Morgunblaðið - 31.03.1994, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994
Skútustjórarnir Peter Blake
og Robin Knox-Johnston.
Skútan
ENZA 75
daga um-
hverfis
hnöttinn
Southampton. Reuter.
FLEST benti til þess á þriðju-
dag að nýsjálenska skútan
ENZA New Zealand setti nýtt
hraðamet í hnattsiglingu og
hlyti eftirsótt verðlaun sem
kennd eru við franska rithöf-
undinn Jules Verne.
Búist er við að ENZA, sem
er tvíbytna, ljúki kappsigling-
unni á morgun, en þá verða 75
dagar liðnir frá því skútustjór-
arnir Peter Blake og Robin
Knox-Johnston sigldu yfir rás-
línuna við frönsku borgina Brest,
vestast á Bretaníuskaganum.
Franskur siglingagarpur,
Bruno Peyron, sigldi skútunni
Commodore Express í fyrra
umhverfis jörðina á 79 dögum
og sex klukkustundum.
A hnattsiglingunni hafa
nýsjálensku skútustjórarnir háð
einvígi við franska skútu, þrí-
bytnuna Lyonnaise des Eaux-
Dumez og voru 916 sjómílum á
undan á þriðjudag. Vegna hag-
stæðra vinda gæti sú skúta einn-
ig orðið innan við 80 daga á leið-
inni sem er skilyrði til þess að
hreppa Jules Verne-styttuna.
Undanlátssemi í ESB-deilu hefur skaðað stöðu Majors í íhaldsflokknum
Andrúmsloftíð sagt minna
á aðdraganda leiðtogaskipta
NÁNUSTU stuðningsmenn Johns Majors, forsætisráðherra Bret-
lands, innan stjórnar og utan lýstu stuðningi við hann í gær en í
fyrradag krafðist einn þingmanna flokksins að Major segði af sér
vegna undanlátssemi í deilunni um atkvæðavægi innan Evrópusam-
bandsins (ESB) eftir stækkun þess. Er þetta í fyrsta sinn í 30 ár að
slík krafa kemur fram á þingi frá samflokksmanni forsætisráð-
herra. Talsverð óánægja rikir innan Ihaldsflokksins með stefnubreyt-
ingu Majors og ríkja meiri efasemdir um forystu hans en nokkru
sinni frá því hann tók við leiðtogahlutverki af Margaret Thatcher
í nóvember 1990. Þykir andrúmsloftið nú minna óþyrmilega á aðdrag-
anda Ieiðtogaskiptanna fyrir hálfu fjórða ári.
Michael Heseltine viðskiptaráð-
herra kom til vamar Major og í við-
tölum sem birtust við hann og aðra
háttsetta íhaldsmenn í ijölda blaða í
gær varði hann þá ákvörðun Majors
að fallast á málamiðlun í deilunni
um atkvæðavægi innan ESB. Sagði
Heseltine það einkum vera í þágu
breskra hagsmuna að stækkun Evr-
ópusambandsins tefðist ekki. „Ég sé
ekki að leiðtogastaðan verði laus í
bráð. Ég held að hann leiði íhalds-
flokkinn í næstu þingkosningum og
þingmeirihlutinn stækki þá,“ sagði
Heséitine. Hann sagði Thatcher á
sínum tíma stríð á hendur og þykir
foringjaefni í augum stuðnings-
manna þrátt fyrir að hafa fengið
hjartaáfall í fyrra.
Blöð sem stutt hafa Major hafa
smám saman snúist gegn honum og
fara skoðanir þeirra og forystu
íhaldsflokksins ekki saman. „For-
ystukreppa blasir við Major“ sagði í
risaletri á forsíðu Daily Express sem
varð síðast helstu blaðanna til að
snúast gegn Major.
VOPNAHLE I KRAJINA-
Friðarsamningaviðræður milli Króata og Serba
Samkomulag um
vopnahlé í Krajina
Zagreb. Reuter.
FULLTRUAR Króata og Serba undirrituðu í gær samning um að binda
enda á átökin í Krajina-héraði í Króatíu. Gert er ráð fyrir að herir
Króata og Serba hafi dregið sig í hlé fyrir 8. apríl.
Samkvæmt samningnum tekur
vopnahlé gildi í héraðinu, sem aðal-
lega er byggt Serbum, 4. apríl og
daginn jeftir eiga báðir aðilarnir að
hafa flutt öll þungavopn sín frá víg-
línunni. Gert er ráð fyrir að friðar-
gæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóð-
anna hafi eftirlit með víglínunni og
fylgist með því hvort samningurinn
verði virtur. Mynda á hlutlaust svæði
við mörk yfírráðasvæða Serba og
Króata eftir að herirnir hafa dregið
sig alveg í hlé. Þungavopn verða
bönnuð 20 km frá línunni og her-
mennirnir verða að vera í að minnsta
kosti 1.000 metra ijarlægð.
Samningurinn var undirritaður í
sendiráði Rússlands í Zagreb eftir
18 stunda samningaviðræður. Undir-
ritunin tafðist vegna deilu um hvern-
ig marka ætti hlutlausa svæðið. Full-
trúar Serba og Króata náðu þó sam-
komulagi að lokum og undirrituðu
35 kort sem sýna svæðin.
Fulltrúar Króata og Serba undir-
rituðu í gær samning um vopnahlé
í Krajina-héraði í Króatíu
Vestur- Austur-
hlutinn hlutirm
SLÓVENÍA . T~~ 1L
KRÓATÍA
Suöurhlutinn N
Noröurhtutinn
Yfirráðasvæði Serba í Krajina
Samkvæmt samningnum draga
herirnir sig alveg í hlé fyrir 8. apríl.
REUTER
Uppreisn í bráð afstýrt
Major varð 51 árs í fyrradag er
hann skýrði þinginu frá þeirri
ákvörðun stjórnarinnar að fallast á
málamiðlun í deilunni um atkvæða-
vægi innan ESB. Douglas Hurd utan-
ríkisráðherra átti mikinn þátt í að
um málamiðlun samdist á utanríkis-
ráðherrafundi ESB um síðustu helgi.
í síðustu viku sagði Major að ekki
kæmi til greina að gefa neitt eftir í
málinu; það væri ófrávíkjanleg krafa
Breta að ekki yrði fjölgað atkvæðum
sem þyrfti til að koma í veg fyrir
að lagabreytingar næðu fram að
ganga innan ESB. Með yfirlýsingun-
um þótti hann ekki hafa lengur neitt
svigrúm til að bakka út úr málinu.
Þessi afstaða og undanlátssemi í
kjölfar utanríkisráðherrafundarins
þykir hafa skaðað stöðu Majors og
aukið líkur á því að krafa um leið-
togaskipti komi fram síðar á árinu.
Uppreisn gegn honum í bráð var þó
afstýrt er ríkisstjórnin lýsti stuðningi
við málamiðlunina. Þrátt fyrir stuðn-
ing allrar stjórnarinnar hefur málið
orðið til að vekja aftur upp ágreining
innan hennar um Evrópumálin.
Mikilvægar kosningar
Hverfandi líkur þóttu á því í gær
að látið yrði til skarar skríða gegn
Major í bráð. Ekki síst vegna þess
að leitast verður við að láta líta út
fyrir að einhugur ríki í íhaldsflokkn-
um fyrir sveitarstjórnakosningar í
vor í maí og kosningar til þings ESB
í júní, ella væri lítil von um árangur
í þessum kosningum. Áhrifamenn í
flokknum sögðust þó í einkasam-
tölum í gær efast um að Major gæti
staðið af sér slæma útreið í kosning-
unum. Yrði niðurstaðan afhroð
flokksins kæmi krafa um afsögn
strax eða nýtt leiðtogakjör í haust.
Sambúð kynþáttanna og framtíðarhorfur í Suður-Afríku
Linni ofbeldi eru burðar-
ásar lýðræðis fyrir hendi
nýja stjórnin grípa til harkalegra
ráðstafana í fullvissunni um að hún
njóti til þess stuðnings yfirgnæfandi
meirihluta svartra og margra hvítra,
þ. á m. valdamanna í viðskiptalffinu.
Nú þegar eru margir þeirra blökku-
manna sem munu stjórna eftir kosn-
ingarnar í apríl að velta því fyrir sér
að afnema ekki neyðarlög á borð
við réttinn til að hafa fólk í varð-
haldi án þess að leiða það fyrir dóm-
ara — á sama hátt og Robert
Mugabe notfærði sér neyðarlög
Johns Smiths í mörg ár eftir að hinn
- eftir Anthony Hazlitt Heard
ÞAÐ er enginn hægðarleikur að spá um framtíð Suður-Afríku.
Þegra þetta er ritað, í vikubyiýun, streyma inn fréttir af átökum
í Jóhannesarborg, zúlúmenn fara hamförum í borginni og ráð-
ast á fólk á götum úti en leyniskyttur á húsaþökum skjóta á
árásarliðið. Lögreglan hvetur fólk til að halda sig inni á vinnu-
stöðum sínum. Eins og til að minna á að til sé friðsamur heim-
ur einhvers staðar handan við blóðbaðið flytja útvarp og sjón-
varp fréttir af krikketleik Suður-Afríkumanna og Ástrala í borg-
inni Durban.
Fyrir skömmu komu þungbúnir
embættismenn og syrgjandi að-
standendur saman við athöfn í
stjórnaraðsetri S-Afríku, Pretoriu,
til að minnast 260 lögreglumanna
sem létu lífið í kynþáttaóeirðum í
fyrra. Þetta er hærri tala en nokkru
sinni fyrr. Mannfallið er mikið hjá
þjóðinni sem nú gengur óstöðugum
fótum á vit örlaga sinna. Það er
fyrst og fremst ofbeldið sem veldur
því að framtíð landsins er í óvissu.
Stóra spurningin er hvort ofbeldið
muni fylgja okkur inn í framtíðina
eða verða að mestu skilið eftir þegar
ný ríkisstjórn tekur við völdum.
Það er samt sem áður nokkur von
til þess að hið versta verði senn af-
staðið, jafnvel að ofbeldið hafi náð
hámarki með morðinu á vinstrisinn-
uðum leiðtoga úr röðum Afríska
þjóðarráðsins (ANC), Chris Hani, í
fyrra. Tveir hvítir hægrimenn hafa
verið dæmdir til dauða fyrir morðið.
Búar og raunveruleikinn
Meðal hvítra eru til örvæntingar-
fullir hægrisinnar, þ. á m. eru hugs-
anlega stuðningsmenn í lögreglu og
her, sem myrt hafa svertingja með
þvi að skjóta út um glugga bíla á
ferð og sprengt í loft upp hús. Þess-
ir menn eru hættulegir en ekki
margir, einnig má draga í efa stað-
festu þeirra og afl. Hávaðasamasta
hreyfingin, Andspyrnuhreyfíng Búa
(ARM) er undir stjórn skrípamyndar
af Hitler er nefnist Eugene Terre-
’Blanche. Hófsamari hægrimenn
hafa þó snúið á hann og hyggjast
taka þátt í kosningunum í von um
að fá fullnægt kröfunum um sitt
eigið, hjartkæra fyrirheitna land sem
þeir nefna „volkstaat" [Þjóðarríkið].
Þótt saga Búa, sem eru afkomendur
Hollendinga' og Frakka, sé auðug
af hetjulegum frásögnum af barátt-
unni við risa eins og breska heims-
veldið sýnir hún einnig að venjulega
Barist í skemmtigarði
LOGREGLA reynir að ráða niðurlögum leyniskyttu í óeirðum sem urðu í Bókasafnsgörðunum í Jóhann-
esarborg á mánudag. Yfir 50 manns týndú lífi og hátt á annað hundrað særðist í átökum zúlumanna
við xhosa.
horfast þeir í augun við raunveru-
leikann og láta ekki örvæntingar-
hugsunarhátt hins umsetna virkis
ráða ferðinni þegar Ijóst er að barátt-
an er töpuð. Þetta gæti gerst í Suð-
ur-Afríku eftir kosningarnar.
Verði hvítir hægrimenn raunveru-
leg ógn eftir lýðræðisumskiptin mun
fyrrnefndi tók við vöidum í
Zimbabwe árið 1980. Verði beitt
ólýðræðislegum aðferðum gegn
hægrimönnum getur það gert þeim