Morgunblaðið - 31.03.1994, Síða 52

Morgunblaðið - 31.03.1994, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 FEGURÐ ARS AMKEPPNI REYKJAVÍKUR VERÐUR Á 2. í PÁSKUM Hafrún Ruth Backman, Garðabæ, 174 cm á hæð, 21 árs. Sigurbjörg Kristín Þorvarðar- dóttir, Garðabæ, 168 cm á hæð, 19 ára. Harpa Másdóttir, Reykjavík, 181 cm á hæð, 19 ára. Arnfríður Árnadóttir, Hafnar- firði, 170 cm á hæð, 18 ára. Birna Bragadóttir, Bessastaða hreppi, 177 cm á hæð, 20 ára. 14 stúlk- ur keppa um titilinn FEGURÐARSAMKEPPNI Reykjavíkur 1994 verður haldin á Hótel íslandi á annan í páskum, eða mánudaginn 4. apríl n.k. Þátttakendur að þessu sinni eru 14 stúlkur á aldrinum 18-22 ára og koma þær víðs vegar af höfuðborgarsvæðnu. Undirbúningur stúlknanna fyrir kvöldið hefur staðið síðan í febrúarbyrjun; þær hafa verið í gönguþjálfun og á nám- skeiði í framkomu, kurteisi og siðvenjum hjá Unni Arn- grímsdóttur, í líkamsrækt hjá Katrínu Hafsteinsdóttur í World Class, og í ljósum í Toppsól, Faxafeni. Helena Jóns- dóttir hefur veg og vanda af sviðsetningu allri og sviðsfram- komu stúlknanna, sem verður með nýjum hætti í ár. Þema kvöldsins og keppninnar er fengið úr söngleiknum Grease og tengjast framkoma stúlknanna, dansatriði Battú-dans- flokksins og söngur þeirra Eyjólfs Kristjánssonar og Sigríð- ar Beinteinsdóttur því þema. Drottningin krýnd á miðnætti Öll skemmtiatriði kvöldsins mynda því þannig eina heild og nær gleðin hápunkti sínum með úrslitum keppninnar sem verða um mið- nætti. Krýningin er í höndum fegurðardrottningar Reykjavíkur 1993, Brynju Xochitl Vífilsdóttur, sem mun afsala sér titlinum til þeirrar stúlku sem hlýtur þennan eftirsótta titil í ár. Auk fegurðardrottning- ar Reykjavíkur verða valdar vinsælasta stúlkan og ljósmyndafyrirsæta Reykjavíkur. Að lokinni krýningu verður dansleikur fram eftir nóttu. Boðið er upp á púrtvínsbætta sjávarrétta- súpu, hungangsreykt grísafillé í aðalrétt og súkkulaðiís með ávöxtum og vanillukremi í eftir- rétt. Félagar úr Battú-dansflokknum taka á móti gest-um við innganginn og bíður þeirra þar einnig freyðandi Gancia-fordrykkur í boði Eldhaka. Dómnefnd er þannig skipuð: Sigtryggur Sigtryggsson, fréttastjóri Morgunblaðsins, formaður dómnefndar, Heiðrún Anna Björnsdóttir fegurðardrottning, Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari, Þórarinn Jón Magnússon, ritstjóri Vikunnar, og Brynja Ólafsdóttir fyrirsæta. Framkvæmdastjórn er sem fyrr í höndum Estherar Finnbogadóttur. Fegurðardrottningunum eru að venju færðar margar góðar gjafir; þær fá allar að gjöf O’Neill-sundboli frá Utilíf, kvöldverð á Jónatan Livingstone Mávi, Issey Mikey ilmvatn frá Klassík, Oroblu-sokkabux- ur frá íslensk-austurlenska, og blómvönd frá Stefánsblómum. Þá fá fegurðardrottningin, ljósmyndafyrirsætan og vinsælasta stúlkan 10 tíma ljósakort frá Toppsól, 3 mánaða líkamsrækt í World Class, sjálf- virkar Yashica-myndavélar frá Hans Petersen, Yves Saint Laurent kremlínuna, og Majorica-persluskartgripi. Að auki fær fegurðardrottn- ing Reykjavíkur úttekt frá TM-húsgögnum, Levi’s-búðinni, og * O’Neill-sportjakka frá Útilíf, Gancia-freyðivín að ógleymdum þátttöku- rétti í Fegurðarsamkeppni Islands sem fram fer á Hotel Islandi 20. maí nk. Húsið er opnað matargestum kl. 19 en eftir kl. 21.30 gefst þeim sem ekki hafa tækifæri til að njóta matarins kostur á að koma og fylgjast með stúlkunum og krýningunni. Miðaverð er 3.900 með mat en 1.500 krónur án matar. Um förðun stúlknanna sjá Gréta Boða og Þórunn Jónsdóttir með | YSL snyrtivörum og hárgreiðslu annast Þuríður Halldórsdóttir hjá hárgreiðslustofunni Onix. ' _________ T jósmynrlir: Þnrkpll Þnrkelssnn I ' Unnur Guðný Gunnarsdóttir, Reykjavík, 178 cm á hæð, 19 ára. Sara Guðmundsdóttir, Garðabæ, 174 cm á hæð, 19 ára. Margrét Skúladóttir, Reykjavík, 176 cm á hæð, 21 árs. Bryndís Fanney Guðmundsdótt- ir, Hafnarfirði, 169 cm á hæð, 22 ára. Svava Krisljánsdóttir, Kópavogi, 172 cm á hæð, 20 ára. Hrafnhildur Sigurðardóttir, Garðabæ, 175 cm á hæð, 20 ára. Valgerður Björg Jónsdóttir, Reykjavík, 170 cm á hæð, 19 ára. Marianna Hallgrímsdóttir, Reykjavík; 178 em á hæð, 20 ára. Ingibjörg Nanna Smáradóttir, Reykjavík, 171 cm á hæð, 22 ára.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.