Morgunblaðið - 15.10.1994, Síða 33

Morgunblaðið - 15.10.1994, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FROÐIFINNSSON + Fróði Finns- son fæddist í Reykjavík 12. júní 1975. Hann lést í Landspítalanum 30. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 11. október. FYRST heyrði ég getið Fróða Finnssonar þeg- ar Gísli bassaleikari dauðarokksveitarinnar Sororicide sagði mér að nýr gítarleikari hefði gengið til liðs við sveit- ina og hann ekki af verri endanum. Það var því með nokkurri forvitni sem ég fór á tón- leika á Hótel Borg til að sjá og heyra þennan nýja gítarleikara, sem skar sig ekki síst úr fyrir það að vera ekki eins fextur og félagamir, þó sviðsframkoman væri ekki síður þungarokksleg. Hann lagði sitt af mörkum í að gera hljómsveitina enn betri og þyngri en hún var fyrir, enda fyrirtaks gítarleikari þrátt fyr- ir ungan aldur. Oft átti ég eftir að sjá Fróða síðar og kynntist honum prýðilega, tók við hann viðtöl og sá hann margsinnis á tónleikum með ýmsum sveitum. Það var alltaf gaman að sjá Fróða á sviði, enda var hann hæfileika- og hugmyndaríkur gítarleikari, hvort sem var í kraftmiklu dauðarokki með Sororicide eða í sérkennilegri poppsuðu Texas Jesú. Mest gaman var þó að hitta hann á tónleikum þar sem hann var meðal áheyrenda; því samræður okkar urðu oft ansi líflegar og þá um tónlist og íslenskt rokk. Fróði hafði ákveðnar skoðanir á tónlist sem hann lá ekki á og rök- studdi af krafti. Hann var fastur fyrir, en þó alltaf reiðubúinn að taka tillit til skoðana viðmælandans og oft vorum við sammála um að vera ósammála, sérstaklega í kröfunni um að íslenskt rokk ætti að vera á íslensku; í því var hann umburðar- lyndari en ég. Það er eftirsjá að þessum geð- þekka pilti og sár harmur kveðinn að foreldrum hans sem hafa stutt hann dyggilega í gegnum erfið veik- indi. Eftir Fróða Finnsson gítarleik- ara liggur sitthvað á plasti, en per- sónan mun ekki gleymast þeim er þekktu. Árni Matthíasson Nú leggur þú á hinn ljósa vog, sem liggur á milli stranda. Þér verður fagnað af vinum, þar sem verðir himnanna standa, sem aikomnum bróður, úr útlegð, heim af eyðimörk reginsanda. En þín við minnumst með þökk í hug sem þess sem við líkjast viljum. Og fetum veginn í fótspor þín, hve fátt og smátt, sem við skiljum. Það léttir þá raun að rata heim í reynslunnar hörkubyljum. (Kristján frá Djúpalæk) Góður drengur, Fróði Finnsson, hefur nú lotið í lægra haldi fyrir sjúkdómnum vonda eftir harða bar- áttu í fjögur og hálft ár. Hversu erfitt er ekki að skilja örlög okkar mannanna, sumir verða hjá Fróða. Þar var síðan skeggrætt um tónlist og hljómsveitir, spilað á gítar, sungið og spjallað. Við trúum því að Óli hafi ekki verið langt undan þegar Fróði lagði upp í seinustu ferð sína yfir landamerki lífs og dauða. Hann hefur tek- ið á móti vini sínum og félaga og umvafíð hann kærleika. Þeir taka nú upp þráðinn þar sem frá var borfið þegar Óli kvaddi, halda áfram spjalli sínu um tónlist og hljómsveitir og leika ef til vill saman í landi eilífðarinnar. Þó svo að við fjölskyldan höfum aðeins þekkt Fróða á meðan hann háði veikindastríð sitt, þar sem skipt- ast á skin og skúrir geymum við mynd af honum í hjarta okkar þar sem hann er heilbrigður og hraustur. Elsku Edda, Finnur og aðrir ást- vinir Fróða, við vitum að missir ykk- ar er mikill og sorgin djúp. Við biðj- um algóðan Guð að gefa ykkur allan þann kraft sem fyrirfinnst til að axla þá ábyrgð sem lögð hefur verið á hug ykkar og herðar. Við biðjum góðan Guð að gæta Fróða og varðveita. Minningin um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar. Jóhanna, Stefán, Eyjólfur, Guðbjörg og Sandra Sif. Ég var nýfluttur í hverfi þar sem ég var með öllu ókunnugur. Ég átti erfitt með að fóta mig í nýju um- hverfi, þekkti engan og viðurkenni að ég hafði ekki í hyggu að kynnast neinum. Einn góðan dag gerðist það svo að ég hitti fýrir hann Fróða Finnsson. Við gáfum okkur á tal saman og urðum samstundis óað- skiljanlegir. Við áttum saman ógleymanlegar stundir, prófuðum lífið samstiga og störfuðum seinna saman í tónlist. Ég var tíður gestur á heimili hans á Bókhlöðustígnum, og þangað var alltaf gaman að koma. Seinustu ár ævi sinnar var Fróði á stöðugu flakki inn og út af sjúkra- húsum, en ekki heyrði ég hann kvarta svo mikið sem einu sinni. Mér féllust margsinnis hendur yfir þeim krafti og því hugrekki sem í þessum unga manni bjó. Öllu sínu mótlæti tók hann með einstökum styrk og að því er virtist óendanlegu úthaldi. Veikindi sín lét hann ekki hindra sig í því að njóta lífsins sem mest hann mátti, þó svo að þær stundir sem hann var nógu frískur hafi verið allt of fáar. Hann hélt áfram að stunda tónlistina þrátt fyr- ir að veikindi hans hafi gert honum erfitt fyrir, og sannaði að þar eins og annars staðar var hann langt yfir meðallagi. En örlögin láta ekki að sér hæða. Sú kom að endingu tíð að Fróði var ofurliði borinn. Sá miskunnarlausi sjúkdómur sem hafði læst klóm sín- um í hann bar að endingu sigur úr býtum. Með sárum söknuði kveð ég þig, kæri vinur, og öllum aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð. Ég er sannfærður um að sál eins og hans Fróða deyr aldrei, heldur lifir að eilífu í hjörtum okkar allra. Bogi Reynisson. Mig langar til að minnast ungs vinar, sem fallinn er frá í blóma lífs- ins, eftir mjög harða baráttu við sjúkdóm sem læknavísindin kunna ekki ráð við. Fróði var einstakur. Það var ekki hans að gefast upp. Eftir hvert áfallið í meðferðum kom sami drengurinn aftur með nýja von um bata. Ég veit að hvaðeina sem hnn tók sér fyrir hendur gerði hann vel. Hann var vaxandi námsmaður og mikill tónlistarmaður. Við hér á Öldugötunni eigum margar góðar minningar um þig, kæri vinur, sem eiga eftir að ylja okkur um ókomin ár. Kæru foreldrar, Edda og Finnur. Innilegar samúðarkveðjur sendum við ykkur og öðrum aðstandendum. Jóna L. Sigursteinsdóttir. Kynni mín af Fróða hófust fyrir hartnær 19 árum er frændi dvaldist á heimili foreldra minna og annaðist móðir mín hann í nokkra mánuði í veikindum Eddu. Fyrir mig og bræð- ur mína var þetta mikil upplifun. Við tvíburamir litum á Fróða frænda eins og litla bróður, þótt við værum í_ reynd af öðmm og þriðja ættlegg. Ýmsir aðrir heimilismeðlimir voru í fýrstu ekki á eitt sáttir við þessa ráðagerð móður minnar og sáu fyrir sér andvökunætur, en annað kom í ljós. Ekki heyrðist tíst eða stuna frá litla frænda og varð hann augasteinn allra í fjölskyldunni. Er árin færðust yfir átti Fróði ekki einungis tvær ömmur eins og flest börn eiga held- ur átti líka Ninnu ömmu á Rauða- læknum og tók amma hann oft á tíðum með í sumarbústaðinn, þar sem m.a. voru farnar fjöruferðir. Er ég var unglingur passaði ég hann stundum, hvort heldur var að ná í hann í leikskólann að Tjarnarborg eða að gæta hans heima á síðkvöld- um. Eitt kvöld er mér minnisstæðast er Fróði átti að fara að sofa. Ég beitti öllum mínum ráðum til að láta hann þvo á sér fæturna og bursta tennurnar og eftir það las ég fyrir hann bók. Ekki þótti mér bókin skemmtileg og eftir dágóðan lestur og í þeirri trú að frændi væri nú örugglega sofnaður fletti ég viljandi yfir síðustu blaðsíðurnar og viti menn, hið sofandi barn reis upp og sagði mér að það vantaði inn í sög- una og ekki stóð á honum að endur- segja hana. Þetta var mér mikill lærdómur, því þarna komst ég að því að þótt börn látist vera sofandi þá getum við aldrei verið viss um að þau séu það og auðvitað kunni hann uppáhaldssöguna sína utanaf. Árin færast yfir og Fróði fer í skóla. Þótt samskipti okkar hafa minnkað með árunum þá fylgdumst við alltaf með honum bæði í leik og námi. Fróði var mikilhæfur tónlistar- maður, eins og hann á ættir til. Hann leitaði oft í tónlistina á erfiðum stundum, hvort heldur til að hlusta á hana, spila eða semja tónverkverk með hljómsveit sinni. Á kveðjustund er ekki annað hægt en að þakka fyrir trausta og eftirminnilega samfylgd með góðum frænda, sem umfram allt var hann sjálfur. Foreldrum hans, ættingum og ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Sigurveig Grímsdóttir. Ég kynntist Fróða fyrir rúmum fimm árum. Við urðum strax bestu vinir, enda átti tónlistin stóran þátt háaldraðir við hestaheilsu, en aðrir deyja ungir eftir að hafa gengið í gegnum meiri erfiðleika og kvalir en við sem heilbrigð erum getum nokkurn tíma skilið. Finnst manni stundum réttlætinu illa brugðið. Við íjölskyldan kynntumst Fróða og foreldrum hans árið 1990 þegar Fróði og Óli voru báðir í lyfjameð- ferð á Landspítalanum, Fróði lá á fullorðinsdeildinni, en Oli á barna- deildinni þótt eldri væri. Þeir áttu margt sameiginlegt, drengirnir okk- ar, auk þess að vera báðir með krabbamein. Þeir spiluðu báðir í hljómsveit á þessum tíma og var tónlistin þeirra hjartans mál. Það var því mikið lán fyrir þá báða að hitta hvor annan á þessum erfiðu tímum. Þeir létu hvorki erfiðar lyfjagjafir né vanlíðan trufla sig í því að hitt- ast annaðhvort uppi hjá Óla eða niðri l' t Ástkær sambýlismaður minn, faðir okk- ar, tengdafaöir, afi og langafi, STEFÁN VALBERG HALLDÓRSSON, lést í Borgarspítalanum 4. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. SigríðurTómasdóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Jóhannes Jónsson, Sigtryggur Stefánsson, Guðborg Hákonardóttir, Sævar Stefánsson, Margrét Gunnarsdóttir, Valborg Stefánsdóttir, Þórólfur Kristjánsson, Kolbrún Stefánsdóttir, Jóhannes Reynisson, Sigurður Stefánsson, Svava Guðmannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 33 " T— í lífi okkar beggja. Fróði spilaði mik- ið með hljómsveitum og var alltaf ein aðal driffjöðrin í hljómsveitum sínum. Við vorum ákveðnir í að stofna hljómsveit saman, þegar ég flytti til Reykjavíkur. Maður sá Fróða nær aldrei án gítarsins. Hann var alltaf að spila eða semja tónlist. Hann hlustaði mikið á tónlist og sá hana í allt öðru ljósi en ég. Hann pældi mikið í henni og var alltaf að fínna eitthvað nýtt. Hann _er án efa hugmyndaríkasti tónlistarmaður, sem ég hef kynnst. Síðustu mánuðina hlakkaði hann mikið til að eignast tölvu, svo hann gæti samið nútímatónlist. Það var alltaf gaman að hitta Fróða. Við fórum ávallt á hljóm- sveitaræfingar eða í hljóðver til að fylgjast með öðrum hljómsveitum, þegar ég var í heimsókn hjá honum í Reykjavík, og það var aldrei að finna, að hann væri haldinn hættu- legum sjúkdómi. Fróði veiktist fyrir u.þ.b. þremur árum. Hann sýndi aldrei nein veik- leikamerki í mínum augum. Hann var ávallt fullur af krafti og lét veik- indi sín lítið á sig fá. Hann leit allt- af björtum augum fram á við og talaði sjaldan um veikindi sín. Fróði heimsótti mig einu sinni heim í Stykkishólm. Þá var spilað, tekið upp, spjallað og hlegið. Það var alltaf stutt í grínið hjá honum. Við sátum langt fram á nótt með hljóðfærin í höndunum og skiptumst á hugmyndum. I fyrra fórum við til Kaúpmannahafnar á tónleika og nutum þess að vera saman í tónlist- inni. Ekki datt mér í hug þá, að hann ætti ekki nema rúmt ár eftir. Ég sá Fróða síðast í byijun sept- ember, rétt áður en ég hélt til Eng- lands til náms. Hann virtist eld- hress. Hann var alltaf heilbrigður í mínum augum. Hann talaði um að fara í hljóðver og taka upp, þegar ég kæmi heim um jólin. En úr því verður ekki. Fróði hafði háð langa og hetjulega baráttu við sjúkdóm sinn, en nú er henni lokið og sannur vinur er farinn burt. Elsku Edda og Finnur, Guð styrki ykkur í sorginni. Lifi minningin um ljúfan dreng. Smári Jósepsson. Kæri Fróði. Við þekktumst ekki lengi, en þú náðir að kenna mér ýmislegt á þess- um stutta tíma. Framar öliu lærði ég af þér að það er hægt að brosa í gegnum tárin. Það var sama hversu úrvinda þú varst af veikindum, alltaf gastu kreist fram bros og gefið manni von um að allt myndi bjarg- ast. Ég trúi því að þú hafir uppskor- ið eitthvað af öllu þínu erfiði, að þér líði vel núna og getir spilað á gítar- inn í himnaríki. Eflaust hefur þú nvj^- þegar stofnað hljómsveit með Kurt Cobain og Jimi Hendrix. Skyldi ég einhverntímann lenda í því sama og þú þá hef ég þig að fyrirmynd. Minningin um glaðværð þína gefur okkur hinum þrek til að láta ekki bugast nema brosandi. Ég kveð þig að sinni og vonast til að hitta þig aftur. Magnús Hákon. Kæri Fróði. Með þessum fátæklegu orðum langar mig til að þakka þér fyrir þær ánægjulegu stundir sem við höfum átt saman. Þær hafa víst ekki verið margar í seinni tíð, en sérstaklega eru þær mér kærar sem við áttum saman á Hagaskólaárun- um heima hjá Vidda, þar sem við sátum heilu kvöldin og spjölluðum og hlustuðum á tónlist. Þeim mun ~ég aldrei gleyma. Þú varst góður drengur og er ég afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér og ég veit að við munum hittast síðar. Aðstandendum þínum votta ég mína dýpstu samúð. Saknaðarkveðjur, Fríða Maria Harðardóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, JÓHANN ÓSKAR ERLENDSSON, Seljabraut 38, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 13. október. Pálína Ragnheiður Guðlaugsdóttir, Edda Jóhannsdóttir, Jón Ingvar Haraldsson, Jóhann Óskar, Páll Ragnar, Anna Lilja og Halla Vilborg. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför sambýlismanns míns, föður okkar og bróður, GYLFA SIGURÐSSONAR, Tungu, Fróðárhreppi. Þorgerður Jónsdóttir, Sigurður Kjartan Gylfason, Jón Ingi Gylfason og systur hins látna. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför MARGRÉTAR GUÐFINNSDÓTTUR, Völusteinsstræti 8, Boiungarvík. Sigurgeir Sigurðsson, Heiðrún Sigurgeirsdóttir, Svenna R. Sigurgeirsdóttir, Guðmundur B. Sigurgeirsson, Jón E. Sigurgeirsson, Halldóra Sigurgeirsdóttir, Erla Sigurgeirsdóttir, Sigurborg Sigurgeirsdóttir, Evlalia Sigurgeirsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Jörgen Blangsted, Halldór Pálsson, Hólmfríður Gunnarsdóttir, Jónina Kjartansdóttir, Erling Sigurlaugsson, Gestur Pálmason, Jóhann Kristjánsson, Kristrún Benediktsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.