Morgunblaðið - 31.03.1994, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 31.03.1994, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1994 að vera faglega færir um að gegna stjórnunarstörfum á flestum svið- um sjávarútvegs. „Við erum að fá mönnum verkfærin til að beita í íslenskum sjávarútvegi," segir Jón Þórðarson forstöðumaður deildar- innar. Aðsókn að deildinni hefur ekki verið mikil. Ein skýring sem norðanmenn néTna er að það þyki ekki fínt á íslandi að læra um sjáv- arútveg. Fyrsta árið í sjávarútvegsfræð- inni er allstrembið en þá eru kennd grunnfög eins og stærðfræði, efna- fræði, tölfræði og tölvunot. Að öðru leyti eru fimm megináherslu- atriði í kennslunni. Nemendur læra vistfræði hafsins og um fiski- stofna, kennd eru undirstöðuatriði skipa-, veiði- og vinnslutækni, byggð er upp þekking á nútíma- matvælaiðnaði með fisk í aðalhlut- verki, nemendur eru upplýstir um innra skipulag sjávarútvegs og opinbera stjórnsýslu og loks er þeim kennt hvernig „eigi að græða á öllu saman“ eins og Jón orðar það, það er að segja viðskipta- og hagfræðigreinar um meðferð fjár- muna, rekstur fyrirtækja og mark- aðssetningu. Samvinna hefur tekist milli sjáv- arútvegsdeildar og annarra rann- sóknastofnana, Hafrannsókna- stofnunar, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Fiskeldis Ejgafjarð- ar og Iðntæknistofnunar Islands. Samstarfið lýsir sér þannig að starfsmenn eru í hálfu starfi hjá háskólanum og hálfu hjá rann- sóknarstofnun. Heilbrigðisdeildin Enn sem komið er er hjúkrunar- fræði eina námsbrautin innan heil- brigðisdeildar Háskólans á Akur- eyri. Nám í hjúkrunarfræði tekur fjögur ár og lýkur með BS-prófi. Að sögn forstöðumanns deildarinn- ar, Sigríðar Halldórsdóttur, er boð- Morgiinblaðið/Rúnar Þór Verklegt nám í hjúkrun ERNA Margrét Bergsdóttir og Anna Margrét Tryggvadóttir hjúkrun- arnemar hlúa að hvítvoðungum á fæðingardeild Fjórðungssjúkra- húss Akureyrar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Heimilislegur skóli KRISTÍN Sólveig Bjarnadóttir varaformaður Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri fyrir framan hús skólans við Þórunnarstræti og Þingvallastræti'. Þar fer fram kennsla í hjúkrun og kennara- deild. Bókasafn og skrifstofur skólans eru í sama húsi. Faghús hf er nú með í smíðum raðhús í Vesturás og Suðurás sem eru til afhendingar mjög fljódega. Um er að ræða bæði einnar- og tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílskúr, sem eru frá 165 ferm. upp í 204 ferm. Frábær staðsetning, þar sem stutt er í fallegt útivistarsvæði. Húsin seljast á hvaða byggingarstigi sem er. ALLAR UPPLÝSINGAR ERU VEITTAR Á SKRIFSTOFU FAGHÚSA AÐ GRENSÁSVEG 16 R.VÍK í SÍMA 91-678875. FAGHÚS hf SKRIFSTOFA: GRENSÁSVEGI 16 - 108 REYKJAVlK - g 91-678875 Morgunblaðið/Rúnar Þór Glæsilegir stúdentagarðar Ekki á að væsa um þá sem búa í nýreistum stúdentagörðum við Klettastíg. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kennarafundur FRÁ fundi kennara um framtíð skólans. Fremstur er Haraldur Bessa- son rektor. ið upp á ívið meiri verklega kennslu en við Háskóla íslands. Áhersla er lögð á að mennta hjúkrunar- fræðinga sem geti unnið úti á landsbyggðinni, sjálfstæði þeirra er eflt því úti á landi getur hjúkr- unarfræðingur jafnvel verið eini fulltrúi heilbrigðisgeirans á staðn- um. Sigríður er stolt af því hve rannsóknir eru veigamikill hluti af deildarstarfinu. Þriðja rannsóknar- áðstefnan verður haldin nú í vor og fjallar hún um heilbrigða elli. Yfirskrift þeirra fyrri var „Umönn- un krabbameinssjúkra" og „Hjúkr- un, áfram veginn“. Kennaradeildin Yngsta deildin í skólanum er kennaradeildin. Hún tók til starfa síðastliðið haust. Um er að ræða þriggja ára nám sem lýkur með B.Ed.-prófi. Á fyrsta ári sækja all- ir nemendur sömu námskeið. En á öðru ári skiptist námið í sérsvið. Enn sem komið er er þó einungis boðið upp á eitt sérsvið, almennt svið með_ áherslu á þarfir dreifbýl- isskóla. í föstu starfí við deildina eru kunnir heimspekingar, Guð- mundur Heiðar Frímannsson og Kristján Kristjánsson. Kristján er jafnframt forstöðumaður Rann- sóknastofnunar Háskólans á Akur- eyri. Það þarf engan að undra að í kennaranáminu er heldur meiri áhersla á heimspeki en sálarfræði ef miðað er við kennara- og uppeld- isfræðinám annars staðar á land- inu. Ennfremur læra nemendur meira í íslensku og stærðfræði en venja er í kennaranámi. Guðmund- ur Heiðar sem er forstöðumaður deildarinnar segir að sótt hafi ver- ið um heimild til ráðuneytis fyrir því að takmarka aðgang að deild- inni enda myndi hún ekki ráða við það ef til dæmis níutíu manns sæktu um næsta haust. Stúdentar Félag stúdenta í rekstrarfræði heitir Reki, Stafnbúi hjá sjávarút- vegsdeild, Magister í kennaradeild og Eir í hjúkrunarfræðinni. Kristín Sólveig Bjarnadóttir, varaformað- ur Félags stúdenta, segir nemend- ur upp til hópa ánægða. Skólinn sé afskaplega heimilislegur og gott samband manna á milli. Andrúms- loft í fyrirlestrum sé gott og tími ætlaður fyrir fyrirspurnir. Eins finni nemendur það að þeir geti haft áhrif enda sé skólinn ungur og enn í mótun. Ráðstefnur og fyrirlestrar Háskólinn hefur gengist fyrir Góð nýting á íbúðum fyrir krabbameinssjúklinga ÍBÚÐIRNAR þrjár í Reykjavík sem ætlaðar eru fyrir krabbameins- sjúklinga hafa verið nýög vel nýttar síðustu mánuði. Flestar vikur hafa þær allar verið í notkun og nú er í athugun að kaupa eina til viðbótar. íbúðirnar eru til afnota fyrir krabbameinssjúldinga af landsbyggðinni og aðstandendur þeirra meðan á sjúkdómsmeðferð stendur. Það voru Rauði kross Islands og Krabbameinsfélag íslands sem keyptu í þessu skyni tvær íbúðir við Lokastíg árið 1991 og eina Ibúð við Rauðarárstíg ári síðar. Ríkis- spítalar sjá um rekstur þeirra. Dval- argestir greiða væga leigu en í mörgum tilvikum fæst leigan end- urgreidd hjá krabbameinsfélagi í heimabyggð sjúklings. í tengslum við hópreið norð- lenskra hestamanna í Reykjavík I byijun mars var tekið á móti áheit- um sem á að veija til að bæta að- stöðu krabbameinssjúklinga utan af landi er leita þurfa meðferðar í höfuðborginni. Undirtektir voru mjög góðar og söfnuðust um 700 þúsund krónur. Þess má geta að ár hvert grein- ast rúmlega átta hundruð íslend- ingar með krabbamein og af því má sjá að þörfín fyrir víðtækan stuðning við sjúklinga er mikil, seg- ir í frétt frá Krabbameinsfélaginu og Raúða.teossinum. i íahh 00rS»8Ímia
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.