Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 35

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 35
MOKGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 35 Auglýsingar íslenskra umboðsaðila þriggja erlendra frumlyfjafyrirtækja Megintilgangur að upplýsa lækna um giídandi reglugerð Páskagleði hjá McDonald’s KR. 222,- /. ÍSLENSKIR umboðsaðilar þriggja erlendra frumlyfjafyr- irtækja segja auglýsingar sínar í Læknablaðinu vegna reglu- gerðar um merkingu á lyfseðl- um fyrst og fremst hafa þann tilgang að upplýsa lækna um reglugerðina. Hún hafi ekki verið nægilega vel kynnt og margir læknar átti sig ekki á því að ráðuneytið hafi í dreifi- bréfi gefið lyfjafræðingum heimild til að afgreiða ódýrasta samheitalyf gleymist að selja viðeigandi skilaboð, S eða R, á lyfseðil. Á hinn bóginn minna þeir á að heimildin sé andstæð sjálfri reglugerðinni. Hún geri ráð fyrir að lyfseðill sé ógildur hafi áritun verið sleppt. Lyfja- fyrirtækin hafa kært reglu- gerðina til umboðsmanns al- þingis enda stangist hún á við lög. Haukur Ingason, lyfjafræðingur hjá Stefáni Thorarensen hf., sagði vafasamt að reglugerðin stæðist vörumerkjalög. í þeim segi að vöru- merkjaréttur veiti eiganda vernd gegn því að aðrir noti heimildar- laust í atvinnuskyni vörumerki er villst verði á og merki hans. „A þetta við um hvers konar notkun, hvort sem merkið er sett á sjálfa vöruna eða umbúðir hennar, notað í auglýsingum, verslunarbréfum eða á annan hátt,“ sagði Haukur og vitnaði þar í vörumerkjalögin. Hann minnir ennfremur á að í lög- unum sé tekið fram að notkun ann- ars aðila á líku merki og vörumerki sem náð hafi markaðsfestu feli í sér misnotkun á verðmæti merkis- ins% Á sama hátt vitnar hann í eftir- farandi grein samkeppnislaga: „Óheimilt er að nota í atvinnustarf- semi firmanafn, verslunarmerki eða því líkt sem sá hefur ekki rétt til er notar eða rekur atvinnu undir nafni sem gefur villandi upplýsingar um eignarétt eða ábyrgð atvinnu- rekanda. Enn fremur er sérhverjum bannað að nota auðkenni sem hann á tilkall til á þann hátt að leitt geti til þess að villst verði á því og öðru einkenni sem annað fyrirtæki notar með fullum rétti.“ Hlutverk frumlyfjaiðnaðar Birgir Thorlacius, framkvæmda- stjóri Glaxo, sagði að ekki væri rætt um misgóð lyf því innihald væri hið sama. Hins vegar þætti lyfjaframleiðendum, ásamt því að vekja athygli á reglugerðinni, ástæða til að minna lækna á nauð- syn þess að styrkja og efla frum- lyfjaiðnaðinn enda standi hann á bak við nánast allri nýþróun og uppfinningum á sviði lyfjafræðinn- ar. „Talið er að um 96% allra um- sókna um einkaleyfi á nýjum lyfjum komi frá einkareknum frumlyfja- fyrirtækjum og iðnaðurinn ver á þessu ári rúmum 900 milljörðum króna í rannsóknir og nýþróun lyfja við sjúkdómum sem enn heija á V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! sjúklinga um allan heim. Því er sorglegt að sjá lyfjafræðinginn Ein- ar Magnússon tala um ósmekkleg tilmæli frumlyfjafyrirtækja,“ sagði Birgir og vitnar til tilsvars Einars Magnússonar, skrifstofustjóra í lyfjamáladeild heilbrigðisráðuneyt- is, í Morgunblaðinu á þriðjudag. LYST 88» Leyfishafi McDonald'< Islensktfyrirtæki ndhún, íslenskar landbúnaðarafurðir McKjúklingur á ótrúlegn páskaverdi Aðeins 26. mars - 6. apríl. Venjuleg góð kaup kr. 349,- Kynning fyrir þá, sem hafa ekki enn smakkað á gómsæta kjúklingnum hjá McDonald’s. Grípið tækifærið í páska- fríinu. Hver skammtur, 2 matarmiklir, safaríkir bitar, er alltaf 1/4 hluti úr kjúkling. Mikið lostlæti. VEITINGASTOFA f FJÖLSKYLDUNNAR, Gleðilega páska! SUÐURLANDSBRAUT 56 Valið stendur um þrjár mismunandi tegundir af Merrild kaffi: 304-Dökkbrennt 104-Mjög dökkbrennt <U \ N0]f Merrild-setut^ ðo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.