Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 48

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 Tll IRClfl 1 ILU vM g mk H HH W^ - ® y ■ FARSEM SMÁTÆKIN FÁST 4 PFAFF 6085 SAUMAVEL HEIMILISVÉL m/20 SPORUM 39.Í SENNHEISER HD-560 HEYRNARTÓL FRÁBÆR HLJÓMUR BRAUN 3012 RAKVÉL SYSTEM 1-2-3 FRAMTÍÐAREIGN HARBLASARIFRA BRAUN PX 1200 SÚPERVOL m/DREIFARA GASKRULLUJARN FRÁ BRAUN STYLE'N GO Upplýsingar um umboðsaðila hjá Gulu línunni Bifhjólasamtök lýðveldisins 10 ára Stórsýning 1 Laugar- dalshöll um páskana SNIGLARNIR, bifhjólasamtök lýðveldisins, halda upp á 10 ára af- mæli sitt með stórsýningunni Bifhjól á íslandi um páskana. Halldór Blöndal, samgönguráðherra, opnar sýninguna með formlegum hætti í Laugardalshöll kl. 15 í dag. Sýningin verður opnuð almenningi kl. 17. Hún er opin til kl. 22 alla daga að frátöldum síðasta sýningardeg- inum á mánudag. Þann dag verður henni lokið snemma eða kl. 20. Yfir 200 bifhjól verða á sýning- unni. Nærri liggur að hver tegund, sem flutt hefur verið hingað til lands frá 1918, eigi sinn fulltrúa. Félagar í Sniglunum munu bjóða gestum upp á stuttar hjólaferðir ef veður leyfir, vörukynningar verða í salnum og nýr geisladiskur Snigl- anna til sölu. Á disknum eru lög eftir meðlimi Sniglanna og hafa aðeins verið gefin út 1000 eintök. Landsmót Sniglanna verður í Húnaveri fyrstu helgina í júlí og eru allir bifhjólaeigendur velkomnir. Að auki verður haldið upp á af- mæli samtakanna með styttri og lengri hjókferðum hér á landi og erlendis. Áttahundruð og fimmtíu félagar hafa frá upphafi verið skráðir í Sniglanna. Bif hj ólasýning FRÁ bifhjólasýningu árið 1992. Morgunblaðið/Björn Blöndal Þau skipa 5 af 6 efstu sætum framboðslista Sjálfstæðismanna fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi, Keflavík, Njarðvík og Höfnum. Frá vinstri til hægri eru: Böðvar Jónsson, Björk Guðjónsdóttir, Ellert Eiríksson bæjarstóri, Jónína A. Sanders og Garðar Oddgeirsson. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Keflavík/Njarðvík/Höfnum Ellert Eiríksson í fyrsta sætinu Keflavík. SJÁLFSTÆÐISMIENN hafa valið framboðslista sinn fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi, Keflavík, Njarðvík og Höfnum. Listinn var skipaður af 9 manna kjörnefnd og verður Ellert Eiríksson núverandi bæjarstjóri í Keflavík í fyrsta sætinu. I öðru sæti verður Jónina A. Sanders hjúkrunarfræðingur úr Njarðvík, í þriðja sæti Björk Guðjónsdóttir skrifstofumaður, Keflavík, fjórði verð- ur Garðar Oddgeirsson rafvirki, Keflavík, í fimmta sæti Kristbjörn Albertsson kennari, Njarðvík, í sjötta sæti Böðvar Jónsson fasteigna- sali, Njarðvík, Viktor B. Kjartansson tölvunarfræðingur, Keflavík, skip- ar sjöunda sætið, í áttunda sæti verður Árni Ingi Stefánsson fram- kvæmdastjóri, Njarðvík, níundi verður Valþór Söring Jónsson verk- stjóri, Njarðvík, og tíunda sætið skipar Ragnar Örn Pétursson veitinga- maður, Keflavík. Um jBOD ixjól á Bhiöimm. lB fyvivtækí kyxma rérrn I tíu ar \ miolor Magnús Guðjónsson formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Keflavík og Njarðvík sagði að við val á listanum hefði verið tekið til- lit til búsetu og á hann hefði verið valið ungt fólk ásamt reyndum stjórnmálamönnum. Magnús sagði að erfitt hefði verið að gera upp á milli manna því margir hefðu verið um hvert sæti og að sinu áliti hefði vel tekist til. Akveðið hefði verið að nota þessa aðferð við val á listan- um til að koma sem flestum sjónar- miðum að og hún sýndi um leið ákveðinn styrk. Ellert Eiríksson bæjarstjóri sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið í forystuhlutverki í bæjarfélögunum í áraraðir hann biði nú fram eins og áður til að hafa áhrif. Sjálfstæð- isflokkurinn myndar nú meirihluta í Keflavík ásamt Framsóknarflokki og sagði Ellert að sú samvinna hefði bæði verið farsæl og góð. Flokkurinn færi samt óbundinn til þessara kosninga og auðvitað væri draumurinn að fá hreinan meiri- hluta. -BB -------» ♦ --------- Föstutónleikar í Blönduóskirkju Blönduósi. TÓNLEIKAR verða haldnir í Blönduóskirkju á föstudaginn langa. Á dagskránni verður ein- söngur Margrétar Bóasdóttur sópransönkonu og mun hún m.a. syngja lög eftir Áskel Jónsson og Atla Heimi. Kórar Blönduóss- og Hóla- neskirkna ásamt nokkrum einstakl- ingum úr öðrum kórum í A-Húna- vatnssýslu flytja þýska messu eftir Schubert. Stjórnendur eru Rose- mary Hewlett og Ian Wilkinson og um undirleik sér Julian Hewlett. Þessir sömu einstaklingar munu einnig sjá um annan hljóðfæraleik á tónleikunum og auk þessa mun Hróbjartur Darri Karlsson syngja einsöng. Tónleikarnir eru eins og fyrr greinir á föstudaginn langa og hefjast klukkan 21.00 og er að- :8\' \ fð .2 ö iías^teJuíauA LlónSi: i s

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.