Morgunblaðið - 31.03.1994, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 31.03.1994, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 Skútustjórarnir Peter Blake og Robin Knox-Johnston. Skútan ENZA 75 daga um- hverfis hnöttinn Southampton. Reuter. FLEST benti til þess á þriðju- dag að nýsjálenska skútan ENZA New Zealand setti nýtt hraðamet í hnattsiglingu og hlyti eftirsótt verðlaun sem kennd eru við franska rithöf- undinn Jules Verne. Búist er við að ENZA, sem er tvíbytna, ljúki kappsigling- unni á morgun, en þá verða 75 dagar liðnir frá því skútustjór- arnir Peter Blake og Robin Knox-Johnston sigldu yfir rás- línuna við frönsku borgina Brest, vestast á Bretaníuskaganum. Franskur siglingagarpur, Bruno Peyron, sigldi skútunni Commodore Express í fyrra umhverfis jörðina á 79 dögum og sex klukkustundum. A hnattsiglingunni hafa nýsjálensku skútustjórarnir háð einvígi við franska skútu, þrí- bytnuna Lyonnaise des Eaux- Dumez og voru 916 sjómílum á undan á þriðjudag. Vegna hag- stæðra vinda gæti sú skúta einn- ig orðið innan við 80 daga á leið- inni sem er skilyrði til þess að hreppa Jules Verne-styttuna. Undanlátssemi í ESB-deilu hefur skaðað stöðu Majors í íhaldsflokknum Andrúmsloftíð sagt minna á aðdraganda leiðtogaskipta NÁNUSTU stuðningsmenn Johns Majors, forsætisráðherra Bret- lands, innan stjórnar og utan lýstu stuðningi við hann í gær en í fyrradag krafðist einn þingmanna flokksins að Major segði af sér vegna undanlátssemi í deilunni um atkvæðavægi innan Evrópusam- bandsins (ESB) eftir stækkun þess. Er þetta í fyrsta sinn í 30 ár að slík krafa kemur fram á þingi frá samflokksmanni forsætisráð- herra. Talsverð óánægja rikir innan Ihaldsflokksins með stefnubreyt- ingu Majors og ríkja meiri efasemdir um forystu hans en nokkru sinni frá því hann tók við leiðtogahlutverki af Margaret Thatcher í nóvember 1990. Þykir andrúmsloftið nú minna óþyrmilega á aðdrag- anda Ieiðtogaskiptanna fyrir hálfu fjórða ári. Michael Heseltine viðskiptaráð- herra kom til vamar Major og í við- tölum sem birtust við hann og aðra háttsetta íhaldsmenn í ijölda blaða í gær varði hann þá ákvörðun Majors að fallast á málamiðlun í deilunni um atkvæðavægi innan ESB. Sagði Heseltine það einkum vera í þágu breskra hagsmuna að stækkun Evr- ópusambandsins tefðist ekki. „Ég sé ekki að leiðtogastaðan verði laus í bráð. Ég held að hann leiði íhalds- flokkinn í næstu þingkosningum og þingmeirihlutinn stækki þá,“ sagði Heséitine. Hann sagði Thatcher á sínum tíma stríð á hendur og þykir foringjaefni í augum stuðnings- manna þrátt fyrir að hafa fengið hjartaáfall í fyrra. Blöð sem stutt hafa Major hafa smám saman snúist gegn honum og fara skoðanir þeirra og forystu íhaldsflokksins ekki saman. „For- ystukreppa blasir við Major“ sagði í risaletri á forsíðu Daily Express sem varð síðast helstu blaðanna til að snúast gegn Major. VOPNAHLE I KRAJINA- Friðarsamningaviðræður milli Króata og Serba Samkomulag um vopnahlé í Krajina Zagreb. Reuter. FULLTRUAR Króata og Serba undirrituðu í gær samning um að binda enda á átökin í Krajina-héraði í Króatíu. Gert er ráð fyrir að herir Króata og Serba hafi dregið sig í hlé fyrir 8. apríl. Samkvæmt samningnum tekur vopnahlé gildi í héraðinu, sem aðal- lega er byggt Serbum, 4. apríl og daginn jeftir eiga báðir aðilarnir að hafa flutt öll þungavopn sín frá víg- línunni. Gert er ráð fyrir að friðar- gæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóð- anna hafi eftirlit með víglínunni og fylgist með því hvort samningurinn verði virtur. Mynda á hlutlaust svæði við mörk yfírráðasvæða Serba og Króata eftir að herirnir hafa dregið sig alveg í hlé. Þungavopn verða bönnuð 20 km frá línunni og her- mennirnir verða að vera í að minnsta kosti 1.000 metra ijarlægð. Samningurinn var undirritaður í sendiráði Rússlands í Zagreb eftir 18 stunda samningaviðræður. Undir- ritunin tafðist vegna deilu um hvern- ig marka ætti hlutlausa svæðið. Full- trúar Serba og Króata náðu þó sam- komulagi að lokum og undirrituðu 35 kort sem sýna svæðin. Fulltrúar Króata og Serba undir- rituðu í gær samning um vopnahlé í Krajina-héraði í Króatíu Vestur- Austur- hlutinn hlutirm SLÓVENÍA . T~~ 1L KRÓATÍA Suöurhlutinn N Noröurhtutinn Yfirráðasvæði Serba í Krajina Samkvæmt samningnum draga herirnir sig alveg í hlé fyrir 8. apríl. REUTER Uppreisn í bráð afstýrt Major varð 51 árs í fyrradag er hann skýrði þinginu frá þeirri ákvörðun stjórnarinnar að fallast á málamiðlun í deilunni um atkvæða- vægi innan ESB. Douglas Hurd utan- ríkisráðherra átti mikinn þátt í að um málamiðlun samdist á utanríkis- ráðherrafundi ESB um síðustu helgi. í síðustu viku sagði Major að ekki kæmi til greina að gefa neitt eftir í málinu; það væri ófrávíkjanleg krafa Breta að ekki yrði fjölgað atkvæðum sem þyrfti til að koma í veg fyrir að lagabreytingar næðu fram að ganga innan ESB. Með yfirlýsingun- um þótti hann ekki hafa lengur neitt svigrúm til að bakka út úr málinu. Þessi afstaða og undanlátssemi í kjölfar utanríkisráðherrafundarins þykir hafa skaðað stöðu Majors og aukið líkur á því að krafa um leið- togaskipti komi fram síðar á árinu. Uppreisn gegn honum í bráð var þó afstýrt er ríkisstjórnin lýsti stuðningi við málamiðlunina. Þrátt fyrir stuðn- ing allrar stjórnarinnar hefur málið orðið til að vekja aftur upp ágreining innan hennar um Evrópumálin. Mikilvægar kosningar Hverfandi líkur þóttu á því í gær að látið yrði til skarar skríða gegn Major í bráð. Ekki síst vegna þess að leitast verður við að láta líta út fyrir að einhugur ríki í íhaldsflokkn- um fyrir sveitarstjórnakosningar í vor í maí og kosningar til þings ESB í júní, ella væri lítil von um árangur í þessum kosningum. Áhrifamenn í flokknum sögðust þó í einkasam- tölum í gær efast um að Major gæti staðið af sér slæma útreið í kosning- unum. Yrði niðurstaðan afhroð flokksins kæmi krafa um afsögn strax eða nýtt leiðtogakjör í haust. Sambúð kynþáttanna og framtíðarhorfur í Suður-Afríku Linni ofbeldi eru burðar- ásar lýðræðis fyrir hendi nýja stjórnin grípa til harkalegra ráðstafana í fullvissunni um að hún njóti til þess stuðnings yfirgnæfandi meirihluta svartra og margra hvítra, þ. á m. valdamanna í viðskiptalffinu. Nú þegar eru margir þeirra blökku- manna sem munu stjórna eftir kosn- ingarnar í apríl að velta því fyrir sér að afnema ekki neyðarlög á borð við réttinn til að hafa fólk í varð- haldi án þess að leiða það fyrir dóm- ara — á sama hátt og Robert Mugabe notfærði sér neyðarlög Johns Smiths í mörg ár eftir að hinn - eftir Anthony Hazlitt Heard ÞAÐ er enginn hægðarleikur að spá um framtíð Suður-Afríku. Þegra þetta er ritað, í vikubyiýun, streyma inn fréttir af átökum í Jóhannesarborg, zúlúmenn fara hamförum í borginni og ráð- ast á fólk á götum úti en leyniskyttur á húsaþökum skjóta á árásarliðið. Lögreglan hvetur fólk til að halda sig inni á vinnu- stöðum sínum. Eins og til að minna á að til sé friðsamur heim- ur einhvers staðar handan við blóðbaðið flytja útvarp og sjón- varp fréttir af krikketleik Suður-Afríkumanna og Ástrala í borg- inni Durban. Fyrir skömmu komu þungbúnir embættismenn og syrgjandi að- standendur saman við athöfn í stjórnaraðsetri S-Afríku, Pretoriu, til að minnast 260 lögreglumanna sem létu lífið í kynþáttaóeirðum í fyrra. Þetta er hærri tala en nokkru sinni fyrr. Mannfallið er mikið hjá þjóðinni sem nú gengur óstöðugum fótum á vit örlaga sinna. Það er fyrst og fremst ofbeldið sem veldur því að framtíð landsins er í óvissu. Stóra spurningin er hvort ofbeldið muni fylgja okkur inn í framtíðina eða verða að mestu skilið eftir þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum. Það er samt sem áður nokkur von til þess að hið versta verði senn af- staðið, jafnvel að ofbeldið hafi náð hámarki með morðinu á vinstrisinn- uðum leiðtoga úr röðum Afríska þjóðarráðsins (ANC), Chris Hani, í fyrra. Tveir hvítir hægrimenn hafa verið dæmdir til dauða fyrir morðið. Búar og raunveruleikinn Meðal hvítra eru til örvæntingar- fullir hægrisinnar, þ. á m. eru hugs- anlega stuðningsmenn í lögreglu og her, sem myrt hafa svertingja með þvi að skjóta út um glugga bíla á ferð og sprengt í loft upp hús. Þess- ir menn eru hættulegir en ekki margir, einnig má draga í efa stað- festu þeirra og afl. Hávaðasamasta hreyfingin, Andspyrnuhreyfíng Búa (ARM) er undir stjórn skrípamyndar af Hitler er nefnist Eugene Terre- ’Blanche. Hófsamari hægrimenn hafa þó snúið á hann og hyggjast taka þátt í kosningunum í von um að fá fullnægt kröfunum um sitt eigið, hjartkæra fyrirheitna land sem þeir nefna „volkstaat" [Þjóðarríkið]. Þótt saga Búa, sem eru afkomendur Hollendinga' og Frakka, sé auðug af hetjulegum frásögnum af barátt- unni við risa eins og breska heims- veldið sýnir hún einnig að venjulega Barist í skemmtigarði LOGREGLA reynir að ráða niðurlögum leyniskyttu í óeirðum sem urðu í Bókasafnsgörðunum í Jóhann- esarborg á mánudag. Yfir 50 manns týndú lífi og hátt á annað hundrað særðist í átökum zúlumanna við xhosa. horfast þeir í augun við raunveru- leikann og láta ekki örvæntingar- hugsunarhátt hins umsetna virkis ráða ferðinni þegar Ijóst er að barátt- an er töpuð. Þetta gæti gerst í Suð- ur-Afríku eftir kosningarnar. Verði hvítir hægrimenn raunveru- leg ógn eftir lýðræðisumskiptin mun fyrrnefndi tók við vöidum í Zimbabwe árið 1980. Verði beitt ólýðræðislegum aðferðum gegn hægrimönnum getur það gert þeim
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.