Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 70
70
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994
Hjördís Oddgeirs
dóttir - Minning
Fædd 5. júlí 1932
Dáin 22. mars 1994
Minning
Matthildur Krist-
jánsdóttir Petersen
Fædd 27. júní 1902
Dáin 21. mars 1994
Látin er í Reykjavík Hjördís Odd-
geirsdóttir frá Vestmannaeyjum.
Eftir langa sjúkdómssögu er hún
farin til friðarheima. Þar er hún
komin á fund síns herra sem hún
sagði gjarnan um: „Ég veit að hann
tekur vel á móti mér, hann hefur
hughreyst mig í svo mörg ár.“ Og
hún brosti í gegnum þjáninguna
sem gerðist lífsförunautur hennar
þegar á unglingsárum.
Menn heyra af sjúkdómum.
Langvinnum erfiðum sjúkdómum
sem fólk þakkar fyrir að komast
hjá. Þeir sem komast hjá þeim,
hvað ekki allir gera. Margir þurfa
að berjast við veikindi lungann úr
lífí sínu með erfiðar byrðar og fáar
hvíldarstundir. Og vindinn í fangið.
Þannig var ganga Hjördísar.
Þegar jafnaldrar hennar, á ung-
lingsárum, hófu þátttöku í ævintýr-
um lífsins, í galsa og gleðisöng, kom
í ljós að lífshljóðfæri hennar réð
ekki við tónverkið. Og líf hennar
varð þrautaganga. Áratug eftir ára-
tug. Hún vonaðist eftir bata eins
og allir vona. Líkt og einmana strá
á köldum mel vonast eftir vori. En
á íslandi verða svo margir vetur
allof langir og margt vorið vorar
svo seint.
Hún kom til okkar Samhjálpar-
fólks fyrir um það bil tíu árum. Þá
bjó hún með Bóbó, Erlendi Degi
Valdimarssyni. Þau gerðu nokkrar
tilraunir til þess að standa á eigin
fótum, studd hvort af öðru. Saman
stofnuðu þau heimili og reyndu að
gera fallegt í kringum sig. Til þess
völdu þau blóm og myndir. Blóm
sem minntu á betri tið í haga og
myndir sem tjáðu baráttu mannsins
við það óviðráðanlega. Og trúar-
tákn. Tákn um Guð sem ritningin
segir að sé góður og frelsara sem
leysir bönd og huggar. „Hann hefur
hughreyst mig svo oft,“ sagði hún
gjarnan.
Erlendur Dagur var burtkallaður
fyrir allmörgum árum og einsemdin
knúði aftur dyra hjá Hjördísi. Lífið
hélt áfram. Dag eftir dag. Ár eftir
ár. Og fátt um gleðigjafa. En
hugfróun og hvatningu sótti hún
til Drottins drottnanna og staðsetti
sig í skjóli við hann. Þar er margt
hinna vitrustu manna.
Ágústínus kirkjufaðir segir í
játningum sínum: „Á venjulegum
námsferli var ég kominn að bók
eftir Cicero nokkum. Málfar hans
dá nálega allir, en innrætið ekki
eins. En þessi bók hans er hvatning
til heimspeki og heitir Hortensius
(Hvatning). Bókin breytti huga
mínum. Eg tók að beina bænum
mínum til þín sjálfs, Drottinn, og
óskir mínar og þrár tóku aðra
stefnu. Allar hégómlegar hugðir
urðu mér allt í einu einskis verðar.
Ég fór að þrá hina eilífu visku af
ótrúlegum hjartans hita.“ Ciceró,
sem uppi var skömmu fyrir Krists-
burð, skrifaði meðal annars bækur
sem hétu Hugfró og Hvatning.
Nöfn bókanna gefa nokkra mynd
af efni þeirra og þá jafnframt skiln-
ingi höfundar á þörf mannsins fyrir
hugfró og hvatningu.
Lífsviðhorf Hjördísar, Cicerós og
Ágústínusar vora sömu ættar. Cic-
eró varð að leita lausna á aðra vegu
en til Jesú.
Ágústínus var uppi eftir Krists-
burð og gat þegið af Drottins auðg-
uðu lindum. Þörfin fyrir hugarfró
og hvatningu var ætíð og verður
með mannkyni þótt háreysti heims-
ins hvíni stöðugt hærra. Hjördís
leitaði í smiðju þess meistara sem
einn kunni að elska eins og elska
ber og hugga eins og hugga ber.
Hún tilbað hann og ákallaði „af
ótrúlegum hjartans hita“. „Hann
hefir hughreyst mig svo oft,“ sagði
hún.
Nú era leiðarlok Hjördísar Odd-
geirsdóttir hér megin tilvera. Nú
binda hömlur líkamans hana ekki
lengur. Ný tónverk taka við. Ný
ljóð í munni. Hún verður kvödd frá
Fossvogskapellu þriðjudaginn 5.
apríl næstkomandi. Guð blessi
minningu hennar.
Ásta Jónsdóttir,
Óli Ágústsson.
Við kveðjum með söknuði í dag
merka konu, sem næstum náði því
að lifa alla 20. öldina. Hennar að-
alsmerki var hjálpsemi og rétt-
lætiskennd. Hún var sjálfstæðis-
kona af gamla skólanum, en ein-
hver mesta samhjálparkona sem
ég hef kynnst um ævina, ætíð
reiðubúin að hjálpa öðrum, ef þess
gerðist þörf. Ég kveð^ þig með
söknuði, Matta fóstra. Ég hélt þú
yrðir alltaf til staðar, þegar ég
þyrfti á þér að halda. Sú staðreynd
að á örlagastundum í lífi mínu
komst þú oft við sögu. Það hófst
með því að þið Ludvig fóstruðu
mig vöggubam langt fram eftir
fyrsta ári lífs míns, þegar foreldrar
mínir þurftu að búa erlendis, og
bý ég örugglega enn að ást og
umönnun ykkar.
Næst liggja leiðir mikið saman,
þegar ég 19 ára gömul flyt að
norðan til Reykjavíkur og bý þar
í rúm tvö ár á leið út í lífið. Þá
átti ég athvarf hjá þér, Matta mín,
í kjölfar systra minna. Þitt heimili
varð mitt. Ég fékk að nota fötin
þín á stúdentaböllin. Ég minnist
dásamlegs guls samkvæmiskjóls,
sá var síður með blóm í barmi -
honum gleymi ég aldrei. Hjá þér
grét ég síðan, þegr ég stóð ferðbú-
in út í heim til náms í ferð án fyrir-
heits, og þú huggaðir mig.
Löngu síðar á krossgötum í líf-
inu stóðstu eins og klettur við hlið
mér, þegar ég þroskuð kona í
kreppu, bað þig um stuðning. -
Þú pakkaðir með okkur búslóð-
inni, þvoðir skápa og annað. Þú
sast til borðs með okkur og borðað-
ir kjötsúpu í boði gamla heimilisins
og fluttir okkur síðan á nýja heimil-
ið út við sjóinn. Síðan hefur þú
fyllt skarð á heimilinu ár hvert á
aðfangadagskvöld, nú síðast 24.
desember 1993, í það skipti með
þessum orðum: „Ég held ég verði
að koma því ætli þetta sé ekki síð-
asta aðfangadagskvöldið, sem
þessi sonur þinn verður með okk-
ur.“ Þú varst ekkert að fást um
sjálfa þig. Við vildum svo gjaman
koma til þín með jólin, en þér var
ekki haggað, vildir ekki breyta út
af venju þótt þróttlítil værir. -
Bömunum mínum varst þú mikil-
væg kona. Þú varst þeim önnur
amma og barnabörnunum lang-
amma. Fyrir einu og hálfu ári
varstu skírnarvottur þriðja bama-
barnsins, nöfnu systur þinnar hei-
tinna, Elsu.
Ýmislegt skemtilegt kemur upp
í hugann frá árunum við sjóin.
Elsti sonur minn dáðist að sauma-
skap þínum, þegar þú gerðir við
Levi’s-gallabuxur með gulum
tvinna alveg eins og út úr verslun,
þegar honum lá á og var að fara
í ferðalag. Annar sonur þvoði
þvottinn sinn hjá þér, þegar móðir
hans var erlendis í marga mánuði
við nám, og hann naut auðvitað
sömu umhyggju hjá þér og móður
hans forðum. Sá þriðji sauð jólas-
teikina í lánspotti frá þér um síð-
ustu jól fyrir sig og sína fjöl-
skyldu. Þú hafðir þann sið í heiðri
að leysa fólk út með gjöfum auk
andlegrar næringar, svo erfitt var
að fara úr heimsókn hjá þér öðra-
vísi en með smágjöf í hendi. „Sælla
er að gefa en þiggja“ voru þín kjör-
orð.
Ung kona vannst þú á gömlu
talsímastöðinni. - Síðan komstu
aftur miðaldra ekkja. Ungu konun-
um á stöðinni leist ekkert á ráðn-
ingu þessarar fullorðnu konu, en
komust fljótt að raun um kunnáttu
þína og reynslu, og áður en varði
varstu orðin þeim væn.
íslrindskostur
Erfidrykkjur
Verð trá 750 kr. á mann
6 I 48 49
v.
ERFIDRYKKJUR
p F R f \ in sími 620200
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð íallegir
salirogmjög
g()ð þjómista.
llpplýsingar
ísíma22322
FLUGUEIDIR
llTIL LIÍTLEIIIK
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓIMEY JÓNSDÓTTIR,
Hringbraut 104,
Keflavík,
lést á dvalarheimilinu Garðvangi að morgni 29. mars.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, fósturmóðir og amma,
ÚRSÚLA ÞORKELSDÓTTIR
frá Laxárnesi,
lést mánudaginn 28. mars sl.
Jarðarförin fer fram frá Lágafellskirkju laugardaginn 2. apríl
kl. 13.30.
Ólafur Ingvarsson, Artha Eymundsdóttir,
Auður H. Ingvarsdóttir,
Þrúður Ingvarsdóttir, Hreinn Eyjólfsson,
Halldór Kjartansson, Kristín Valdimarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ELÍN STEPHENSEN,
Egilsstöðum,
verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 2. apríl
kl. 15.00.
Jón Pétursson, Hulda Matthfasdóttir,
Margrét Pétursdóttir, Jónas Gunnlaugsson,
Áslaug Pétursdóttir, Viðar Sigurgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
' .............L. ....
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 105,
sem lést í Vífílsstaðaspítala 28. mars, verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu miðvikudaginn 6. apríl kl. 15.00.
Óskar Sörlason,
Guðný Garðarsdóttir, Ólafur Sæmundsson,
Pátur Steingrfmsson, Sigrún Guðmundsdóttir,
Örn Steingrfmsson, Sigrfður Guðmundsdóttir,
Kristin Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
RÓSA MARÍA HINRIKSDÓTTIR,
Álfaskeiði 78,
Hafnarfirði,
andaðist í St. Jósefsspítala 18. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Kristján Hólm Hauksson,
Kristfn Hauksdóttir, Páll Á. Eggertsson,
Haukur Hólm Hauksson, Helga Helgadóttir
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
EGILL KARLSSON,
Jaðri,
Eskifirði,
sem lést föstudaginn 25. mars, verður jarðsunginn frá Eskifjarðar-
kirkju laugardaginn 2. apríl kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Arnheiður Halldórsdóttir.
t
Elskuleg systir okkar,
HJÖRDÍS ODDGEIRSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 22. mars, verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 5. apríl kl. 10.30.
Guðbjörg Oddgeirsdóttir,
Ólafur Oddgeirsson,
Lilja Oddgeirsdóttir.
t
Eiginmaður minn, bróðir okkar og vinur,
HARALDURPÁLLÞÓRÐARSON,
Staðarbakka 34,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. apríl
kl. 10.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans,
er bent ó líknarstofnanir.
Ingibjörg S. Kristjánsdóttir,
Kóri Þórðarson, Þóra Þórðardóttir,
Þórunn Þórðardóttir,
Sigurþór, Kristrún
og fjölskyldur þeirra.