Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 49

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 49 Bláfjöll Slys algeng- ust hjá 13- 16ára STÆRSTUR hluti þeirra sem slasast í Bláfjöllum er á aldrinum 13-16 ára, samkvæmt niðurstöð- um rannsóknar á skíðaslysum sem gerð var vorið 1993. Einnig kemur fram að 43,36% þeirra sem slösuðust á þessu timabili hafi verið í skíðaferðalagi á veg- um grunnskóla. Ragnheiður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur lagði fram til- lögu á fundi Bláfjallanefndar 19. þessa mánaðar. Var hún samþykkt og beinir nefndin því til sveitastjórna að þær stuðli að framkvæmd hennar í sínum umdæmum. í tillögunni seg- ír meðal annars að í ljósi fram- greindra upplýsinga um slysatíðni í skíðaferðalögum grunnskóla verði að bregðast við með eflingu forvam- arstarfs. Framkvæmd þess skuli vera með þeim hætti að heimsóttir verði grunnskólar og haldnir stuttir fyrirlestrar fyrir nemendur 8., 9. og 10. bekkja. I þeim verði fjallað um reglur skíðasvæðanna, nemendum sýnt hvernig leiðir séu merktar með litum og greint frá svæðum sem beri að varast. Einnig verði áhersla lögð á mikilvægi rétts búnaðar, að bindingar séu rétt stilltar, skíði hæfi- lega stór og skíðaskór passlegir. Loks er lagt til að kennarar grunn- skólanema sæki fyrirlestrana svo þeir geti leiðbeint nemendum í skíða- ferðalögum. Leó Steingrímur Steingrímur les ljóð eftir Ljón norðursins STEINGRÍMUR Sigurðsson Ust- málari les þ'óð eftir Ljón norðurs- ins, Leó Arnason frá Víkum, í Kaffi-Krús á Selfossi laugardag- inn 2. apríl, en þar stendur nú yfir sýning á vatnslitamyndum og pastelmyndum eftir Leó. Upp- lesturinn hefst kl. 15 og stendur fram eftir degi. Leó, sem verður 82ja ára í júní á þessu ári, dvelst nú um stundir á Sjúkrahúsi Suðurlands þar sem hann jafnar sig eftir áfall sem hann varð fyrir, en hann ætlar engu að siður að spila undir á sög í byijun hvers ljóðs sem Steingrímur les. Steingrímur hefur áður lesið upp ljóð eftir Leó, en það var í Offiséra- klúbbnum á Keflavíkurflugvelli. „Hann var að smíða eitthvað fyrir liðsforingjana þar, enda er hann mjög laginn smiður, og var hann með sýningu á vekum sínum í Offis- éraklúbbnum. Þeir urðu mjög heill- aðir af Leó, enda er hann eins og Kaninn vill ímynda sér listamenn, svona líkur Salvador Dali og dálítið trylltur," sagði Steingrímur. Hagkvæmt bílalán! Staðgreiðslulán er heildarlausn við kaup á nýjum bíl Lánstími allt að 5 ár Nú býðst í fyrsta sinn Staðgreiðslulán til allt að 5 ára sem gefur þér kost á enn léttari greiðslubyrði. Sveigjanleiki Hvenær sem er á lánstímanum getur þú greitt aukalega inn á Staðgreiðslulánið éða greitt það upp. 100% lán Staðgreiðslulánið getur numið öllu bílverðinu ef lánstími er 30 mánuðir eða skemmri. Það getur numið allt að 7S% bílverðs ef lánstíminn er 31-48 mánuðir en 65% ef hann er lengri. Vextir eru sambærilegir bankavöxtum Staðgreiðslulánið er í formi veðskuldabréfs og vextir eru sambærilegir skulda- bréfavöxtum Islandsbanka. Síllinn er staðgreiddur Þegar þú kaupir þér nýjan bíl, greiðir Glitnir það sem á vantar. Þannig er bíllinn staðgreiddur og því nýtur þú bestu kjara hjá seljanda. Þú tryggir þar sem þér hentar Tryggja þarf bílinn með kaskótryggingu á lánstímanum og að sjálfsögðu ræður þú hvar hann er tryggður. Kynntu þér hagstæð kjör Staðgreiðslulána og gerðu jafnframt samanburð á þeim lánsformum sem bjóðast. Sölufulltrúar bifreiðaumboðanna veita þér nánari upplýsingar og útbúa tilheyrandi skjöl á skjótan og einfaldan hátt. DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Ármúla 7 108 Reykjavík Sími 608800 Myndsendir 608810 '% * - Framkallaðu páska- og fermingarmyndirnar hjá okkur Litsel Áusturstræti 6, s. 611788 HAMRABORG 1 KÓPAVOGI SÍMI 44020 _ FRAMKÖLLUN STUNDINNI ÁRMÚLA 30 - S.687785 Gegn framvísun þessa miða færöu aukamyndasett og filmu með hverri framköllun Litsel , Filman 1 Framköltun á stundinni Gildir til 12. aprfl 1994

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.