Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 18

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 Listkynning í tilefni afmælisárs Hamrahlíðarkómum vel tekið í Bretlandi Vilhelmína Ólafsdóttir, Elísabet F. Eiríksdóttir , Hrafnhildur Guð- mundsdóttir og Bryndís Pétursdóttir. Seltjarnarneskirkia Listahátíð að ljúka LISTAHÁTÍÐ Seltjarnarneskirkju, sem hófst 20. mars sl., lýkur annan páskadag. Listsýning hátíðarinnar er opin á helgidögum frá kl. 10 til 14 og virka daga og laugardag frá kl. 17 til 19. Hamrahlíðarkórinn er ný- kominn heim úr vel heppnaðri tónleikaferð til Bretlands. Kórinn hélt fimm tónleka; í Manchester, Hull, Liverpool, og í Lundúnum, þar sem sung- ið var í Barbican Centre og St. Paul-dómkirkjunni. Auk þess söng kórinn nokkrum sinnum í þáttum á BBC- útvarpsstöðinni. Á efnisskrá tónleikanna var íslensk tónlist í öndvegi. „Ferðin var farin í tilefni af iýðveldisaf- mælinu,“ sagði Þorgerður Ing- ólfsdóttir, stjórnandi kórsins. „Hún var í tengslum við þá ís- lensku listkynningu sem áætluð er víða um heim þetta árið. Það hefur verið á döfinni hjá okkur í nokkur ár að fara til Bretlands," sagði Þorgerður. „Við höfum fengið nokkur tilboð um tónleikaferðir þangað en okk- ur hefur verið boðið mjög víða og þetta er alltaf spurning um að velja og hafna. Þessi ferð _var farin undir skjaldarmerki íslands og á efnis- skránni hjá okkur var íslensk tónlist í öndvegi. Á nokkrum tónleikum fluttum við þó tónlist frá endurreisnar- tímanum, meðal annars eftir Palestrina og Byrd fyrir hlé. Síð- ari hluti þeirra tónleika var helg- aður íslenskri tónlist og í hléi fórum við í ísienska búninga til að undirstrika þjóðernið. Ferðin var í alla staði afskap- lega vel heppnuð og það var mik- ill heiður fyrir okkur að fá að taka þátt í því að minnast fimm- tíu ára afmælis lýðveldisins. Það var alls staðar tekið vel á móti Hamrahlíðarkórinn. okkur og viðtökurnar sem kórinn fékk voru mjög góðar. íslandi var alls staðar sýndur mikill heiður. Á tónleikana mættu borgarstjór- ar þeirra borga sem við sungum í og æðstu embættismenn, sem sýndu íslandi mikla viriðingu. Það var Helgi Ágústsson, sendi- herra okkar í Lundúnum, sem átti veg og vanda að skipulagi og undirbúningi tónleikaferðar- innar og öll hans vinna var til fyrirmyndar. Á hverjum stað voru það svo ræðismenn íslands sem sáu um framkvæmdina og það er gaman að segja frá því hvað við eigum marga glæsilega fulltrúa, sem eru ræðismenn, og kynna ísland af virðingu og reisn fyrir okkar landi.“ Hver voru svo íslensku verkin sem þið fluttuð? Við frumfluttum eitt íslenskt verk í ferðinni, verk eftir Hróðm- ar Inga Sigurbjömsson, sem hann hefur samið fyrir tvo kóra og sópransóló. Síðan fluttum við verk eftir núlifandi tónskáld okk- ar, bæði frumsamin tónverk þeirra og íslensk þjóðlög í þeirra búningi. Verk eftir Atla Heimi, Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Nor- dal, Hafliða Hallgrímsson og Pál P. Pálsson. Allir tónleikar okkar, nema í St. Pauls-kirkjunni sem voru eft- irmiðdagstónleikar, voru kvöld- tónleikar í fullri lengd og ekki annað á efnisskránni en Hamra- hlíðarkórinn. Hins vegar sungum við líka á markaðnum í Covent Garden, þar sem við vorum með þjóðlegt prógram og tókum nokk- ur dansspor. Það var virkilega gaman og ferðin var öll hin ánægjulegasta fyrir okkur,“ sagði Þorgerður Ingólfsdóttir að lokum. ssv Föstudaginn langa kl. 17 munu söngkonurnar Elísabet F. Eiríksdótt- ir, sópran, Hrafnhildur Guðmunds- dóttir, mezzosópran, og Vilhelmína Ólafsdóttir, píanóleikari, flytja verkið „Stabat Mater" eftir Pergolesi. Bryn- dís Pétursdóttir, leikari, mun í upp- hafi lesa þýðingu Matthíasar Joc- humssonar á frumtextanum. Á páskadag verður guðsþjónusta kl. 8. Dansarar úr Balletskóla Guð- bjargar Björgvins munu sýna helgi- Vorvindar er blönduð dagskrá með einsöng, gítarleik og ljóða- lestri. Flytjendur eru allir fæddir og eða búsettir á Vopnafirði óg eru þau; Borghildur Sverrisdóttir pópr- an, Gunnhildur Konráðsdóttir messósópran, og Ólafur Valgeirs- son tenór. Undirleikari verður Zbigniew Zuchowicz skólastjóri leik. Annan páskadag verða tónleikar Safnaðarkórs Seltjarnamess, Kam- merkórsins og Kammersveitar Sel- tjarnarness kl. 20.30. Flutt verða innlend og erlend helgiverk. Kamm- ersveitin mun flytja Brandenborgar- konsert i g-dúr eftir Bach. Aðgangur að öllum listviðburðum er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir. (Nánari upplýsingar eru góðfúslega veittar í síma kirkjunanr, 611550.) Tónlistarskóla Vopnafjarðar, Jón Guðmundsson gítar og ljóðskáldið Svanur Kristbergsson les upp. Tón- listarfólkið er komið mislangt í námi hvert á sínu sviði. Á efnisskránni verður tónlist eft- ir innlenda og erlenda höfunda og frumsamin ljóð. „Vorvindar“ á Vopnafirði MENNINGARSJÓÐUR Vopnafjarðar og Danól - umboðs- og heild- verslun, bjóða til tónlistardagskrár með ljóðaívafi í félagsheimilinu Miklagarði, laugardaginn 2. apríl kl. 21. Hópurinn sem stendur að lestri Passíusálmanna á æfingu, en þeir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa. Hallgrímskirkja Passíusálmarnir á föstudaginn langa PASSÍUSÁLMAR Hallgríms Péturssonar verða lesnir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa. Flytjendur eru skáld og leikarar undir forystu Ey- vindar Erlendssonar. Á milli sálmanna leikur Hörður Áskelsson af fingr- um fram á nýtt orgel kirkjunnar. Af þessu tilefni verður eirmyndin Krist- ur á krossinum eftir Þorbjörgu Pálsdóttur myndhöggvara til sýnis í kirkj- unni. Lesturinn hefst klukkan 13 og lýkur á milli kukkan 18 og 19. Listvinafélag Hallgrímskirkju og Eyvindur Erlendsson leikari hafa nokkur undanfarin ár staðið fyrir lestri Passíusálmanna í Hallgríms- kirkju á föstudaginn langa. Fyrstu árin las Eyvindur sálmana einn, en á síðasta ári fékk hann nokkur skáld og leikara í lið með sér. Þau skiptu með sér iestrinum, en á eftir fimmta hverjum sálmi var leikið á stóra org- elið í kirkjunni. Þessi háttur verður einnig á flutningnum í ár. Þau sem lesa passíusálmana fímmtíu ásamt Eyvindi eru: Einar Bragi, Ásta Guð- rún Eyvindsdóttir, Helga Þ. Stephen- sen, Þórarinn Eldjárn, Vilborg Dag- bjartsdóttir, Karl Guðmundsson, Matthías Johannessen, Sigurður A. Magnússon, Þorsteinn frá Hamri, III- ugi Jökulsson, Guðmundur Andri Thorsson og Linda Vilhjálmsdóttir. Tónlistin sem Hörður leikur af fingr- um fram eru hugleiðingar um efni sálmanna byggðar á laglínum gömlu passíusálmalaganna. Myndverk Þor- bjargar Pálsdóttur af Kristi á kross- inum var upphaflega unnið í asbestm- úr og sýnt á kirkjulistarsýningunni á Kjarvalsstöðum árið 1983. Síðar var það steypt í eir og hefur ekki verið sýnt í þeirri gerð opinberlega áður. Það er á þriðja metra á hæð og verð- ur komið fyrir upp við súlu innarlega í kirkjuskipi Hallgrimskirkju. í forkirkju Hallgrímskirkju stendur yfír sýning á Biblíumyndum dönsku listakonunnar Bodil Kaalund. Passíusálmalestur í Hallgríms- kirkju á föstudaginn langa hefur jafn- an verið fjölsóttur, fólk kemur og dvelur við í Iengri eða skemmri tíma. Guðsþjónusta er klukkan 11 og kirkj- an er opin öllum frá morgni til kvölds. MENNING/LISTIR Myndlist Sýningu Ásu Hauksdóttur að ljúka Sýningu Ásu Hauksdóttur í Gallerí 11 Skólavörðustíg 4a lýkurlaugardag- inn 2. apríl. Ása sýnir lágmyndir, unn- ar með blandaðri tækni, en efniviðurinn og hugmyndafræðin er sótt til íslenskr- ar byggingalistar. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Sýningin er þriðja einkasýning Ásu og hefur hún einnig tekið þátt í nokkr- um samsýningum. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. Besta blaðaljósmyndin Blaðamannafélagið og Blaðaljós- myndarafélagið standa fyrir sýningu á bestu blaðaljósr yndum nýliðins árs í Listhúsinu í Laugardal. Sýningin verð- ur opnuð formlega laugardaginn 2. apríl kl. 13.30 og þá verða veitt verð- laun fyrir bestu myndirnar, auk þess sem útnefnd verður blaðaljósmynd árs- ins 1993. Þetta er fjórða árið í röð sem félögin standa sameiginlega fyrir sýn- ingu sem þessari. Alls bárust á fimmta hundrað myndir í forkeppnina frá á þriðja tug ljósmyndara, en myndir frá 17 þeirra voru valdar til sýningar. Efnisflokkar á sýningunni eru; fréttamyndir, íþróttir, skop, daglegt líf, portrett, myndraðir og opinn flokk- ur. Sýningin verður opnuð fyrir almenn- ing kl. 15 á laugardag og verður opin eftir það frá kl. 12-19 fram til 13. apríl. Á páskadag er opið frá kl. 15-19. Ólafur Már og Sara sýna á Selfossi Ólafur Már Guðmundsson og Sara Vilbergsdóttir opna sýningu á olíu, akríl og pastelmyndum í Vallholti 10, Selfossi. Ólafur og Sara eru bæði ís- firðingar að uppruna en búa nú og vinna að list sinni i Reykjavík og Mos- felþsbæ. Ólafur hefur haldið nokkrar einka- sýningar og tekið þátt í samsýningum. Hann verður með sýningu í Slunkaríki á ísafirði yfir páskavikuna í tengslum við „skíðaviku" ísfirðinga. Ólafur sýnir myndverk unnin með akríllitum á striga og pappír, unnin á undanförnum tveim árum. Sara Vilbergsdóttir hefur haldið þijár einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlend- is. Sara verður með olíu- og pastel- myndir á sýningunni. Sýningin í Vallholti 10 verður opnuð laugardaginn 2. apríl kl. 16 og verður opin á páskadag og annan í páskum frá kl. 14-18. Einnig verður opið næstu tvær helgar á eftir, þ.e. 9.-10. og 16.-17. apríl, frá kl. 14-18. „Blóð lambsins“ á föstudaginn langa Myndlistameminn Þóra Þórisdóttir opnar sýningu í Portinu í Hafnarfirði á föstudaginn langa, 1. apríl. Verkin á sýningunni fjalla öll um táknmyndir Biblíunnar á Kristi, dauða hans og hjálpræði. Þóra leitast við að sýna hin- ar lifandi rætur trúarinnar og verkin eiga lítið sameiginlegt með hefðbund- inni kirkjulist. Meðal verka er nýslátrað lamb sem er táknmynd um dauða Krists á krossinum. „Við eigum erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd, að gjaldið fyrir páskasteikina er dauði lambsins og að lambið var getið til þess að deyja og verða máltíð á borðum okkar.“ Sýningin í Portinu stendur í 3 daga, föstudaginn langa, laugardaginn 2. apríl og á páskadag. Sýningin er opin frá kl. 13-18 og er hluti af útskriftar- verkefni Þóru úr skúlptúrdeild MHÍ. Dominique Ambroise sýnir í Gallerí Úmbru Á skírdag verður opnuð sýning á verkum Dominique Ambroise í Gallerí Úmbru, Amtmannsstfg 1. Dominique hefur starfað í Frakklandi og Kanada og er nú búsett hér á landi. Verk henn- ar hafa verið sýnd víða um heim, en þetta er hennar fyrsta einkasýning hér á landi. Verkin á sýningunni eru unnin með olíuliastifti á sýrufrían pappír. Opnun sýningarinnar verður á skír- dag kl, 17-19, en henni lýkur 20, apríl. Tónlist Aukatónleikar á Sálu- messunni í Langholts- kirkju Vegna mikillar aðsóknar að tónleik- um Söngsveitarinnar Fílharmóníu á Sálumessunni eftir Mozart hefur verið ákveðið að efna til aukatónleika á ann- an í páskum í Langholtskirkju kl. 21. Uppselt var á þrenna tónleika í Kristskirkju. Einsöngvarar með Söng- sveitinni eru þau Sigrún Hjálmtýsdótt- ir, Alina Dubik, Garðar Cortes og Guð- jón Oskarsson, um 25 manna hljóm- sveit tekur þátt í flutningnum og er konsertmeistari Szymon Kuran. Stjórnandi er Ulrik Ólason. Miðasala er við innganginn og í Bókabúðinni Kilju Háaleitisbraut' 58-60. Finnskur vísnasöngv- ari í Norræna húsinu Arto Rintamáki heldur vísnatónleika í fundarsal Norræna hússins, laugar- daginn 2. apríl kl. 16. Arto stundaði tónlistarnám við tón- listarskólann í Ábo, .en sneri sér síðan að leiklistarnámi. Eftir það hefur hann starfað í lausamennsku sem tónlistar- maður. Hann hefur sungið og spilað með sönghópnum Tríó Saludo frá 1973. Tríóið hefur ferðast um Norður- lönd og hélt m.a. tónleika hér á landi fyrir nokkrum árum. Arto Rintamáki er einnig þekktur sem trúbadúr. Arto flytur lög eftir m.a. Bellmann, Dan Andersson, Evert Taube, írska söngva og fl. Hann syngur á öllum norðurlanda- málum auk ensku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.