Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 31. APRÍL 1994
Passíuávöxtur á
ekkert skylt við ástríðuna
2 P ASSÍ U-Á V ÖXTUR er
fyrir mörgum svolítið
framandi á að iíta þó tíu
ár séu liðin frá því að
tc Hagkaup hóf á þeim inn-
flutning frá Suður-Amer-
<0 íku og Afríku. Þessir
Cb litlu, brúnu, krumpuðu
flL og Ijótu ávextir eru dýr-
SD ir, en þá má borða eina
sér eða nota í hina kræsi-
legustu rétti. Kílóið kostar 800
til 1.000 krónur, eftir árstíma.
Sá misskilningur er þó á kreiki
að menn halda að ávöxturinn, sem
á ensku nefnist „passion fruit“ eigi
skylt við ástríðuna. Svo er þó ekki
og hefur aldrei verið. Ávöxturinn
dregur nafn sitt af píslargöngu
Krists, einkum krossfestingunni, og
er því sannkallaður föstu-ávöxtur.
Passíu-ávöxtur er í miklu uppá-
haldi hjá Sigurði L. Hall, mat-
reiðslumeistara, sem að þessu sinni
gefur okkur uppskrift að gómsætu
passíu-ávaxtasalati, sem hann segir
að hafi vakið mikla athygli hvar sem
hann hefur boðið upp á það. Réttur-
inn er tilvalinn sem eftirréttur á
eftir góðri máltíð, ýmist með uppá-
haldsísnum ykkar eða með Bailys-
bættum ijóma. Uppskriftin, sem
hér fer á eftir, er fyrir fjóra.
Morgunblaðið/Þorkell
Passíu-ávextir eru orðnir full-
þroskaðir þegar þeir eru vel
krumpaðir og fremur ókræsileg-
ir á að líta. Sléttur passíu-ávextir
er óþroskaður. Þá má t.d. geyma
á eldhúsborði í nokkra daga, eða
þar til þeir þroskast, en þá á að
flytja þá í isskáp.
Passíu-ávaxtasalat
1 ferskur ananas
4 ferskjur
4-6 passíu-ávextir
1 dl vatn
2/3 dl sykur
rifinn börkur af hálfri sítrónu og
appelsínu, aóeins ysta lagið
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurður L. Hall, matreiðslu-
meistari.
Vatn og sykur brætt saman í
potti. Börkurinn settur út í sykur-
sírópið. Kælt alveg. Ananasinn
flysjaður og kjarnaður og honum
deilt í fjóra báta. Síðan eru ananas-
bátamir skornir í um það bil 1 cm
þykkar sneiðar. Ferskjumar eru
flysjaðar og kjarninn fjarlægður og
þær skomar í sneiðar. Passíu-
ávextir skornir f tvennt og innihald-
ið tekið úr með skeið og því bætt út
í kalt sykursírópið. Ferskjum og
ananas raðað fallega í grunnt fat
og passíu-leginum síðan hellt yfir.
Rétturinn settur í kæli og látinn
standa þar í fjóra tíma áður en
hann er borinn fram.
JI
Viðskiptavinir
hárgreiðslustofa greiði
aðeins umbeðna þjónustu
VIÐSKIPT AVINIR hár-
greiðslustofa eru ekki skuld-
bundnir til að greiða fyrir ann-
að en umbeðna eða samþykkta
þjónustu eftir því sem Sigríður
Arnardóttir lögfræðingur
Neytendasamtakanna segir.
Daglegu lífi hafa borist fyrir-
spurnir vegna þjónustu á hár-
greiðslustofum. Þykir ýmsum of
algengt að starfsmenn veiti við-
skiptavinum þjónustu, t.d. froðu
og blástur, óumbeðnir og án þess
að bera hana undir viðkomandi.
Gjaldi sé síðan bætt á reikninginn
og viðskiptavinirnir kunni ekki við
annað en að greiða fyrir þrátt fyr-
ir að reikningurinn sé mun hærri
en gefið hafi verið upp í upphafi.
Réttur neytandans
Sign'ður sagði, að ítilfellum sem
þessum hefði viðskiptavinurinn
fullan rétt til að greiða aðeins fyr-
ir umbeðna þjónustu. „Hér gildir
það sama og ef viðskiptavinur
kaupir dós úr hillu í stórmarkaði
og á hillunni stendur að hún kosti
100 kr. Hins vegar er hann rukk-
aður um 120 kr. við kassann. Við-
skiptavinurinn hefur þá fullan rétt
til að fá vörana á 100 kr. eins og
hún var merkt í upphafi," sagði
Sigríður. ■
Rósin var
sérstaklega
ræktuð fyrir ilmvörur
BRESKI rósaræktandinn David Austin
vann í átta ár að því að rækta rós með
ilmi sem hann var sáttur við. Honum
hafði verið falið það verkefni að rækta
rós sem notuð yrði til að framleiða nýtt
ilmvatn. Á endanum varð fölbleik og
þétt rós fyrir valinu, sem hann nefndi
Evelyn, eftir fyrirtækinu sem hafði falið
honum verkefnið.
David Austin gróðursetti alls 30 þúsund
fræplöntur og ræktaði upp sex ný afbrigði
af rósum. Honum þótti þétta fölbleika rósin
skara fram úr og haft hefur verið eftir hon-
um að honum fínnist Evelyn besta rósin sem
hann hefur ræktað.
Hann er þekktur fyrir ræktun á rósum
sem nefndar eru „enskar rósir“ og sagðar
eru sameina gamaldags fegurð hefðbund-
inna rósategunda og þrótt hinna nýju kyn-
blendinga. Aðdáendur rósaræktar fara
gjaman í skoðunarferð um rósagarða Davids
Austins og í kynningarmynd um rósarækt
hans kemur fram að gönguferð um garða
hans sé líkust ævintýri.
Sú fölbleika og þétta varð fyrir valinu
hjá David Austin.
Ilmi safnað í ilmvatn
Fyrirtækið Crabtree & Evelyn hafði beðið
David Austin að rækta upp rós til ilmvatns-
gerðar og þegar afraksturinn var ljós, var
leitað til franska ilmvatnsframleiðandans
V. Mane til að vinna ilmvatn og aðrar ilmvör-
ur úr Evelyn-rósinni. Ilmvatnsframleiðend-
urnir kusu að nota svokallaða glerkúlugrein-
ingu við að safna ilmi rósarinnar.
Glerkúlu er komið fyrir á þroskaðri rós.
„Ilmur rósar breytist um leið og hún er
skorin af stilkum. Þess vegna söfnum við
honum án þess að skera rósina. Með þessu
móti tekst okkur einnig að ná dýpt og fjöl-
breytileika ilmsins eins og hann þróast á
einum sólarhring,“ segir Mane.
Tölvubúnaður ilmvatnsframleiðenda les
síðan samsetningu ilmsins úr glerkúlunni.
Þá taka efnafræðingar við og blanda efna-
sambönd samkvæmt forskrift tölvunnar.
Afrakstur þeirrar vinnu er ilmur Evelyn-
rósarinnar í fljótandi formi, sem hægt er
að tappa á ilmvatnsglös.
Vörur fyrirtækisins Crabtree & Evelyn
hafa verið fáanlegar hér á landi um nokk-
urt skeið í verzluninni Eplatrénu á Skóla-
vörðustíg. Ingibjörg Dalberg eigandi versl-
unarinnar segir að glerkúlugreiningin, sem
notuð er við vinnslu þessa ilmvatns, hafi
fyrst verið notuð í kringum 1970. „Ekkert
annað fyrirtæki hefur þó notað þessa aðferð
til að framleiða ilmvatn. Með þessari aðferð
má segja að ilmiðnaður hverfí aftur til upp-
runa síns. Náttúran er aftur látin skapa
forskrift að samsetningu ilmsins, en á síð-
ari hluta 19. aldar voru fyrstu fjöldafram-
leiddu ilmvötnin eins og Quelques Fleurs frá
Houbigant og Jicky frá Guerlain, eingöngu
framleidd úr náttúralegum olíum, blómum
og viðarefnum." ■
BT
Kolaportið
5 ára um helgina
Kolaportið verður fimm ára í aprílmánuði
og því verður hátíð á markaðstorginu á
laugardaginn, en hefð hefur myndast fyr-
ir því að halda upp á afmæli Kolaportsins
laugardag fyrir páska.
Yfír 100 seljendur hafa sérstök tilboð. Þá
er lúðrasveit, blöðrur og smágjafír handa
bömunum, trúða og álfadrottningar. Lista-
menn Kramhússins sýna dansa, kórar þenja
raddböndin og harmonikuleikarar skemmta
og fleira. Kolaportið verður opið á laugardeg-
inum þessa páskahelgi frá kl. 10-16 vegna
flutnings í Tollhúsið í Geirsgötu. ■
Varasöm páskaegg?
Til eru lítil súkkulaðiegg með smáhluti
eða leikföng en ekki sælgætismolum.
Sigríður Á. Ásgrímsdóttir hjá Neytenda-
samtökunum sagði að slíkir hlutir geti verið
hættulegir litlum börnum. Hún segir að Móna
selji “Lukkuegg" merkt : Varúð. Inniheldur
smáhluti. Ekki ætluð börnum yngri en 3-4
ára. Áletrunin er að hennar sögn mjög smá.
Þá séu lítil egg frá erlendum framleiðanda
til sölu og þau séu ekki með aðvörun á ís-
lensku en þar segi að eggin séu ekki ætluð
börnum yngri en 3ja ára. „Seljendur skulu
vekja athygli kaupenda á hættunni með ís-
lenskum aðvörunarmerkingum, annað er ekki
fullnægjandi." ■
Munnþurrkubrot
sem henta á páskaborðið
Hér kemur auðvelt servíettubrot á páskaborðið. Það
er til mikið úrval af páskalegum munnþurrkum og lít-
ið mál að fá páskalegan svip á borðið með því að hafa
fallegar servíettur, gula unga og tijágreinar sem hengt
er á skraut. ■
m
m '
1
i
I