðurdag hluti
af Mexico, að Miami verði síðar sjálf-
stætt lýðveldi blökkumanna og París
arabísk borg - svaraði hann með
því að vísa til kannana um persónu-
vinsældir sínar.
Einn af nánustu aðstoðarmönnum
Zhírínovskíjs sem var viðstaddur
fund okkar sagði mér síðar að Zhír-
ínovskíj hefði vitandi vits tekið að
sér hið öfgafulla hlutverk fiflsins
helga í rússneskum stjórnmálum.
Öldum saman voru fíflin, Júrodívíjel,
táknmyndir andstöðunnar en sluppu
við að sæta kúgunum einmitt vegna
vanmáttar síns. Þótt Rúsar hafi
ævinlega verið veikir fyrir málflutn-
ingi fíflanna helgu hafa þeir aldrei
gert þau að leiðtogum sínum og sú
mun einnig verða raunin er Zhír-
ínovskíj fer fram í forsetakosningum.
Sú breyting sem mestum ugg
veldur í Rússlandi frá því í kosning-
unum í desember varðar utanríkis-
mál. Málflutningur Andrei Kozyrevs,
utanríkisráðherra Rússlands, hefur
tekið algjörum stakkaskiptum. Áður
en gengið var til kosninga var
ástæða til að ætla að stuðningur
hans og jákvætt viðhorf í garð
Bandaríkjanna myndu frekar verða
til þess að skaða hann. Áður lagði
hann jafnan áherslu á sammannleg
gildi og gagnkvæma hagsmuni Rúss-
lands og Bandaríkjanna. Nú er hann
tekinn að ræða um hlutverk Rúss-
lands sem risaveldis og nauðsyn þess
að ráðamenn í Moskvu marki sér
sjálfstæða stefnu. Á því er enginn
vafi að hagsmunamat ræður þessum
umskiptum í málflutningi rússneska
utanríkisráðherrans. Hann hefur
lagt mat á niðurstöður kosninganna
og brugðist við þeim líkt og stjórn-
málamanni sæmir.
Mestu skiptir að ráðamenn í
Bandaríkjunum komi fram af fullri
hreinskilni við stjórnvöld í Rússlandi
þegar sjónarmið ríkjanna fara ekki
saman. Bæði ríkin eru risaveldi og
hagsmunaárekstrar eru óhjákvæmi-
legir. Alvarlegustu mistökin felast
því í því að ætla að drekkja ágrein-
ingnum með því að skála í vodka
eða kampavíni á „þægilegum" leið-
togafundum. Æðsta form stjórnvis-
kunnar felst ekki í að breiða yfir
ágreining með blaðri. Hástig stjórn-
spekinnar er fólgið í því að leita leiða
til að vera ósammála án þess að
Richard Nix-
on, fyrrum
forseti
Bandaríkj-
anna.
skaða samskipti og langtíma grund-
vallarhagsmuni.
Vesturlönd hafa nú boðið ríkjun-
um í Mið- og Austur-Evrópu tii Sam-
starfs um frið á vettvangi Atlants-
hafsbandalagsins (NATO). Ríki
Vesturlanda geta ekki fengið Rúss-
um ákvörðunarvald um framtíð
NATO. Bandalagið er of mikilvægt
Bandaríkjunum og Evrópu til þess
að því verði fórnað vegna andstöðu
Rússa.
Hins vegar er eðlilegt að Rússum
verði veittar tryggingar í þá veru
að stækkun bandalagsins til austurs,
með aðild Ungverjalands, Póllands,
Tékkneska lýðveldisins og Slóvakíu,
muni fara fram í áföngum og ekki
verða til þess að ógna hagsmunum
Rússlands. Telji Rússar tiyggingar
þessar óviðunandi munum við neyð-
ast til að vera sammála um að vera
ósammála. Ekki má fá Rússum neit-
unarvald í þessu efni.
Rússnesk stjórnvöld eiga lög-
mætra hagsmuna að gæta á þessu
svæði, einkum hvað varðar vernd
þeirra 25 milljóna Rússa sem búa í
ríkjum þeim sem áðut' heyrðu Sovét-
ríkjunum til en eru nú skyndilega
útlendingar í eigin landi.
Fullyrðingar í þá veru að Rússland
sé á ný að verða heimsvaldasinnað
risaveldi eru ýkjur einar. Þótt Rússar
hafi tilhneigingar í átt til yfirburða-
og yfirráðahyggju eru flestir þeirra
tregir til að leggja út í ný ævintýri
utan landamæra föðurlandsins.
Flestir hafa efasemdir um ágæti
þess að veita fyrrum lýðveldum Sov-
étríkjanna tryggingar á efnahags-
sviðinu. Það sama á við um leiðtoga
Rússlands.
Sjálfstæði ríkja þeirra sem áður
heyrðu Sovétríkjunum til er sérlega
mikilvægt. Algörlega nauðsynlegt er
að sjálfstæði Úkraínu verði tryggt.
Bardagarnir í Bosníu yrðu eingöngu
bornir saman við lautarferð í sunnu-
dagsskóla brytust út átök milli Úkra-
ínu og Rússlands.
Gera þarf Rússum ljóst að sérhver
viðleitni til að draga úr stöðugleika
í Úkraínu mun hafa skelfilegar af-
leiðingar fyrir samskipti Rússlands
og Bandaríkjanna.
Stöðugleiki í Úkraínu þjónar ör-
yggishagsmunum Bandaríkjanna.
Stuðningur við umbótahugmyndir
þær sem eru á kreiki í Kíev á að
njóta forgangs í Bandaríkjunum i
nafni þjóðaröryggis.
Engan þann hitti ég á ferð minni
sem sá ástæðu til að bera lof á að-
stoð þá sem Bandaríkin hafa veitt
eystra.
Vandinn er ekki í því fólginn
hversu miklum íjarupphæðum verja
ber í þessu skyni heldur er hann
stjórnunarlegs eðlis. Gripdeildir og
spilling í röðum þeirra sem aðstoðar-
innar eiga að njóta hafa valdið mikl-
um vonbrigðum. Hið sania á við um
þá óhæfu embættismenn sem haft
hafa umsjón með aðstoð þessari.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti ætti
að fyrirskipa endurmat á öllum þeim
hjálparáætlunum sem nú er verið að
framkvæma í Rússlandi og öðrum
fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna.
Umbætur og frelsi eru óijúfanlega
tengd hugtök. Nái umbætur fram
að ganga í Rússlandi skapast mikil-
vægt fordæmi. Ef ekki tekst að koma
á umbótum mun það verða vatn á
myllu einræðisherra og annarra
þeirra sem eiga sér drauma um
óskorað vald. Það gengur krafta-
verki næst að enn sé ástæða til að
binda vonir við byltinguna hina síð-
ari í Rússlandi. Umbótasinnunum
kann að mistakast ætlunarverk sitt
jafnvel þótt þeir njóti aðstoðar okk-
ar. Án hennar mun þeim örugglega
ekki takast að koma á þeim umskipt-
um sem að er stefnt.
Báðum flokkum á Bandaríkjaþingi
ber að styðja viðleitni Bills Clintons
til að koma frelsisöflunum í Rúss-
landi til hjálpar.
Festa og ákveðni þarf á hinn bóg-
inn að einkenna stuðning þennan og
mikilvægt er að menn sjái ekki fram-
ferði Rússa í hillingum og leggi hags-
muni Bandaríkjanna ekki fyrir róða.
Höfundur er fyrrum forseti Bandaríkj-
anna og var nýverið á ferð í Moskvu.
Var það tíunda ferð hans til Sovétríkj-
anna og síðar Rússlands á undanförnum
35 árum. Grein þessa skrifaði hann fyr-
ir bandaríska dagblaðið The New York
Times, sem veitti Morgunblaðinu birt-
ingarrétt.
Lagafrumvarp
fjármálaráðherra
Trygginga-
gjald lækk-
að á ferða-
þjónustu
Tryggingagjald
hækki almennt
um 0,1%
Fjármálaráðherra hefur lagl
fram frumvarp á Alþingi um
að tryggingagjald á fyrirtæki
hækki almennt úr 2,85% í 2,95%
frá og með 1. maí. Jafnframt
lækki tryggingagjald á ferða-
þjónustu úr 6,35% í 2,95%.
Gjaldflokkar tryggingagjalds eru
nú tveir, 6,35% og 2,85%, og var
öll ferðaþjónusta í hærri flokknum.
Til stóð um síðustu áramót að
leggja 14% virðisaukaskatt á fólks-
flutninga og starfsemi ferðaþjón-
ustu en lækka jafnframt trygging-
argjald sem þessar greinar greiða
í ríkissjóð úr 6,35% í 2,85%. Þegar
fallið var frá því að leggja virðis-
aukaskattinn á var jafnframt fallið
frá því að lækka tryggingagjaldið.
Hins vegar var tekinn upp virðis-
aukaskattur á hótelgistingu og
tryggingajald á þeirri atvinnustarf-
semi lækkað á móti.
Nú leggur fjármálaráðherra til
að þetta gjald verði lækkað á veit-
ingarekstri og útleigu bifreiða þar
sem æskilegt þyki að sama trygg-
ingagjald taki til starfsemi sem sé
jafntengd og gisting og veitinga-
sala.
Stefnt á einn gjaldflokk
Lækkunin lækkar kostnað þess-
ara greina og þar með skatttekjui
ríkissjóðs um 80 milljónir króna á
ári. Til að mæta þessu tekjutapi ei
gert ráð fyrir að hækka trygginga-
gjald í lægri gjaldflokki um 0,1%,
í 2,95%. I greinargerð með frum-
varpinu segir að þetta sé skref í
þá átt að sami gjaldflokkur verði
fyrir allar atvinnugreinar, eins og
stefnt hafi verið að þegar trygg-
ingagjald var fyrst lögtekið.
kommúnisma sem hann þekkti af
eigin raun frá Rúmeníu. I blaða-
greinum og ræðum var hann
óþreytandi við að lýsa afstöðu
sinni.
Ionesco sem fæddist árið 1912
í Slatina í Rúmeniu var rúmenskur
í föðurætt, en móðirin frönsk. í
bemsku bjó hann í Frakklandi, en
1925-38 var hann i Rúmeníu þar
sem hann gekk í skóla og nam í j
háskóla. Eftir það lá leiðin til
Frakklands.
Eftir eigin höfði
Sjálfur lagði Ionesco áherslu á
að hver og einn ætti að túlka verk
sín eftir eigin höfði. Fyrstu leikrit
hans eru viljandi andleikrit, leikur
að orðum og hugmyndum. Þannig ,
er Sköllótta söngkonan skrifuð til '
að storka hugmyndum fólks um
leikrit. Stólarnir og fleiri verk eru
fáránleg að efni. Allt getur gerst,
ekkert er óhugsanlegt. í Stóiunum
er Ionesco þó farinn að laga sig
eftir leikrænum kröfum í vaxandi
mæli.
Breytti leiki’itun
Sumir hafa kallað Ionesco mest-
an absúrdistanna í leikritun. Slíkt
er vitanlega umdeilanlegt. Hinu
verður ekki neitað að hann ásamt
Beckett (einkum honum) breytti
leikritun sem nú er í nokkurri lægð
eftir sífelldar tilraunir og mörg
merki um stöðnun.
Leikritaskáldið Ionesco látið
„Ekki verða
nashyrningnr“
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Við lát Eugene Ionesco kemur
sjötti áratugurinn í hugann þegar
svo margt var að gerast. Absúrd-
stefna í leikritun náði þá hámarki
sínu, ekki síst með þeim Ionesco
og Samuel Beckett, en vitanlega
voru þeir ekki sprottnir úr engu.
Áður höfðu verið gerðar markverð-
ar tilraunir í því skyni að reyna á
þanþol leikritunar. Alfred Jarry
sarndi Bubba. Og meðal annarra
var Arthur Adamov framarlega í
flokki.
Nashyrningur (1959) Ionescos
fór sigurför um heiminn og var
talinn dæmigerður fyrir absúrda
leikritun, það háð og grimmd sem
ríkti á sviðinu í slíkum verkum.
Sannleikurinn er aftur á móti sá
að það eru til ymsar gerðir af' ab-
súrdum leikritum. Það er bil á
milli Becketts og Ionescos. Sá fyrr-
nefndi stendur nær trúðleiknum
að mörgu leyti og hann er oftar
gamansamur en háðskur.
Ionesco var í fyrstu illa tekið og
er Sköllótta söngkonan (1950) til
vitnis um það. Hann vekur fyrst
verulega athygli með Stólunum
(1952). Þegar Konungur deyr
(1962) er leikinn er þegar tekið
að halla undan fæti, aðrir leikrita-
höfundar orðnir meira áberandi.
Til er íslensk þýðing Karls Guð-
mundssonar á Konungur deyr, en
úr sýningum varð ekki hér á landi.
Vonleysi og dauðageigur
Fáránleiki alls og tilgangsleysi
telst setja svip á verk Ionescos og
það með hve hijúfum og óvægnum
hætti hann lýsir mannlífinu. Menn
þykjast finna í verkunum vonleysi
og dauðageig.
Því má ekki gleyma að í sjálfum
orðunum býr kraftur og líf, hljóm-
ur þeirra er skáldskapur sem oft
sækir næringu í drauma, speglar
hið óskilvitlega, reynir að segja hið
ósegjanlega eins og í ljóði. Ionesco
var alla tíð aðdáandi og talsmaður
ljóðlistar, enda orti hann í fyrstu.
Nashyrningurinn er leikrit sem
túlka má með ýmsum hætti. Þeir
sem gagnrýnt hafa höfundinn fyrir
vonleysi og „lífsfyrirlitningu“, jafn-
vel skoðanaleysi, ættu að hyggja
að því að táknsagan er aldrei langt
undan og ekki þarf aðeins að skýra
verkið sem ádeilu á nasisma heldur
getur það einnig skilist sem krufn-
ing kommúnisma og múgseijunar
yfirleitt.
í leikdómi sem Ásgeir Hjartar-
son skrifaði um sýningu Þjóðleik-
hússins 1961 segirhann lífsskoðun
Nashyrningarnir í Þjóðleikhúsinu 1961. Lárus Pálsson í hlutverki
Bérengers og Herdís Þorvaldsdóttir, Daisy. Leikstjóri var Benedikt
Árnason, þýðandi Ernn Geirdal.
Eugene Ionesco
Ionescos framar öllu „fyrirlitningu
á heiminum, lífinu, manninum" og
fellir eftirfarandi dóm þrátt fyrir
að honum sé snilld og dirfska Io-
nescos ljós: „Þó að Ionesco skopist
jafnan óþyrmilega að geivilífi smá-
borgarans er stefna hans skilgetið
afkvæmi borgaralegs þjóðfélags og
ber dauðann í brjósti sér.“
Síðasti maðuriim
Það sem gerist i Nashyrningnum
er að íbúar lítils
fransks bæjar breyt-
ast í nashyrninga.
Einn þijóskast við
og vill ekki verða
nashyrningur. Það
er veikgeðja maður
að nafni Bérenger. í
augum hans eru
nashyrningarnir við-
bjóðslegir þótt ást-
vinu hans, Daisy,
þyki þeir fallegir.
Lokaræða Béren-
gers og um leið loka-
orð leikritsins eru
hvatning til allra' að
láta ekki breyta sér,
veita viðnám. Baulið
í nashyrningunum
heillar, en Bérenger
getur ekki breyst úr
manni í dýr. Um-
kringdur nashyrn-
ingum hrópar hann:
„Gegn þeim öll-
um, ég skal veija
mig gegn öllum, ég
skal veija mig! Ég er síðasti maður-
inn, ég skal vera það þangað til
yfir lýkur! Ég gefst ekki upp!“
(Þýðing Jóns Oskars.)
Leikrænir kosti Nashyrningsins
eins og annarra verka Ionescos
liggja í augum uppi, en ekki er
ástæða til að forsmá boðskapinn.
Múgsálin, múgæsingin er geig-
vænleg hætta, ekki síður nú en
áður.
Ionesco varaði injög við