Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 12

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 Gaukshreiðrið frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins 14. apríl Kerfi fyrir hvem? KERFIÐ sem vill murka út sér- kenni hvers og eins. Steypa menn i sama mót af því það hentar betur. Fólkið fyrir kerf- ið, ekki kerfið fyrir fólkið. Kerf- ið sjálfs sín vegna. Fjandsam- legt þeim sem halda fram sjálf- stæðum vilja. Og þeim sem þurfa að byggja hann upp. Eins og sjúklingarnir í Gaukshreiðr- inu. Frumkvæði, frumleiki og frávik eru óvinir kerfisins því þar er ekkert rúm fyrir sveigj- anleika. I stóru eða smáu. Hvernig heldurðu það væri ef allir höguðu sér svona, spyija gæslumenn spítalans Randle McMurphy þegar hann biður um tannkrem árla morguns. Fólk væri hér burstandi daginn út og inn. McMurphy tekur fyrst skilningsríkur undir en hlær svo upp í opið geð mannanna. Þeir fyilast bræði, enda óveiýu- legt að vistmenn taki ekki lög- málum kerfisins sem sjálfsögð- um hlut. Þjóðleikhúsið frumsýnir Gauks- hreiðrið á stóra sviðinu fímmtu- daginn 14. apríl. Höfundurinn Dale Wasserman byggir leikritið á skáldsögu Kens Keseys, „One Flew Over the Cuckoo’s Nest“, sem út kom í Bandaríkjunum 1962. Hún féll í góðan jarðveg þess tíma og varð strax geysilega vinsæl. Leikgerð Wassermans frá 1963 sló hins vegar ekki í gegn fyrr en 1970. Þá var hún frum- sýnd í San Fransisco í þeirri mynd sem notið hefur hvað mestra vin- sælda. Gaukshreiðrið hefur verið sýnt á sviði um öll Bandaríkin og víða í Evrópu frá frumsýningu i París 1974. Skömmu áður hafði verkið eign- ast andlit í margverðlaunaðri kvik- mynd þar sem Jack Nicholson leik- ur aðalhlutverkið. Margir sjá fyrir sér vitfímngsiegt glott hans þegar minnst er á Gaukshreiðrið, aðrir muna bókina og flestum sem til þekkja ber saman um að viðfangs- efnið sé það kerfí sem lýst var í innganginum. Leikhúsgestum á Islandi gefst nú kostur á að skoða það nánar. Hávar Siguijónsson stýrir sext- án leikurum í Gaukshreiðrinu. Þeir eru oftast margir á sviðinu samtímis, saman á deild geðspítal- ans sem er vettvangur verksins. Leikstjórinn segir því heldur en ekki skila sér að valinn maður sé í hveiju rúmi. Of langt yrði að telja upp mannskapinn allan en vert að geta um Pálma Gestsson í hlutverki McMurphy’s, Ragnheiði Steindórsdóttur sem Ratched hjúkrunarkonu, Jóhann Sigurðar- son sem indíánahöfðingjann Bromden, Hilmar Jónsson sem Billy Bibbitt og Sigurð Skúlason sem Dale Harding. Tónlist í sýningunni er eftir Lárus Grímsson, lýsingu annaðist Björn Guðmundsson en búningar og leikmynd eru eftir Þórunni Sig- ríði Þorgrímsdóttur. Hún leitaðist við að halda þeim anda sem ríkti kringum 1959. Það ertími leikrits- ins en staðurinn geðdeild eins og áður segir. Hávar tekur fram að áherslan liggi þó ekki þar. „Þetta snýst ekki um geðsjúkrahús," seg- ir hann, „umgjörðin er frekar dæmi um stofnun, algilda stofnun, þar sem einstaklingurinn verður undir skipulaginu. Leikritið bendir á hvernig slíkar stofnanir virka. Á geðspítölum hefur örugglega mikið breyst á hálfum fjórða ára- tug. Aðferðimar sem lýst er í leik- ritinu eru margar úreltar í geð- lækningum. Þær þekkjast hins vegar enn í stofnunum eins og McMurphy og Ratched yfirhjúkrunarkona. Fjör á hælinu. fangelsum. Umbun og refsing, einum att gegn öðrum, þetta er þekkt. Kjarninn er alltaf ótti. Ekki beinlínis uppbygglegt eða vænlegt til betrunar. En allt fer fram und- ir kjörorðinu, þetta er þér fyrir bestu. Vald umsjónarfólks til túlkunar á hegðun vistmanna er nefnilega geysimikið á svona stofnun þar sem fólk heldur alveg til. Hvenær verður hegðun sjúkleg? Hversu umburðarlynd eða þröngsýn erum við? Hugsaðu þér að þú værir lögð inn á sjúkrahús núna á eftir, gegn vilja þínum. Hvernig myndirðu bregðast við? Líklega fyrst með reiði og mótmælum og svo með því að draga þig í hlé af því þú tilheyrir ekki þessum veika hópi. Þetta mætti kannski túlka sem sjúkdómseinkenni, sem bijóta þurfi á bak aftur. Þar með færi af stað eyðingarvél kerfisins á sérkennum einstaklings. Það er þetta sem Gaukshreiðrið lýsir.“ í leikritinu segir af afleiðingum þess að nýliði bætist í hóp vist- manna á geðspítala. Hann er send- ur úr vinnubúðum, þar sem hann hefur þótt erfíður og óstýrjlátur, til að gangast undir athuganir á andlegu heilbrigði. Upphaflega telur hann þetta góð skipti, nú geti hann haft það náðugt og spil- að á spil við sjúklingana, en fljót- lega verður honum ljós sá járnagi sem ríkir undir mildilegu yfír- borði. Yfírhjúkrunarkona deildar- innar heldur honum uppi og tekur fljótt að kljást við nýja vistmann- inn um völdin yfír sjúklingunum. Nýi maðurinn, McMurphy, á sér afbrotaferil og er ekki að öllu leyti sérlega geðfelldur. Þó er hann fyndinn og skemmtilegur og hrífur hina vistmennina auðveldlega með sér. Þeir eiga ekki að venjast því viðhorfí hans að hver maður hafí sinn rétt, óháð aðstæðum. Að þótt þeir séu ruglaðir sé það allt í lagi. Þegar McMurphy tekur að hrista upp í vistmönnum hælisins verður skammhlaup í kerfínu og stjórnendur þess ákveða að lægja öldurnar. Taka úr sambandi það sem veldur vandræðunum. Kerfíð fyrir fólkið eða fólkið fyrir kerfíð - það er spurningin sem velt er upp. Þ.Þ. ÞAÐ BORGAR SIGAÐ PANTA KÍKTUÁ VERÐIÐ! Dömubolir bls. 135, 145, 8 litir, stærðir 10-20, werð kr. 1.303,- Barnabolir bls. 368, 3 í pk., kr. 1.449,- Barnagallar bls. 407, 2 í pk., kr. 1.884,- Herrabolir, stærðir s-xxl, frá kr. 796,- Yfir 1000 síður af vörum á góðu verði. LISTINN FRÍR PÖNTUNARSÍMI 52866 R|U| B.MAGNÚSSON HF. Hólshrauni 2, Hafnarflról Trúarlegar lýsing ar í Listasafninu í LISTASAFNI íslands stendur nú yfír sýning á túskteikningum Barböru Arnason (1911-1975) við Passíusálma Hallgríms Pétursson- ar. Þær eru jafnmargar sálmun- um, 50 talsins, unnar á árunum 1944-1951. Ýmsir munu kannast við lýsingar Barböru á Passíusálm- um úr viðhafnarútgáfu Menning- arsjóðs frá 1961. Þá voru þijár aldir frá því Hallgrímur sendi frá sér nokkur handskrifuð eintök af sálmunum. Teikningar Barböru eru í eigu Listaiafnsins. Hér sést svipmynd frá opnun sýningarinnar síðastliðinn laugardag. Þær teikn- ingar Barböru sem hér fylgja eiga við sálma númer 12, Um iðrun Péturs, og númer 49, Um Kristí greftran. ■komiðoP dansid; Hæstu námskeið ■rðu 9.og10. apríl LÉTTA DANSSVEIFLU Á TVEIH DÖGUM! Áhugahópur um almei (slandi 620700 h r i n g d u n ú n a með frönskum og sósu TAKIDMED Vliil TAKIDMEÐ - tilboð! "ÍT - tilboð! Jarlínn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.