Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 46

Morgunblaðið - 31.03.1994, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 30. mars 1994 Hœsta Lœgsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 105 20 30.00 2.700 81,000 Blandaður afli 5 5 5.00 0.066 330 Gellur 165 165 165.00 0.090 14,850 Grálúða 120 100 114.34 0.424 48,480 Grásleppa 20 20 20.00 0.013 260 Hlýri 44 34 36.87 0.122 4,498 Hrogn 222 100 181.83 3.582 651,297 Karfi 47 30 42.52 8.117 345.098 Keila 74 20 68.07 4.681 318,631 Langa 83 23 66.16 6.160 407,549 Lúða 425 100 330.41 0.450 148,685 Lýsa 20 20 20.00 0.£?3 4.46Q Steinb/hlýri 50 60 50.00 0.Ó89 ‘ 4,450 Skarkoli $6 50 77.27 1.097 84,760 Skata 114 90 111.9Q Q.368 41,179 Skötuselur 390 100 188.04 0.169 31.778 Steinbítur 65 28 52.31 4.632 242,293 Sólkoli 10Q 100 100.00 0.088 8,800 Ufsi 50 30 42.98 56.157 2,413.611 Undirmáls ýsa 41 41 41.00 1.949 79.9Q9 Undirmálsfiskur 6Q 30 47.85 1.933 9?,50£ svartfugl 95 95 95.0Q 0.015 1,425 Ýsa 160 10 90.50 97.182 8,794,90) Þorskur 1?3 55 88.72 82.767 7,343,294 Samtals 77.50 273.074 21,164,041 FISKMARKAÐUR DALVÍKU Grálúða 120 100 114.34 0.424 48,480 Hlýri 44 44 44.00 0.035 1,540 Hrogn 200 200 200.00 0.100 20,000 Karfi 30 30 30.00 0.007 210 Lúða 216 215 215.00 0.024 5,160 Steinbítur 49 49 49.00 1.876 91,924 Undirmálsfiskur 30 30 30.00 0.170 5,100 Ýsa sl 10 10 10.00 0.144 T.440 Þorskur sl 78 . 55 70.28 2.621 184,204 Samtals 66.29 5.401 358,058 FISKMARKAÐUR SNÆFELLSNESS Annarafli 105 105 105.00 0.070 7,350 Gellur 165 165 165.00 0.090 14,850 Hrogn 215 215 215.00 0.300 64,500 Langa 23 23 23.00 0.005 115 Skarkoli 80 80 80.00 0.925 74,000 svartfugl 95 95 95.00 0.015 1,425 Undirmálsfiskur 47 47 47.00 0.466 21,902 Ýsa sl 143 26 96.91 0.165 15,990 Þorskur sl 93 90 92.01 5.985 550,680 Samtais 93.61 8.021 750,812 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA Annar afli 30 20 27.93 2.536 70,830 Grásle|>pa 20 20 20.00 0.013 260 Hrogn 170 160 162.56 1.654 268,874 Karfi 47 30 37.57 1.373 51,584 Keila 74 60 73.67 4.002 294,827 Langa 83 56 68.94 2.499 172,281 Lúða 350 100 310.55 0.164 50,930 Skarkoli 70 70 70.00 0.101 7,070 Skata 110 110 110.00 0.013 1,430 Skötuselur 175 175 175.00 0.034 5,950 Steinb/hlýri 50 50 50.00 0.089 4,450 Steinbítur 57 52 55.01 2.259 124,268 Sólkoli 100 100 100.00 0.088 8,800 Ufsi ós 39 35 35.98 16.972 610,653 Ufsi sl 44 30 43.64 5.908 257,825 Undirmálsfiskur 50 50 50.00 1.232 61,600 Ýsa sl 160 88 143.47 4.960 711,611 Ýsa ós 133 30 124.79 2.836 353,904 Þorskursl 123 86 100.52 21.786 2,189,929 Þorskur ós 107 55 87.02 11.638 1,012,739 Samtals 78.09 80.157 6,259,815 FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA Hrogn 222 222 222.00 1.151 255,522 Karfi 39 39 39.00 0.649 25,311 Keila 38 38 38.00 0.568 21,584 Langa 64 64 64.00 0.867 55.488 Lúða 369 212 257.17 0.053 13,630 Skötuselur 164 164 164.00 0.071 11,644 Steinbítur 28 28 28.00 0.055 1,540 Ufsi 37 37 37.00 0.771 28,527 Ýsa 110 110 110.00 0.066 7,260 Þorskur 106 64 86.26 11.426 985,607 Samtals 89.69 15.677 1,406,113 FISKMARKAÐUR ÍSAFJARÐAR Annar afli 30 30 30.00 0.094 2,820 Blandaður afli 5 5 5.00 0.066 330 Skarkoli 85 85 85.00 0.004 340 Ufsi sl 30 30 30.00 0.017 510 Undirmálsfiskur 60 60 60.00 0.065 3,900 Þorskur sl 83 83 83.00 1.139 94,537 Samtals 73.96 1.385 102,437 FISKMARKAÐUR ÞORLÁKSHAFNAR Karfi 45 44 44.02 6.088 267.994 Langa 72 46 65.23 2.544 165,945 Lúða 425 365 377.82 0.209 78,964 Lýsa 20 20 20.00 0.223 4,460 Skata 114 90 111.97 0.355 39,749 Skötuselur 390 201 258.86 0.049 12,684 Steinbítur 65 58 58.32 0.392 22,861 Ufsi 50 30 46.88 32.075 1,503,676 Undirmálsýsa 41 41 41.00 1.949 79,909 Ýsa 113 40 86.57 88.984 7,703,345 Þorskur 122 64 82.55 28.172 2.325,599 Samtals 75.79 161.040 12,205,187 HÖFN Hrogn 120 100 112.47 0.377 42,401 Skötuselur 100 100 100.00 0.015 1,500 Samtals 111.99 0.392 43,901 SKAGAMARKAÐURINN Hlýri 34 34 34.00 0.087 2,958 Keila 20 20 20.00 0.111 2,220 Langa 56 56 56.00 0.245 13,720 Skarkoli 50 50 50.00 0.067 3,350 Steinbítur 34 34 34.00 0.050 1,700 Ufsi 30 30 30.00 0.414 12,420 Ýsa 50 50 50.00 0.027 1,350 Samtals 37.68 1.001 37,718 Olíuverö á Rotterdam-markaði, 19. janúar til 29. mars Skrifstofustjóri LÍÚ um frumvarp Guðjóns A. Kristjánssonar Alfarið á móti aukn- > ingu veiðiheimilda JÓNAS Haraldsson skrifstofustjóri Landssambands íslenskra út- vegsmanna segir LIÚ vera alfarið á móti því að gerðar verði breyt- ingar á aflamarki þetta fiskveiðár eins og gert sé ráð fyrir í frum- varpi Guðjóns A. Kristjánssonar varaþingmanns Sjálfstæðisflokks og 15 annarra þingmanna. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að afla- mark við veiðar á ufsa, ýsu, skarkola og úthafsrækju verði afnum- ið út þetta fiskveiðiár, og jafnframt verði heimilt að landa þeim þorski, karfa og grálúðu sein slæðist með yið þessar veiðar ef sá aukaafli sé innan við 15% af lönduðum heildarafla talið í þorsk- igildum. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Islands segir að ef frumvarpið ýti undir umræðu um hyernig taka skuli á því að fiski sé hent þá sé það af hinu góða, en hins vegar séu engar forsendur til að auka við kvóta eða gera einhverja bylt- ingu í fiskveiðistjórnuninni að öðru leyti. Jónas Haraldsson sagði að LÍÚ hefði þegar svarað því neitandi að veiðar yrðu gefnar fijálsar á þeim afgangstegundum sem verða, en sú tillaga hefði áður komið frá Guðjóni Á. Kristjánssyni. „Við teljum að það eigi að halda sig við aflamarkið eins og það er, en þarna er á ferðinni enn ein ný aðferð hjá Guðjóni til að reyna að rústa þetta kerfi. Þeir sem skipu- lagt hafa veiðar sínar reyna að halda þorski eftir til að hafa með sem meðafla með hinum tegundun- um, en þeir sem búnir eru að liggja í þorski og hafa klárað kvótann bera því við núna að þeir vilji fá kvóta því annars myndu þeir henda þorskinum. Þarna er spilað inn á það að verið sé að fleygja verðmæt- um, en þetta er ekki spurningin um það heldur um skipulag á vinnubrögðum," sagði Jónas. Hann sagði að LIÚ væri alfarið á móti því að verið væri að gera breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu, og með því að auka þorsk- aflaheimildir væri einungis verið að fara á bakvið hlutina. „Við tök- um bara undir orð Þorsteins Páls- sonar sjávarútvegsráðherra um að þetta sé rökleysa og verið sé að hlaupa frá vandanum. Um þetta þarf ekki að hafa fleiri orð,“ sagði Jónas. Leysir engan vanda „Það hefur verið umræða um það að undanförnu að fiski sé hent, og formaður Sjómannasambands- ins hefur opinberlega lýst því yfir að menn þurfi að ræða það á heildarvettvangi hvemig á að taka á því máli, þ.e. hagsmunaaðilarnir og stjórnvöld. Ef þetta ýtir undir umræðu um það mál þá er sú umræða af hinu góða,“ sagði Hólmgeir Jónsson. Hann sagði að hvað málefni sjó- manna varðaði sérstaklega og kvótabraskið sem þeir hefðu verið að beijast við, meðal annars í verk- fallinu fyrr í vetur, þá væri frum- varpið á engan hátt til lausnar á því. „Við vorum allavega á þeim tíma ekki að fara fram á að kerfinu væri hent, heldur að tekið yrði á þeim þætti að sjómenn tækju ekki þátt í kvótakaupum. Það virðist því miður sem Álþingi og stjórn- völd ætli að hundsa þetta málefni sjómanna algjörlega. Við höfum auðvitað áhuga á að á því máli verði tekið, en það breytir ekki því að það eru engar forsendur til að auka við kvóta eða gera einhveija byltingu að öðru leyti. Ég sé ekki að þær tillögur sem í frumvarpinu eru leysi neinn vanda, en það get- ur hins vegar verið gott innlegg í umræðuna," sagði Hólmgeir. Smábátar á aflamarki hafa misst 70% aflaheimilda sinna MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi ályktun frá Landssambandi smábátaeig- enda: Vegna þeirra gjörningahríðar er nú gengur yfir vegna veiða smá- báta vill Landssamband smábáta- eigenda taka fram eftirfarandi: „Sjávarútvegsráðherra, Lands- samband íslenskra útvegsmanna, útvegsbændafélög og nú síðast Sjó- mannasamband Islands hafa á und- anförnum dögum stillt íslenskum trillukörlum upp sem allsheijar blóraböggli allra vandræða sjávar- útvegsins. Þessir aðilar hafa haldið því fram að ekki sé unnt að auka aflamark í þorski vegna veiða smábáta. Þetta er sérkennileg framsetning í kjölfar ótal yfirlýsinga Hafrannsókna- stofnunar að nýafstaðið togararall gefi ekki tilefni til aukins afla- marks! Þá láist þessum sömu aðilum að geta þess að við útgáfu reglugerðar um þorskveiðar fiskveiðiársins 1993-1994 er hvergi gert ráð fyr- ir millifærslu aflamarks milli ára, en hún er 13.478 tonn af þorski og mun sá afli bætast við þær afla- tölur sem reglugerðin gerir ráð fyrir. Þá láist þeim einnig að geta þess að heimilt er að veiða 5% umfram úthlutað aflamark og gæti sú lagaheimild aukið aflann um 6.805 tonn. Aðeins þessi tvö atriði geta auk- ið afla fiskveiðiársins um rúm 20.000 tonn, eða nánast allan árs- afla svokallaðra krókaleyfisbáta. Með sama framsetningarmáta er hægt að halda því fram að skerða þurfí aflamark í þorski í byijun næsta fiskveiðiárs um 15% vegna þessara lagaheimilda. Þrátt fyrir þessar staðreyndir tönnlast þessir aðilar á smábáta- aflanum sem eina óvissuþættinum í fiskveiðistjórnuninni. Tilgangur- inn er aðeins einn. Hann er sá að afla verksmiðjuskipasægreifunum og fulltrúum þeirra fylgis við að leggja. krókakerfi smábáta í rúst þannig að aflaheimildir þeirra verði framseljanlegar og stórútgerðin geti því í einu vetfangi keypt þær. Best er að þeirra mati að þetta gangi sem hraðast fyrir sig, þar sem kvótabraskið hefur enn ekki verið afnumið og því enn mögulegt að þvinga sjómenn til kvótakaupa. En forystumenn sjómanna hafa þyngri áhyggjur af afla krókabáta og hafa helgað krafta sína heilagri baráttu gegn trillukörlum sem í fjölda tilfella eru fyrrum félags- menn Sjómannasamtakanna. Þá íjalla þessir aðilar ekkert um aðrar hliðar málsins, enda vart heppilegt þegar lagst skal á eitt um að koma þjóðinni í skilning um „staðreyndir" málsins. Á aðeins 32 mánuðum hafa smá- bátar á aflamarki misst 70% sinna veiðiheimilda, ásamt fjömörgum útgerðaraðila smærri skipa og verðtíðarbáta. Áhyggjur þessara aðila af þeim staðreyndum eru eng- ar, þar sem þetta snertir ekki verk- smiðjuskipasægreifana. Er þetta þó eitt brýnasta úrlausnarmál lög- gjafans við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þessar hrikalegu skerðingar eru ekki komnar til vegna veiða smábáta. Stórútgerð- armenn eru með málflutningi sín- um að reyna að hvítþvo hendur sínar af þeim 1,2 milljónum tonna af þorski sem þeir hafa sjálfir veitt umfram tillögur fiskifræðinga frá árinu 1977. Afli smábátanna sem þeir nú segja allt skipta sköpum nemur 0,8% þess afla. Að auki er stöðugt hamrað á því að verði frumvarp ráðherra að lög- um skerðist aflamark annarra skipa um 10%, en smábátar haldi öllum sínum veiðiheimildum. Þarna eru allar tölur stórlega ýktar og vísa smábátaeigendur þessu á bug en vilja vekja á því athygli að frum- varpið gerir ráð fyrir að þorskafli krókabáta verði skertur um tugi prósenta." SVARTOLIA, dollarar/tonn 125—-------------------------------------- 100--------------------------------------- 75,0/ 72,0 50 25 -+-H----1---1------1---4------1----1-----1----H---+— 21 .J 28. 4.F 11. 18. 25. 4.M 11. 18. 25. GENGISSKRÁNING Nr. 62 30, mars 1894. Kr. Kr. Toll- Eln. kl.9.16 Dollari Kauo 71.59000 Sala 71.79000 Gongl 72.67000 Sterlp. 105.78000 106.06000 107.97000 Kan. dollari 51.96000 62.13000 53.90000 Dönsk kr. 10.83700 10.86900 10.82100 Norsk kr. 9.79500 9.82500 9.77700 Sœnsk kr. 9.05600 9.08400 9.06700 Finn. mark 12.90000 12.94000 13.08900 Fr. franki 12.47600 12.51400 12.48100 Belg.franki 2.07080 2.07740 2.06090 Sv. franki 50.20000 60.36000 50.86000 Holl. gyllini 37.92000 38.04000 37.77000 Þýskt mark 42.67000 42.79000 42.40000 It. Ilra 0.04383 0.04397 0.04297 Austurr. sch. 6.06000 6.07800 6.03000 Port. escudo 0.41040 0.41180 0.41680 Sp. peseti 0.52040 0.52220 0.52090 Jap. jon 0.69370 0,69570 0.69610 Irskt pund 102.24000 102.58000 103.74000 SDR(Sórst) 100.90000 101.20000 101.67000 ECU, ovr.m 82.15000 82.41000 82.06000 Tollgengi fyrir mars or sólugengi 28. febrúar. Sjálfvirkur sim8vari genfjisskróningar or 623270.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.