Morgunblaðið - 31.03.1994, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994
FEGURÐ ARS AMKEPPNI REYKJAVÍKUR VERÐUR Á 2. í PÁSKUM
Hafrún Ruth Backman,
Garðabæ, 174 cm á hæð, 21 árs.
Sigurbjörg Kristín Þorvarðar-
dóttir, Garðabæ, 168 cm á hæð,
19 ára.
Harpa Másdóttir, Reykjavík, 181
cm á hæð, 19 ára.
Arnfríður Árnadóttir, Hafnar-
firði, 170 cm á hæð, 18 ára.
Birna Bragadóttir, Bessastaða
hreppi, 177 cm á hæð, 20 ára.
14 stúlk-
ur keppa
um titilinn
FEGURÐARSAMKEPPNI Reykjavíkur 1994 verður haldin
á Hótel íslandi á annan í páskum, eða mánudaginn 4. apríl
n.k. Þátttakendur að þessu sinni eru 14 stúlkur á aldrinum
18-22 ára og koma þær víðs vegar af höfuðborgarsvæðnu.
Undirbúningur stúlknanna fyrir kvöldið hefur staðið síðan
í febrúarbyrjun; þær hafa verið í gönguþjálfun og á nám-
skeiði í framkomu, kurteisi og siðvenjum hjá Unni Arn-
grímsdóttur, í líkamsrækt hjá Katrínu Hafsteinsdóttur í
World Class, og í ljósum í Toppsól, Faxafeni. Helena Jóns-
dóttir hefur veg og vanda af sviðsetningu allri og sviðsfram-
komu stúlknanna, sem verður með nýjum hætti í ár. Þema
kvöldsins og keppninnar er fengið úr söngleiknum Grease
og tengjast framkoma stúlknanna, dansatriði Battú-dans-
flokksins og söngur þeirra Eyjólfs Kristjánssonar og Sigríð-
ar Beinteinsdóttur því þema.
Drottningin krýnd á miðnætti
Öll skemmtiatriði kvöldsins mynda því þannig eina heild og nær
gleðin hápunkti sínum með úrslitum keppninnar sem verða um mið-
nætti. Krýningin er í höndum fegurðardrottningar Reykjavíkur 1993,
Brynju Xochitl Vífilsdóttur, sem mun afsala sér titlinum til þeirrar
stúlku sem hlýtur þennan eftirsótta titil í ár. Auk fegurðardrottning-
ar Reykjavíkur verða valdar vinsælasta stúlkan
og ljósmyndafyrirsæta Reykjavíkur. Að lokinni
krýningu verður dansleikur fram eftir nóttu.
Boðið er upp á púrtvínsbætta sjávarrétta-
súpu, hungangsreykt grísafillé í aðalrétt og
súkkulaðiís með ávöxtum og vanillukremi í eftir-
rétt.
Félagar úr Battú-dansflokknum taka á móti gest-um við innganginn
og bíður þeirra þar einnig freyðandi Gancia-fordrykkur í boði Eldhaka.
Dómnefnd er þannig skipuð: Sigtryggur Sigtryggsson, fréttastjóri
Morgunblaðsins, formaður dómnefndar, Heiðrún Anna Björnsdóttir
fegurðardrottning, Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari, Þórarinn
Jón Magnússon, ritstjóri Vikunnar, og Brynja Ólafsdóttir fyrirsæta.
Framkvæmdastjórn er sem fyrr í höndum Estherar Finnbogadóttur.
Fegurðardrottningunum eru að venju færðar margar góðar gjafir;
þær fá allar að gjöf O’Neill-sundboli frá Utilíf, kvöldverð á Jónatan
Livingstone Mávi, Issey Mikey ilmvatn frá Klassík, Oroblu-sokkabux-
ur frá íslensk-austurlenska, og blómvönd frá Stefánsblómum. Þá fá
fegurðardrottningin, ljósmyndafyrirsætan og vinsælasta stúlkan 10
tíma ljósakort frá Toppsól, 3 mánaða líkamsrækt í World Class, sjálf-
virkar Yashica-myndavélar frá Hans Petersen, Yves Saint Laurent
kremlínuna, og Majorica-persluskartgripi. Að auki fær fegurðardrottn-
ing Reykjavíkur úttekt frá TM-húsgögnum, Levi’s-búðinni, og
* O’Neill-sportjakka frá Útilíf, Gancia-freyðivín að ógleymdum þátttöku-
rétti í Fegurðarsamkeppni Islands sem fram fer á Hotel Islandi 20.
maí nk.
Húsið er opnað matargestum kl. 19 en eftir kl. 21.30 gefst þeim
sem ekki hafa tækifæri til að njóta matarins kostur á að koma og
fylgjast með stúlkunum og krýningunni. Miðaverð er 3.900 með mat
en 1.500 krónur án matar.
Um förðun stúlknanna sjá Gréta Boða og Þórunn Jónsdóttir með
| YSL snyrtivörum og hárgreiðslu annast Þuríður Halldórsdóttir hjá
hárgreiðslustofunni Onix.
' _________ T jósmynrlir: Þnrkpll Þnrkelssnn I
'
Unnur Guðný Gunnarsdóttir,
Reykjavík, 178 cm á hæð, 19 ára.
Sara Guðmundsdóttir, Garðabæ,
174 cm á hæð, 19 ára.
Margrét Skúladóttir, Reykjavík,
176 cm á hæð, 21 árs.
Bryndís Fanney Guðmundsdótt-
ir, Hafnarfirði, 169 cm á hæð,
22 ára.
Svava Krisljánsdóttir, Kópavogi,
172 cm á hæð, 20 ára.
Hrafnhildur Sigurðardóttir,
Garðabæ, 175 cm á hæð, 20 ára.
Valgerður Björg Jónsdóttir,
Reykjavík, 170 cm á hæð, 19 ára.
Marianna Hallgrímsdóttir,
Reykjavík; 178 em á hæð, 20 ára.
Ingibjörg Nanna Smáradóttir,
Reykjavík, 171 cm á hæð, 22 ára.