Morgunblaðið - 31.03.1994, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 31.03.1994, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 75 HROSSABUSKAPUR í Jórvík snýst allt um hesta eftir Vilhjólm Eyjólfsson er á leið í Álftaverið, farþegi hjá Ásgeiri Jónssyni pósti, milli Víkur og Klausturs. Það skal þó skýrt tekið fram að ferð þessi er ekki tengd póstinum, nógir svindla á ríkinu samt. Við ökum í hlaðið á vestri bænum í Jórvík, Jórvík II. Ásgeiri eru þess- ar leiðir kunnar, því hann er fædd- ur í Holti og'bjó í Jórvík frá 1952- 1986. Þá tók við Árni Böðvarsson sem býr nú við hross og rekur tamn- ingastöð þar. Þegar vont er veður nýtist vel í starfsemina 12x27 fer- metra skemma sem Ásgeir byggði. Byggði nýtt hús yfir það gamla Árni Böðvarsson er úr Reykjavík, en var lengi á barnsaldri í Skálm- arbæ og fékk þar áhuga á sveit- inni. íbúðarhús var gamalt í Jórvík II, frá því fyrir daga Ásgeirs þar. Tók Árni það ráð að byggja ytra byrði að nýju íbúðarhúsi utanyfir það gamla. Þótt fátítt sé er þetta ágæt lausn til að byija með. Árni býr einn í Jórvík, en nú eru hjá honum við tamningar Guð- mundur Jónsson og finnsk stúlka, Niki, Nicola Bergman. Guðmundur er úr Reykjavík, en ættaður úr Álftaveri. Þótt ungur sé, er hann enginn nýgræðingur í faginu. Hann var í Englandi við að þjálfa íslenska hesta og hálft ár í Finnlandi við tamningar. Og Guðmundur vann í brokki á gæðingi sínum, Neista, á landsmótunum 1986 og 1990, en þá varð hann íslandsmeistari. Niki er einnig vön á hestum. Hún á heima í sveit, nærri Helsingfors. Þar eru fimm íslenskir hestar og tveir finnskir. Allt snýst um hrossin Ekkert lífsmark er við íbúðarhús- ið, en hundarnir og kötturinn eru við skemmuna, svo við förum þang- að. Þar er heimilisfólkið að fást við hrossin. Þangað kemur einnig Odd- steinn í Hvammi til að líta á mjög fallega brúna hryssu, sem hann á hér í tamningu. Einnig er stóðhest- urinn Garpur í tamningu hér. Hann er á fjórða vetri og með öll ein- kenni höfðingjans, en eigandi hans er Jónínu í Hvammi. Auk þess eru þarna mörg hross og áhugaverð, vel hirt og allt vel um gengið. Frá skemmu höldum við til íbúð- arhúss og setjumst að kaffidrykkju viðeldhúsborðið. Ég spyr Niki, hvað hafi komið henni mest á óvart á íslandi? „Rok- ið,“ svarar hún. „Þessi sterki vind- ur.“ Niki talar íslensku og bætir hana upp með enskukunnáttu ef á þarf að halda. — Saknarðu ekki finnsku skóg- anna? „Nei, það geri ég ekki.“ — Viltu hafa ísland svona bert? „Já, ég vil hafa það svona,“ seg- ir Niki og verður ekki um þokað. Og henni líkar vel á íslandi. Við Ásgeir stöndum upp frá veit- ingunum og kveðjum Árna bónda í tvöfalda íbúðarhúsinu, knapann með gullið úr brokkinu á íslands- mótinu og Niki sem vill hafa Fjall- konuná nakta, eins og nýstigna úr finnskri sánu. Megi þeim vel farn- ast. Morgunblaðið/Vilhjálmur Eyjólfsson Árni Böðvarsson bóndi í Jórvík II fyrir miðri mynd. Með honum eru tveir tamningamenn sem starfa hjá honum, finnska stúlkan Nicola Bergman og Guðmundur Jónsson. Hef opnað læknastofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 6 Tímapantanir alla virka daga kl. 9-12 og 13-17 ísíma 677700. Vilhelmína Haraldsdóttir. Sérgrein: Lyflækningar og blóðsjúkdómar. á Hótel Islandi annan í páskum mánudaginn 4.apríl Dagskrá: Stórskemmtileg söng- og danssýning byggð á tónlist úr söngleiknum GREASE. Fjörinu halda uppi Battú dansflokkurinn, Eyjólfur Kristjánsson, Sigríður Beinteinsdóttir auk 14 glæsilegra þátttakenda f Fegurðarsamkeppni Reykjavikur. Krýndar verða vinsælasta stúlkan, Ijósmyndafyrirsæta Reykjavíkur og Fegurðardrottning Reykjavíkur um miðnætti. Kynnir: Anna Björk Birgisdóttir. Matseðill: Freyðandi fordrykkur Púrtvínsbætt sjávarréttasúpa Hunangsreykt grísafillé með rjómasósu, sykurbrúnuðum jarðeplum og smjörgljáðu grænmeti Súkkulaðiís með vanillukremi og ávöxtum Miðaverð kr. 3.900 með mat, kr. 1.500 án matar. Húsið opanð kl. 19. Dansleikur að lokinni krýningu. Borðapantanir í síma 687III. Þessi auglýsing er ætluð ástföngnu folki úti á landi Kæru elskendur! Við í Gulli og Silfri getum gert ykkur það kleift að hringtrúlofast innan nokkurra daga, hvar sem þið eruð stödd á landinu. 1. Hringið eða skrifið eftir okkar fjölbreytta myndalista, sem inniheldur eitt fallegasta úrval trúlofunarhringa sem völ er á, og verður sendur ykkur samdægurs. 2. Með myndalistanum fylgir spjald.gatað í ýmsum stærðum. Hvert gat er númerað og með því að stinga baugfingri í þáð gat, sem hann passar í, finnið þið rétta stærð hringanna sem þið ætlið að panta. 3. Þegar þið hafið valið ykkur hringa eftir myndalistanum skuluð þið skrifa niður númerið á þeim.ásamt stærðarnúmerunum, og hringja til okkar og við sendum ykkur hringana strax f póstkröfu. áleð bestu kveðjum, Laugavegi 35 - Reykjavík - Sími 20620 PiKKAfllATfEDILL íkírdag , fðvniDHGinn LnnGn og nnnnn í pánoim RJÓMALÖGUÐ SVEPPASÚPA HEILSTEJKT LAMBALÆRI CDA EFTIRLÆTI ROKKARANS ANANAS FROMAGE Kr. 1.190 Ath.: Það verður ekkl helgarálag á verð Opið um páskana: Skírdag kl. 12-23.30 Páskadag LOKAÐ Föstud. langa kl. 14—23.30 Annan í páskum Laugardagkl. 12-23.30 Id. 16-23.30 GLCÐILfGAPÁfKH Elskið alla — þjónið öllum Sími 689888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.