Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 28

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 Glerskápur kr. 104.160 stgr. Borðstofuborð og sex stólar kr. 139.035 stgr. Skenkur kr. 83.514 stgr. Opið laugardaginn 2. apríl frá 10-16. Síðumúla 20, sími 688799 1 I I FISKRÉTTIR LINDARINNAR \ i ■ i ■ i i i i i FISKMATSEÐILL til dæmis: Grillaður háfur kr. 950,- Pönnusteikt kolaflök kr. 1.020,- Smjörsteikt keiluflök kr. 970,- Hvítlauksristaður steinbítur kr. 950,- 3 Ijúfir smáréttir kr. 1.320,- HEIMILISMATSEÐILL til dæmis: Fiskbollur m/lauksósu kr. 870,- Plokkfiskur m/rúgbrauði kr. 890,- Síldardiskur kr. 780,- Súpa, heimabakað brauð og salatbar fylgja öllum réttum. 10% afsláttur af mat gegn framvísun þessa miða. LIMVIM Rauðarárstíg 18 - Sími 623350 l I I I I I I I I I I I l l I 1 Nýr og glæsilegur ökuskóli hefur tekið til starfa. Sérsvið skólans er nám til aukinna ökuréttinda (vörubíl, rútu, leigubíl). Áhersla verður lögð á verklega kennslu á vel útbúnu verkstæði skólans. Allir kennarar hafa mikla reynslu á sérsviði skólans. Öll kennsla fer fram í rúmgóðum og björtum kennslustofum. Kennsla fer fram á kvöldin og stendur yfir í fimm vikur. Námskeið hefst þann 15. apríl nk. og verður boðið upp á sérstakt kynningarverð eða kr. 95.000 Samkomulag um greiðslukjör. Allar nánari upplýsingar eru í síma 884500 eða á skrifstofu skólans í Klettagörðum 11 (f húsakynnum E.T.), frá kl. 09.00-17.00. , .. NYI OKUSKOLINN h/f, Klettagörðum 11, Reykjavík, sími 884500, fax 680844 Þjóðbúningurinn Æ -V Askorun tíl íslensku þjóðarinnar! eftir Ingunni St. Svavarsdóttur Ágætu landar. í tilefni 50 ára lýðveldishátíðar okkar skora ég hér með á okkur öll, sem byggjum sjálfstæð þetta fallega og göfuga land, að skera nú upp herör fyrir notkun þjóðbúnings okkar. Úr mörgu að velja Við eigum margs konar bún- inga, sem velja má í millum, svo sem upphlut, peysuföt, skautbún- ing, kirtla, möttul, 19. aldar bún- inginn (sjá meðfylgjandi mynd) og svo karlabúninga. Mér finnst snautlegt hve sjald- gæft er að sjá börn á íslenskum búningi. Kostnaðurinn á eflaust stóran þátt í því en mér er tjáð að gerlegt sé að sauma búninga bæði á telpur og drengi sem duga megi þeim í allt að 5 ár. Ef svo skemmtilega vildi til að barnabún- ingar næðu að verða vinsælir og almennt notaðir á tyllidögum, yrði skiptimarkaður með búninga fljót- lega staðreynd. Eins væri gaman, ef það gæti orðið hefð, að íslenskir stúdentar, jafnt stúlkur sem piltar, útskrifuð- ust á íslenskum búningi. Nítjándu aldar kvenbúningurinn er líflegur og býður upp á mismun- andi samsetningar í litum og karl- mannabúningurinn, með sín fínu vesti og hnjábuxum, stendur fylli- lega fyrir sínu, stílhreinn og lát- laus. Atvinnuskapandi starfsemi Nú á „Ári fjölskyldunnar“ væri gaman ef sem flestar íslenskar fjölskyldur gætu státað þó ekki væri nema af einum þjóðbúningi, en settu stefnuna á fleiri á kom- andi árum, því eflaust þurfa flest- Ingunn St. Svavarsdóttir. íslensk börn á erlendri grund. Sannarlega þjóðleg og fallega klædd í íslensku búningunum sínum. „Ég álít að okkur veiti ekki af að taka okkur saman um eitthvað sem sameinar í allri barátt- unni sem nu á sér stað flokka í millum. Því ekki að slá á sundrung, ef la samhug, huga að rótum okkar og klæðast íslenskum búningi?“ ir að setja það inn á langtímaáætl- un að koma sér upp búningi. Náist samstaða í málinu er hér um atvinnuskapandi starfsemi að ræða, sem getur átt sér stað jafnt til sveita sem í þéttbýlinu; með námskeiðahaldi í saumaskapnum, vefnaði á dúksvuntum, pijónaskap á húfum, silfur- og gullsmíði, sölu á efnum. o.fl. Eflum samhug Ég álít að okkur veiti ekki af að taka okkur saman um eitthvað sem sameinar í allri baráttunni sem nú á sér stað flokka í millum. Því ekki að slá á sundrung, efla samhug, huga að rótum okkar og klæðast íslenskum búningi? Höfundur er sálfræöingur og sveitarstjóri í Öxarfirði. Falleg oggagnleg fermingargjöf Fæst hjá ölluin bóksölum Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettiorð íslensk-ensk orðabók 35.000 íslensk uppflettiorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjafaöskju á aðeins kr. 3.690.- Gagnleg og glæsileg fermingargjöf, sem nýtist vel í nútíð og framtíð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.