Morgunblaðið - 31.03.1994, Blaðsíða 72
72
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994
Fjóla Gísladótt-
ir - Minning
Fjóla Gísladóttir, amma mín, lést
eftir erfíð veikindi en skamma legu
á Vífílsstöðum 16. mars.
Amma Fjóla fæddist í Reykjavík
14. júlí 1913. Foreldrar hennar voru
Guðbjörg Ámadóttir og Gísli Eiríks-
son verkamaður. Guðbjörg fluttist
þegar Fjóla var eins árs austur á
Seyðisfjörð með Gísla Blómkvist
tvíburabróður hennar og hafði hún
lítið af móður sinni að segja eftir
það.
Guðbjörg átti fyrir Guðrúnu Mar-
gréti Ámadóttur sem fæddist 1908
og er hún ein á lífi af börnum henn-
ar. Seinna eignaðist hún Jón Eyj-
ólfsson 1917 og Sigurbjörgu Eyj-
ólfsdóttur 1918.
Ömmu var komið í fóstur á Hliði
á Álftanesi hjá hjónunum Jóhönnu
Jóhannsdóttur og Jörundi Jóhanns-
syni sjómanni. Þau ólu þar upp alls
rúmlega 20 börn. Jömndur lést
þegar Fjóla var 7 ára og var ævi
hennar og hinna barnanna sem þá
munu hafa verið þijú mjög erfíð
eftir það. Fátæktin og úrræðaleysið
eins og verst gerðist jafnvel á þeim
tímum.
Þegar amma var komin á ferm-
ingaraldur þurfti hún að fara að
sjá um sig sjálf. Þá bjó hún m.a.
um tíma hjá fóstursystur sinni I
Reykjavík.
Fjóla var um tvítugt þegar hún
giftist Bergsteini Guðjónssyni bif-
reiðastjóra. Saman áttu þau soninn
Hilmar Jón. Þeirra hjónaband varð
skammvinnt og áttu Fjóla og Hilm-
ar þá m.a. athvarf hjá Árna móður-
bróður hennar í Ölversholtshjáleigu
í Holtum, en hann og fjölskylda
hans reyndust Fjólu alla tíð mjög
vel og var alltaf mjög kært með
henni og frændsystkinum hennar
eftir það. '
Mesta gæfan í lífi ömmu Fjólu
held ég að hafí verið þegar hún
kynntist afa mínum, Jafet Agli
Ottóssyni. Jafet fæddist í Reykjavík
4. september 1906, næstyngstur
barna Caroline Siemsen og Ottós
N. Þorlákssonar skipstjóra. Þegar
þau kynntust voru Jafet og fyrri
kona hans Guðrún Rútsdóttir skilin,
en saman höfðu þau eignast móður
mína, Önnu Margréti, 1932.
Fyrstu búskaparár Fjólu og Ja-
fets voru á Bókhlöðustíg 6 og síðar
hjá foreldrum Jafets og og Mar-
gréti systur hans og fjölskyldu á
Nýlendugötu 13. Um 1950 keyptu
þau bárujámsklætt timburhús sem
stóð sem sumarbústaður við Hafra-
vatn og fluttu það á grunn sem þau
byggðu við Suðurlandsbraut 79 á
melnum í næsta nágrenni við hinn
yfirgefna Múlakamp. Á þessum
árum var fjölgun íbúa f Reykjavík
langt umfram það sem borgaryfir-
völd réðu við og var því hvorki
hægt að fá húsnæði né lóðir til að
byggja á. Hverfí eins og Múlakamp-
urinn og nágrenni hans var því alls
ekkert einsdæmi í borginni. Þar bjó
fólk í yfirgefnum bröggum her-
mannanna og aðrir byggðu sér hús,
eins og Fjóla og Jafet, oft af miklum
myndarskap án opinbers skipulags
og með bráðabirgðaleyfum til
skamms tíma. Þarna þróaðist gott
mannlíf og ríkti innileg vinátta milli
íbúanna sem bjuggu áfram í húsum
sínum með áframhaldandi bráða-
birgðaleyfi þó að braggarnir hyrfu.
Smám saman þrengdi þó borgin að
þessu hverfí, íbúarnir flwttu á brott
smám saman. Afi og amma fluttu
í Álftamýri 22 1975. Húsið var þó
ekki rifið, heldur var það flutt í
annað sinn af stalli og þá upp í Kjós.
Fjóla og Jafet áttu til samans
fímm börn sem öll hafa komist vel
áfram í lífinu, eignast góða maka,
böm og bamabörn. Elst er Anna
Margrét Jafetsdóttir kennari, fædd
1932, gift Hálfdani Guðmundssyni
viðskiptafræðingi hjá Ríkisskatt-
stjóra. ÞaU eiga sex böm. Hilmar
Jón Bergsteinsson flugstjóri, fædd-
ur 1934, kvæntur Þorbjörgu Ing-
ólfsdóttur húsmóður. Þau eiga þijú
böfnvElfnJáfetsdóttii* Proppe fram-
kvæmdastjóri, fædd 1941, gift Karli
Hugo Proppe lækni. Þau eiga þrjú
böm. Hendrik Jafetsson kennari,
fæddur 1945, kvæntur Sigríði Stef-
ánsdóttur fóstru. Þau eiga þijú
börn. Yngstur er svo Gísli Jafets-
son, forstöðumaður hjá Reiknistofu
bankanna, fæddur 1953, kvæntur
Önnu Antonsdóttur fulltrúa í fjár-
málaráðuneytinu. Þau eiga tvær
dætur, en fyrir átti Gísli eina dótt-
ur. Langömmubörnin fylla þegar
tuginn.
Jafet afí minn starfaði lengst af
á Reykjavíkurflugvelli, fyrst hjá
breska hernum og síðar sem vöru-
bílsstjóri hjá flugmálastjórn. Amma
Fjóla starfaði fyrst og fremst sem
húsmóðir, en vann einnig við þrif
bæði í heimahúsum og verslun.
Það er erfitt fyrir okkur sem
fædd erum þetta eftir seinni heims-
styijöldina að skynja fátæktina,
eymdina, og úrræðaleysið, sem
hijáði svo marga sem uppi voru um
og eftir síðustu aldamót. Við getum
lesið okkur til um þetta líf, hungur,
barnadauða, kulda og myrkur, en
að setja sig i spor þessa fóiks er
þó útilokað fyrir okkur sem höfum
alist upp við allsnægtir. Á þessum
tíma var það vafalaust álit margra
að fátæktin og eymdin væri eðlilegt
og óumflýanlegt ástand. Efnaðir
bændur og nýrík borgarastétt virt-
ust að minnsta kosti ekki hafa mikl-
ar áhyggjur af ástandinu. En ekki
voru allir reiðubúnir til að viður-
kenna að svona ætti þetta að vera.
Langafí minn og langamma Ottó
og Caroline, voru meðal helstu bar-
áttumanna fyrir breyttu þjóðskipu-
lagi, þar sem framlag vinnandi
stétta yrði metið að verðleikum og
allir ættu sama rétt og möguleika
til mannsæmandi lífs. Afi minn tók
virkan þátt í þessari baráttu þegar
frá unglingsárunum ásamt systkin-
um sínum. Aldrei glataði hann
trúnni á hið stéttlausa þjóðfélag
sem frumkvöðlar kommúnismans
boðuðu, þó svo að hann lifði að sjá
upphaf að hruni stefnunnar í Aust-
ur-Evrópu. Þeim fer nú fækkandi
sem hafa þá hugsjón að leiðarljósi
að framleiðslutækin verði að vera
sameign til þess að lífsgæðum verði
'jafnt dreift milli allra. Menn leggi
fram eftir getu og taki eftir þörfum.
Þó svo að amma mín tæki ekki
jafn virkan þátt í baráttu hinna
vinnandi stétta og afí, deildi hún
flestum skoðunum hans. Hún hafði
sjálf kynnst fátæktinni og vonleys-
inu sem fylgir henni. Hún hafði
ekki fengið að njóta ástar og um-
hyggju móður sinnar þegar hún var
barn. Þessi bitra reynsla hennar var
henni leiðarljós allt hennar líf.
Ástríkari móður, ömmu og
langömmu er vart hægt að hugsa
sér. Enda uppskáru þau hjónin ríku-
lega þar sem voru myndarleg og
gæfusöm böm sem alltaf minnast
ástarinnar og umhyggjunnar sem
þau fengu að njóta í foreldrahúsum.
Amma lagði líka sitt lóð á vogar-
skálarnar til þess að önnur böm
fengju notið umhyggju mæðra
sinna með ötulli þátttöku í starfi
Mæðrafélagsins og hún starfaði
einnig á sínum tíma í Kvenfélagi
sósíalista.
Afí og amma voru óvenju sam-
hent og ástrík hjón. Þetta byggðist
ekki síst á því hversu vel þau þekktu
hvort annað og hversu mikla virð-
ingu þau bám hvort fyrir öðru. Þau
áttu bæði að baki misheppnað
hjónaband, en áttu saman ein fimm-
tíu hamingjusöm ár sem lauk með
dauða afa fyrir því sem næst ná-
kvæmlega fjórum árum. Amma
Fjóla var afskaplega félagslynd
manneskja. Hún var ófeimin við að
tala við alla og viðraði skoðanir sín-
ar tæpitungulaust. Hún elskaði
landið sitt og vissi ekkert skemmti-
legra en að ferðast um það og sofa
í tjaldi úti í guðsgrænni náttúr-
unni. Ógleymanlegt er það okkur
hjónunum og börnum okkar þegar
við hittum ömmu fyrir atgera tiívTlj-
un í Hríseyjarfeijunni fyrir tæpum
þremur árum í dýrlegu veðri og
áttum við með henni yndislegan
eftirmiðdag í sumarbústað á Ár-
skógsströndinni. Þá var hún á
ferðalagi með eldri borgurum sem
hún naut út í ystu æsar. Það var
afa og ömmu og mikil upplifun að
heimsækja Elínu dóttur sína og fjöl-
skyldu hennar í Bandaríkjunum.
Síðustu árin átti amma Fjóla við
verulega vanheilsu að stríða. Það
var hennar lán að eiga samastað á
Vífílsstöðum þar af samfellt síðasta
hálfa árið, fyrst á lungnadeild og
síðast á hjúkrunardeild. Á báðum
deildunum naut hún frábærrar
umönnunar starfsfólksins jafnt fag-
menntaðs sem ófaglærðs. Hún eign-
aðist líka góða vini meðal anngfra
sjúklinga. Það er unun til þess að
vita hvað við eigum gott hjúkrunar-
fólk á heilbrigðisstofnunum okkar.
Fólk sem er reiðubúið til að gefa
svona mikið af sjálfu sér við umönn-
un sér alls óskylds fólks, á þeim
lágu launum sem það hefur. Fyrir
hönd okkar afkomenda Fjólu sendi
ég starfsfólki Vífílsstaðaspítala ást-
arþakkir fyrir umhyggjuna og ást-
úðina sem hún naut þar. Börn henn-
ar og tengdabörn reyndust henni
líka frábærlega í veikindunum, en
á engan tel ég hallað þó að þáttur
þeirra Gísla og Onnu sé þar sérstk-
lega nefndur.
Ég og Ari bróðir minn vorum svo
lánsamir að fá að njóta náinna sam-
vista við afa og ömmu þegar við
vorum að mestu heimilisfastir þijá
vetur hjá þeim á menntaskólaárum
okkar. Þau voru okkur sem aðrir
foreldrar og Gísli móðurbróðir okk-
ar og jafnaldri minn, sem bróðir.
Guðmundur bróðir okkar og Jóna
systir fengu einnig að njóta þess
að eiga þau að seinna á þeirra
námsárum.
Nú þegar við kveðjum ömmu
Fjólu fer ekki hjá því að hugurinn
reiki til baka, hvers konar mann-
eskja hún hafí verið og hvernig líf
hennar og starf hafí haft áhrif á
okkur afkomendur hennar. Ég sé
fyrir mér hlýja og hjartahreina konu
sem hugsaði alltaf fyrst og fremst
um velferð barnanna. Ég sé fyrir
mér samhent hjón sem aldrei urðu
rík á þann auð sem mölur og ryð
fá grandað en skulduðu engum
neitt og gerðu allt til þess að börn-
in fengju notið þeirrar menntunar
sem þau höfðu ekki sjálf fengið að
njóta. Við sem fengum að njóta
návista við ömmu Fjólu söknum
hennar sárt, en minningin um hana
lifir alla tíð með okkur.
Finnbogi Rútur Hálfdanarson.
Nú ert þú á leiðinni á einhvem
annan stað handan stjarnanna.
Kannski til Nangijala þar sem bíður
ykkar afa lítið hvítkalkað steinhús,
umlukið kirsubeijatijám, ekki
ósvipað því sem beið eftir bræðrun-
um Ljónshjarta. Þar er ennþá tími
varðelda og ævintýra og þar þætti
þér ábyggilega gaman að vera. í
Nangijala er heldur enginn veikur.
Ég er viss um að afi hefur staðið
úti fyrir hliðinu á litla húsinu ykk-
ar, með útrétta arma, til að taka á
móti þér, alveg eins og Jónatan
Ljónshjarta þegar hann tók á móti
Snúði litla bróður sínum.
Er ég lýk upp minningarkistlr
mínum streyma fram kynjamyndir
um margar góðar stundir sem vert
er að minnast. Það er gott að geta
geymt allar þessar minningar um
þig á einum stað því þá finnst mér
eins og þú sért ennþá hjá okkur.
Ég geymi þetta allt inni í „ömmu
í Alftó“ hólfinu í huga mínum. Nú
ætla ég að segja þér, amma mín,
hvað leynist inni í þessu hólfi.
Þegar þú fórst með mig og Fríðu
til Hermínu að tína rifsber og ég
var alveg að pissa í mig á strætó-
stoppistöðinni á Hofsvallagötunni.
Þegar þú kenndir mér að þekkja
spilin og spila á þau.
Ég man eftir því hvað þú varst
alltaf dugleg að pijóna sokka og
vettlinga og hvað þú gast verið fljót
með pijónana.
Þú bakaðir líka bestu skúffuköku
í heimi og sama hvað ég reyni þá
tekst mér aldrei að baka eins góða
skúffuköku. Þú hefur kannski átt
einhvers konar skúffukökutöfra-
sprota sem lítil álfkona hefur gefíð
þér. Ekki má heldur gleyma vínar-
brauðunum þínum og bollunum með
búðingnum á milli. Þetta er allt eitt-
hvað svo „ömmulegt“.
Þú borðaðir líka alltaf afgangana
sem við systkinin leifðum, því það
mátti ekki láta matinn fara til spill-
is. Þér fannst við líka alltaf vera
ósköp matvönd.
Þú varst líka alltaf svo mikið
náttúrubarn. Ég hef aldrei vitað
neinn njóta þess eins að vera úti í
náttúrunni eins og þig, amma, nema
kannski hann pabba, enda er hann
líka sonur þinn. Að sitja á þúfu
uppi í sveit með fíflana í kringum
þig, það var þitt líf og yndi, alveg
sama þótt það væri hífandi rok.
Ég veit líka að þér fannst alltaf svo
gaman að komast upp í sumarbú-
stað til Gísla og Önnu þó þú hafir
ekki komist oft vegna þeses hve
þreytt þú varst orðin. Þú talaðir oft
umþessar ferðir I sveitarparadísina.
Ég man líka eftir því, þegar ég
var lítil, hvað mér fannst dökki
bletturinn á auganu á þér skrýtinn.
Ég hélt alltaf að það væri hægt að
þvo hann af.
Það var gaman að þú skyldir
hafa hitt Hilmar Snorra, Kötu og
Snædísi, ásamt hinum langömmu-
börnunum áður en þú fórst. Þú
getur þá sagt afa frá þeim.
Yfír fjöllin fagurblá, yfir engin
gróin græn og grösug flýgur þú á
vit ævintýranna í Kirsubeijadal,
Nangijala. Kannski kemur þú í líki
hvítrar dúfu og sækir mig er tími
minn er kominn. Við hittumst ein-
hvem tímann aftur.
Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir.
Hún Fjóla Jafets er dáin. Já, íbú-
arnir I hverfinu kenndu hana alltaf
við manninn hennar, hann Jafet, til
aðgreiningar frá annarri Fjólu sem
bjó í næsta húsi.
Þegar við systkinin horfum til
baka og hugsum um uppvaxtarár
okkar í Múlahverfinu er okkur Fjóla
mjög minnisstæð. Hún var alltaf til
staðar og hús hennar stóð okkur
alltaf opið ef á þurfti að halda. Hún
flutti í hverfið okkar árið 1953 og
bjó þar til ársins 1975 þegar hún
flutti í Álftamýrina. Margs er að
minnast frá þessum árum, en hér
verður aðeins drepið á örfá minn-
ingabrot, sem aldrei munu gleym-
ast.
Þegar við systkinin vorum lítil
þvoði mamma okkur stundum í eld-
húsvaskinum fyrir svefninn. Þá til-
heyrði það að senda Fjólu „þvotta-
koss“ út um eldhúsgluggann, því
þá stóð Fjóla ævinlega við sinn eld-
húsglugga hinum megin við götuna,
en það er einmitt á þeim stað sem
hún er okkur minnisstæðust. Hún
hafði mikla ánægju af því að vita
hvað var að gerast í kringum hana.
Stundum fór það svolítið í taugarn-
ar á okkur þegar við fórum að eld-
ast og þóttumst þurfa að gera
ýmislegt sem ekki átti að fara hátt,
en nú þegar við erum komin til vits
og ára gerum við okkur grein fyrir
að þrátt fyrir allt þótti okkur nú
ósköp gott að vita af henni á vísum
stað í tilverunni.
Við munum vel eftir fallega garð-
inum hennar Fjólu, með háu tiján-
um, sem hækka reyndar örugglega
heilmikið í minningunni. Þar var
gott að dunda sér á fallegum sum-
ardegi og þar gat maður jafnvel
fundið ijögurra laufá smára cf vel
var leitað. 0g ekki má gleyma rifs-
beijunum, sem voru svo freistandi,
svona eldrauð og girnileg. Auðvitað
máttum við ekki tína öll berin af
tijánum, því Fjóla notaði þau í sultu,
en hún vissi sem var að það voru
fyrstu berin sem eftirsóttust voru
og ef til vill var enn meira spenn-
andi að hnupla beijum ef við vissum
að hún sá til. Því notaði hún besta
ráðið sem til var gegn beijaræningj-
unum, en það var að látast ekki sjá
þá.
Við munum líka vel eftir rús-
ínukrukkunni hennar Fjólu. Það
kom jafnvel fyrir að hún væri svo
ósínk á rúsínurnar að við systkinin
fengum í magann af rúsínuáti, því
Fjóla hefði aldrei getað tekið af
okkur krukkuna á meðan eitthvað
var eftir í henni.
Þessi gestrisni Fjólu kom líka
skýrt fram þegar hún efndi til veislu
af einhveiju tilefni. Þótt okkur
krökkunum í hverfinu væri kannski
ekki boðið í veisluna sjálfa nutum
við svo sannarlega góðs af henni
því hún geymdi alltaf eitthvað
handa okkur og jafnvel kom fyrir
að hún byði okkur í garðveislu dag-
inn eftir til að njóta þeirra krása
sem í boði höfðu verið.
En lífið var ekki eintómar veisl-
ur, heldur þurfti líka að sinna dag-
legu amstri. Það hefur örugglega
ekki verið neitt áhlaupaverk að þvo
af allri fjölskyldunni á þvottabretti
í stórum trébala og þá var oft svo
mikil móða í þvottahúsinu að varla
sást handa skil. Hún var samt aldrei
svo upptekin við heimilsstörfin að
hún hefði ekki tíma til að setjast
niður yfír góðum kaffisopa eða
sinna okkur krökkunum ef við
þurftum á að halda.
Ein af bestu æskuminningum
okkar systkinanna eru ferðalögin
sem við fórum í með þeim Fjólu og
Jafet. Þá voru bakaðar kleinur og
kanelsnúðar, kaffí sett á hitabrúsa
og keyptur kókkassi. Síðan var
krökkunum í hverfinu smalað sam-
an í „boddí“ sem sett var á vörubíls-
pallinn hjá Jafet og keyrt upp í
sveit. Á leiðinni var mikið sungið,
sagðar sögur og farið í „Frúna í
Hamborg“. Þessir dagar liðu alltof
hratt, ýmist í beijamó eða skemmti-
legum leikjum.
Þegar nágrannarnir í hverfinu
létu loks verða af því síðastliðið
haust að koma saman og rifja upp
gamlar minningar, gat Fjóla því
miður ekki verið með okkur vegna
þeirra veikinda sem hijáðu hana
síðustu æviárin. Þá var hennar sárt
saknað, því við vitum hve mjög hún
hefði haft gaman af því að hitta
alla gömlu kunningjana aftur. En
nú er hún búin að fá þá hvíld sem
bíður okkar allra.
Um leið og við sendum bömum,
tengdabörnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum þeirra Fjólu og
Jafets okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur sendum við Fjólu okkar síðasta
„þvottakoss“.
Viggó, María, Jóhanna
og Guðlaug Vilbogabörn,
(Suðurlandsbraut 74a).
Þriðjudaginn 5. apríl nk. verður
elsku amma okkar, Fjóla Gísladótt-
ir, til moldar borin. Fyrir fjórum
árum fylgdum við afa okkar, Jafeti
Ottóssyni. Er þeirra sárt saknað.
Amma Fjóla eins og við kölluðum
hana var alltaf að hugsa um aðra.
Hún vildi að öllum liði vel. Heima
hjá henni í Álftamýri var alltaf eitt-
hvað hægt að fínna sér til dundurs
fyrir litla krakka. Hún átti bækur,
liti, dúkkur og undir rúminu hennar
var fullur kassi af bílum. Þar leidd-
ist engum. Þegar við systurnar vor-
um einar hjá ömmu spilaði hún við
okkur og hún ein leyfði okkur að
drullumalla í eldhúsinu og hafði
jafn gaman af því og við.
Þegar hún fór með okkur í sveit-
ina fannst henni best að vera úti
og anda að sér ilmi náttúrunnar.
Uppi á hæð, sitjandi á þúfu, þannig
minnumst við ömmu.
Annað heimili ömmu Fjólu síð-
ustu var á Vífilsstöðum. Þangað var
gott að koma. Starfsfólk og sjúkl-
ingar voru alveg yndisleg. Þar eign-
uðumst við marga vini. Viljum við
nota tækifærið og þakka þeim allt
gott.
Þóra Björk og Anna Lilja.