Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 38

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 PÖNT UNA RSEÐILL Vaxtahormónar eru NAFN KENNITALA HEIMILISFANG PÓSTNÚMER STAÐUR Milljónatugir greiddir í forfallagjöld hvort sem menn vilja kaupa ferðatryggingu eða ekki SUMAR ferðaskrifstofur skyida farþega sína til að greiða forfalla- gjald eða kaupa forfallatryggingu fyrir hópferðir. Eftir því sem Dag- legt líf kemst næst er forfallagjald hið sama hjá öllum skrifstofum sem innheimta það, 1.200 kr. fyrir fullorðna og 600 kr. fyrir börn. Hvergi könnuðust menn við að verð hefði verið samræmt og sögðu það tilvilj- un ef allir innheimtu sömu upphæð. Forfallagjald eða trygging tryggir bætur ef maður kemst ekki í fyrir- hugaða ferð vegna dauða, líkams- meiðinga vegna slyss, veikinda, þungunar, barnsburðar eða sótt- kvíar. Einnig ef ættingi hans eða náinn viðskiptafélagi deyr, veikist eða hlýtur líkamsmeiðsl af völdum slyss. Þetta þarf hæfur, starfandi læknir að votta. Erfítt er að áætla fjölda þeirra sem fer í hópferðir. Miðað við að 5. hver íslendingur fari í slíka ferð eiga um 50 þús. manns í hlut. Ef gert er ráð fyrir að helmingur sé börn, taka ferðaskrifstofur við u.þ.b. 45 miiljón kr. í formi forfallagjalda eða forfaila- trygginga. ítrekað skal að hér er um lauslega ágiskun að ræða. Þó ekki færu nema 20 þús. íslendingar í hópferðir og helmingur böm, væri upphæðin eigi að síður um 18 millj. kr._ í sumum tilfellum hafa ferðaskrif- stofur milligöngu um sölu á forfalla- tryggingum fyrir tryggingarfélög, en í öðrum taka þær á sig áhættuna. í einhveijum tilfellum munu ferða- skrifstofur vera baktryggðar vegna þessa. Sjálfsábyrgð hvers farþega er 1.200-1.800 kr. eftir ferðaskrif- stofum, skv. lauslegri athugun Dag- legs lífs. Neytendasamtök vilja álit Samkeppnisstofnunar Nokkur umfjöllun hefur átt sér stað um réttmæti þess að ferðaskrif- stofur skyldi farþega sína til að tryggja sig gegn forföllum. Fyrir rúmu ári greindi Morgunblaðið frá því að Verðlagsstofnun teldi að ferðaskrifstofur hefðu haft ólöglegt samráð um upphæð forfallagjalda og afslátt af þeim, en handhafar Gullkorta, Farkorta og Atlaskorta fá oftast 50% afslátt af forfallagjaldi. Þá kom fram það álit stofnunarinnar að ekki væri hægt að skylda fólk til að greiða forfallagjald. Samkeppnis- ráð úrskurðaði síðar á árinu að ekki þætti sannað að samráð hefði verið haft um upphæð forfallagjalds. Nú hyggjast Neytendasamtökin fá álit Samkeppnisstofnunar um málið. Sigríður Arnardóttir lögfr. þeirra segir það sjálfsagða kröfu hvers og eins að ákveða hvort forfallatrygging er keypt eða ekki. „Við leggjum áherslu á að starfsfólk á ferðaskrif- stofum kynni fólki tryggingamögu- leika en þvingi farþega ekki til að taka tryggingar. Samkeppnislög gera ráð fyrir að óheimilt sé að að- hafast nokkuð sem er óhæfilegt gagnvart hagsmunum neytenda. Með því að skylda fólk til að kaupa forfallatryggingu teljum við að ferða- skrifstofur brjóti gegn 20. grein sam- keppnislaga. Neytendasamtökin munu óska eftir áliti Samkeppnis- stofnunar á því hvort svo er eða ekki.“ Þær taka forfallagjald Þær ferðaskrifstofur sem skylda farþega til að greiða forfallagjald eru Samvinnuferðir-Landsýn, Urval- Útsýn, Ferðaskrifstofa Reykjavík- ur og Alís. Hjá þremur síðastnefndu kom fram að forfallagjald væri að- Margir kaupa sumarleyfisferð með löngum fyrirvara og sumir kjósa forfallatryggingu þess vegna. Spurning er hins vegar hversu réttlátt er að ferðaskrifstofur skyldi farþega sína til að kaupa slika tryggingn. eins innheimt þegar um leiguflug væri að ræða. Hjá Heimsferðum fengust þær upplýsingar að forfalla- gjaldi væri sjálflírafa bætt við þegar ferð væri pöntuð, en mætti fella það niður ef gerð væri athugasemd. Hjá öðrum ferðaskrifstofum sem haft var samband við, Ferðaskrif- stofu Kjartans Helgasonar, Ratvís, Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónas- sonar, Ferðabæ og Heimsklúbbi Ing- ólfs, fengust þau svör að farþegum væri greint frá möguleikum á trygg- ingu, en þeim væri í sjálfs vald sett hvort þeir keyptu forfallatryggingu eða ekki. Geta má að í frumvarpi til laga um alferðir er kveðið á um að þannig eigi starfsfólk á ferðaskrif- stofum einmitt að koma fram við farþega áður en samningur um ferð- ina er gerður. VII ráða þessu sjálf Ásta Bjamadóttir er ein þeirra sem er ósátt við að hún skuli vera þvinguð til að kaupa slíka tryggingu og segist ítrekað hafa farið fram á að forfalla- gjald yrði fellt niður á Portúgalsferð sem hún keypti fyrir sig og ijölskyldu sína hjá Úrval-útsýn. „Hefði mér ver- ið boðin forfallatrygging hefði ég keypt hana, en ég vil ráða því sjálf hvort ég kaupi hana eða ekki. Ég hef kvartað við Neytendasamtökin og er ánægð með að þau skuli fara fram á álit Samkeppnisstofnunar. Mér fínnst brotið á sjálfsákvörðunarrétti mínum og er ósátt við að ferðaskrifstofur skuli vera með þessa þykjustu fyrir- hyggju." Takmörkuð trygging korthafa Eurocard og Visa bjóða gullkort- höfum forfallatryggingu, en hún gildir aðeins í reglubundnu áætlun- arflugi. Þá er sjálfsábyrgð um 7.200 kr. Kortafyrirtækin eru baktryggð hjá Tryggingarmiðstöðinni og sagði Erlendur Fjeldsteð þar á bæ, að s.l. ár hefðu 73 manns fengið endur- greiddan ferðakostnað vegna for- fallatrygginga í gegnum kortafyrir- tæki. Hámarksendurgreiðsla til gull- korthafa er að hans sögn 46.800 kr., þegar sjálfsábyrgð hefur verið dregin frá. Farkort-og Atlaskorthaf- ar fá að hámarki rúmar 37 þús. kr. í endurgreiðslu, þegar búið er að draga sjálfsábyrgð frá. Erlendur sagði að endurgreiðsla væri ekki í reiðufé, heldur væri upphæðin eign- færð á kortareikninga. B vaxandi vandamál innan ESB nms~ NOTKUN ólöglegra hormóna er álitlegur gróðavegur innan Evrópu- sambandsins, ekki aðeins fyrir kjötframleiðendur, heldur einnig milli- liði í kjötframleiðslunni, og virðast stjórnvöld víðast hvar illa í stakk “búin tii að takast á við vandann, segir m.a. í grein í Tænk, málgagni danska neytendaráðsins, sem krefst stóraukins eftirlits með efnanotk- un í kjötframleiðslu og þungra viðurlaga við notkun ólöglegra efna. Máli sínu til stuðnings vitn- ar blaðið m.a. í umfjöllun fram- kvæmdastjóm- ar ESB, sem kemst að þeirri niðurstöðu að lítils árangurs sé að vænta í baráttunni gegn þessum ólöglegu við- skiptum. Fyrir lögbrjótana séu í húfí gífurlegir fjárhagslegir hagsmunir. Sem dæmi um auðfenginn gróða er bent á að nautakjöts- framleiðandi getur hækkað skilaverð til sín um 7-15 þúsund krónur fyrir hvert slát- urdýr með ólöglegri hormónanotkun. Heilsufarsleg áhrif Neytendasamtök innan ESB hafa á undanförnum árum hert baráttuna gegn ólöglegri hormónanotkun, eink- um sökum þess að enn er lítið vitað um áhrif vaxtahvetjandi efna, s.s. hormóna, á heilsu manna. Það er ekki einungis umhyggja fyrir heilsu fólks sem stuðlað hefur að því að notkun vaxtahvetjandi efna og horm- óna hefur verið bönnuð eða takmörk- uð innan ESB heldur hefur offram- Sem dæmi um auðfenginn gróða er bent á að nautakjötsframleið- andi getur hækkað skilaverð til sín um 7-15 þúsund kr. fyrir hvert sláturdýr með ólöglegri hormónanotkun. leiðsla á kjöti og tilraunir til að skera niður útgjöld til landbúnaðar einnig haft sitt að segja. Vöruþróun Úrtaksmælingar hafa leitt í ljós minnkandi notkun hormóna. Skv. nið- urstöðum belgísku neytendasamtak- anna innihéldu 25% kjötsýna ólöglega hormóna árið 1989. Árið 1990 var þetta hlutfall komið niður í 20% kjötsýna og 10% árið 1992. Danska neytenda- ráðið segir að þessar niðurstöður gefí ekki tilefni til aukinn- ar bjartsýni. Staðreyndin sé sú að „vöruþróun" sé afar ör í „hormóna- bransanum" og að mælingar séu yfir- leitt skrefl á eftir henni. Nýjasta af- urðin „beta agonistar" sé t.a.m. ekki mælanleg sé inngjöf hætt aðeins tveimur vikum fyrir slátrun. Þá sé oft á tíðum erfitt að greina á milli tilbúinna og náttúrulegra hormóna í kjöti. „Beta agonistar" flokkist auk þess ekki undir hormóna heldur sé það vaxtahvetjandi efni, sem sé afar hagkvæmt í notkun. Um 135 manns hafa veikst af völdum þessa efnis á Spáni. ■ JI möppu Kostir þess að fá þér „ Gerðu þaðgoti' möppu fyrir uppskriftirnar þínar eru fleiri en einn: • Þú hefur aila bæklinga Tilraunaeldhúss MS á einum stað • Mappan er falleg, handhæg og af hentugri stærð fyrir alla bæklingana • í möppunni eru grunnupplýsingar um mál, vog og ýmis góð ráð • Hún kostar aðeins 490 kr Já takk! □ Ég vil fá senda safnmöppu MS í póstkröfu □ Ég óska eftir því að uppskrijtarbMingar MS númer___________________ fylgi möppunni. Utanáskriftin er: Tilraunaeldhús MS, Pósthólf10340, 130 Reykjavík. Morgunblaðið/Emilia Erlendu páskaeggin eru í gjafa- öskjum og þetta Galaxy-egg kost- ar til dæmis 1.147 krónur. 10% afsláttur af páskaeggjum í F&A Verslunin F&A við Fossháls veitir 10% afslátt af öllum páskaeggjum síðustu daga fyrir páska. „Þetta eru egg í mörgum stærðum frá sælgerðisgerðinni Mónu, Cad- bury, Rouwntee Mackintosh, Tobler- one, Mars og Suchard svo nefnd séu dæmi. Eggin eru mismunandi að stærð og öll erlendu páskaeggin eru í gjafaöskjum," segir Friðrik G. Frið- riksson eigandi verslunarinnar. Páskaegg nr. 8 frá Mónu kostar til dæmis 805 kr. í F&A, en var rúm- um 50 krónum dýrara í Bónus í gær. Mónuegg nr. 4 kostar nú 483 kr., egg frá Mars kostar 376 kr. og Galaxy-egg eins og sést á myndinni er á 1.147 krónur. Ilmskreytingar í Country Húsinu VERSLUNIN Country Ilúsið er farin að flytja inn ilmvörur frá bandaríska fyrirtækinu Aro- matique. Vörur þeirra eru seldar í yfir 5000 verslunum og er sérstakur ilmur fyr- ir hveija árstíð. Fyrstu tvær ilmlín- umar eru komnar í verslunina og auk ilmskreytinga eru til ilmkerti, 'tkfá1 'og úði í sömu línu. ■ TOYOTA 4 RUNNER 1988 SR5 V6 EFI, 5 g, rauður, m/öllu, ný 31" dekk, álfelgur, ek. 61 þ. km. skoðaður sölu. UpplOÍ S. 91-32117.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.