Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 16
MORGUNBLAÖIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994
Er fjölskvldan í fe
Sælureitir
fjölskvldunnar
Orlando á Flórida
Við fullyrðum að hvergi í heiminum er að finna slík
tækifæri til skemmtunar og á Orlando og gisting og
aðstaða er öll ein sú besta sem við höfum boðið frá upphafi.
Staðgreiðsluverð frá 57.490 kr.
m.v. 2 fullorðna og 4 böm í húsi í 2 vikur.
Skattar og gjöld innifalin.
Benidorm á Spáni
Silkimjúkar sandstrendur, gullfallegt umhverfi,
framúrskarandi gististaðir og fjölskrúðugt skemmtanalíf hafa
gert þennan strandbæ að eftirlæti íslenskra sóldýrkenda.
Staðgreiðsluverð frá 45.850 kr.
m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð í 3 vikur. Brottför 23. júní.
Skattar og gjöld innifalin.
Mallorca
Ein frægasta sólskinsparadís veraldar og staðimir okkar
Palma Nova og Cala d'Or eru á meðal þeirra allra
vinsælustu.
Staðgreiðsluverð (Cala d'Or í þrjár vikur 12. júlí) 52.590 kr.
2 fullorðnir og 2 böm í íbúð. Skattar og gjöld innifalin.
Túnis
Hér mætast aldagamlar hefðir Miðausturlanda og straumar
vestrænnar menningar í blöndu sem á vart sinn líka. Frábær
strönd og einstök gisting!
Staðgreiðsluverð frá 54.800 kr.
m.v. 2 fullorðna og 2 böm í íbúð í 2 vikur. Skattar og gjöld innifalin.
Ath. hálft fæði innifalið.
Holland
Sæluhúsin í Heiderbos - einhver skemmtilegasta
sumarleyfisaðstaða sem um getur í Evrópu.
Staðgreiðsluverð frá 44.200 kr.
m.v. 2 fullorðna og 2 böm í húsi í 2 vikur. Skattar og gjöld innifalin.
italla
Desenzano við Gardavatnið
Gardavatnið er ein fegursta náttúruperla ítalíu og aðbúnaður
okkar á Villa Maria er eins og best verður á kosið.
o
Irland 1 sumar
Ódýrasti sumarfjölskyldupakkinn
Óvíða er íslendingum betur tekið en á írlandi og
við höfum ekki dvalið lengi á „Eyjunni grænu“
þegar við verðum okkur áskynja um skyldleikann
við írana.
Þú getur farið í gönguferð eða hjólreiðaferð um
blómleg héruð, lax eða silungsveiði, slegið um þig á
frábærum golfvöllum, brugðið þér í reiðtúr og svo
mætti lengi upp telja. Og gistimöguleikamir eru
óþrjótandi - frá vinalegri heimagistingu til
glæsihótela og kastala.
Verð á flugi aðeins 22.510 kr.
Heimsreisur og
rútuferðir
Framandi slóðir
Ástralía, Malasía, Thailand, Karíbahafið
Ferðir á fjarlægar slóðir þar sem ótal framandlega og
skemmtilega hluti ber fyrir augu og aðbúnaður allur er
eins og best verður á kosið.
Rútuferðir
Hressilegar og fræðandi ferðir um fegurstu héruð Irlands,
Þýskalands og Ítalíu í fylgd þaulkunnugra fararstjóra.
..........
Flug og bíll
Vinsældir þessa ferðamáta hafa aukist stórum síðustu ár enda
er fátt sem jafnast á við þá tilfinningu að setjast inn í góðan bíl
í upphafi sumarleyfis og eiga fyrir höndum frí sem er
nákvæmlega eins og maður vill sjálfur hafa það.
Upphafsstaðimir geta verið ótalmargir, t.d. allir áfangastaðir
Flugleiða og Dublin.
ísland
Til þess að koma til móts við vaxandi áhuga íslendinga á því
að ferðast um eigið land bjóðum við nokkra ferðamöguleika á
ákveðnu kynningarverði. Nú er tækifæri til þess að njóta vel
skipulagðrar ferðar um landið sitt algjörlega áhyggjulaust og
njóta þess sem fyrir augun ber.
Kátir dagar
- ferðir eldri borgara
Sól og sæla á Mallorca,
sigling um ár pg síki Hollands,
írland og Jersey - fegurð og saga,
Madeira - aldingarður Atlantshafsins.
Allt bráðfjömgar orlofsferðir með hinum frábæra
fararstjóra Ásthildi Pétursdóttur.