Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 20

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 LJÓS- BROT LIÐINS TÍMA Ullarþvottur var erfiðisvinna eins og sjá má á þess- ari mynd sem Vigfús Sigur- geirsson tók í Mývatnssveit ár- ið 1938. Margar myndir Vigfúsar geyma heimild um vinnubrögð til sjávar og sveita sem nú eru löngu aflögð. . . ; v ? Rekja má þróun byggðar á Akur- eyri í myndum Vigfúsar. Fyrir miðja öldina var stundaður hey- skapurþar sem nú er byggð. Til vinstri standa hús Mennta- skólans á Akur- eyri og til hægri við miðja mynd sést Akureyrar- kirkja. Vigfús Sigurgeirsson Ijósmyndari (1900- 1984). eftir Guðna Einarsson Ljósmyndir Vigfúsar Sigurgeirs- sonar eru merkileg heimild um liðinn tíma, auk þess sem þær eru sígild veisla fyrir augað. Laugardaginn fyrir páska verð- ur opnuð sýning á ljósmyndum Vigfúsar í Listasafninu á Akureyri og stendur hún til 3. maí næstkomandi. Myndirnar eru einkum frá Akureyri og öðrum stöðum norð- anlands. Vigfús nam ljósmyndun hjá Hallgrími Ein- arssyni ljósmyndara á Akureyri, en hann er þekktur fyrir útimyndir sínar frá Akureyri og nágrenni. Að námi loknu opnaði Vigfús ljósmyndastofu á Akureyri og starfrækti hana til ársins 1935. Þá hélt hann til Þýskalands og dvaldi þar á annað ár við frekara nám í ljósmyndun og kvikmyndatækni. Á Þýska- landsárunum hélt Vigfús meðal annars sýn- ingu í Hamborg sem vakti mikla athygli og var mikið fjallað um „ljósmyndasýninguna frá landi Eddu“, eins og sagði í fyrirsögnum. Myndum Vigfúsar var slegið upp í þarlendum blöðum og fengu mikið rými. Vigfús dvaldist einnig vestanhafs í tengslum við heimssýning- una 1940. Myndasmiður forsetans Þegar heim kom frá Þýskalandi árið 1936 settist Vigfús að í Reykjavík og opnaði þar ljósmyndastofu sem enn er starfandi. Sonur Vigfúsar og lærisveinn, Gunnar Geir, rekur stofuna í dag. Gunnar hefur unnið margar myndir föður síns og haldið ljósmyndasýning- ar um landið. Vigfús var ljósmyndari forseta íslands allt frá stofnun forsetaembættisins 1944. Á sýningunni nú eru nokkrar myndir sem Vigfús tók í opinberum heimsóknum Sveins Björnssonar forseta til Norðurlands, meðal annars Akureyrar og Húsavíkur. Auk þess að festa opinberar athafnir, veislur og móttökur á filmu tók Vigfús margar myndir af daglegu lífi alþýðunnar, atvinnuvegum og lífsbaráttu. Ometanlegar heimildir Vigfús var ötull ljósmyndari og ferðaðist víða í þeim erindum. Hann var aldamótamað- ur, fæddur á þrettándanum árið 1900, og því á besta aldri þegar þau aldahvörf urðu á Is- Iandi sem færðu ísland frá miðöldum inn í nútímann. Atvinnuljósmyndarinn Vigfús varð aldrei svo upptekinn af rekstrarlegri hlið ljósmynd- unar sinnar að hann tapaði næminu fyrir tö- frum augnabliksins. Hann var sívakandi fyrir myndefnum og ódeigur við að setja upp þrífót-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.