Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 53

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 53 MINNISBLAÐ LESENDA Slysadeild Slysadeild og sjúkravakt Borg- arspítala eru opnar allan sólar- hringinn og sinna slysa- og neyð- artilfellum. Sími slysadeildar er 696670. Læknisþjónusta Helgarvakt lækna er frá kl. 17 á miðvikudegi fyrir páska til kl. 8 á þriðjudagsmorgni eftir páska. Símanúmer vaktarinnar er 91 21230. Veittar eru upplýsingar um læknavakt og lyfjabúðir í sím- svara Læknafélags Reykjavíkur 18888. Tannlæknavakt Neyðaivakt er milli kl. 10 og 12 eftirfarandi daga: á skírdag hjá Ágústi Gunnarssyni, Reykja- víkurvegi 66, Hafnarfirði, síma 654722; á föstudaginn langa hjá Árna Jónssyni, Háteigsvegi 1, Reykjavík, síma 626035; laugar- daginn 2. apríl hjá Birni Þórhalls- syni, Háteigsvegi 1, Reykjavík, sími 626106; páskadag hjá Evam- arie Bauer, Snekkjuvogi 17, Reykjavík, síma 33737 og annan í páskum hjá Geir Atla Zoéga, Háteigsvegi 1, Reykjavík, síma 17022. Allar upplýsingar um neyðar- vaktina og hvar bakvaktir eru hveiju sinni ef um neyðartilfelli er að ræða eru lesnar inn á sím- svara 681041. Slökkviliðið Slökkviliðið í Reykjavíkur hefur síma 11100, slökkviliðið í Hafnar- firði 51100 og slökkviliðið á Akur- eyri '22222. Lögreglan Lögreglan í Reykjavík hefur símann 699010 og 699000 en neyðarsími hennar er 11166 og upplýsingasími 699020. Lögregl- an á Akureyri hefur síma 23222, í Kópavogi 41200 og Hafnarfirði 51166. Sjúkrabifreiðar í Reykjavík og Kópavogi er hægt að leita aðstoðar sjúkrabif- reiða í síma 11100, í Hafnarfirði 51100 og Akureyri 22222. Lyfjavarsla Á skírdag verður opið í Ing- ólfsapóteki. Á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum verður opið í Laugarnesapóteki. Árbæjarapótek er opið til kl. 10 laugardaginn fyrir páska en Laugarnesapótek allan sólar- hringinn. Bilanir Bilanir í hitaveitu, vatnsveitu og gatnakerfi tilkynnist til Vélam- iðstöðvar Reykjavíkur í síma 27311. Þar verður vakt allan sól- arhringinn frá skírdegi til annars í páskum. Símabilanir er hægt að tilkynna í síma 05 frá kl. 8 til 24 alla daga. Rafmagnsveita Reykja- víkur er með bilanavakt allan sól- arhringinn í síma 686230. I neyð- artilfellum fara viðgerðir fram eins fljótt og auðið er. Guðsþjónustur Tilkynningar um guðsþjónustur eru á bls 50. Skrá yfir fermingar- börn er á bls. 64. Afgreiðslutími verslana og söluturna Leyfilegt er að hafa verslanir opnar frá kl. 9 til 16 laugardaginn fyrir páska en að öðru leyti verða þær lokaðar um páskana. Söluturnar mega vera opnir á skírdag, laugardaginn fyrir páska og annan í páskum til kl. 23.30 en verða að venju lokaðir föstu- daginn langa og páskadag. Afgreiðslutími bensínstöðva Bensínstöðvar verða lokaðar á föstdaginn langa og páskadag. Á skírdag og annan páskadag eru þær bensínstöðvar, sem alla jafna eru opnar til kl 23.30, opnar milli kl. 7.30 og 19. En þær sem alla jafna eru opnar til kl. 20 eru opn- ar milli kl. 10 og 15. Minnt skal á sjálfsala á höfuðborgarsvæðinu. Almenningsvagnar bs. Á skírdag og annan páskadag er ekið samkvæmt helgidagaáætl- un. Sama er að segja um föstu- daginn langa og páskadag. Akst- ur hefst þó ekki fyrr en um kl. 14. Fyrsta ferð leiðar 175 er ki. 13.50 frá skiptistöð við Þverholt ogleiðar 140 kl. 14.16 frá Hafnar- firði. Næturvagn verður ekki í ferðum um páskahelgina Strætisvagnar Reykjavíkur Á skírdag er ekið eins og á sunnudögum. Á föstudaginn langa hefst akstur um kl. 13 og er ekið samkvæmt sunnudags- tímatöflu. Daginn eftir hefst akst- ur á venjulegum tíma og verður ekið eftir laugardagstímatöflu. Næturakstur fellur niður bæði föstudag og laugardag. Á páskadag hefst akstur kl. 13 og er ekið samkvæmt sunnudags- tímatöflu. Annan páskadag er ekiið eins og á sunnudögum. Heijólfur hf. og Akraborg Á skírdag verður farið frá Vest- mannaeyjum kl. 8.15 og frá Þor- lákshöfn kl. 12.30 en á föstudag- inn langa er engin ferð. Laugar- daginn fyrir páska verður farið frá Vestmannaeyjum kl. 8.15 og frá Þorlákshöfn kl. 12.30. Á páskadag er engin ferð en annan páskadag verður farið frá Vest- mannaeyjum kl. 14 og frá Þor- lákshöfn kl. 18. Akraborgin fer fjórar ferðir á skírdag, laugardaginn fyrir páska og annan páskadag, þ.e. frá Akra- nesi kl. 8, 11, 14 og 17 og frá Reykjavík kl. 9.30, 12.30 15.30 og 18.30. Engar ferðir verða farn- ar föstudaginn langa og páska- dag. Langf er ðabifr eiðar Eins og undanfarin ár eru pásk- ar ætíð miklir annatímar hjá sér- leyfishöfum enda fólk mikið á ferðinni. Fjölmargar aukaferðir verða því settar upp aðallega á lengri leiðum. Á skírdag er ekið samkvæmt venjulegri áætlun á flestum leið- um en aukaferðir eru til og frá Hólmavík, Höfri í Hornafirði, Króksfjarðarnesi og í Biskupst- ungur. Á föstudaginn langa og páska- daga er ekki ekið á lengri leiðum en ferðir eru til og frá Borgamesi og Akranesi, Hveragerði/Sel- fossi/Eyrarbakka/Stokkseyri og Þorlákshafnar. Annan páskadag er yfirleit ekið samkvæmt sunnudagsáætlun en aukaferðir eru til og frá Akur- eyri, í Biskupstungur, til Hólma- víkur, Hafnar í Hornafirði, í Búð- ardal, Króksfjarðarnes og Reyk- hóla svo og á Snæfellsnes. Allar nánari upplýsingar um akstur sérleyfísbifreiða um pásk- ana veitir BSÍ í síma 91 22300. Vegaeftirlit Símsvari Vegaeftirlits veitur upplýsingar um færð á helstu vegum í síma 91 631500 og í græna númerinu 996316. Vega- eftirlitið verður einnig með vakt frá kl. 8 til 12 á skírdag, laugar- daginn fyrir páska og annan páskadag. Tilkynningaþjónusta fyrir ferðamenn Ferðamenn geta hringt í síma 686068 allan sólarhringinn og látið vita um ferða- og tímaáætlun sína þannig að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir komi þeir ekki fram á réttum tíma. Eru ferðamenn hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu hvort heldur sem um er að ræða stuttar eða langar ferðir. Þjónusta þessi er rekin af Landsbjörg, landssam- bandi björgunarsveita, í samvinnu við vaktafyrirtækið Securitas, ferðafólki að kostnaðarlausu. Opnunartími íþróttamannvirkja Laugardalslaug, Vesturbæjar- laug, Breiðholtslaug og Sundhöll Reykjavíkur verða opnar frá kl. 8 til 17.30 á skírdag og annan páskadag en frá kl. 7.30 til 17.30 laugardaginn fýrir páska. Lokað verður föstudaginn langa og páskadag. Skautasvellið í Laugardal verð- ur opið milli kl. 10 til 18 á skír- dag, föstudaginn langa,laugar- daginn fyrir páska, páskadag og annan páskadag. Skíðasvæðin í Bláfjöllum, Skálafelli og Hengli verða opin frá kl. 10 til 18 alla dagana en opnunartími þar óg á skautasvellinu er með fyrirvara um veður. Upplýsingar um skautasvellið eru í síma 685533 og skíðasvæðin 801111. Sundlaugin á Hótel Loftleiðum verður ásamt sánu og ljósalömp- um opin almenningi alla páska- helgina. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 625858 og 22322. ■ ÆSKULÝÐS - og tómstundnr- áð Hnfnarfjarðar, Filmur og fram- köllun, Strandgötu 19 og Hans Petersen hf. standa fyrir ljósmynd- amaraþoni í Hafnarfirði 5. apríl nk. Maraþonið er ætlað unglingum úr klúbbstarfi Æskulýðs- og tóm- stundaráðs Hafnarfjarðar í grunn- skólum bæjarins og er þátttaka ókeypis. Skráning fer fram í félags- miðstöðinni Vitanum í síma 50404 og þar fá keppendur jafnframt rás- númer. Keppnin sjálf hefst síðan kl. 9 þriðjudaginn 5. apríl með því að keppendur mæta við Filmur og fram- köllun, Strandgötu 19 þar sem þeir fá afhenta 12 mynda fílmu ásamt fyrstu þremur verkefnum. KI. 12 fá keppendur að vita um næstu þrjú verkefni og aftur kl. 15 og kl. 18. Filmunni á síðan að skila í Filmur og framköllun kl. 21. Verðlaun verða síðan veitt á Klúbbadaginn þann 11. apríl kl. 17 í Félagsmiðstöðinni Vit- anum og þar munu allar myndirnar verða til sýnis. Það er Hans Petersen hf., Filmur og framköllun og Æsku- lýðs- og tómustundaráð sem gefa verðlaun. ■ LISTI Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningar á Egilsstöð- um 28. maí nk. hefur verið ákveðin. Listann skipa: 1. Broddi B. Bjarna- son, pípulagningarmeistari, 2. Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, kennari, 3. Halla Eiríksdóttir, hjúkrunarfor- stjóri, 4. Björn Ármann Ólafsson, skrifstofustjóri, 5. Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir, útgáfustjóri, 6. Björgvin Bjarnason, nemi, 7. Þórar- inn Sigurðsson, verkamaður, 8. Björn Hallgrímsson, húsasmiður, 9. Gunnar Óli Hákonarson, verkamað- ur, 10. Siguijón Jónasson, skrif- stofumaður, 11. Kristnin Jónsdótt- ir, bókavörður, 12. Sveinn Þórarins- son, verkfræðingur, 13. Þórhallur Eyjólfsson, húsasmíðameistari og 14. Guðmundur Magnússon, fyrrv. sveitarstjóri. maOVf ^r/sblyofl Gjaldskrá fyrir debetkort og tékkaviðskipti DEBETKORT ódýrari kostur Innstæðueigendur og lántakendur greiða um 80% af kostnaði við tékkaþjónustuna Viðskiptavinir Búnaðarbankans greiða nú kr. 10,80 fyrir hvert tékkaeyðublað en kostnaður bankans vegna hvers útgefins tékka er rúmar 50 krónur. Vaxtamunur bankans hefur jafnað þann halla sem verið hefur á tékka- þjónustunni. Með öðrum orðum, innstæðueigendur og lántakendur hafa greitt um 80% af kostnaði við þessa þjónustu. Breytt stefna - sá sem notar þjónustuna greiðir þann kostnað sem henni fylgir Stórlega niðurgreidd tékkaþjónusta hefur lengi einkennt bankastarfsemina um heim allan. Að undanförnu hafa bankar víða um heim verið að breyta um stefnu í þá átt að sá sem notar bankaþjónustuna greiði þann kostnað sem henni fylgir. Þetta hefur leitt til verulegrar hækkunar á verðlagningu tékkaþjónustu. Helstu bankar og spari- sjóðir í Noregi taka nú á bilinu 50 til 100 ísl. krónur fyrir hvern útgefinn tékka og dæmi finnast um hærri gjöld bæði í Noregi og Svíþjóð. Bankastjórn Búnaðarbankans telur eðlilegt og nauð- synlegt að taka upp breytta stefnu við verðlagningu á þjónustu bankans I samræmi við framangreint. Lækkun vaxtamunar bankans á síðustu mánuðum gerir slíka stefnubreytingu enn nauðsynlegri en ella. Tékkar á undanhaldi sem greiðslumiðill [ þessu sambandi skal lögð áhersla á að tékkar eru á undanhaldi sem greiðslumiðill um allan heim. Tékkar uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag um þægindi, hraða og öryggi við miðlun fjár. Líklega er notkun tékka hvergi á byggðu bóli eins almenn og hér á landi og snertir því breyting yfir í hagkvæmari greiðslumiðil tiltölulega fleiri hér á landi en annars staðar. Ýmiskonar rafrænar greiðslur hafa smám saman verið að ýta tékkunum til hliðar og eru hin nýju debetkort mikilvægur þáttur í þeirri þróun en svo sem flestum landsmönnum mun kunnugt hófst útgáfa þeirra [ desember sl. Korthafar eru nú orðnir yfir 21.000 taisins. Samningar hafa þegar verið gerðir við yfir 500 aðila um móttöku debetkortanna og alls eru um 1200 kaupmenn og þjónustuaðilar með búnað fyrir rafræn viðskipti. ( upphafi var tilkynnt að debetkortin yrðu gjaldfrjáls fyrir korthafa fyrstu mánuðina en slðan yrðu tekin opp gjöld sem nálguðust það að standa undir stofnkostnaði og rekstri þessa nýja greiðslukerfis. Ljóst var strax [ upphafi að kostnaður við debetkortin yrði verulega minni en kostnaður við tékkaþjónustuna. Jafnframt eru debetkortin miklum mun þægilegri, hraðvirkari og öruggari greiðslumáti en tékkarnir. Bankastjórn Búnaðarbankans hefur í Ijósi framanritaðs ákveðið eftirfarandi gjaldskrá fyrir debetkortaþjónustuna og tékkaþjónustuna: Debetkortagjald.......270 kr. á ári frá 1. júlí 1994 Færslugjald v/debetkorts ... 9 kr. hver færsla frá 1. júní 1994 Færslugjald v/tékka....19 kr. hver færsla frá 15. maí 1994 Færslugjöldin verða skulduð á viðkomandi reikning 10. dag hvers mánaðar vegna færslna næstliðins mánaðar. Debetkortin hafa mun víðtækara notkunargildi en tékkar en engu að síður munu korthafar að meðaltali greiða lægri gjöld til bankans en nú eru greidd af tékkaútgefendum í stórlega niðurgreiddu tékkakerfi. Þrátt fyrir þá hækkun á tékkaþjónustunni sem nú er auglýst munu útgefendur tékka einungis standa undir innan við 60% af þeim kostnaði sem fylgir þessari þjónustu. $) BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS •r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.