Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Samið um sameiningu tveggja lífeyrissjóða við Sameinaða lífeyrissjóðinn
Stefnt að betrí
ávöxtun og
lægrí kostnaði
SAMNINGAR hafa tekist um sameiningu Sameinaða lífeyrissjóðsins ann-
ars vegar og Lífeyrissjóðs bókagerðarmanna og Lífeyrissjóðs garðyrkju-
manna hins vegar frá og með 1. janúar 1995. Tilgangur sameiningarinn-
ar er að skapa stærri og öruggari einingu, auka áhættudreifingu, skapa
möguleika til lægri rekstrarkostnaðar og betri ávöxtunar á sjóðunum
þegar til lengri tíma er litið, segir í frétt frá sjóðunum.
í SKYRSLU bankaeftirlits Seðlabanka Islands, sem unnín er úr
ársreikningum lífeyrissjóðanna er að finna nokkrar tölur um stærð
og kennitölur hinna þriggja sjóða sem hér segir um rekstur þeirra
á árinu 1993 og stöðu í árslok 1993:
Á Hrein eign Fjöldi Hrein Kostnaður Lífeyrís-
til greiðslu virkra raun- í % af greiðslur
n fit f Iffeyris sjóðs- ávöxtun eignum í % af ið-
Sameinaði þús. kr. féiaga gjöldum
lífeyrissióðurinn 10.717 3.754 7,21 0,41 40,1
Lífeyrissjóður
bókagerðarmanna 2.227 1.026 6,59 0,37 31,1
Lífeyrissjóður félags garðyrkjumanna 185 101 5,85 1,21 17,0
13.129 4.881
Loðskinn hf. hafnaði tilboði
Skinnaiðnaðar hf. um sameiningu
Viðræður enn
ígangi
Sameinaði lífeyrissjóðurinn tók til
starfa 1. júní 1992 með sameiningu
Lífeyrissjóðs byggingarmanna og
Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða.
Var strax í upphafi gert ráð fyrir
því að fleiri lífeyrissjóðir gætu komið
til samstarfs við hann og orðið aðil-
ar. Á undanförnum mánuðum hafa
átt sér stað viðræður milli stjórna
fyrmefndra sjóða og var samkomu-
lagið undirritað með fyrirvara um
samþykki þeirra félaga sem standa
að sjóðunum.
Markmiðið með sameiningunni er
einnig að auka og bæta þjónustu við
sjóðfélaga. Með hveiju árinu sem líð-
ur eykst fjöldi þeirra sem taka líf-
eyri frá sjóðunum og sífellt meiri
vinna fer í að þjónusta sjóðsfélagana
í sambandi við lífeyrisgreiðslur.
Kostnaður fari ekki yfir
0,3% af heildareign
Þá er stefnt að því til lengri tíma
litið að rekstrarkostnaður fari ekki
yfir 0,3% af heildareign. Hins vegar
FORRÁÐAMENN ísfélags Vest-
mannaeyja hf. hafa óskað eftir því
við stjórn Þróunarsjóðs sjávarútvegs-
ins að þeir fresti því að bjóða út for-
kaupsrétt á hlutabréfum sjóðsins í
Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. í síð-
ustu viku samþykkti stjórn Þróunar-
sjóðs sjávarútvegsins að taka tilboði
ísfélagsins í hlutabréf í Hraðfrysti-
stöð Þórshafnar. Sjóðurinn á 36%
hlut í félaginu að nafnvirði 54,8 millj-
ónir en tilboð ísfélagsins hljóðaði upp
á 58 millj. Tilboði Þormóðs ramma
hf. upp á 38 millj. var hafnað.
Samkvæmt lögum Þróunarsjóðs
sjávarútvegsins eiga hluthafar og
starfsmenn Hraðfrystistöðvar Þórs-
hafnar forkaupsrétt á hlutabréfum
sjóðsins í félaginu. Hinrik Greipsson,
ritari stjórnar Þróunarsjóðs sjávarút-
vegsins, sagði að forráðamenn ísfé-
lagsins og Hraðfrystistöðvar Þórs-
hafnar vildu tíma til þess að vinna
ákveðna undirvinnu áður en for-
kaupsréttarhöfum verður boðið að
ganga inn í tilboðið.
er búist við auknum kostnaði fyrst
í stað meðan sameiningin fer fram.
Fara þarf mjög ítarlega yfir allt bók-
hald af löggiltum endurskoðendum,
meta allar eignir og útistandandi
kröfur og gera tryggingafræðilega
úttekt.
Sjóðfélagar lífeyrissjóðanna
tveggja sem sameinast Sameinaða
lífeyrissjóðnum munu frá og með 1.
janúar 1995 hefja iðgjaldagreiðslur
þangað. Verða sjóðirnir tveir deildir
í Sameinaða lífeyrissjóðnum á árinu
1995. í árslok 1995 fer síðan fram
tryggingafræðilegt mat á deildunum
og sjóðnum sjálfum samhliða því að
eignir sjóðanna verða metnar af
löggiltum endurskoðendum. Skuld-
bindingar og eignir verða metnar
saman og réttindi aukin eða skert
hjá hverjum aðila fyrir sig á grund-
velli þessa mats. Sameinaði lífeyris-
sjóðurinn er og verður áfram eftir
sameiningu fjórði stærsti lífeyrissjóð-
ur landsins þegar litið er á hreina
eign til greiðslu lífeyris.
„ísfélagið hefur ekkert með þenn-
an hlut í Hraðfrystistöð Þórshafnar
að gera nema í samvinnu við meiri-
hlutaeigendur og stjórnendur félags-
ins. Tilboð þeirra er bindandi, en
skv. ákveðnum fyrirvara í því hefur
verið óskað eftir því að stjórn sjóðs-
ins fari sér hægt við að bjóða út
forkaupsréttinn rétt á meðan viðræð-
ur Isfélagsmanna og forráðamanna
Hraðfrystistöðvar Þórshafnar standa
yfir,“ sagði Hinrik.
Bréfí
næstu viku
Búist er við að stjórn Þróunarfé-
lags sjávarútvegsins sendi út bréf til
hluthafa og starfsfólks Hraðfrysti-
stöðvar Þórshafnar í byijun næstu
viku þar sem þeim verður boðið að
ganga inn í tilboð ísfélagsins. Hinrik
sagðist búast við það þeim yrði gef-
inn 10-14 daga frestur til að ganga
inn í tilboðið og eftir það yrði hægt
að snúa sér að frágangi málsins.
LOÐSKINN hf. á Sauðárkróki hefur
hafnað tilboði Skinnaiðnaðar hf. á
Akureyri um sameiningu fyrirtækj-
anna tveggja í kjölfar kaupa síðar-
nefnda fyrirtækisins á 20% hlut Slát-
urfélags Suðurlands í Loðskinni fyrir
nokkru. Að sögn Ásgeirs Magnús-
sonar, stjórnarformanns Skinnaiðn-
aðar, þótti forráðamönnum Loð-
skinns ákveðin atriði í tilboðinu ekki
aðgengileg en reynt yrði að leysa
þau mál. Viðræður væru því enn í
gangi á milli fyrirtækjanna.
„Það sem vakir fyrir okkur er að
reyna að ná fram meiri hagræðingu
í þessari atvinnugreín og sameining
þeirra tveggja sútunarverksmiðja
sem eru á landinu er ein leið til þess,“
sagði Ásgeir í samtali við Morgun-
blaðið. „Verksmiðjur Skinnaiðnaðar
og Loðskinns geta báðar afkastað
meira en til fellur og við sjáum því
ákveðna hagræðingarmöguleika í
sameiningu.“
Aðspurður hvort það fælist í sam-
einingarhugleiðingum þein'a að loka
annarri verksmiðjunni sagði Ásgeir
svo ekki vera. „Við höfum hugsað
okkur að halda starfseminni áfram
bæði á Sauðárkróki og Akureyri og
veita því fólki sem hefur unnið hjá
fyrirtækjunum tveimur áfram at-
vinnu. Hins vegar felur sameining í
VERKFRÆÐIN GAFÉLAG íslands
stendur í samvinnu við iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytið og Útflutnings-
ráð Islands fyrir ráðstefnu nk.,
mánudag hinn 17. október nk. til
kynningar á viðskiptaháttum við inn-
kaup erlendis frá, sem nefnast gagn-
viðskipti eða ígildisviðskipti (offset).
I frétt frá félaginu kemur fram
að með ígildisviðskiptum sé átt við
að innflytjandi kreflist þess af útflytj-
anda vöru eða þjónustu að hann felli
inn í tilboð sitt að tiltekin hráefni,
sér eina yfirstjórn, en ef hún yrði
flutt til Akureyrar færi annar hluti
starfseminnar til Sauðárkróks í stað-
inn,“ sagði Ásgeir.
Staða fyrirtækjanna ólík
Ásgeir sagði að sameingarviðræð-
ur eins og þær sem væru í gangi á
milli forráðamanna Skinnaiðnaðar
og Loðskinns væru alltaf erfiðari
þegar margir kæmu að þeim. Þá
væri það ekki til að einfalda málin
að staða fyrirtækjanna væri mjög
ólík. „Rekstur Skinnaiðnaðar hf. sem
var reistur á gjaldþrotarústum ís-
lensks skinnaiðnaðar hf. hefur geng-
ið mjög vel á árinu. Reksturinn hefur
skilað töluverðum hagnaði og eiginfj-
árstaðan er sterk. Staða Loðskinns
er hins vegar veik en þar var sú leið
farin í stað gjaldþrots að semja um
niðurfellingu skulda o.fl. Það er því
ákveðinn vandi að finna sameining-
arflöt sem allir geta sætt sig við en
það er verið að vinna í því.“
Um 540-560 þúsund skinn munu
falla til árlega á íslandi. Að sögn
Ásgeirs hefur skiptingin á milli
Skinnaiðnaðar og Loðskinns í gróf-
um dráttum verið þannig að Skinna-
iðnaður hefur keypt frá 65-75% af
gærunum á móti 25-35% hjá Loð-
skinni.
hlutir eða samsetning komi frá eða
fari fram í landi kaupandans eða að
hann skapi á annan hátt þjónustu
eða störf í því landi upp að fyrirfram
ákveðinni prósentu af upprunalegri
sölu. ígildisviðskipti hafa alllengi
tíðkast í viðskiptum með hergögn,
flugvélar og skip, en í fréttinni segir
að viðskipti með þessum hætti gerist
nú æ algengari, einkum þar sem inn-
flutningslandið er að leita leiða til
þess að þróa eigin iðnað og efla út-
flutning.
Þórður Magnússon hjá
Eimskipafélaginu
Ekki liætta
á vaxta-
hækkun
ÞÓRÐUR Magnússon, fram-
kvæmdastjóri ijármálasviðs Eim-
skips, telur enga hættu á að skamm-
tímavextir hækki hér á landi eftir
að opnað verður fyrir skammtíma-
hreyfingar fjármagns milli Islands
og annarra landa um næstu áramót.
Hann ítrekar þá skoðun sína að raun-
vextir af skammtímabréfum séu nú
verulega hærri hér á landi en t.d. í
Bandaríkjunum og Þýskalandi. Af
hálfu Seðlabankans var því hinsveg-
ar vegar haldið fram í Morgunblaðinu
í gær að óhjákvæmilegt sé að ein-
hver hækkun verði á skammtíma-
vöxtum á næstunni vegna opnunar
fjármagnsmarkaðarins um áramótin,
enda séu skammtímavextir verulega
hærri á hinum Norðurlöndunum og
í Bretlandi.
Fjárþörf ríkisins lítil
Þórður ítrekaði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að raunvextir á ríkis-
víxlum hér á landi væru nú 4,5%
miðað við hækkun framfærsluvísi-
tölu en einungis 2% á skammtíma-
bréfum í dollurum og þýskum mörk-
um. Þá gæfu aðstæður í efnahagslíf-
inu alls ekki til kynna að einhveijar
hækkanir á skammtímavöxtum væru
framundan. „Fjárþörf ríkisins er lít-
il, engin þensla er í efnahagslífinu,
mikið er af lausu fé í umferð og
vöruskiptajöfnuðurinn er hagstæð-
ur,“ sagði Þórður. „Hár viðskipta-
kostnaður mun ennfremur hamla
gegn kaupum á erlendum skamm-
tímaverðbréfum þegar þau verða
heimiluð á næsta ári. Viðskiptakostn-
aðurinn, þ.e. yfirfærslugjald og mis-
munur á kaup og sölugengi við kaup
á erlendum verðbréfum er rétt um
0,8% af hverri hreyfingu. Ef keypt
eru bréf til þriggja mánaða er kostn-
aðurinn um 3,2% miðað við heilt ár.
Það hefur gleymst að taka tillit til
þessa kostnaðar í umræðu um
skammtímavexti. Þessi kostnaður er
hemill á viðskipti með erlend verð-
bréf þannig að það munu engar flóð-
gáttir opnast um næstu áramót. Eg
geng þá auðvitað út frá að kjara-
samningar um næstu áramót leiði
ekki til kostnaðarhækkana umfram
það sem gerist í nágrannalöndun-
um.“
B0DY SH0P EYKUR HAGNAÐ
Snyrtivörufyrirtækið Body Shop Int. Pic skýrði á
fimmtudag frá þvi að hagnaður fyrir skatta hefði
aukist um 23% sl. 6 mánuði, til 31. ágúst.
Sjávarútvegur
ísfélag Vestmannaeyja
og Hraðfrystistöð
Þórshafnar í viðræðum
Ráðstefnur
Rætt um ígildisviðskipti
□□□□□□!
hiisgúpn