Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 25

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 25 Björn Bjarnason „Lesendur Morgun- blaðsins eru vel upp- lýstir. Við þeim blasir aðeins pólitískt ofstæki, þegar stj órnarháttum í Reykjavík er líkt við sovéskt eða kínverskt einræði. Stjórnmála- maður sem þannig talar er ekki marktækur.“ aði það í DV. Heyrir til undantekn- inga, að frambjóðandi sé svo upp- tekinn af háu embætti. Ingibjörg Sólrún fer aðeins í framboð til borgarstjórnar vegna þessa embættis. Engu er þó líkara en hún hafi fyllst óttablandinni virð- ingu fyrir því. Henni vaxi það í raun í augum. í ræðunni setti hún sig meira að segja í spor Marteins Lúthers í baráttu hans við páfadóm og sagði: Hér stend ég og get ekki annað. í Morgunblaðinu kemur fram, að völdin í Ráðhúsinu minna hana á það, sem var í Versölum á tímum Loðvíks fjórtánda. í DV seg- ir hún, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert borgarstjóra að „föður Reykjavíkur". Þessar skírskotanir til sögu- frægra karlmanna og föðurímynd- arinnar á ef til vill að skoða í ljósi umræðna á vettvangi Kvennalist- ans um hugmyndafræði kvenna og borgarstjóraembættið. Þær eiga ekkert erindi í almennar stjórn- málaumræður liðandi stundar. Eðli- legt er að miklar umræður séu málið innan Kvennalistans, því að nú er sérstaða hans úr sögunni. Konur eru á sama framboðslista og karlar. Sjónarmið hinnar hagsýnu húsmóður víkja fyrir marklausri samsuðu. Þetta er hin lýðræðislega staðreynd, sem við blasir, en ekki hitt, að Sjálfstæðisflokkurinn sé hálfsovéskur og andlýðræðislegur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. -----♦ ------- Samkirkju- leg guðsþjón- usta í Aðvent- kirkjunni Á SKÍRDAG kl. 11 verður sam- kirkjuleg guðsþjónusta í Aðvent- kirkjunni, Ingólfsstræti 19, Reykjavík, á vegum samstarfs- nefndar kristinna trúfélaga og verður henni útvarpað á Rás 1. ' Lilja Ármannsdóttir, æskulýðs- leiðtogi á vegum aðventista, prédik- ar og fulltrúar hvítasunnumanna, Hjálpræðishersins, kaþólsku kirkj- unnar og þjóðkirkjunnar munu taka þátt með ritningarlestri eða bæn. Á guðsþjónustunni mun verða Ijölbreytt tónlist: Kór Aðventkirkj- unnar syngur undir stjórn Krystynar Cortes, Miríam Óskarsdóttir á veg- um Hjálpræðishersins syngur ein- söng undir gítarundirleik og kvart- ettinn A Capella syngur. Organisti verður Krystyna Cortes. SVONA AUGLÝSA ERLENDIR LYFJAFRAM- LEIÐENDUR Svona auglýsingar hafa ítrekað birst í síðustu töiubiöðum Læknabiaðsins. Þær eru frá þremur tilgreindum, erlendum lyfjaframleiðendum. Ekki er heimilt að birta nöfn þeirra hér, vegna ákvæða í siðareglum um augiýsingar. Heildarkostnaður við lyfjanotkun á íslandi árið 1993 nam tæpum 5,1 milljarði króna. Verulegur hluti lyfjanna eru erlend, innflutt eftir umboðs- mannakerfi, samkvæmt viðteknum viðskiptaháttum. Hér er um gífurlega fjárhagslega hagsmuni að tefla. Það sýnir birting og framsetning auglýsinganna sem hér eru sýndar á síðunni og er beint til íslenskra lækna. Annarsvegar eru hagsmunir hinna erlendu lyfjaframleiðenda og umboðsmanna þeirra, hinsvegar hagsmunir kaupenda, þ.e. íslenskra sjúklinga og samfélagsins. Þessa upphæð, 5,1 milljarð króna, er mögulegt að lækka verulega, án þess að draga úr gæðum eða magni lyfja. Það er einfaldlega gert með því að læknar heimili afgreiðslu ódýrustu samheitalyfja og merki © í stað ® við lyfjaheiti, ætíð þegar mögulegt er. Læknar, sjúklingar, almenningur, tökum höndum saman, lækkum lyfjakostnað! Aðhald og sparnaður í rekstri veitir aukið svigrúm til betri h eiibrigðisþjón ustu. Merki læknir bókstafinn (R) við lyfjaheiti á lyfseðli, fær sjúklingur eingöngu afgreitt tiltekið lyf. Merki læknir hins vegar bókstafinn © við lyfjaheiti, fær sjúklingur afgreitt ódýrasta samheitalyf í sama lyfjaflokki. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN íj? RÍKISINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.